Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 25 BLEKSPRAUTUPRENTARAR hafa lækkað umtalsvert í verði á undanförnum árum og er verðlagið nú slíkt að það er á flestra færi að fjárfesta í slíkum grip ásamt heim- ilistölvunni. En algengt verð á bleksprautuprenturum hér heima virðist vera á milli 10.000 og 15.000 kr., þó að jafnvel megi finna þá enn ódýrari. Verðlag á blekhylkjunum, en ómögulegt er að nota prentarann án slíkra fyllinga, hefur hins vegar ekki fylgt sömu verðþróun og kosta hylkin gjarnan á bilinu 3.000–4.000 kr. og er rekstrarkostnaður prent- arans því óneitanlega nokkuð hár með tilliti til kaupverðsins. Bandaríska dagblaðið Washington Post tók þessa þróun mála til um- fjöllunar nýlega og fullyrðir blaðið að framleiðendur prentara beiti með þessu brögðum til að blekkja neyt- endur – á meðan prentarar lækki í verði þá hækki verð á blekhylkjum sem því samsvarar. Að sögn blaðsins eru neytendur ófúsir að greiða háar upphæðir fyrir prentarann sjálfan, en veita hins vegar þeim kostnaði sem felst í blekhylkjunum ekki mikla athygli. Flestir framleiðendur prent- ara búi þar að auki að eins konar ein- okunarstöðu hvað varðar framleiðslu á blekhylkjum fyrir sína prentara og hafi átt í hljóðu stríði við þá sem reynt hafa að bjóða upp á ódýrari út- gáfur hylkja og jafnvel blekáfylling- ar. Neytendur eru enn fremur lattir til að nota slíkar áfyllingar, enda hylkin rammlega gerð, og ábyrgð er sög’ falla niður ef átt hefur verið við þau. HP fyrir dómstóla Ekki innihalda þá öll blekhylki sama magn af bleki þótt umfang þeirra á yfirborðinu kunni að að virð- ast hið sama. Þannig bendir Wash- ington Post á að Hewlett-Packard, einn stærsti framleiðandi prentara á markaðnum, selur tvær gerðir af sumum blekhylkja sinna. Önnur gerðin er merkt „economy“, eða sparnaður, og kostar sú 28 dollara – 2.400 kr. – á meðan að hin kostar 50 dollara – 4.300 kr. Sparnaðarhylkið inniheldur hins vegar einungis um helming þess bleks sem finna má í hefðbundnu hylkjunum og sparnað- urinn því í raun enginn. Þessir viðskiptahættir falla ekki í góðan jarðveg hjá öllum neytendum og hafa til að mynda þrjár banda- rískar konur farið í mál við HP. Kon- urnar fullyrða, eftir að hafa keypt prentara sem notar sparnaðarútgáf- una, að HP standi fyrir blekkingu þar sem hvergi komi fram að hylkin séu aðeins hálffull af bleki. Málið er enn hjá dómstólum, en rétturinn hef- ur ályktað að með notkun á orðinu blekhylki eigi neytendur að geta gengið að því vísu að hylkið innhéldi ákveðið magn af bleki. Sömu annmarkar hérlendis Lausleg könnun á bleksprautu- prenturum hér heima bendir til þess að þeir prentarar sem hér eru á markaðnum séu þessum sömu ann- mörkum háðir. Fá hylki passi hverri gerð prentara og mismunandi prent- arar frá sama framleiðanda þurfi jafnvel mismunandi gerðir prent- hylkja. Hylkin eru þá gjarnan fram- leidd af sama framleiðanda og prent- ararnir þó einnig megi finna aðrar gerðir. Að sögn sölumanna virðast hylki annarra framleiðenda þó ekki jafn endingargóð og nokkuð um að þau innihaldi minna magn af bleki. Séu síðan litið á litablekhylki kemur að sögn Washington Post fljótt í ljós að sú tækni að hafa litaflokkana þrjá alla í sama hylki felur í sér að neyt- andinn er gjarnan að henda blek- hylkinu þó að nóg kunni að vera eftir af bleki þar sem einn litur klárast gjarnan á undan hinum. Aðeins Can- on virðist bjóða neytendum upp á hagkvæmari lausn á þessu, en í prenturum frá þeim framleiðanda er hver litur seldur í sér hylki sem kost- ar hér á landi um 1.100–1.200 kr. Sex aukaskipanir til sparnaðar Flestir prentarar búa yfir svo köll- uðum „draft option“, en með honum verður útprentunin grófari, dregið er úr bleknotkun og hylkin spöruð. Þennan valmöguleika er þó ekki hægt að vista og þarf því að velja sérstaklega í hvert skipti sem prent- að er, en nokkuð víst má telja að neytendur gleymi því æði oft. Wash- ington Post nefnir sem dæmi að á HP DeskJet 840C prentara fylgi þessum valmöguleika sex aukaskip- anir og neytendum því augljóslega ekki auðvelduð leiðin til sparnaðar. Neytendur eru ófúsir að greiða háar upphæðir fyrir prentarann sjálf- an en veita kostnaði sem felst í blekhylkjunum ekki mikla athygli. Prentarar lækka í verði en prenthylkin hækka EFNI sem finnast í súkkulaði, kóladrykkjum, tei og kaffi gætu verið grunnur að nýju krabba- meinslyfi, að mati vísindamanna University College í London. Efn- in eru koffín og þeófyllín en þau eru talin vinna gegn myndun krabbameins þar sem þau virki á ensím sem hjálpar frumunum að lifa af. Greint var frá þessu í frétt á BBC-vefnum í vikunni. Prófessor Peter Shepherd sem er í forsvari rannsakenda segir niðurstöður þessar mögulega fela í sér nýja meðhöndlun á krabbameini, en þar sem rann- sóknir eru á byrjunarstigi er ekki mælt með því að fólk neyti meira koffíns í þeim tilgangi að koma í veg fyrir krabbameinsmyndun. „Ætlunin er ekki að fólk fari að hella í sig miklu kaffi til að lækna krabbamein en við höfum fundið nýtt og göfugra hlutverk koffíns.“ Vegna aukaverkana koffíns á líkamann er ekki mögulegt að nota efnið í heild sinni sem lyf, að sögn rannsakenda heldur aðeins hluta þess. „Við ætlum að vinna að frekari rannsóknum og vonandi verður það til þess að eftir fimm til sjö ár verður komið á markað nýtt lyf gegn krabbameini.“ Alltaf eru að koma fram á sjón- arsviðið nýjar rannsóknanið- urstöður á þessu sviði og þeim beri að taka með fyrirvara, að mati Borghildar Sigurbergs- dóttur næringarráðgjafa. Frek- ari rannsóknir þurfa að fara fram áður en dregnar eru álykt- anir af tengslum koffíns og krabbameins. „Koffín er mikið eiturefni og kaffi er skaðlegt í miklu magni, það er bæði ávandabindandi og örvandi. Í rannsókninni er verið að skoða eitt efni sem er í engu sam- hengi við mataræðið í heild sinni og það getur verið varasamt.“ Koffín möguleg vörn gegn krabbameini Morgunblaðið/Arnaldur Breskir vísindamenn segja nýtt lyf gegn krabbameini, sem inniheld- ur koffín, vera væntanlegt innan fárra ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.