Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 9

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 9 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 18 05 4 0 8/ 20 02 ERFITT reynist oft á tíðum að upplýsa mál sem tengjast minni- háttar eignaspjöllum, s.s. á stræt- isvagnabiðskýlum, skólalóðum, bíl- um og svo framvegis þar eð brotin eru oftast framin þegar enginn sér til. Sé miðað við sakhæfisaldur, sem er 15 ár, og einstakling sem fremur lögbrot af því tagi sem lýst er að ofan eru viðurlögin sektir eða allt að 2 ára fangelsi. Að auki er sá sem tjóninu veldur skaða- bótaskyldur. Í vikunni var sagt frá því í Morgunblaðinu að dæmi væri um að sama strætisvagnaskýlið hefði verið skemmt 20 sinnum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, falla brot af því tagi sem skemmdir á strætisvagnaskýl- um teljast til undir 257 gr. hegn- ingarlaganna og falla undir ákæru- vald lögregustjóra. Veggjakrot telst jafnframt til slíkra brota. Í fyrstu málsgrein 257. greinar er fjallað um viðurlög við minni- háttar eignaspjöllum en sam- kvæmt refsirammanum varða þau sektum eða fangelsi allt að tveim- ur árum. Í sömu grein kemur fram að við- urlög við meiriháttar eignaspjöll- um eru allt að sex ára fangelsi. Gáleysisbrot varða á hinn bóginn sektum eða fangelsisvist allt að sex mánuðum, að sögn Harðar. Að hans sögn eru refsiþyngjandi og refsimildandi ákvæði í hegning- arlögunum sem dómari tekur alla jafnan tillit til. Sé um einbeittan brotavilja að ræða eða hópur ein- staklinga fremur skemmdarverkin, svo dæmi sé nefnt, yrði að öllum líkindum horft til refsiþyngingar en til refsilækkunar þegar tekið er tillit til ungs aldurs þess sem fremur brotið eða hafi viðkomandi bætt fyrir tjónið. Lögregla á staðinn þegar glæpurinn er afstaðinn Að sögn Harðar er ákæran háð því að tjónþoli krefjist refsingar. Nokkuð er um að lögreglu takist að upplýsa minniháttar eignar- spjöll og hafa nokkur mál sem varða skemmdir á strætisvagnab- iðskýlum verið upplýst, að hans sögn. Í mörgum tilfellum reynist það hins vegar erfitt þar sem lög- regla er í flestum tilfellum kölluð á vettvang þegar glæpurinn er af- staðinn. Hörður bendir á að í sumum til- fellum bæti tryggingar tjónið en í öðrum tilfellum taki eigendur á sig allan kostnað af völdum þess. Hann segir lögregluna fá fjöl- margar tilkynningar á hverjum degi um skemmdarverk sem fram- in eru og oft eigi ungmenni þar hlut að máli. Sum brotanna virðist framin í hugsunarleysi en önnur af ásetningi eins og oft eigi við um strætisvagnabiðskýlin sem séu sterkbyggð og töluvert átak þurfi til að brjóta þau. Minniháttar eignaspjöll varða sektum eða allt að 2 ára fangelsi Reynist oft erfitt að upplýsa skemmdarverk GERÐ stuttmynda upp úr Biblíu- sögunum er meðal þess sem börn á leikjanámskeiði í Neskirkju hafa fengist við í sumar. Um 180 börn á aldrinum 6–12 ára sóttu leikja- og ævintýranámskeið á vegum kirkjunnar í sumar. Segir Rúnar Reynisson, skrifstofustjóri Neskirkju, að þetta séu leikja- námskeið á kristnum forsendum, börnin kynnist kirkjunni og á hverjum degi sé lesið úr Biblí- unni. Tilgangurinn sé að kynna kirkjuna fyrir börnunum og að hún sé lifandi. Þá var einnig farið í leiki, skoðunarferðir og alls konar verkefni unnin. Lokadag- urinn var í gær enda skólarnir að hefjast og var þá slegið upp kökuveislu. 180 börn sóttu leikja- og ævintýra- námskeið í Neskirkju í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerðu stuttmyndir upp úr Biblíusögunum ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.