Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 27
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 27
Kæri læknir.
Ég er 15 ára stelpa og hafði átt kærasta í mánuð
þegar við vorum saman. Við fórum ekki alla leið
en fljótlega á eftir fékk ég blöðrur á kynfærin með
sviða og verkjum. Ég fékk líka frunsu í fyrsta sinn.
Kærastinn minn fær oft frunsur. Heimilislækn-
irinn sagði að ég væri með kynsjúkdóm sem ekkert
væri hægt að gera við. Síðan hef ég tvisvar fengið
útbrot á kynfærum. Er ekkert hægt að gera? Mér
finnst ósanngjarnt að ég sé 15 ára og komin með
kynsjúkdóm þótt ég sé enn hrein mey.
Ein í vanda.
SVAR til Einnar í vanda.Kynsjúkdómur - já eða nei, svo
auðvelt er ekki svarið. Líklegast ertu með
áblástur sem getur verið kynsjúkdómur, en
þarf ekki að vera það.
Já. – Kynsjúkdómar eru smitsjúkdómar sem
berast milli einstaklinga við nána snertingu
kynfæra eða munns og kynfæra, en ekki endi-
lega við samfarir.
Nei – Þú tekur ekki fram hvar kærasti þinn
er með frunsur. Ekki er óalgengt að smita með
fingrum t.d. frá vörum eða öðrum líkams-
hlutum.
Frunsuveiran (Herpes simples-veiran) er til í
tveimur gerðum, 1 og 2. Gerð 1 (varaáblástur)
er oftar fyrir ofan mitti. Oftast smitast hún á
fyrstu árum ævinnar sem munnangur. Gerð 2
(kynfæraráblástur) er oftar fyrir neðan mitti og
við smitumst af henni eftir að kynlíf hefst.
Mótefni gerðar 1, t.d. frá barnæsku, mildar
einkenni við frumusýkingu af gerð 2 seinna á
ævinni. Veirur fjölga sér með því að fara inn í
frumur okkar og fjölga sér þar. Fyrir vikið er
erfitt að komast að þeim, meðan þær fjölga sér,
án þess að drepa einnig frumur okkar.
Við frumusýkingu kemst veiran inn í húð- eða
slímhúðarfrumur, oft eftir smááverka sem
veikja eðlilegar varnir. Hún fjölgar sér þar og
eftir 3–7 daga koma eymsli, roði og þroti á hinu
smitaða svæði. Síðan myndast blöðrur og svo
sár. Við áblástur á slímhúð koma oftast ekki
blöðrur, heldur strax sár. Margir fá við frumu-
sýkingu flensueinkenni eins og hita, höfuðverk,
þreytu og bólgna eitla í nára þeim megin er sár-
ið kemur. Hægt er að taka strok frá sárinu til að
staðfesta sjúkdómsgreininguna og greina á milli
gerðar 1 og 2. Mikilvægt er að taka sýnið innan
þriggja daga frá því áblásturinn byrjar. Þegar
sárin þorna deyja flestar veirurnar en hluti
þeirra fer þó upp eftir taugaendunum og leggst
í dvala í taugahnoðum við mænu. Endurvakning
kemur oftast fyrstu árin eftir frumusmit. And-
legt og líkamlegt álag kemur henni af stað, t.d.
sýkingar, sól og streita. Margir finna fyrir ein-
kennum áður en sárin koma. Þau eru sviði,
kláði, verkur eða einhverskonar „pirringur“ á
því svæði sem frunsan kom áður á. Strok til
greiningar þarf líka að taka fyrstu 3 dagana.
Hve oft koma einkennin? Líkaminn myndar
mótefni, sem halda sýkingunni í skefjum, en
læknar ekki. Því líður æ lengra á milli kasta,
jafnvel fleiri ár. Algengari er endurvakning eftir
smit með gerð 2 en gerð 1 frunsuveiru. Margar
konur óttast að fá sár á meðgöngu, sérstaklega
við fæðingu, en það er sjaldgæft og enn fátíðara
að barnið smitist. Frumsýking á meðgöngu get-
ur haft áhrif á þroska fósturs. Því er betra að fá
frumsýkingu áður en barneignir hefjast.
Auðvelt er að draga úr einkennunum með
kælandi bökstrum og deyfandi kremum. Lyf
eru til sem hindra fjölgun veirunnar í húðfrum-
unni, en lækna ekki. Ef áblástur kemur oft er
hægt að gefa langtíma bælimeðferð með töflum.
Einnig er brýnt að gæta hreinlætis og varast að
bera smit milli staða með fingrum. Við smit af
einum kynsjúkdómi er mikilvægt að athuga
hvort verið geti smit af öðrum, sem smitast eins.
Einkum á þetta við um klamydíu, sem oft er ein-
kennalítil eða -laus en getur haft varanleg áhrif
á frjósemi. Þá eru kynfæravörtur algengar, sér-
staklega hjá ungu fólki.
Algengustu kynsjúkdómarnir eins og klam-
ydía og vörtur eru læknanlegir og veirusýk-
ingafrunsum og nú alnæmi er hægt að halda
niðri með lyfjum, þó ekki lækna. Smokkurinn
ver gegn flestöllum kynsjúkdómum nema flat-
lús og frunsum á kynhárasvæði. Smokkurinn er
einnig góð getnaðarvörn. Pillan verndar að ein-
hverju marki, með því að breyta slíminu í leg-
hálsinum, sérstaklega gegn sýkingu í innri kyn-
færum. Með því að verja sig gegn smiti, einkum
klamydíu, verndar maður frjósemi sína.
Ekki örvænta þótt fyrsta reynslan af kynlífi
hafi ekki verið áfallalaus. Brýnt er að þú og
kærastinn þinn getið rætt þessi mál og fáið góða
fræðslu. Gleymið aldrei að rækta sambandið,
njóta samvista og nánari kynna þegar bæði eru
tilbúin.
Kynsjúkdómar og meðferð þeirra
eftir Rannveigu Pálsdóttur
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er sérfræðingur í húð- og kyn-
sjúkdómalækningum.
Lesendur Morgunblaðsins
geta komið spurningum varð-
andi sálfræði-, félagsleg og
vinnutengd málefni til sérfræð-
inga á vegum persona.is.
Senda skal tölvupóst á per-
sona@persona.is og verður
svarið jafnframt birt á per-
sona.is.
MISSTÓRIR fætur eða
misstórar hendur gætu
verið vísbending um að
viðkomandi væri efni í
afbrýðisaman elskhuga
að því er fram kemur í
rannsókn sem vís-
indamenn við Dalhousie-
háskóla í Halifax í Nova
Scotia í Kanada hafa
gert.
Vísindamennirnir segja
niðurstöður sínar benda
til þess að fólk, sem ekki
samsvarar sér eða er
ósymmetrískt, hafi frem-
ur tilhneigingu til af-
brýðisemi en þeir sem
samsvara sér. Áður hafa
verið gerðar rannsóknir,
sem benda til þess að
fólk með misstórar hend-
ur sé ekki jafn aðlaðandi í augum gagn-
stæða kynsins og sé hvorki jafn frjótt né
heilsuhraust.
Ástæðan fyrir því að fólk samsvarar
sér ekki og er til dæmis með misstóra
fætur má í sumum tilvikum rekja til
hormónamisvægis í móðurkviði og telja
vísindamennirnir að þetta sama misvægi
geti einnig átt þátt í því að þetta fólk
verði frekar afbrýðisamt en annað.
Rannsóknin beindist að 50 körlum og
konum, sem voru í samböndum af ýmsum
toga. Borin voru saman ýmis líkams-
einkenni, svo sem stærð fóta, handa og
eyrna og voru þátttakendurnir um leið
beðnir að svara spurningum sem ætlað
var að meta tilhneigingu þeirra til af-
brýðisemi í sambandinu. Niðurstöðurnar
voru birtar í tímaritinu New Scientist og
er þar sýnt fram á sterkt samband milli
stærðarmunar og afbrýðisemi. Vís-
indamennirnir könnuðu hvort þessi til-
hneiging til afbrýðisemi næði einnig til
vinnustaðarins eða ætti við undir öðrum
kringumstæðum en í ástarsamböndum og
komust að því að svo væri ekki.
Fylgir afbrýðisemi
misstórum fótum?
Þótt þau snúi baki hvort í annað virðist allt leika í lyndi. Vís-
indamenn telja að fólk með misstórar hendur og misstóra
fætur hafi sérstaka tilhneigingu til að verða afbrýðisamt.
AP
OFVIRKNI er truflun í hegðun og einbeitingu
sem fram kemur hjá börnum fyrir 7 ára aldur.
Hegðunareinkennum ofvirkni er oft skipt í eft-
irtalda þrjá flokka:
1. Hreyfiofvirkni kemur m.a. fram í því að
barnið á erfitt með að sitja lengi kyrrt og þeg-
ar það situr hættir því til að iða og vera stöðugt
á hreyfingu í sæti sínu. Mörg þeirra eru afar
málgefin og eiga erfitt með að leika sér hljóð-
lega.
2. Athyglisbrestur kemur fram í því að barnið
á erfitt með að einbeita sér að verkefnum sem
það tekur sér fyrir hendur og ljúka þeim og
minnsta truflun dregur athyglina frá því sem
verið er að sinna. Þetta á einkum við um verk-
efni sem krefjast einbeitingar. Athyglisbrest-
urinn kemur einnig fram í gleymsku; ofvirka
skólabarnið gleymir og týnir hlutum oftar en
önnur börn.
3. Hvatvísi lýsir sér þannig að ofvirka barninu
hættir til að framkvæma það sem því dettur í
hug án þess að gefa sér tíma til að hugsa um
afleiðingarnar, það er óþolinmótt og á erfitt
með að bíða.
Samsetning einkennanna getur verið mis-
munandi. Hjá einu ofvirku barni er athygl-
isbrestur mest áberandi, en hreyfiofvirkni og
hvatvísi hjá öðru. Flest þessi einkenni sjást
reyndar einhvern tíma í fari nánast allra
barna, en ekki telst vera um ofvirkni að ræða
nema þau séu afgerandi meira áberandi en hjá
jafnöldrunum og þau hamli aðlögun barnsins
að umhverfi sínu.
Af hverju stafar ofvirkni?
Rannsóknir benda til þess að erfðir eigi
stærstan hlut
að máli í orsök-
um ofvirkni.
Röskun í tauga-
þroska veldur
truflun í starfi
boðefnakerfa,
sem stjórna at-
ferli, og er það
einkum höml-
unarþátturinn í
atferlisstjórn
sem ekki starf-
ar sem skyldi.
Hvaða með-
ferð kemur
að gagni?
Rannsóknir á árangri meðferðar sýna að
tvenns konar úrræði gefast best, annars vegar
lyfjameðferð og hins vegar atferlismótun.
Algengasta lyfið við ofvirkni er örvandi lyfið
Ritalin, en einnig er algengt að nota ákveðnar
tegundir þunglyndislyfja. Í atferlismótun er
grundvallaratriði að styrkja vel aðlagaða hegð-
un með því að umbuna kerfisbundið fyrir æski-
legt atferli, ekki síst með hrósi og jákvæðri at-
hygli. Í slíkri meðferð er enn fremur leitast við
að breyta uppeldisumhverfi barnsins til lang-
frama. Þetta er gert með ráðgjöf við foreldra,
m.a. með því að halda þjálfunarnámskeið fyrir
þá þar sem viðeigandi uppeldisaðferðir eru
kenndar. Kennarar þurfa á sama hátt að fá
ráðgjöf um þær aðferðir sem beita má í skól-
anum.
Páll Magnússon, sálfræðingur.
Heilsan í brennidepli
Ofvirkni í bernsku
Talið er að erfðir eigi
stærstan hlut að máli
í orsökum ofvirkni