Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Upphaf
skólastarfs
Nemendur fá stundaskrár afhentar þriðjudaginn 26. ágúst.
Nýnemar komi í skólann kl. 9.00.
Að afhendingu lokinni eru þeir boðaðir
á fund með umsjónarkennurum.
Aðrir nemendur fá stundaskrár sínar eftir kl. 11.00.
Kennsla hefst þriðjudaginn 27. ágúst kl. 8.15.
Skólameistari
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
ⓦ
vantar
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
í Innbæinn
Skólastíg/Eyrarlandsveg
Morgunblaðið/Kristján
Rennt
fyrir
þorsk
og ýsu
NOKKUÐ er um að trillukarlar á
Akureyri, jafnt áhugamenn sem
atvinnumenn, dóli um Pollinn á
bátum sínum og renni fyrir fisk,
ekki síst á góðviðrisdögum, sem
reyndar hafa verið frekar fáir
þetta sumarið. Eru menn að reyna
bæði við þorsk og ýsu en minna fer
fyrir silungsveiði. Þessir kappar á
myndinni voru á siglingu meðfram
Drottningarbrautinni í vikunni,
þegar ljósmyndari Morgunblaðs-
ins var þar á ferð og reyndu við
þann gula og ýsuna með ágætum
árangri.
VINIR Óskars Þórs Halldórssonar
og Lovísu Jónsdóttur hafa ákveðið
að efna til átaks til stuðnings Sig-
rúnu Maríu Óskarsdóttur og fjöl-
skyldu hennar í Dalsgerði 1k á Ak-
ureyri. Markmið átaksins er að létta
fjölskyldunni róðurinn eftir bílslys
sem hún lenti í í Danmörku í byrjun
júlí sl. Opnaður hefur verið hlaupa-
reikningur í Sparisjóði Svarfdæla til
að taka við framlögum.
Framfarir Sigrúnar Maríu hafa
verið verulegar undanfarnar vikur
og allir sem að því verki koma gera
hvað þeir geta til að hún nái sem
mestum og bestum bata til fram-
búðar. Hún er enn sem komið er
með skerta hreyfigetu og þarf á
hjólastól að halda, hvað sem síðar
verður. Það er því ljóst að hennar
bíður langt og strangt endurhæfing-
arferli með tilheyrandi álagi á hana
sjálfa og aðstandendur.
Slysið og afleiðingar þess hafa
bein áhrif á afkomu fjölskyldunnar
þar sem saman fara tekjusam-
dráttur vegna vinnutaps og útgjöld
vegna slyssins sem ekki fást bætt
eftir tryggingaleiðum. Einnig vega
þungt kaup á stórum bíl og nauðsyn-
legar breytingar á húsnæði, en fjöl-
skyldan býr nú á tveimur hæðum.
Vinir þeirra Óskars og Lovísu
hafa því tekið höndum saman í
þeirri von að samhjálpin muni draga
sem mest úr því fjárhagslega höggi
sem fjölskyldan óhjákvæmilega
verður fyrir eins og segir í frétt sem
vinahópurinn sendi frá sér. Opnaður
hefur verið hlaupareikningur í
Sparisjóði Svarfdæla undir heitinu
„Stuðningur við Sigrúnu Maríu og
fjölskyldu í Dalsgerði“. Bankanúm-
erið er 1177, höfuðbók 26, reikn-
ingnúmerið er 4242, en kennitala
reikningsins er 280463-2139.
Friðrik Friðriksson sparisjóðs-
stjóri hefur tekið að sér að vera
ábyrgðarmaður stuðningssjóðsins
og sjá til þess ásamt frumkvæð-
ishópi að fjármunirnir verði notaðir
eins og til þeirra er stofnað. Fram
kemur í frétt hópsins að hver króna
sem safnast skilar sér óskert til við-
takenda, en sparisjóðurinn mun
annast umsýslu átaksins án endur-
gjalds.
Fjölskyldan sem lenti í bílslysi í Danmörku í sumar
Efnt til stuðningsátaks
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur
hafnað erindi frá Bernharð Stein-
grímssyni, veitingamanni á nekt-
arstaðnum Setrinu, varðandi styrk-
beiðni til breytinga á staðnum, auk
þess sem hann gerir athugasemdir
við nýlegar breytingar á lögreglu-
samþykkt bæjarins. Bernharð
sagði að breytingar á lögreglusam-
þykkt vegna nektarstaða, sem tóku
gildi um síðastliðin mánaðamót,
væri dauðadómur yfir staðnum
sem nektarstað.
Bernharð sagðist hafa leitað eftir
tveggja milljóna króna styrk til að
breyta veitingastað sínum í sport-
bar enda gæti hann vel hugsað sér
að hætta rekstri nektarstaðar.
Hann sagði að þar sem bæjarráð
hefði hafnað beiðni sinni myndi
hann reka staðinn áfram í
óbreyttri mynd þar til hann yrði
stöðvaður.
Með breytingum á lögreglusam-
þykkt bæjarins er lagt bann við
einkadansi og strangar takmark-
anir eru lagðar á svokallaðan sú-
ludans. Dansatriði skulu einungis
fara fram á einu afmörkuðu svæði í
veitingasal þar sem tryggt er að
fjarlægð milli dansara og áhorf-
enda sé að minnsta kosti fjórir
metrar. Þá er dönsurum óheimilt
að fara um á meðal gesta. Sams-
konar breytingar voru gerðar á
lögreglusamþykkt Reykjavíkur-
borgar.
Heimamenn hættir
að sækja staðinn
Bernharð sagði að rekstraraðili í
Reykjavík hefði kært þá breytingu
og að þar yrði um prófmál að ræða.
Hann sagði að það mál færi mjög
líklega alla leið til Hæstaréttar og
því gæti liðið langur tími þar til
endanlegur dómur fellur.
Bernharð sagði að mórallinn
gagnvart veitingastað sínum hefði
breyst mikið að undanförnu og að
þangað kæmu heimamenn ekki
lengur, heldur aðeins aðkomufólk.
„Það hefur mikið breyst frá því
fyrir ári og reksturinn nú er mun
erfiðari. Það væri því best að lög-
reglan kæmi hingað og lokaði
staðnum því að þá ætti ég ský-
lausan rétt á skaðabótum.“
Töluverð umræða hefur verið um
að vændi sé stundað í tengslum við
nektarstaðina. Bernharð sagði að
það færi algjörlega gegn hagsmun-
um staðanna að slík starfsemi væri
stunduð í kringum þá. „Það kærir
sig enginn um slíkt enda myndi
það rýra tekjur staðanna mikið.“
Setrið verður rekið
í óbreyttri mynd
Breytingar á lögreglusamþykkt
vegna nektarstaða
Í DAG kl. 14.00 verður gönguferð um
Norðurbrekkuna á Akureyri á vegum
Minjasafnsins. Leiðsögu-menn verða
arkitektarnir Árni
Ólafsson og Finnur Birgisson sem
segja göngufólki frá byggingarstíl
húsanna í hverfinu, en elstu húsin
voru byggð fyrir 1920. Upp úr 1930
fór að kveða við nýjan tón í útliti húsa
á Akureyri. Svokölluð
funkisstefna eða nytjastefna fór að
ryðja sér til rúms í hönnun og bygg-
ingu húsa.
Húsin áttu fyrst og fremst að vera
hentug til að búa í. Allt í útliti þeirra
átti að hafa ákveðna „funksjón“ og
öllu óþarfa skrauti var hafnað. Mörg
þessara húsa er að finna á Norður-
brekku og segja má að heilu hverfin á
Akureyri hafi verið byggð undir áhrif-
um frá funksjónalisma íhúsagerð.
Á Norðurbrekku er einnig að finna
steinsteypt hús með hefðbundnum
formum timburhúsa. Göngunni, sem
tekur um eina og hálfa klukkustund,
lýkur á byrjunar-reit við Akureyrar-
kirkju sem var vígð árið 1940 og
teiknuð af Guðjóni Samúelssyni fyrr-
verandi húsa-meistara ríkisins. Allir
eru velkomnir.
Gönguferð um
Norðurbrekkuna
HALLDÓR Ásgeirsson opnar
myndlistasýningu í Safnasafninu á
Svalbarðsströnd, Eyjafirði, í dag,
laugardaginn 24. ágúst kl. 14.
Myndlistarverkið sem Halldór
sýnir heitir „…og gá þar að orði
sem kynni samt að ná yfir alla ver-
öldina.“ Tilvitnunin er úr ljóði eftir
Sigfús Daðason skáld.
Verkið er samtal ólíkra stafa
annars vegar, sem hafa verið tekn-
ir upp úr ritmálum heimsins, og
endurbrædds hrauns hins vegar,
sem hefur verið límt á hvíta mat-
ardiska. Svartur hraunglerungur-
inn minnir á myndletur og rímar á
móti tölvuprentuðum stöfunum.
Saman myndar þetta eina rým-
isheild. Halldór Ásgeirsson fór í
framhaldsnám í myndlist til
Frakklands og hefur tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum heima
og erlendis og sett upp einkasýn-
ingar sem hafa fengið lofsamlega
umfjöllun. Í upphafi ferils síns tók
hann fyrir táknmynd frumstæðra
þjóða og framdi gjörninga, en síð-
ari ár hefur hann vakið eftirtekt
fólks fyrir að umforma glóandi
hraun og gera tilraunir með
áhrifamátt og ljósmagn litaðra
vökva í glerílátum.
Sýning Halldórs Ásgeirssonar í
Safnasafninu stendur yfir til 15.
september og er opin alla daga frá
kl 10:00 til 18:00.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd
Halldór Ásgeirsson sýnir
GRUNNSKÓLAR Akureyrar verða
settir mánudaginn 26. ágúst. Rúm-
lega 2.500 börn stunda nám í skólum
bæjarins í vetur og þar af eru um 240
börn að hefja skólagöngu í 1. bekk.
Að sögn Gunnars Gíslasonar, deild-
arstjóra skóladeildar, er þessi ár-
gangur sem nú er hefja sína skóla-
göngu í stærri kantinum miðað við
síðustu ár.
Gunnar sagði að óvenju vel hefði
gengið að ráða kennara við grunn-
skóla bæjarins og væri hlutfall rétt-
indakennara yfir 90%. Á síðasta
skólaári var hlutfall réttindakennara
um 88% og árið þar áður tæplega
80%.
Í vetur verða rekin skólamötuneyti
í fjórum grunnskólum bæjarins,
Lundarskóla, Oddeyrarskóla, Gler-
árskóla og Giljaskóla. Gunnar sagði
að boðið yrði upp á heita létta máltíð í
þessum skólum og hefur gjald fyrir
hverja máltíð verið ákveðið 300 krón-
ur. Skólamötuneyti voru rekin í
Lundarskóla og Oddeyrarskóla á síð-
asta skólaári og mæltist það vel fyrir,
að sögn Gunnars. Nú hafa mötuneyti
verið sett upp í tveimur skólum til
viðbótar. Gunnar sagði stefnt að því
að koma upp mötuneyti í Brekku-
skóla árið 2004 og í Síðuskóla 2005 en
í báðum skólum standa fyrir dyrum
umfangsmiklar framkvæmdir.
Nú við upphaf skólaárs verður tek-
in í notkun ný viðbygging við Gilja-
skóla en við það stækkar húsnæði
skólans um helming.
Mötuneyti í fjórum grunnskólum
Um 240 börn að
hefja nám í 1. bekk