Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ H UGMYNDIR manna um við- unandi hæð miðlunarlóns við Norðlinga- öldu endur- spegla vel breytt viðmið samfélagsins til náttúruverndar í hálfa öld. Rétt er að rifja upp að fyrstu hugmyndir um virkjun Efri- Þjórsár komu frá Sigurði Thorodd- sen árið 1950 og fólu m.a. í sér að Þjórsá yrði stífluð við Norðlingaöldu og myndað þar lón. Miðað var við að lónshæðin yrði 950 m y.s. og miðl- unarrýmið þar með 1.200 Gl (Gl=1 milljón rúmmetrar). Enda þótt hug- myndin hafi vakið talsverða athygli urðu ekki alvarlegar deilur um lón við Norðlingaöldu á opinverum vett- vangi fyrr en Landsvirkjun gerði áætlun um lón í allt að 593 m y.s. um 20 árum síðar. Ekki hætt við framkvæmdir Í frétt undir yfirskriftinni „Vilja styrkja rannsóknir á Þjórsárverum og heiðargæsinni“ í Morgunblaðinu 24. september árið 1970 kemur við- horf erlendra náttúruverndarsinna glöggt fram. Í fréttinni er greint frá því að á fundi sínum í Hollandi hafi alþjóðlegu fuglaverndunarsamtökin skorað á íslensk stjórnvöld að hætta við undirbúningsvinnu við fyrirhug- aðar framkvæmdir í Þjórsárverum, a.m.k. þar til ítarlegar rannsóknir lægju fyrir á áhrifum mannvirkja á umhverfið þar. Á fundinum lýsti fulltrúi UNESCO, menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, því yfir að stofnunin hefði áhuga á að veita fjárhagslegan styrk til rann- sókna á Þjórsárverum, sérstaklega vegna gildis slíkra rannsókna fyrir heiðargæsastofninn í heiminum öll- um. Í fréttinni kemur fram að Agnar Ingólfsson, dýrafræðingur, og Jakob Björnsson, þáverandi deildarverk- fræðingur hjá Orkustofnun, hafi sótt fundinn. Agnar hefði sagt frá Þjórs- árverum út frá náttúrufræðilegu sjónarmiði en Jakob rætt um fyr- irhugaðar framkvæmdir þar. Fram kemur að Jakob hafi í samtali við Morgunblaðið sagt að í umræðum að loknum erindunum hafi hann lagt áherslu á að Íslendingar væru engan veginn reiðubúnir að hætta við fram- kvæmdirnar en við þær yrði tekið tillit til náttúruverndarsjónarmiða og reynt að draga úr skaðlegum áhrifum á umhverfið. Nóbelsskáldið Halldór Laxness var ekki alls kostar sáttur við fram- göngu Jakobs á fundinum eins og fram kom í Morgunblaðinu á gaml- ársdag árið 1970. „Nú vaða þeir menn uppi sem er mest í mun að sökkva vin þeirri sem vindurinn hef- ur skilið eftir í hálendinu, Þjórsár- verum, ríki íslensku heiðagæsarinn- ar; það á að flæma burt fugl þann sem fann Ísland löngu á undan manninum og hefur búið hér í ver- unum um tugi alda, þúsundum til samans,“ segir hann í greininni og rifjar upp fréttir af því að náttúru- fræðingar hvaðanæva hafi sárbeðið ríkisstjórn og Alþingi að þyrma Þjórsárverum og boðist til að kosta rannsóknir „…á þessari paradís Ís- lands þar sem tíu þúsund heiða- gæsahjón eru fulltrúar almættisins í norðlægri túndru umluktri eyði- mörk“. Samkomulag í höfn Þrefið hélt áfram og fóru þar fremstir í flokki tveir hópar, þ.e. Landsvirkjun og Náttúruverndar- ráð (undanfari Náttúruverndar rík- isins). Eftir talsvert langan samn- ingaferil færðust umræðurnar síðan inn á borð SINO-samstarfsnefndar- innar, þ.e. samstarfsnefndar iðnað- arráðuneytis, Náttúruverndarráðs og orkufyrirtækja. Að lokum var gengið frá samkomulagi með auglýs- ingu um friðland í Þjórsárverum 3. desember árið 1981. Í auglýsingunni segir: „Ennfremur mun Náttúru- verndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýs- ingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs.“ Fram kemur að sérstök ráðgjafa- nefnd skuli sjá um rannsóknirnar. „Skal nefndin ennfremur fjalla um endanleg mörk umræddra mann- virkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vist- kerfi Þjórsárvera og hugsanlega endurskoðun á vatnsborðshæð miðl- unarlónsins. Nefndin skal og gera tillögur til stjórnar Landsvirkjunar og Náttúruverndarráðs um nauð- synlegar rannsóknir í þessu sam- bandi og skal Landsvirkjun kosta þær að svo miklu leyti sem hlutað- eigandi rannsóknaráætlun hlýtur samþykki stjórnar Landsvirkjunar og Náttúruverndarráðs.“ Auglýsingin var birt aftur óbreytt ef frá er talin leiðrétting á afmörkun friðlandsins 10. nóvember árið 1987. Friðunin mikill áfangasigur Vilhjálmur Lúðvíksson, sem sat í Náttúruverndarráði á árunum 1972– 1983, segir að friðun Þjórsárvera ár- ið 1981 hafi verið mikill áfangasigur fyrir náttúruvernd á Íslandi. „Það var hins vegar eindreginn vilji á þeim tíma, og hugmyndaleg samstaða innan ráðsins, að komast að samkomulagi við Landsvirkjun og yfirmenn orkumála í landinu um ásættanlega lausn á málefnum Þjórsárvera. Mjög náin samvinna var á milli Náttúruverndarráðs og yfirstjórnar orkumála, Landsvirkj- unar og Orkustofunar á þessum tíma. Sú samvinna var tekin upp með formlegum hætti, m.a. að und- irlagi mínu og Hjörleifs Guttorms- sonar, sem átti sæti í ráðinu, en varð síðar ráðherra,“ segir Vilhjálmur. Hann tekur fram að það Náttúru- verndarráð, sem sett hafi verið á stofn árið 1972 undir forystu Ey- steins Jónssonar fyrrum ráðherra og hann hafi átt sæti í, hafi mótað sér skýra hugmyndafræði sem unnið hafi verið eftir. „Samsetning ráðsins var meðvituð, og þar var blandað saman fólki með reynslu úr atvinnu- lífi en áhuga á náttúruvernd og nátt- úrufræðingum með víðtæka þekk- ingu á gangverki náttúrunnar. Við lögðum áherslu á að byggja upp getu til að gefa raunhæft mat á virkjana- áætlunum og áhrifum á lífríkið og jafnvel tillögur um breytingar. Allt kapp var lagt á að ná sáttum í þeim málum sem tekin voru fyrir, og var sú stefna mjög farsæl að mínu mati. Ég hélt þeirri skoðun fram að við yrðum að vega og meta hverju þyrfti að fórna til þess að náttúruvernd og efnahagsþróun færu saman,“ heldur Vilhjálmur áfram. „Hins vegar var það auðvitað álitamál hvort betra væri að menn sammæltust um þetta eða skiptust í fylkingar og berðust. Hin fyrri aðferð varð ofaná. Viljinn til að ná samkomulagi og þar með ár- angri, stýrði vinnu þess Náttúru- verndarráðs sem ég starfaði í. Á þeim grunni náðist samkomulag um friðun Þjórsárvera, friðun Fjallfoss, samkomulag um ýmis friðlönd og náttúruvætti, lönd undir þjóðgarða, og um gerbreytta hönnun margra mannvirkja, t.d. við nýtingu Deild- artunguhvers, útlitshönnun og mengunarvarnir við járnblendiverk- smiðju á Grundartanga svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir hann. „Við vorum að tengja efnahags- legan og félagslegan raunveruleika saman við náttúruvernd, það var vinnulagið hjá okkur.“ Óbilgjörn og skammsýn stefna í orku- og stóriðjumálum Hjörleifur Guttormsson sat í Náttúruverndarráði frá 1972 til 1978, var iðnaðarráðherra frá 1978 til 1979 og aftur frá 1980 til 1983. Hjörleifur gekk til liðs við Náttúru- verndarráð sem áhugamaður um náttúruvernd, og var frumkvöðull að stofnun Náttúruverndarsamtaka Náttúruverndarráð gekk sátt frá samningum við ríki og Landsvirkjun um Þjórsárver árið 1981 Eftir úrskurð Skipulagsstofnunar um vatnshæð miðlunarlóns við Norðlingaöldu hefur verið rifjað upp að Náttúruverndarráð veitti undanþágu fyrir lóni í 581 m y.s. með skilyrði árið 1981. Anna G. Ólafsdóttir og Bjarni Benedikt Björnsson grófust fyrir um aðdraganda friðlýsingar Þjórsárvera og undanþágu vegna vatnshæðar miðlunarlóns við Norðlingaöldu fyrir ríflega 20 árum. Friðlýsing með Hjörleifur Guttormsson Jóhann Már Maríusson Vilhjálmur Lúðvíksson Horft yfir Þjórsárver til norðausturs að Hjartarfelli í Hofsjökli. Hluti þessa svæðis myndi hverfa undir vatn með tilkomu miðlunarlóns. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.