Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 4
ÖKUMAÐUR sjúkrabifreiðar var
fluttur á slysadeild Landspítalans til
aðhlynningar eftir árekstur við
fólksbifreið á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar í
gærmorgun klukkan 8.25.
Óverulegar skemmdir urðu á
sjúkrabifreiðinni en fólksbifreiðin
var óökufær eftir áreksturinn. Báðar
voru fluttar burt með kranabifreið.
Sjúkrabifreiðin var að koma frá Sel-
fossi með sjúkling og slapp hann við
heilsutjón af völdum árekstursins.
Þegar áreksturinn varð ók sjúkra-
bifreiðin með forgangsljósum og var
ökumaður hennar með bílbeltin
spennt. Sömuleiðis var sjúklingurinn
tryggilega festur aftan í bifreiðinni.
Lögreglan segir að bílbeltin hafi líka
verið notuð í fólksbifreiðinni.
Morgunblaðið/Júlíus
Sjúkrabifreið
lenti í árekstri
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐEINS þrír lífeyrissjóðir án
ábyrgðar annarra voru reknir með
meira en 10% fráviki frá þeim
mörkum sem lög gera ráð fyrir en
ekki fjórir eins og fram kom í
skýrslu Fjármálaeftirlitsins og
greint var frá í Morgunblaðinu á
miðvikudaginn.
Af þessum þremur sjóðum var
hrein eign Frjálsa lífeyrissjóðsins
(tryggingardeildar) umfram heild-
arskuldbindingar jákvæð um 11,5%
og sjóðurinn þarf því að huga að því
að auka réttindi félaga en ekki
skerða þau. Heildarskuldbindingar
eða áfallnar skuldbindingar tveggja
sjóða, Lífeyrissjóðsins Hlífar og
Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suður-
lands, voru neikvæðar um meira en
10% í fyrra.
Lífeyrissjóðurinn Hlíf (félagar
voru einkum vélstjórar í landi) hef-
ur verið sameinaður Sameinaða líf-
eyrissjóðnum og skertust réttindi
félaga Hlífar þegar gengið var frá
þeirri sameiningu en fjöldi sjóð-
félaga í Hlíf var 433 og fjöldi lífeyr-
isþega 160 í fyrra.
Eftirlaunasjóður Sláturfélags
Suðurlands er lokaður sjóður, þ.e.
ekki er lengur greitt í hann. Hrein
eign sjóðsins umfram áfallnar
skuldbindingar var neikvæð um
15% í fyrra og ljóst að skerða þarf
réttindi þeirra 210 lífeyrisþega sem
fengu greiðslur úr sjóðnum í fyrra.
Verulegur halli var á flestum
þeirra lífeyrissjóða sem reknir eru
með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga,
þ.e. skattgreiðenda, en sú ábyrgð
brúar það sem á vantar að sjóðirnir
geti staðið við skuldbindingar sínar.
Tveir sjóðir þurfa að
huga að skerðingu
VERULEGAR truflanir urðu á
millilandaflugi Flugleiða á fimmtu-
dagskvöld og aðfaranótt föstudags
vegna framkvæmda við flugbraut á
Keflavíkurflugvelli og hvassviðris-
ins sem gekk yfir landið. Fjórar
Boeing 757 vélar Flugleiða áttu
samkvæmt áætlun að lenda á
Keflavíkurflugvelli þegar hvassast
var en vindurinn stóð þvert á þá
einu flugbraut sem opin var, segir í
tilkynningu frá Flugleiðum.
Tvær vélar, sem voru að koma
frá London og París, voru fyrst
látnar bíða ytra á meðan versta
veðrið gekk yfir en lögðu síðan af
stað til landsins. Þegar komið var
að landinu varð ljóst að ekki væri
enn unnt að lenda á flugbrautinni
og því var vélunum snúið til Glas-
gow.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að alls hafi
263 farþegar verið um borð í vél-
unum tveimur. Farþegarnir komu
til Glasgow um þrjúleytið aðfara-
nótt föstudags og urðu flestir að
gista í flugstöðvarbyggingunni, en
vegna stórrar ráðstefnu í Glasgow
og Edinborgarhátíðarinnar reynd-
ist ekki unnt að finna hótelpláss
fyrir fólkið þótt leitað væri til 120
hótela.
Slæmt fyrir farþega
að lenda í slíkum aðstæðum
Guðjón sagði að tvær vélar frá
Flugleiðum til viðbótar, sem komu
frá Krít og Kaupmannahöfn, hefðu
einnig lent í vandræðum. Kaup-
mannahafnarvélin lenti hins vegar
á Reykjavíkurflugvelli og vélin frá
Krít lenti á Egilsstöðum. Þá urðu
sex þýskar farþegaflugvélar að
snúa við frá Keflavík vegna veðurs.
Að sögn Guðjóns urðu óviðráð-
anlegar aðstæður þess valdandi að
vélunum tveimur var snúið frá
Keflavík til Glasgow. „Það er vit-
anlega slæmt fyrir farþega að lenda
í slíkum aðstæðum um miðja nótt
en starfsfólk Flugleiða í Glasgow
reyndi hvað það gat til þess að
sinna þeim,“ sagði Guðjón. Hann
sagði að ekki yrði komið sérstak-
lega til móts við farþegana vegna
þeirra breytinga sem urðu í fyrra-
kvöld.
Von var á vélunum tveimur frá
Glasgow til landsins um tvöleytið í
gær.
Guðjón sagði að truflanirnar á
fimmtudag hefðu valdið nokkrum
töfum á áætlun Flugleiða í gær en
sagði að áætlunin yrði væntanlega
með eðlilegum hætti í dag.
Hvassviðri og viðgerðir trufluðu áætlun Flugleiða
Tveimur vélanna
snúið til Glasgow
ÞAÐ HAFA skipst á skin og
skúrir í Reykjavík í vikunni. Á
milli rigningarskúra nýtti þessi
starfsmaður veitingarstaðarins
Lækjarbrekku sér tækifærið og
þurrkaði vatnsdropana af stól-
um utandyra þannig að gestir
gætu tyllt sér á meðan sólar
naut, eða stytti í það minnsta
upp um hríð. Senn fer að
hausta og þá verða ferðamenn
ekki jafn sjáanlegir í mið-
bænum og þeir hafa verið að
undanförnu.
Stund
milli
skúra
Morgunblaðið/Jim Smart
Vanskil LSH við birgja
Um lægri upphæð
en 840 millj. að ræða
SKULDIR Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss við birgja eru lægri en
840 milljónir, að sögn Önnu Lilju
Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
fjárreiðna- og upplýsingasviðs hjá
Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Í
bréfi sem Samtök verslunarinnar –
FÍS sendu forstjóra spítalans á
fimmtudag kom fram að skuldir spít-
alans við birgja innan samtakanna
nema 840 milljónum. Var spítalanum
og Sjúkrahúsapótekinu ehf. gefinn
tveggja vikna frestur til þess að
ganga frá skuldinni við birgjana, sem
stunda innflutning á lyfjum og öðr-
um hjúkrunar- og heilbrigðisvörum.
Anna Lilja sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að verið væri að
fara yfir málið. Tölur úr kerfum
Landspítala hefðu verið keyrðar út
og verið væri að sannreyna þær tölur
með birgjunum. „Við höfum verið í
sambandi við birgjana og munum
hitta þá á mánudag og ljúka málinu
þá,“ segir Anna Lilja.
Hún segir ljóst að þrátt fyrir að
skuldirnar séu lægri en 840 milljónir
sé um háar fjárhæðir að ræða. Van-
skil spítalans séu talsverð en sú
stefna hafi verið tekin í fram-
kvæmdastjórn hans að setja skil á
launum starfsmanna í forgang.
VERÐI úrskurður Skipulagsstofn-
unar um umhverfisáhrif Norðlinga-
ölduveitu kærður til umhverfisráð-
herra munu framsóknarmenn
leggja til að Jón Kristjánsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
verði settur umhverfisráðherra til
að fjalla um kæruna. Forsætisráð-
herra skipar seturáðherra. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla
um málið ef úrskurðurinn verður
kærður vegna opinberra ummæla
sinna um Þjórsárver í febrúar á
seinasta ári. „Við höfum rætt þetta
í okkar hópi og við munum gera til-
lögu um að Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra verði settur um-
hverfisráðherra, komi til kæru á
úrskurði Skipulagsstofnunar vegna
mats á umhverfisáhrifum Norð-
lingaölduveitu,“ sagði Siv í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hún
kveðst fastlega eiga von á að úr-
skurður Skipulagsstofnunar verði
kærður til ráðherra. Kærufrestur
vegna úrskurðarins er til 18. sept-
ember.
Leggja til að Jón Krist-
jánsson fjalli um kæru
Flugfélagið Atlanta
Í viðræðum
við Flugleiðir
um hluta
viðhalds
SAMNINGAVIÐRÆÐUR eru í
gangi milli flugfélaganna Atlanta og
Flugleiða um að síðarnefnda félagið
taki að sér skipulag og skráningu
viðhalds á þremur nýjum Boeing
757-vélum sem Atlanta er að taka í
notkun erlendis í næsta mánuði. Lík-
legt er að skrifað verði undir samn-
ing á næstu dögum, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Að sögn Finnboga Óskarssonar,
viðhaldssstjóra Atlanta, munu flug-
virkjar á vegum félagsins eftir sem
áður sjá um sjálfa viðhaldsvinnuna
þegar þar að kemur. Aðeins er um að
ræða pappírsvinnuna í viðhaldskerfi
Flugleiða sem Atlanta telur hagræði
í að fá aðgang að sökum reynslu
Flugleiða af slíkum vélum.
Aðspurður segir Finnbogi þennan
samning ekki kalla á breytingar á
starfsmannahaldi félaganna.
♦ ♦ ♦
Staða framkvæmda-
stjóra flugöryggissviðs
Tuttugu
manns sóttu
um stöðuna
TUTTUGU manns sóttu um stöðu
framkvæmdastjóra flugöryggissviðs
Flugmálastjórnar sem var auglýst
laus 28. júlí síðastliðinn.
Umsóknarfresturinn rann út 14.
ágúst og segir Heimir Már Péturs-
son, upplýsingafulltrúi Flugmála-
stjórnar, að flugmálastjóri reikni
með að gera tillögu um einstakling í
starfið til samgönguráðherra í næstu
viku.
♦ ♦ ♦
Lærbrotnaði
við Skeiðaveg
FARÞEGI fólksbíls, sem hafnaði á
ljósastaur við vegamót Skeiðavegar
og Suðurlandsvegar um miðjan dag í
gær, lærbrotnaði og var fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur. Að sögn
lögreglunnar á Selfossi missti öku-
maðurinn stjórn á bílnum í lausamöl
og hafnaði bíllinn á ljósastaur.