Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 14
14 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
A
f öfugmælanáttúru
sem íslendíngum er
lagin kappkosta
sumir okkar nú að
boða þá kenníngu
innan lands og utan,
einkum og sérílagi
þó í ferðaauglýs-
ingum og öðrum
fróðleik handa út-
lendíngum, að Ísland sé svo landa að þar
gefi á að líta óspilta náttúru. Margur reynir
að svæfa minnimáttarkend með skrumi og
má vera að okkur sé nokkur vorkunn í þess-
um pósti. Hið sanna í málinu vita þó allir
sem vita vilja, að Ísland er eina landið í
Evrópu sem er gerspilt af mannavöldum.
Því hefur verið spilt á umliðnum þúsund ár-
um samtímis því að Evrópa hefur verið
ræktuð upp. Nokkur svæði í miðjarðarhafs-
löndum Evrópu, einkum Grikkland, komast
því næst að þola samanburð við Ísland að
því er snertir spillingu lands af mannavöld-
um.
Menn komu hér upphaflega að ósnortnu
heiðalandi sem var þéttvaxið viðkvæmum
norðurhjaragróðri, lýngi og kjarri, og sum-
staðar hefur nálgast að vera skóglendi; hér
var líka gnægð smárra blómjurta; og mýrar
vaxnar háu grasi, sefi og stör, morandi af
smákvikindum allskonar og dróu að sér
fugla svipað og Þjórsárver gera enn þann
dag í dag.
Mart bendir til þess að fólk er hér settist
að hafi litið á náttúru Íslands einsog bráð
sem þarna var búið að hremma. Skynbragð
á fegurð lands var ekki til í þessu fólki.
Slíkt kom ekki til skjalanna fyren þúsund
árum eftir að híngað barst fólk. Á 13du öld
skrifar Snorri Sturluson bók um eitt feg-
ursta land heimsins, Noreg, rúmt reiknað
1000 blaðsíður, án þess séð verði að höfundi
hafi verið kunn, aukin heldur meir, sú hug-
mynd að fallegt sé í Noregi. Orðið fagur á
íslensku þýddi reyndar bjartur áður fyrri.
Sú hugmynd af náttúran sé fögur er ekki
runnin frá sveitamönnum, heldur fólki úr
stórborgum seinni tíma, og náði loks til okk-
ar íslendínga úr Þýskalandi gegnum Dan-
mörku í tíð afa okkar. Náttúra verður auð-
vitað ekki falleg nema í samanburði við
eitthvað annað. Ef ekki er til nema sveit er
náttúran ekki falleg. „Óspilt náttúra“ er því
aðeins falleg nú á dögum að hún sé borin
saman við borgir þángað sem menn hafa
flúið af því sveitin veitti þeim ónóga lífs-
afkomu; og búa þar nú við vaxandi óhæg-
indi, sumstaðar einsog í víti.
* * *
Hafi einhverntíma verið hlýrra og lygnara
hér en núna, þó ekki hefði verið nema í þús-
und ár, til dæmis á þeirri tíð sem tré urðu
hér eins stór og viðarbolurinn steingerði af
Vestfjörðum, sem ég sá einusinni, og hafði
minnir mig á annað hundrað árhrínga, þá er
ekkert því til fyrirstöðu að Ísland hafi verið
grænt, kanski skógur á Spreingisandi. Að
hinu leytinu hafa menn séð landsvæði sem í
æsku þeirra voru græn og fögur verða að
Spreingisandi.
Vindar voru ugglaust orðnir óvinir gróð-
urs á hálendinu fyrir landnámstíð. Síðan
kom mannfólk með búsmala sinn og gekk í
lið með vindinum með því að etja beitarfé á
viðkvæmar seinvaxnar jurtir uppsveitanna;
menn voru að leita sér að tilveruhorni hver
og einn útaf fyrir sig. Sumt þessara hálend-
isbygða hefur að því menn hyggja lagst af
aftur vegna örfoks um það landnám var úti.
Geitur og sauðfé, sem og smávaxinn mið-
aldanautpeníngur, einsog hnúta sú bar vott
um úr Surtshelli sem árfærð var til A.D.
940, alt gekk úti vetur og sumar. Búsmalinn
nagaði ofaní mold þann gróður sem fyrir
var; og vindurinn var búinn að feykja mold-
inni burt áðuren hægfara græðimáttur
þessa kalda loftslags feingi ráðrúm til að
bæta í skörðin.
Af örnefnum má skilja að þessir menn
hafi alið með sér akurvonir í hinu nýa landi;
en ef þeir ekki brendu kjörrin í dölum og á
nesjum til að fá sér akur, þá gerðu þeir það
í fjandskaparskyni hver við annan ef trúa
má fornsögum. Þetta var járnaldarfólk án
aðgángs að járni, þeir urðu að gera til kola
ef þeir áttu að geta járn; og þar hafa eink-
um kjarrskógarnir mátt gjalda afhroð. Auk
þess var skjólgróður landsins höggvinn til
endsneytis alt frammá okkar dag. Með
hverri kynslóð sem kemur og fer verður
flagsærið æ meira höfuðeinkenni landsins.
Enn í dag verður miklu meira land örfoka á
ári hverju en nemur árlegri viðbót í ræktun.
Á síðustu áratugum hafa menn verið
verðlaunaðir af hinu opinbera fyrir að ræsa
fram mýrar, lífseigustu gróðursvæði lands-
ins, undir yfirskini túnræktar. Seigar rætur
mýragróðursins halda gljúpum jarðveginum
saman og vatnið nærir fjölda lífrænna efna í
þessum jarðvegi og elur smádýralíf sem að
sínu leyti dregur til sín fugla. Mýrarnar eru
stundum kallaðar öndunarfæri landsins.
Þúsundir hektara af mýrum standa nú með
opnum skurðum sem ristir hafa verið í þeim
tilgángi að draga úr landinu alt vatn; síðan
ekki söguna meir: eftilvill var aldrei mein-
íngin í alvöru að gera úr þessu tún. Fer
ekki að verða mál til að verðlauna menn
fyrir að moka ofaní þetta aftur? Þegar mýr-
ar eru ræstar fram til að gera úr þeim val-
lendi er verið að herja á hið viðkvæma
jurta- og dýraríki landsins. Skilja menn
ekki að holt og melar og aðrar eyðimerkur
á Íslandi urðu til við það að vallendið blés
upp? Það hefði verið nær, að minstakosti á
síðustu áratugum að hvetja bændur til að
gera tún úr holtum og melum: þar er það
vallendi sem rányrkjan hefur snúið í eyði-
mörk; friða síðan mýrarnar með löggjöf.
* * *
Þó það sé einsdæmi í Evrópu að löndum
hafi verið spilt af mannavöldum einsog á Ís-
landi, þá mætti það vera okkur nokkur
huggun að vera ekki einsdæmi í heiminum
samanlögðum. Norðurafríkuströndin var til
forna kornhlaða Rómaveldis. Eftir fall
Róms tíndust hjarðmenn úr arabalöndum
inn í akurlönd þessi yfirgefin og fluttu með
sér geitfé og sauðfé einsog okkar fólk.
Sauðkindin og geitin eru einlægt fylgifé
frumstæðra bænda; auðkenni vesallar þjóð-
menníngar; rússar kalla þennan fénað kýr
fátæka mannsins. Gróðurlendum fornald-
arinnar, þar sem nú er Alsír, var snúið í
mela holt og sanda nákvæmlega einsog hér
á Íslandi. Enn í dag má sjá í Afríku hjarð-
menn standa yfir fé sínu nótt sem nýtan
dag og halda því á beit í holtum þessum og
vera að mutra því til í landinu eftir því hvar
falla skúrir og einhverjum holtagróðri kann
að skjóta upp. Þarna er reyndar hægt að
hafa sauðfé úti allan ársins hríng ef maður
er nógu fátækur til að liggja úti með fé sínu
eða nógu mikill sjeik til að eiga nokkur þús-
und rollur í vörslu ekki velframgeinginna
smalamanna, en situr sjálfur einhverstaðar
þar sem rommið er skeinkt ómælt.
Lönd suðurhjarans ein, svo sem Argent-
ína, hánga enn í því, amk. sumstaðar, að
hafa náttúrleg skilyrði til sauðfjárræktar. Í
Patagóníu geingur fé sjálfala vetur og sum-
ar í vörslu ríðandi fjárhirða og ekki ótítt að
einn sauðamiljóneri eigi þar 100–200 þús-
unda hjörð. Í svona löndum er einginn telj-
andi kostnaður við framleiðslu sauðakjöts
nema slátrunarkostnaður. Ætli Ísland sé
ekki einna óhentast land og mest öfugmæli
til sauðfjárræktar af öllum löndum heims?
Það er amk. eitt þeirra fáru sauðfjárlanda
þar sem ekki er hægt að vera útí haga og
gæta hjarðar sinnar á jólanóttina einsog
hirðarnir gerðu í Betlehem, heldur verður
hjá okkur að heyja þessari skepnu vetr-
arforða með ærnum tilkostnaði og reisa yfir
hana hús þar sem hún er látin dúsa helmíng
ársins, stundum meira að segja alin á korni
vestan um haf, og samt í meira lagi óbeysin
á vorin; amk. svo horuð mestalt árið að hún
er ekki sláturhæf nema fáar vikur á haust-
in. Að sumrinu er þessi blessuð skepna látin
darka í landinu eftirlitslaust og naga það í
rót ef svo vill verkast þángað til moldin er
laus handa vindinum. Fjárhagslegur grund-
völlur sauðakjötsframleiðslu á Íslandi liggur
annars utan takmarka þessarar greinar.
* * *
Nú, þegar ætla mætti að nóg væri að gert
um sinn í náttúruspillíngu og kominn tími
til að spyrna við fæti, þá bætist nið-
urbrotsöflum landsins stórtækari liðstyrkur
en áður var tiltækur.
Til „að bæta lífsskilyrði almenníngs“ hef-
ur nú verið settur upp kontór á vegum Iðn-
aðarmálaráðuneytisins, nefndur Orkustofn-
un, og á að undirbúa hér stóriðju sem knúin
sé afli úr vötnum landsins.
Mér skilst að stóriðja þýði svipað og lyk-
iliðnaður, og sé hlutverk hennar að breyta í
vinsluhæft ásigkomulag þeim efnum sem
liggja til grundvallar smáiðju eða neyslu-
vöruiðnaði; undir stóriðju heyrir námurekst-
ur, málmbræðsla, efnaiðnaður, olíuhreinsun
og þessháttar. Svona iðja heimtar óhemju-
mikið rafmagn en fáar hendur. Neysluvöru-
iðnaður, til að mynda skógerð eða klæða-
verksmiðja, eða segjum útvarpstækjasmíði,
notar að öðru jöfnu margfalt vinnuafla
reiknað í mannshöndum á við málmbræðslu
eða olíuhreinsun. Ef við hefðum lagvirkni til
að útbúa og „flytja út“ einhverja iðn-
aðarvöru sem aðrir vildu nýta, þá væri ís-
lendíngum lagður atvinnugrundvöllur sem
stóriðja getur aldrei lagt.
Draumurinn um verksmiðjurekstur hér á
landi og íslendínga sem verksmiðjufólk er
ekki nýlunda; skáld síðustu aldamóta sáu í
vondraumum sínum „glaðan og prúðan“ iðn-
verkalýð á Íslandi. Fyrir skömmu sá ég haft
eftir einum forgaungumanni stóriðju á Ís-
landi, í umræðum á málfundi, að eina vonin
til þess að íslendíngar gætu lifað „mann-
sæmandi lífi í þessu landi“ (orðatiltækið
hefur heyrst áður), sé sú að gera þjóðina að
verkamönnum erlendra stóriðjufyrirtækja.
Hinum stórhuga iðnfræðíngi láðist að geta
þess sem hann veit miklu betur en ég, að
stóriðja með nútímasniði notar mjög sjálf-
virka tækni og kemst af með hverfandi lít-
inn mannafla; ekki síst málmbræðslur eins-
og hér eru hugsaðar. Ekki er fyrir það að
synja að fé sem flýtur til ríkissjóðs frá út-
lendum stóriðjufyrirtækjum starfandi í
landinu, einkum af sölu á rafmagni, gæti
orðið einhver smávegis búbót hjá því op-
inbera þó svo hafi enn ekki orðið, því sala
rafmagns til Straumsvíkur er, reikníngs-
lega, rekin með tapi, þjóðartekjur okkar af
álbræðslunni eru ekki aðrar en daglaun
þeirra verkamanna sem þar vinna og ekki
eru fleiri en menn sem starfa að landbúnaði
í meðalsveit á Íslandi. Erlend stóriðja hér
er þannig þýðíngarlaus fyrir íslenskan iðn-
vöxt. Rafmagnssala til útlendra stórfyr-
irtækja er í raun réttri aðeins verslun rík-
isins með réttindi; þau kaup snerta aðeins
óverulega íslenskan vinnumarkað, fram-
leiðni og utanríkisverslun. Annars eru þau
mál ekki til umræðu hér.
Vandræðin byrja þegar stofnun, sem fæst
við niðurskipun orkuvera handa einhverri
tilvonandi stóriðju, veitir virkjunarfyr-
irtækjum fríbréf til að darka í landinu eins-
og naut í flagi og jafnvel hyllast til þess að
skaðskemma ellegar leggja í eyði þau sér-
stök pláss sem vegna landkosta, nátt-
úrudýrðar ellegar sagnhelgi eru ekki aðeins
íslensku þjóðinni hjartfólgin, heldur njóta
frægðar um víða veröld sem nokkrir eft-
irlætisgimsteinar jarðarinnar.
Ég sagði að vandamálið væri ekki stóriðja
sem dembt væri yfir okkur með offorsi að
nauðsynjalausu. Vandamálið er oftrú þeirra
í Orkustofnun á endalausar málmbræðslur
sem eigi að fylla þetta land. Þá fyrst er land
og lýður í háska þegar svona kontór ætlar
með skírskotun til reikníngsstokksins að
afmá eins marga helga staði Íslands og
hægt er að komast yfir á sem skemstum
tíma; drekkja frægum bygðarlögum í vatni
(tólf kílómetrum af Laxárdal í Þíng-
eyarsýslu átti að sökkva samkvæmt áætlun
þeirra), og helst fara í stríð við alt sem lífs-
anda dregur á Íslandi.
* * *
Nokkrir fátækir bændur hafa laungum
átt bú sín kríngum fjallavatn á fornu jarð-
eldasvæði sem er eitt meðal náttúruundra
heimsins. Mývatn. Hér hefur orðið til gegn-
um tíðina eitthvert fegursta jafnvægi sem
þekt er á bygðu bóli í sambúð manna við lif-
andi náttúru. Óteljandi eru þeir nátt-
úruskoðarar og vísindamenn og nátt-
úruverndarmenn, svo og lærdómsmenn
allskonar og listamenn hvaðanæva úr heimi,
sem talað hafa og skrifað í sömu veru og
þýskur fræðimaður og forgángsmaður nátt-
úruverndar í landi sínu, dr. Panzer, gerði í
sumar leið: „Laxár- og Mývatnssvæðið er
sérstæðasta og dýrmætasta vatnasvæði í
heimi frá líffræðilegu og náttúrufræðilegu
sjónarmiði séð,“ skrifar hann.
Við Mývatn bjuggu til skams tíma þess-
konar menn, og við munum marga þeirra
enn, sem á hverjum tíma íslandssögunnar
hefðu verið kallaðir mannval. Og svo hefði
verið hvar sem var í heiminum. Þó þeir
ynnu hörðum höndum og gætu aldrei orðið
ríkir, þá voru þeir andlegir höfðíngsmenn.
Verðmæti þeirra voru ekta. Þeir orkuðu á
mann einsog prófessorar frá einhverjum
hinna betri háskóla, en stundum einsog
væru þar komnir öldúngar er staðið hefðu
upp af bekk sínum hjá Agli og Njáli til að
ræða við okkur um sinn. Margir þeirra voru
þjóðkunn skáld. Einn þeirra, Sigurður á
Arnarvatni, hann orti um mývatnsríkið
þessar ljóðlínur:
Hér á andinn óðul sín
öll sem verða á jörðu fundin.
Ég man þá tíð að sumum þótti þetta í
meira lagi djúpt tekið í árinni; en núna þeg-
ar verið er að basla við að tortíma Mývatni
finnum við að hver stafur í þessum vísuorð-
um er gull. Sannar var ekki hægt að segja
það.
Í okkar parti heimsins á öld þegar allir
eru orðnir fátækir af því að vaða í einsk-
isnýtum peníngum, þá er þeim mönnum
hættast sem hafa ekki áður hnoðað hinn
þétta leir. Að hlunnfara svona menn heyrir
undir lögmál viðskiftalífsins. Nema bændur
við Mývatn, frægir af sambýlisháttum sín-
um hver við annan og við náttúruna kríng-
um sig (og þetta er hið eina gull sem skiftir
máli á jarðríki; og flórgoðinn hefur í þúsund
sumur og kanski þúsund sumrum betur
verpt í sefinu niðurundan bænum þar sem
vatnið skerst inní túnið – þángað til í sum-
ar) – þessir menn vakna nú upp við það
einn góðan veðurdag að hinu fagra lífi Mý-
vatns hefur verið snúið í skarkandi stóriðju.
Og þjóðin öll, við sem tignuðum þetta norð-
læga landspláss þar sem lífsgeislar íslenskr-
ar náttúru eru dregnir saman í eina perlu,
við uppgötvum – einnig um seinan – að
þessi staður, sem hefði átt að standa undir
þjóðgarðslögum samfara fullkominni nátt-
úruvernd, hefur verið afhentur erlendu fé-
lagi til að klessa niður einhverskonar efna-
brensluhelvíti á vatnsbakkanum. Það var
þetta sem gerðist þegar Mývatni var fórnað
fyrir kísilgúrstassjón. Fjalladrottníngin sem
elskulegur snillíngur Sveitarinnar orti um
og alt landið saung um, hún var seld.
Það er huggun harmi gegn að fyrirtækið
Hernaðurinn geg
Á gamlársdag árið 1970 birti Morgunblaðið grein eftir
Halldór Laxness, sem hann nefndi „Hernaðinn gegn land-
inu“. Tilefni greinarskrifanna voru hugmyndir á þeim tíma
um framkvæmdir í Laxá og Norðlingaöldulón í Þjórsárver-
um. Enn eru framkvæmdir þar til umræðu og þess vegna
þykir Morgunblaðinu rétt að endurbirta grein Nóbelsskálds-
ins, enda var vitnað til hennar í blaðinu sl. fimmtudag.