Morgunblaðið - 18.08.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.08.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 39                                           !       " !  #    !" #  "   $% &" ' %   "  #( # ) *%     %                                   !"  #   $ %                                              !                ! "  #    $   "#$%& '% () % *$" #+ # & *$" $%, *$'% -$*& *$" $. %%"/'%% 0 % 0(%'0 % 0 % 0(%!                                          !       "   #    $ %    #    !""      "  !""  #$  % !   !"" &  &' &  &  &'                                           !" #$ % & '$ #$ ($ % )*+  (, Pabbi hefði orðið 72 ára á morgun, það er nú ekki hár aldur í dag. Því miður náði hann honum ekki eða hvað. Faðir minn hafði verið lagður inn á spítala nokkrum sinnum á ævinni en hann þoldi ekki við og út- skrifaði sig sjálfur. Pabbi varð bráð- kvaddur 4. júlí, hjartað gaf sig. Ég held að þetta hafi verið draumastaða hjá honum ef svo er hægt að komast að orði. Pabbi var staddur í sælureit- num sínum á Laugarvatni með mömmu sem hann elskaði heitt og innilega og besta vini sínum honum Lappa. Þegar pabbi var strákur bjó hann í Arnardal með foreldrum sínum og systkinum við bág kjör. Hann var ljóshærður hrokkinkollur og mynd- ardrengur í alla staði. Þegar hann var smástrákur var hvolft undir hann bala svo að hann gæti beitt fyr- ir föður sinn sem reri til sjós. Pabbi var afbragðs beitningamaður alla tíð og mjög vandvirkur. Þegar hann var aðeins 9 ára gamall var hann sendur í sveit yfir sumarið til afa síns og ömmu á Gelti í Súgandafirði. Af ein- hverjum ástæðum líkaði honum vist- in ekki vel svo að hann strauk. Þetta var löng leið og til að komast heim þurfti hann að labba inn allan Súg- andafjörðinn og yfir Breiðadalsheiði. Hann náði inn á Ísafjörð og faldi sig þar undir bryggju. Þegar hann fannst um miðja nótt var hann ráð- villtur og örvinglaður. Hann var nú samt sendur aftur í sveitina enda var erfitt hjá foreldrum hans. Hann lét sér ekki segjast og strauk aftur. Það er óhætt að segja að hann hafi strax þarna verið farinn að sýna þá hörku við sjálfan sig sem einkenndi hann í lífinu. Lítið annað veit ég um uppvaxt- arár hans nema menntunina sem var fábrotin. Ég átti mjög góðar stundir með honum þegar hann rifjaði þær upp fyrir mig á síðasta ári í tengslum við verkefni sem ég var að vinna. Ég þurfti að draga sumt upp úr honum enda vildi hann ekki mikið ræða þessi ár lífs síns. Pabbi hafði mikinn áhuga á því að læra sund og gerði það strax eftir fermingu. Hann fór alla leið út á Reykjanes til að læra að synda, hann varð mikill sundmaður og var mikið reynt að fá hann til að æfa sund. Eftir ferminguna var ekki í boði að læra neitt meira og var því sjálfgefið að hann færi strax að vinna en hann lét ekki þar við sitja enda mikill áhugi fyrir því að vera sinn eigin herra. Pabbi var kappsamur, duglegur og iðinn og vann mikið til að ná þeim árangri í starfi sem hann náði. Pabbi flutti til Grindavíkur á eftir foreldrum sínum þegar hann var 15 ára. Hann leigði sér herbergi og fór á sjóinn. Hann kynntist mömmu árið 1957 á ferðalagi í Bjarkalundi og hófu þau búskap ári síðar í Grindavík. Pabbi var vand- STEINÞÓR K. ÞORLEIFSSON ✝ Steinþór Krist-ján Þorleifsson fæddist í Arnardal í Norður-Ísafjarðar- sýslu 19. ágúst 1930. Hann lést á Laugar- vatni 4. júlí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 12. júlí. virkur og iðinn og árið 1969 byggðu foreldrar mínir sér hús í Mána- sundi sem ég fæddist og ólst upp í. Þegar hann var 35 ára tók hann 30 tonna skip- stjórnarréttindi og keypti sér fyrsta bátinn sinn sem var 12 tonn. Síðar stækkaði hann við sig og keypti sér 35 tonna bát, pabbi var oft á tíðum mjög fiskinn. Árið 1990 breytti hann til og fjárfesti í fisk- verkun en hætti því ár- ið 1995. Það vantaði matsmann við verkunina svo að þegar hann var 60 ára dreif hann sig í skóla og tók matsréttindapróf. Pabbi var með útilegudellu og fyrst þegar fjölskyldan byrjaði að ferðast var gist í tjaldi og síðar í tjaldvagni. Pabbi hafði mikið dálæti á Vestfjörðunum og sótti þangað stíft yfir sumarið í ferðalög. Jafn- framt gerði hann nokkur sumur út bátinn sinn frá Ísafirði. Ef pabbi reri þaðan mætti mamma með okkur systkinin á svæðið og var gist í tjaldi nema þegar rigndi óheyrilega þá átt- um við góða að þar. Ég man eftir þessum ferðum flestum sem skemmtilegum og mikið var gert fyr- ir okkur systkinin. Það sem við gát- um gengið að vísu í ferðunum voru sundferðirnar og berjatúrar. Pabbi var svo áhugasamur að leita að berj- um að hann var sífellt að stoppa bíl- inn á leiðinni vestur á firði og hlaupa upp um hóla og fjöll til að leita að blá- berjum. Nú þar sem pabbi var mikill ærslabelgur og við fjögur systkini var stundum fjör í laugunum. Ég man sérstaklega eftir einu tilviki á Laugarvatni þar sem ég hef verið u.þ.b. níu ára og pabbi fimmtugur. Þegar við komum í laugina voru 3–4 erlendir ferðamenn í lauginni og um leið og við sex vorum komin í laugina byrjaði ærslagangurinn. Eins og oft- ast var kaffært, synt, slegist, gargað og látið öllum illum látum. Ég held að við höfðum ekki verið meira en 5 mínútur í sundlauginn þegar ferða- mennirnir hurfu. Ég skemmti mér alltaf konunglega í þessum laugar- ferðum. Pabbi fór nokkrum sinnum til sól- arlanda og það átti mjög vel við hann enda mikill sólarunnandi. Ég fór með foreldrum mínum fimm sinnum og það var mikið kapp hjá pabba að gera sem mest hann mátti fyrir okk- ur í þessum ferðum. Árið 1983 keyptu foreldrar mínir sér hjólhýsi á Laugarvatni sem var sælureiturinn hans pabba. Pabbi hafði gaman af því að gera lóðina sem tilheyrir þeim fallega, setja niður tré, plöntur, smíða pall og ýmislegt fleira. Pabbi átti til með að skreyta með ótrúleg- ustu hlutum og var mikið fyrir skelj- ar, steina og kuðunga. Pabbi hafði mjög gaman af börn- um og þau hændust að honum enda var hann mjög hlýr og líflegur mað- ur. Barnabörnin voru ætíð mikið í kringum hann. Hann bað mig oft um að skilja Abel Hauk, son minn, eftir hjá sér eða leyfa sér að taka hann með á Laugarvatn. Pabbi gætti Abels stundum fyrir mig og fyrst var það gæsla en síðar mikil vinátta og traust á milli þeirra. Þegar ég var unglingur sinnaðist okkur pabba mikið enda gat ég ekki skilið það að hann væri fullorðinn og réði sínu lífi sjálfur. Ég hef verið svo heppin síðasta áratuginn að geta leyft föður mínum að lifa sínu lífi í friði. Við pabbi skildum hvort annað og reyndum að virða þær stefnur sem við tókum í lífinu. Pabbi var mér hjálpsamur og góður faðir. Ég hefði ekki getað fengið umhyggjusamari, kærleiksríkari og hjálplegri föður en hann. Kæri pabbi, ég hefði viljað fá að kveðja þig og segja þér svo margt áður en þú fórst. Ég veit að það er eigingjarnt vegna þess að þú varst búinn að vera mikið veikur. Ég hef talað við þig í gegnum bænina og mun halda því áfram. Þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og góðu minningar sem hreiðra sig um innst í mínum hjartarótum. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Gerður Ólína. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.