Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 37                                                   !"" #     $  %  & %%        !" # $ $# $ " "% $&$ '#$ " # $ (  ") " # $  $ *  $""% + ) "$ ) " # $ ( $  ) $""%   ', ( #$""%  )$&$ ( ) " # $ - $ -.$%)- $ - $ -.$,                            !" !#      !   !    !   $% # &   ' ! ! $  !  (  $% # )! * !    + !!#  ,- .!!- &. # !   /    $% # 0   ,1- .! - - (-(1- - &    !!  !%   2 3    !  !" #   !%  !" -        !   " ! #$   # %& '%!  #  (" & #  #  ! )* #   + ' #                                                        !" # "$%&           !" # $%    &    '    ($  '   ) *+ !  ,' - )   !    %%  '    ) .   !    !   !'   )  !  - - ' - - - &                                        !"#$$#  % %& $# '"  (   !"#$$# )  *"  +$#  # ,#&& #  # ,#-                        þannig að við getum kvatt það sátt. Gísli Brynjólfsson, stjúpi minn sem ég kallaði alltaf pabba, sagði við okk- ur áður en hann kvaddi að sú væri raunin. Hann kveddi lífið sáttur. Það er okkur systkinunum og mömmu huggun harmi gegn á þessari kveðju- stundu. Dagar lífsins eru fjölbreytilegir líkt og litrófið. En sýn okkar á þá eykur á litagleðina. Ég býst við að í augum margra hafi æska pabba verið þyrnum stráð. Hann missti móður sína ungur og vegna starfa föður síns við sjómennsku gat hann um nokkra stund ekki dvalið með honum. En í huga pabba voru æskuárin mikil upp- spretta góðra stunda. Hann naut þess að eiga góða að, m. a. afa sinn, séra Kjartan Kjartansson, sem þá bjó á Gíslabæ á Snæfellsnesi undir Jökli. Hann var hagleiksmaður sem gjarnan gerði við prímusa samsveit- unga sinna. Af því og ýmsu fleira sagði pabbi margar sögur enda var hann mikill sögubrunnur og marg- fróður. Mestalla starfsævi sína starfaði pabbi við verslun og lítið heildsölu- fyrirtæki sem hann rak undir eigin nafni en nokkur ár starfaði hann einnig sem sveitarstjóri á Flateyri. Hann var sjálfstæður maður og gat ekki hugsað sér að starfa undir ann- arra stjórn. Hann vildi hafa festu í kringum sig og það speglaði viðhorf hans til lífsins. Hann var lítið fyrir af- skipti af opinberu lífi, stjórnmálum og félagsmálum, og var raunar hlé- drægur í þeim efnum. Hann lifði í anda þeirrar ágætu persónu Voltair- es, Birtíngs, sem sagði að maður yrði að rækta garðinn sinn. Það gerði hann bæði í óbeinum og beinum skilningi þeirra orða því að auk þess að sinna fjölskyldu og störfum af natni var hann mikill ræktunarmað- ur og aðdáunarverður árangur hans í uppeldi trjágróðurs. Hann var einnig áhugasamur frímerkjasafnari og hafði samkipti við aðra safnara víða um heim. En umfram allt minnist ég nú á þessari stundu kímninnar sem ávallt bjó undir orðræðu hans. Það var sjaldan langt í brosið þar sem hann var annars vegar. Jafnvel seinustu daga lífsins, þegar sú meinsemd sem lagði hann hafði tekið hann heljar- tökum, laumaði hann út úr sér gull- molum sem slógu birtu á umhverfið og hjálpa nú okkur hinum sem eftir lifum að takast á við sorgina og sökn- uðinn þannig að einnig við getum verið sátt við brottför hans úr jarðlíf- inu. Hann sagði mér draum sem hann dreymdi skömmu áður en hann féll frá. Hann var þannig að honum fannst hann vera settur á vogaskál sem sveiflaðist til og frá úr ljósi dags- ins inn í óræða nótt sem þó var ekki myrk heldur eins konar húm. Honum fannst þetta góður draumur og boða gott. Þannig upplifa þeir einir slíkan draum sem kvatt geta lífið sáttir. Á sama hátt getum við kvatt hann, vit- andi um þá sýn sem hann hafði á lífið og dauðann og í þakklæti fyrir það líf sem lifað var og nú er lokið. Skafti Þ. Halldórsson. Elsku afi minn, ég vona að þér líði betur núna en þér hefur liðið síðast- liðna mánuði. Þetta var þjáning sem enginn, og sérstaklega ekki þú, áttir að þurfa að fara í gegnum. Afi, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa sorg minni núna þegar þú ert farinn og ég fæ ekki að faðma þig eða segja hversu vænt mér þykir um þig. En ég hugga mig við það að þú ert kominn á betri stað og það hrjáir þig ekkert lengur. Þegar ég hugsa til baka um þig og til æsku minnar hugsa ég fyrst og fremst um hrísgrjónagraut með rús- ínum, þú gerðir þetta á hverjum ein- asta degi og ég man alltaf þegar ég kom til þín í hádeginu nánast á hverj- un degi og borðaði með þér þessa ljúffengu máltíð. Ég man hvað þér fannst gaman að gera smágrín, sem ég oftast tók vel, t.d. um vin minn hann Adam. Þar sem ég heiti Eva og hann hét Adam þá fannst þér þetta svakalega skondið. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur öll og ég vona bara að við höf- um staðið okkur síðastliðna mánuði fyrir þig. Þú varst og ert hetjan mín, afi. Ég stend í þakkarskuld við þig fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í gegnum tíðina. Þú hafðir óendanlega visku. Það var hægt að spyrja þig að öllu og þú vissir alltaf svarið við því og ef þér fannst svarið þitt ekki full- nægjandi leitaðir þú upplýsinga um efnið og sagðir mér síðan frá því. Elsku afi minn, minningin lifir í hjarta mér. Guð geymi þig. Eva Ýr. Það er komið að kveðjustund, elsku afi. Þú hafðir til að bera mannkosti sem hver gæti verið stoltur af og mætti þar nefna umhyggjusemi, hóg- værð, heiðarleika og spaugsemi. Ná- lægð þín var alltaf notaleg og ávallt gott að heimsækja ykkur ömmu. Okkur eru ógleymanlegar stundirn- ar sem við áttum með ykkur ömmu í sumarbústað ykkar við Apavatn, sönnum unaðsreit þar sem þið amma ræktuðuð upp mikla skóga. Okkur er minnisstætt að þú gafst þér alltaf tíma til að tala við okkur krakkana, ræddir um allt milli him- ins og jarðar, við komum aldrei að tómum kofunum, enda varstu vel les- inn og lagðir þig fram um að fylgjast vel með framvindu heimsmálanna sem öðrum málaflokkum og ekki síst því sem sneri að læknisfræði, þar varstu á heimavelli. Elsku afi, minningin um þig mun ávallt lifa með okkur. Ástarkveðja. Anna Heiða og Sverrir. Elsku afi minn. Mér fannst gaman þegar þú sagðir brandara og ennþá skemmtilegra þegar við horfðum á Tomma og Jenna saman í sjónvarp- inu. Ég vona að þú sért hjá mömmu þinni. Mér fannst mjög gaman að raka í sveitinni með þér. Ég sakna þín, afi minn. Arnar. væri í góðum tengslum við Maríu móður sína og bræður, Gróu ömmu og pabba minn en fyrir henni var bara ein mamma til, sú mamma sem nú hafði verið tekin frá henni. Lífið var erfitt hjá fjölskyldunni á þessum ár- um. Ég er með bók hér hjá mér sem heitir „Lífið í Guði“. Þessi bók geymir ræður og erindi frænda míns og bróð- ur Oddnýjar, Valgeirs Skagfjörð. Þetta er afskaplega falleg bók sem pabba mínum þótti afar vænt um. Í formála hennar segir um Valgeir og fjölskyldu hans: „Miklir erfiðleikar mættu honum á skólaárunum. Þegar hann var í 4. bekk lagðist hann veikur, en fjórir bræður hans lágu á Farsótt- arhúsinu. Þá var þröngt í búi.“ Val- geir fékk köllun þegar hann var tólf ára gamall. Hann dreymdi draum og vissi eftir það að hann átti að fylgja Guði. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1933 aðeins 23 ára gamall og stundaði framhaldsnám í guðfræði bæði í Noregi og Þýska- landi þrátt fyrir mikil veikindi en lést tveim árum síðar. Hversu þversagnarkennt sem það kann að vera, mætir Guð manninum í sársaukanum. Sársaukinn knýr manninn til að leita Guðs. Á þann hátt notfærir Guð sér verk hins illa í þágu hins góða. Oddný missir bræður sína hvern á fætur öðrum. Þegar hún er 12 ára, árið 1927 deyr Sigurður aðeins sjö ára gamall, þegar hún er 13 ára, árið 1928, deyr Trausti 19 ára gamall. Ári síðar deyr Friðþjófur 17 ára gam- all og Valgeir 1935 en þá er Oddný orðin 20 ára gömul. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að gera sér í hugarlund líðan ömmusystur minnar, Maríu, og barna hennar sem eftir lifðu, Kristjáns, Oddnýjar og Benja- míns. Enginn verður samur eftir. Fyrstu minningar mínar um Reykjavík eru frá heimili Maríu á Snorrabraut. Hún var fasti punktur- inn í móðurfjölskyldu föður míns enda missir pabbi Gróu ömmu þegar hann er 26 ára gamall. Foreldrar mínir fluttust frá Vestmannaeyjum 1955 með okkur systkinin fjögur. Við eig- um fallegar minningar um ömmusyst- ur okkar og seinni mann hennar Jón Benjamínsson en þau eignuðust Benjamín og Sigurð sem lést fyrir aldur fram eins og bræður hans. Árin liðu og lífið varð smám saman betra. Oddný minntist oft á þann tíma sem hún dvaldi í Noregi. Hún var þar við nám í kristilegum skóla. Þar leið henni vel. Hún giftist Þórmundi Er- lingssyni. Hann starfaði lengst af hjá Bókaútgáfu Norðra og Ísafoldar- prentsmiðju. Oddný og Þórmundur voru afskaplega samrýnd og góð hjón. Þau bjuggu fyrstu hjúskaparár- in í sveit. Allt sem sneri að sveitinni, dýrin og náttúran var alla tíð ofarlega í huga hennar. Þegar hún áttaði sig á því að dóttir mín Sigurbjörg Ósk hefði náð sér í bóndason ofan úr Borgar- firði lifnaði hún öll við. Ekki minnkaði gleði hennar þegar hún vissi að hann var afabarn Björns Blöndals bónda og skálds með meiru. Frænka mín var mikill bókaormur en bækur Björns voru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim hjónum. Þegar ég les þessar sögur skil ég hvers vegna. Einn dag- inn sendi hún sonarson sinn, Þór- mund, til mín með tíu bindi af bókum, allar eftir Björn Blöndal. „Hún amma vill að hlutirnir séu á réttum stöðum,“ sagði hann og rétti mér bækurnar. Mér þykir óumræðilega vænt um þessa gjöf. Oddný og Þórmundur eignuðust einn son, Jónatan, sem er prófessor í lögum við Háskóla Íslands. Kona hans er Sólveig Ólafsdóttir lögfræð- ingur og sonur þeirra er Þórmundur en hann er sagnfræðingur. Jónatan á Sigurð Frey tryggingastærðfræðing frá fyrra hjónabandi. Þeir eru báðir kvæntir og barnabarnabörn Oddnýj- ar eru orðin þrjú. Ég veit að Oddný var góð við Ingi- björgu ömmu mína og fyrir það vil ég þakka henni meir ein orð fá lýst. Hún var mikill einstæðingur. Ég vissi ekki að hún væri amma mín fyrr en rétt fyrir dauða hennar. Oddný vissi auð- vitað betur en ég og reyndi að gera sitt. Guð launi henni það. Ég á margar fallegar minningar frá undanförnum árum um Oddnýju frænku mína. Hún hafði góðan húmor og það var gaman að hlæja með henni. Okkur leið vel saman og töl- uðum oft um það. Þessar stundir eru ómetanlegar í minningunni. Systir mín, Helga, var stundum með okkur og fyrir örfáum vikum nutum við þess að fá að vera við hlið hennar í brúð- kaupi Þórmundar, sonarsonar henn- ar, og Sóleyjar. Þórmundur var auga- steinn ömmu sinnar. Hún elskaði börn og breyttist í návist þeirra. Oddný var afskaplega vel gefin en umfram allt yndisleg kona. „Maður gefur sér ekki gáfurnar sjálfur,“ sagði hún. „Þær eru gjafir frá Guði.“ Það er alveg rétt, við eigum ekki að hrósa hvert öðru fyrir gáfur, heldur fyrir það hvernig við förum með þær. Það er þetta val sem Guð gaf manninum í öndverðu sem er hluti af kærleika Guðs. Ég fann oft fyrir þessum dásamlega kærleika sem skein úr augum hennar á góðum stundum. Fyrir ári sátum við í garðinum mín- um. Það var slík stund. Hún horfði á blómin og trén og augun fylltust af kærleika. Ég velti því oft fyrir mér hvort það sé hægt að skilja á milli kærleika og fegurðar. Það er ekki skrítið þó mannskepnan hafi tilhneig- ingu til að búa til einhvers konar feg- urð í kringum sig. Eitt sinn sátum við saman í bílnum mínum. Bíllinn rann ljúft eftir Arnarneshæðinni og stór- kostlegur sjóndeildarhringurinn blasti við. Sólin breiddi geisla sína yfir haf, byggð og gróður. „Mikið hefur landið breyst,“ sagði hún eins og hún væri að tala við sjálfa sig, „allur þessi gróður. Þetta er af- skaplega fallegt.“ „Heldur þú að það verði ekki gaman,“ sagði ég, „þegar Guð verður búinn að gefa okkur hvítu vængina? Þá fljúgum við saman yfir alla dýrðina.“ Hún vaknaði eins og af draumi, horfði á mig og úr varð mikill gleðihlátur. Eitt sinn mun hjartað hætta að slá og hula síga á augu mín en brostnum augum beini eg þá minn blíði Jesú, upp til þín. Ó, Jesú, þá mér líknsemd ljá og lát mig þína fegurð sjá. (Friðrik Friðriksson.) Ég bið Guð að varðveita frænku mína og leiða Jónatan og fjölskyldu hans alla um ókomin ár. Stella Gróa Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.