Morgunblaðið - 24.08.2002, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 9
ÍÞRÓTTAKENNARINN Tafing Win
er komin hingað til lands til að
kenna fólki og þjálfa það í wushu art
sem er ævagömul kínversk íþrótt.
Heilsudrekinn, kínversk heilsulind,
hefur opnað íþróttasal í Ármúla 17
og býður nú upp á tíma í wushu art.
Að sögn Qing, eiganda Heilsu-
drekans, er wushu art hefðbundin
kínversk íþrótt og mjög margþætt.
Hún segir að ekki hafi verið hægt að
leggja stund á hana hér á landi fyrr
en Heilsudrekinn hyggst bæta úr því
næsta mánudag þegar kennsla hefst.
Qing bætir við að Tafing Win hafi
margra ára reynslu í þjálfun wushu
art í Kína og hafi meistaragráðu í
þessum fræðum. „Wushu art er
öðruvísi íþrótt. Meiri áhersla er lögð
á orkustöðvar, lækningar og and-
legu hliðina. Þetta er sambland af
líkamlegum æfingum og andlegum,“
segir Qing, sem sjálf hefur kennt
kínverska teygjuleikfimi á Íslandi í
tíu ár. Hún segir að í teygjuleikfimi
sé meiri áhersla lögð á slökun en
wushu art sé öllu fjölbreyttari og
hraðari og í raun nokkurs konar
bardagaíþrótt.
Mikill áhugi á íþróttinni
hér á landi
„Wushu art hefur þróast í 5.000
ár. Þetta er mjög spennandi íþrótt
og hentar fyrir fólk á öllum aldri.
Við munum bjóða upp á námskeið
fyrir allan aldur,“ bendir hún á og
undirstrikar að afbrigði íþrótt-
arinnar séu mörg.
Qing segir Taifing Win bjartýna
og fulla tilhlökkunar að hefja
kennsluna. Hún segir að hún vonist
til að geta fundið ungt fólk til að
þjálfa fyrir sýningar og jafnvel
keppnir erlendis.
Aðspurð segist hún sannfærð um
að mikill áhugi sé á wushu art á Ís-
landi. „Á þessum fjórum árum sem
ég hef starfrækt Heilsudrekann hef-
ur fullt af fólki hringt og spurst fyrir
um wushu art,“ segir hún og bætir
við að hún hafi verið hvött til að
koma íþróttinni á hér á landi. Qing
bendir á að íþróttin sé vinsæl til
dæmis í Bretlandi og Bandaríkj-
unum og fjölmargir Íslendingar hafi
komist í kynni við hana þar.
Að sögn Qing eru alls konar kín-
verskar heilsumeðferðir í boði í
Heilsudrekanum, nudd og smyrsl-
meðferðir, svo fátt eitt sé nefnt. Hún
segist ætla að halda áfram að kenna
kínverska teygjuleikfimi og að því
verði hægt að leggja stund á ýmsar
tegundir kínverskrar leikfimi þar.
Kynnir kínverska leikfimi
í kínverskum íþróttasal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kínverski íþróttakennarinn Tai Fingwin ætlar að kenna wushu art.
SKIPULAGSSTOFNUN taldi ekki
þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna
byggingar 400 kílówatta vatnsafls-
virkjunar í landi Húsafells í Borgar-
firði. Framkvæmdin felur m.a. í sér
að til verður 0,85 hektara miðlunarlón
í farvegi Kiðár auk þess sem farvegur
Kaldár verður færður til og hún látin
renna í uppistöðulónið.
Tilgangur með virkjuninni er að
tryggja raforku á svæðinu og styrkja
rekstur Ferðaþjónustunnar Húsa-
fells.
Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar
segir að bygging vatnsaflsvirkjunar-
inar ásamt efnistöku og haugsetningu
þess hafi ekki verulegt rask í för með
sér og hún sé því ekki líkleg til að hafa
í för með sér umtalsverð umhverfis-
áhrif og skuli því ekki háð slíku mati.
Skipulagsstofnun
um vatnsaflsvirkjun
í landi Húsafells
Ekki þörf
á umhverf-
ismati
♦ ♦ ♦
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Opið mán. - fös. kl. 10-18
laugardag kl. 10-14
Dragtir með síðum og stuttum pilsum
Flottur gallafatnaður
Síðbuxur - mörg snið
margir litir
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Mikið af nýjum vörum
Dragtir verð 13.490
Mánudaga og miðvikudaga kl. 12.05, 16.25, 17.25 og 19.00.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.40 og 17.40.
Föstudaga kl. 12.05 og 17.25. Laugardaga kl. 9.00.
Byrjendatímar hefjast 26. ágúst, mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00.
Kennarar leiða nemendur í gegnum hatha-yoga; jógastöður, öndun og slökun.
Haustönnin er 16 vikur til 21. desember. Fullt verð kr. 22.900. Ef vorönn er keypt um
leið er veittur 20% afsláttur. Stakur tími kr. 1.000, mánuður kr. 8.500, 1 mánuður í
byrjendatímum kr. 9.900. Frjáls mæting, sturtur og sauna.
Auðbrekku 14, Kópavogi,
símar 544 5560 og 864 1445,
www.yogastudio.is
Haustönn opinna jógatíma hefst 2. sept.
4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða
og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í
lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi
og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu
af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun
og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.
Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994.
Hefst fimmtudaginn 5. september – þri. og fim. kl. 20:00
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni
Næsta jógakennaraþjálfun fer af stað helgina 20.-22.september. Ásmundur
heldur kynningarfund fyrir áhugasama laugardaginn 14. september kl. 17.
Sjá nánari umfjöllun á www.yogastudio.is
verslun fyrir konur
Laugavegi 44, sími 562 8070 og Mjódd, sími 557 5900
Opnum í dag
á nýjum stað
í Mjóddinni
Full búð af nýjum vörum
frá Jensen, Share og Espririt
Gallafatnaður,
dragtir, toppar og peysur
Opnunartilboð í tilefni dagsins
Opið frá kl. 10-16
Verið velkomnar
Satín brúðarskór
og töskur
Laugavegi 58 — Smáralind,
sími 551 3311 — 528 8800
Gott verð
Líttu í gluggana
BROTIST var inn í 10 bifreiðir í
fyrrinótt miðsvæðis í Kópavogi og
talsvert tjón unnið. Brotnar voru
hliðarrúður í bifreiðunum og stolið
hljómtækjum, geisladiskum og ýmsu
smálegu. Einnig var farið inn í íbúð-
arhús og stolið rafsuðuvél og verk-
færum. Málin eru í rannsókn lög-
reglunnar í Kópavogi og óskar hún
eftir upplýsingum sem gætu varpað
ljósi á málin.
Brotist inn í
10 bifreiðir
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar