Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 18. ÁGÚST 2002 192. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 10 Hernaður gegn landinu 14 Íslenska hjartað slær í Grenihlíð 24 Hælisleit í hörðum heimi Fjöldi þeirra, sem leitað hafa hælis á Íslandi, hefur snaraukist á síðustu árum og að- stæður breyst vegna Schengen-samkomu- lagsins. Um leið hefur umræða um innflytj- endur harðnað í ná- grannalöndunum. 8 Sunnudagur 18. ágúst 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsins B EFTIR margra daga flóð í Saxelfi hafa björgunarstarfsmenn í borginni Dresden í austurhluta Þýskalands loks fengið von um að það versta sé yfirstaðið. Talsmaður innanríkis- ráðuneytisins í Saxlandi sagði í gær að áin inni í borginni hefði verið „nærri stöðug“ og vatnshæðin verið 9,39–9,40 metrar. Talsmaður umhverfisráðuneytis- ins sagði þetta benda til þess að flóð- in í Saxelfi hefðu náð hámarki eftir verstu flóð í Mið-Evrópu í manna minnum í vikunni, en vatnsborð Sax- elfar í Dresden hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust á sextándu öld. Flóðin halda hins vegar áfram neðar í ánni og gerðu þau nokkurn usla í iðnaðarborginni Bitterfeld þar sem stíflur gáfu sig, en nokkrar mik- ilvægar efnaverksmiðjur er þar að finna. Vatnið hefur þó ekki enn náð til verksmiðjanna og er ekki talin hætta á umhverfisslysi. Margar verksmiðjanna drógu úr framleiðslu eða hættu henni fyrr í vikunni vegna flóðanna. Meirihluti íbúa borgarinn- ar þurfti að yfirgefa heimili sín og sagði talsmaður almannavarna á svæðinu að um helmingur borgar- innar væri undir vatni. Flóðin í Þýskalandi Mestu flóð síðan á 16. öld Dresden. AFP. NUNNUR syngja og veifa fánum meðan þær bíða komu Jóhannesar Páls páfa til heimaborgar hans, Krakár, í Póllandi. Páfi er nú í níundu heimsókn sinni til Póllands og mun eyða fjórum dögum í Kraká, þar sem hann vann nauðung- arvinnu fyrir þýska hernámsliðið í seinni heims- styrjöld. Seinna barðist hann gegn kúgun komm- únista í landinu, en hann var erkibiskup í Kraká áður en hann varð páfi. Pólskar nunnur taka syngjandi á móti páfa Reuters inni, hafa lík stúlknanna ekki fund- ist, en á föstudag fundu lögreglu- menn hluti í skólanum sem skipta miklu máli fyrir rannsóknina. „Þessir hlutir hafa verið varðveittir þar sem þeir fundust og munu sæta viðamikilli rannsókn sérfræðinga, sem mun væntanlega taka nokkurn tíma,“ segir Hebb. Parið, sem handtekið var í gær- morgun, hefur enn ekki verið ákært, en lögreglan getur haldið þeim í allt að þrjá sólarhringa án ákæru. „Sorgin mikil og djúp“ Stúlkurnar hurfu 4. ágúst í heimabæ þeirra Soham, norðaustur af Cambridge, og hefur leitin að þeim verið ein sú umfangsmesta að horfnu fólki sem átt hefur sér stað á Bretlandi. Lögregluyfirvöld hafa hingað til talið að stúlkurnar væru BRESKA lögreglan tilkynnti í gær, laugardag, að tvennt hefði verið handtekið vegna hvarfs stúlknanna Jessicu Chapman og Holly Wells, sem saknað hefur verið í tvær vik- ur. Fólkið, 28 ára karlmaður og 25 ára kona, er grunað um að hafa rænt stúlkunum og myrt þær og er því ljóst að stúlkurnar eru ekki lengur taldar á lífi. Lögreglan hefur ekki gefið upp nöfn fólksins, en breskir fjölmiðlar segja að um sé að ræða þau Ian Huntley, umsjónarmann í gagn- fræðaskóla, og unnustu hans Max- ine Carr, en hún var eitt sinn að- stoðarkennari í bekk stúlknanna tveggja. Þau Carr og Huntley voru tekin til yfirheyrslu á föstudag og leitaði lögreglan í húsi þeirra, gagn- fræðaskólanum og á heimili föður Huntleys. Að sögn aðalvarðstjórans Andy Hebb, sem stýrir rannsókn- á lífi og breyttist það viðhorf ekki fyrr en með fundinum á föstudag og handtökunum í gær. Fyrr í vikunni reyndi lögreglan að ná sambandi við mannræningjana í gegnum far- síma sem vitað var að önnur stúlk- an hafði á sér þegar hún hvarf. Skil- aði tilraunin engum árangri, og heldur ekki áskoranir fjölskyldna stúlknanna til ræningjanna um að skila börnunum heilum á húfi heim til sín. Komu handtökurnar í gær ætt- ingjum og nágrönnum stúlknanna í opna skjöldu. „Þetta eru verstu fréttir sem við gátum fengið,“ sagði Alan Ashton, prestur við meþód- istakirkjuna í Soham. „Sorgin mun verða mikil og djúp.“ John Powley, bæjarstjórnarmaður í Soham, sagði samfélagið allt vera í losti. „Soham mun aldrei verða aftur eins og hann var.“ Tvennt handtekið vegna hvarfs tveggja breskra stúlkna Talið að stúlkurnar hafi verið myrtar London. AFP. UPPI eru vangaveltur meðal banda- rískra stjórnmálaskýrenda um að áform um innrás í Írak njóti ekki stuðnings George Bush eldri, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta og föður George W. Bush, sem nú gegnir sama embætti. Vangaveltur þessar eiga rót sína að rekja til greinar sem birtist á fimmtudaginn í The Wall Street Journal undir fyrirsögninni „Ekki ráðast á Saddam“ eftir Brent Scowcroft. Höfundurinn er fyrrver- andi hershöfðingi í flugher Banda- ríkjanna og var ráðgjafi Bush eldri í þjóðaröryggismálum á sínum tíma. Segja sumir fyrrverandi embættis- menn óhugsandi að Scowcroft hafi skrifað greinina án þess að bera hana undir forsetann fyrrverandi. Bush eldri hefur ekki tjáð sig opin- berlega um hugsanlega innrás í Írak, og hefur það gefið vangaveltunum um hugsanlega andstöðu hans við slíka aðgerð, byr undir báða vængi. „Ég held að greinin endurspegli það sem 41 er að hugsa,“ sagði einn fyrrverandi starfsmaður Hvíta húss- ins, en Bush eldri var 41. forseti Bandaríkjanna. Heilbrigð umræða Í greininni sagði Scowcroft meðal annars að Saddam Hussein ætti lítið sameiginlegt með hryðjuverka- mönnunum sem ógnuðu öryggi Bandaríkjanna. „Það er ólíklegt að hann stefni vopnabirgðum sínum, hvað þá landinu, í hættu með því að láta hryðjuverkamönnum gereyð- ingarvopn í hendur.“ Orð Scowcrofts eru talin hafa tölu- vert vægi hjá forsetanum, ekki ein- ungis vegna sérstakra tengsla Scowcrofts við Bush-fjölskylduna, heldur einnig vegna þess að hann var mjög viðriðinn rekstur Flóastríðsins við Írak árið 1991. Núverandi forseti sagði við frétta- menn í gær að hann gerði sér grein fyrir því að margt mjög vel gefið fólk væri að tjá skoðanir sínar um Sadd- am Hussein og hugsanlega innrás í Írak. „Þetta er heilbrigð umræða og nauðsynlegt fyrir fólk að tjá sig,“ sagði forsetinn. „En Bandaríkja- menn verða að vita að ég mun gera sjálfur upp hug minn og taka þá ákvörðun, byggða á nýjustu upplýs- ingum, sem verður best til þess fallin að verja Bandaríkin, vini okkar og bandamenn.“ Bush-feðg- ar ekki sagðir á sama máli Crawford. The Los Angeles Times. Bandaríkin og Írak Friðlýsing með undanþágu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.