Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VART hefur orðið við kamfýlóbakter í vatnsbóli við félagsheimilið á Hlöð- um í Hvalfjarðarstrandarhreppi og hefur viðvörunarmerki verið komið fyrir í húsinu þar sem varað er við því að drekka vatnið. Ráðgert er að taka í notkun nýtt vatnsból fyrir svæðið í september. Að sögn Helga Helgasonar, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, kom sams konar bakt- ería upp fyrir tveimur árum og var þá gripið til aðgerða af sama tagi. Um er að ræða tvö aðskilin vatnsból sem hægt er að tengja saman. Grun- ur um að kamfýlóbakter væri að finna í vatnsbólunum var staðfestur af Heilbrigðiseftirlitinu fyrr í sumar en búið er að hreinsa minna vatns- bólið. Nýtt vatnsból verður tekið í notkun í næsta mánuði og mun það nýtast félagsheimilinu og íbúðarhús- um í næsta nágrenni. Ráðgert er að gömlu vatnsbólin tvö verði áfram notuð sem varavatnsból, að sögn Helga. Grunur leikur á, að hans sögn, að yfirborðsvatn með bakterí- unni hafi borist niður í vatnsbólin, sem eru lokuð, eða bakterían hafi komist í lögn. Mjög mikið vatn er í mengaða vatnsbólinu og margar að- rennslisæðar sem liggja í það sem torvelda hreinsun þess. Grafa þarf upp allar aðrennslislagnir, að sögn Helga, til þess að komast fyrir bakt- eríuna og verður það gert eftir að nýtt vatnsból verður tekið í notkun í haust. Á meðan eru íbúðarhús í kring tengd á minna vatnsbólið en mengað vatn rennur í gegnum lagnir félags- heimilisins og í sundlaug við það og segir Helgi óhætt að nota vatnið svo framarlega sem það sé ekki drukkið. Að hans sögn er ekki algengt að kamfýlóbakter finnist í drykkjar- vatni en þó hafa nokkur tilfelli komið upp á undanförnum árum. Kamfýlóbakter í drykkjarvatni og sundlaug á Hlöðum Nýtt vatnsból tekið í notkun í næsta mánuði Foreldrar krabbameinssjúkra á Netinu Fræðsla og stuðningur SAMSKIPTI milliforeldra langveikrabarna og heilbrigð- isstarfsfólks eru mjög mik- ilvæg. Anna Ólafía Sigurð- ardóttir vann meistaraverkefni sitt um fræðslu til foreldra barna og unglinga með krabba- mein undir leiðsögn dr. Erlu Kolbrúnar Svavars- dóttur dósents. Morgun- blaðið ræddi við Önnu Ólafíu um verkefnið og nauðsyn þess að foreldrar hafi góðan aðgang að upp- lýsingum um sjúkdóma barna sinna og hvernig á að sinna þeim. – Hvert var viðfangsefni lokaverkefnisins? „Meistaraverkefnið fjallaði um áhrif fræðslu- og stuðningsmeðferðar á líðan foreldra barna og unglinga með krabbamein. Foreldrum barna og unglinga sem greinst höfðu með krabbamein á tveggja ára tímabili var boðin þátttaka í einstaklings- meðferð, sem fólgin var í stuðn- ingsviðtölum, fyrirlestrum og að lokum fræðslu á Netinu, en ég hannaði heimasíðu fyrir rann- sóknarhópinn. Ég kannaði líðan foreldranna fyrir og eftir með- ferðina auk viðhorfs þeirra til fræðsluefnis heimasíðunnar. Við- brögð foreldranna voru mjög góð, þeim þótti heimasíðan aðgengileg og gagnleg. Það var mjög gott að finna hve foreldrar voru jákvæðir og þakklátir.“ – Hvers vegna valdirðu þér þetta viðfangsefni? „Ég hafði áhuga á að hanna hjúkrunarmeðferð fyrir fjölskyld- ur barna með langvinna sjúk- dóma, ekki síst vegna þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í meðferð á börnum og unglingum með langvinna sjúkdóma í þá átt að auka dvöl þeirra í heimahúsum. Þátttaka foreldra í meðferð barna hefur aukist mikið undanfarin ár, og við því þarf að bregðast með aukinni fræðslu. Hjúkrunarfræð- ingar gegna hér lykilhlutverki og geta stuðlað að bættri líðan for- eldra með t.d. markvissri fræðslu og stuðningi. Í meistaranáminu lauk ég námskeiði í upplýsinga- tækni og þótti heillandi að nýta mér tæknina til að veita skjól- stæðingum spítalans enn betri þjónustu. Ég valdi hóp foreldra barna með krabbamein fyrst og fremst vegna þess að í dag er starfandi innan Barnaspítala Hringsins þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og barna- lækna sem hefur sérhæft sig í meðferð þessara einstaklinga.“ – Leita foreldrar til hjúkrunar- starfsfólks eftir efni um krabba- mein og aðra sjúkdóma? „Já, foreldrar leita mikið á Net- inu að upplýsingum um sjúkdóma barna sinna, og ég sá hér leið til að koma til móts við þessa leit með innlendum upplýsingum. Einnig er mikilvægt fyrir hjúkrunar- fræðinga að læra að nýta sér þessa tækni til að að- stoða skjólstæðinga sína við leit að áreiðan- legum upplýsingum á Netinu.“ – Hvernig gekk að setja efni á síðuna fyrir foreldr- ana? „Það gekk í sjálfu sér vel. Það var lítið til af fræðsluefni fyrir þennan hóp foreldra á íslensku. Eftir að ég hafði rætt við foreldr- ana og greint hvaða efni ætti er- indi á heimasíðuna, hófst vinna við hönnun hennar. Stuðst var að hluta til við fræðsluefni sem unnið var af hjúkrunarfræðingum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, í tengslum við gerð krabbameins- dagbókar. Í allt eru um eitt hundrað prentaðar síður á heima- síðunni, svo að þar er að finna mikinn fróðleik.“ – Það hlýtur að auka tengsl for- eldra við sjúkrahúsið að hafa síðu eins og þessa. „Já, sannarlega getur það gert það. Íslendingar eru í fararbroddi þjóða heims í notkun upplýsinga- tækninnar og er ég sannfærð um að foreldrar sem og aðrir munu nýta sér fræðsluvefsíðuna. Heimasíða eins og þessi hefur ekki verið hönnuð og prófuð áður svo vitað sé hér á landi. Í fram- haldi af þessari vinnu vonum við að aðrar deildir spítalans opni svipaða fræðsluvefi fyrir fleiri sjúklingahópa.“ – Hvað tekur nú við í þínu rann- sóknastarfi að loknu meistara- prófinu? „Með rannsókn þessari hefur verið gert átak er varðar hönnun á fræðsluefni fyrir foreldra barna og unglinga með krabbamein hér á landi. Þannig að nú hef ég, ásamt Erlu Kolbrúnu leiðbein- anda mínum og Sigrúnu Þórodds- dóttur hjúkrunarfræðingi á dag- deild krabbameinsveikra barna, farið af stað með nýja rannsókn. Foreldrum barna og unglinga sem hafa nýlega greinst með krabba- mein er boðið að taka þátt í að prófa heima- síðu þessa sem hefur verið þróuð nánar, auk þess verður foreldrunum boðið upp á stuðning í formi viðtala. Foreldrarnir hafa aðgang að heimasíðunni í tvo mánuði. Tak- markið er að heimasíðan verði op- in öllum foreldrum krabbameins- veikra barna og unglinga. Það verður gert um leið og við teljum síðuna endurspegla þarfir for- eldra fyrir fræðslu og stuðning af þessu tagi.“ Anna Ólafía Sigurðardóttir  Anna Ólafía Sigurðardóttir er fædd á Ísafirði 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Ísafirði 1979, B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla Íslands 1983 og M.S. prófi frá sama skóla vorið 2002. Anna Ólafía hefur starfað á Barnaspít- ala Hringsins í 15 ár, verið hjúkr- unardeildarstjóri á barnaskurð- deild 13E í 9 ár. Síðastliðin 4 ár hefur hún unnið sem verk- efnastjóri notendaþáttar ný- byggingar Barnaspítala Hrings- ins. Anna Ólafía er gift Stefáni Hrafnkelssyni framkvæmda- stjóra Betware h/f og eiga þau þrjú börn, þau Hrafnkel, Arndísi Rós og Sigurð Davíð. Fræðsla eykur öryggi foreldra SIGMUND er farinn í sumar- fríi og munu því ekki birtast teikningar eftir hann í Morg- unblaðinu næstu vikurnar. Sigmund í sumarfrí SENN hallar sumri og haustið er á næsta leiti. Styttast fer í haustjafndægur og margir eru farnir að líta til berja eins og vera ber á þessum árstíma. Ekki er þó víst að haust og berjatínsla hafi verið ofarlega í huga pars- ins sem naut sumarsólar á einum margra garðbekkja borgarinnar í vikunni. Engin ástæða er heldur til að af- skrifa sumarið enda ræður þessi árstíð enn ríkjum hvað sem tautar og raular. Morgunblaðið/Jim Smart Slakað á í sólinni SAMTÖK ferðaþjónustunnar (SAF) telja hugsanlegt að mistök hafi verið gerð við talningu ferðamanna í sum- ar. SAF hafa boðað til fundar vegna þeirrar óvissu sem ríkir um talningu erlendra ferðamanna en mörgum í ferðaþjónustunni þykir tölur úr taln- ingu Ferðamálaráðs á Keflavíkur- flugvelli ekki í samræmi við upplýs- ingar frá öðrum, t.d. Flugleiðum. Því ákvað SAF að boða fulltrúa Flug- leiða, Flugmálastjórnar, Sýslu- mannsembættisins á Keflavíkurflug- velli og Ferðamálaráðs til fundar. Fundurinn verður haldinn í næstu viku og munu menn með öllum til- tækum ráðum reyna að meta hver þróunin hefur í raun orðið á þessu ári og ennfremur að kanna hvort og þá hvað hefur farið úrskeiðis í talning- unni sem framkvæmd er nú. Í sam- bandi við þetta er verið að kanna nú hvernig gengið hefur hjá fyrirtækj- um innan SAF um land allt það sem af er sumri. Óvissa um talningu ferðamanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.