Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 1
197. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. ÁGÚST 2002 CARLA del Ponte, yfirsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sakaði í gær friðar- gæslusveitir Atlantshafsbandalagsins í Bosníu (SFOR) um að reyna ekki í alvöru að hafa hendur í hári Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosn- íu-Serba. „SFOR verður að hætta þessum almannatengslaaðgerðum. SFOR verður að reyna í alvöru [að ná Karadzic]. Ég er viss um að þeir gætu handtekið hann,“ sagði del Ponte. Í síðustu viku tilkynnti Atlants- hafsbandalagið (NATO) að það væri tekið að þrengja hringinn um Karadz- ic, sem er efstur á lista stríðsglæpa- dómstóls SÞ í Haag yfir eftirlýsta stríðsglæpamenn. Á þessu ári hafa tvær misheppnaðar tilraunir verið gerðar til þess að handtaka Karadz- ic í serbneska hluta Bosníu. Talsmaður NATO í Brussel brást ókvæða við yfirlýsingum del Pontes, og sagði að hún ætti að gæta orða sinna. „Ég læt mig ekki dreyma um að leggja dóm á störf del Pontes, og henni væri ráðlegt að sýna sömu varkárni varðandi störf SFOR,“ sagði talsmaðurinn. „Ég er búin að fá alveg nóg af að lesa fréttir í fjölmiðlum um að þeir séu að reyna að ná [Karadzic],“ sagði del Ponte. „Þeir ættu að hætta að segja fréttir af tilraunum sínum og segja bara frá handtöku hans daginn sem þeir ná honum. Annars ættu þeir að halda sér saman.“ Del Ponte sagðist hafa beðið þess í sjö ár að Karadzic yrði handtekinn eftir að tvær ákærur á hendur honum fyrir þjóðarmorð voru birtar 1995. Sagði del Ponte í Haag í gær að hún vissi hvers vegna hann hefði ekki ver- ið handtekinn en bætti við: „En ég get ekki sagt ykkur það.“ Herstjóri og hægri hönd Karadzic, hershöfðinginn Ratko Mladic, gengur einnig laus, en del Ponte sagði að hann væri nú í Sambandslýðveldinu Júgóslavíu. „Ég veit hvar hann er og ég gaf stjórnvöldum í Belgrad þær upplýsingar, en hann er enn frjáls.“ Sagði hún Mladic njóta verndar hersins og þeirra sem stjórna honum. „Hann er enn frjáls ferða sinna, sem er ekki nema von því að það er enginn að leita að honum.“ Del Ponte ítrekaði að dómstóllinn, sem sagður er eiga að ljúka störfum eftir um það bil fimm ár, myndi sitja uns fyrrverandi leið- togar Bosníu-Serba yrðu handteknir. Júgóslavnesk stjórnvöld hafa ítrek- að neitað að hafa hugmynd um hvar Mladic er niðurkominn. Þegar del Ponte var í Belgrad í síðasta mánuði fékk serbneski innanríkisráðherrann, Dusan Mihajlovic, nóg af yfirlýsing- um hennar um að hún vissi hvar Mladic væri og bauðst til þess að fara með henni að leita að honum. Saksóknari stríðsglæpadómstóls SÞ gagnrýnir gæslusveitir NATO í Bosníu Segir NATO ekki reyna í alvöru að ná Karadzic Haag. AFP. Carla del Ponte AP Kim jákvæður KIM Jong-Il, leiðtogi Norður- Kóreu, var brosmildur þegar hann skoðaði sig um í stórmarkaðinum Ignat í Vladívostok í gær, en hann var í fjögurra daga lestarferð um Rússland. Hitti hann m.a. Vladímír Pútín Rússlandsforseta og kvaðst ánægður með ferðalagið. Ræddust leiðtogarnir við í um tvær klukku- stundir. Pútín greindi fréttamönn- um frá því að Kim hefði látið í ljósi eindreginn áhuga á að hefja á ný beinar friðarviðræður við Suður- Kóreu. Hefði Kim ennfremur lýst ánægju með tilraunir Rússa til að koma á viðræðum Kóreuríkjanna. INDVERJAR sögðu í gær að það væri „helber lygi“ að þeir hefðu gert loftárás á pakistanska herbækistöð í Kasmírhéraði, eins og Pakistanar hefðu fullyrt. „Hvað yfirlýsingu þeirra varðar, þá er hún helber lygi,“ sagði George Fernandes, varnar- málaráðherra Indlands, við frétta- menn. Ráðuneytið hafði í fyrri yfir- lýsingu sagt fullyrðingu Pakistana „ranga og tilhæfulausa“. Þá var í yfirlýsingu ráðuneytisins ítrekað að indverski herinn hefði hvorki farið yfir stöðulínuna er skil- ur að yfirráðasvæði Pakistana og Indverja í Kasmír né gert nokkra árás nokkurs staðar. „Ásakanir Pak- istana eru greinilega til þess gerðar að gefa villandi hugmyndir og út- hrópa Indland á alþjóðavettvangi,“ sagði ennfremur í yfirlýsingunni. Fullyrðingar um mannfall Pakistanska varnarmálaráðuneyt- ið fullyrti að indverski flugherinn hefði varpað sprengjum við stöðulín- una norðanverða, eftir að indverskir hermenn hefðu gert árás á pakist- önsku herbækistöðina í fyrrakvöld. Talsmaður pakistanskra stjórnvalda sagði að indversku herflugvélarnar hefðu þó ekki farið inn í pakistanska lofthelgi. Tugir indverskra her- manna hefðu verið felldir, en Pakist- anar hefðu ekki misst neina menn. Bæði Indland og Pakistan ráða yf- ir kjarnavopnum, og hafa flutt sam- tals um eina milljón hermanna að landamærum sínum eftir að Indverj- ar sökuðu tvo skæruliðahópa, er þeir sögðu hafa bækistöðvar í Pakistan, um að hafa staðið að árás á ind- verska þingið í desember sl. Ríkin hafa tvisvar háð styrjöld vegna Kasmírhéraðs. Yfirlýs- ing Pak- istana „lygi“ Nýju-Delhí. AFP. Reuters NORSKI flugvirkinn Atle Nielsen heldur á tíu kílóa þungri hlíf sem datt af væng þotu Braathens- flugfélagsins á flugi og lenti á golf- velli við Gardermoen-flugvöll við Ósló í gærmorgun. Engan sakaði, en um 40 manns voru á golfvell- inum. Þotan lenti án áfalla. Tals- maður Braathens sagði að stykkið sem datt af vélinni væri hlíf á væng- barði og hefði öryggi vélarinnar ekki verið ógnað þótt hlífin dytti af. Farþegi í vélinni lét áhöfnina vita af því að hluti vængsins hefði losn- að skömmu eftir flugtak frá Staf- angri, en flugstjórinn ákvað að halda áfram til Óslóar og fékk leyfi til að fara leið sem lá yfir óbyggð svæði, að því er norska blaðið VG greindi frá. En í aðfluginu að Gard- ermoen-flugvelli, þegar vængbörð- in voru sett út, féll hlífin af í um 5.000 feta hæð. Vænghluti datt af STJÓRNVÖLD í Georgíu sökuðu Rússa í gærmorgun um að hafa gert loftárás á smáþorpið Bukhrebi og fleiri staði við landamærin að Tsjetsjníu og hefði að minnsta kosti einn fallið og nokkrir særst. Spenna hefur lengi verið í samskiptum ríkjanna, m.a. vegna þess að Moskvustjórnin segir uppreisnar- menn frá Tsjetsjníu hafa leitað skjóls í Pankisi-gljúfri í Georgíu, rétt við landamærin. Hafa Rússar boðist til að taka að sér að fjarlægja Tsjetsjenana en Georgíumenn hafn- að boðinu. Fregnir um óþekktar flugvélar Talsmaður rússneska flughersins sagði að engar rússneskar flugvélar hefðu verið á lofti á þessum slóðum í gærmorgun. Talsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem halda uppi eftirliti á landamær- um ríkjanna, sögðu á hinn bóginn að þeir hefðu séð „fjölda óþekktra flug- véla“ fljúga í mikilli hæð frá Rúss- landi inn í lofthelgi Georgíu. Blossar hefðu sést og sprengjudrunur á landsvæði Georgíumanna í um 30–40 kílómetra fjarlægð. Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, vís- aði ásökunum á bug og hafði frétta- stofan RIA-Novostí eftir honum að eftirlitsmenn ÖSE væru „gagnslaus- ir“. Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, fordæmdi í gær aðgerðir rússneska flughersins og sagði þær algerlega óþolandi. „Ef þessu linnir ekki munu Georgíumenn leita allra leiða til að stöðva sprengjuárásirn- ar,“ sagði hann. „Það er kominn tími til að Rússar hætti að ráðast á sveita- þorp í Georgíu og ef hermenn Rúss- landsforseta hlýða honum ekki er það hans vandi.“ Bandaríkjamenn segja að upp- reisnarmenn með tengsl við al- Qaeda-samtökin séu ef til vill í Pank- isi-gljúfri. Georgíustjórn hefur feng- ið aðstoð bandarískra sérfræðinga sem þjálfa nú georgíska hermenn í að berjast gegn hryðjuverkamönn- um. Segja Georgíumenn að á sunnu- dag muni um 1.500 hermenn stjórn- arinnar hefja atlögu gegn liðinu í gljúfrinu og tsjetsjenskir flóttamenn þar verði að halda til síns heima. „Hermenn innanríkisráðuneytisins munu verða sendir á vettvang og all- ir þeir sem spilla ímynd Georgíu verða að yfirgefa svæðið,“ sagði Shevardnadze. Georgía sak- ar Rússa um sprengjuárás Tbilisi. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.