Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 31
F
rjálslynd ríki hafa í
aldanna rás ætíð
verið til samhliða
alls kyns harð-
stjórnarríkjum. Á
sama hátt hafa í nútímanum
ávallt verið fjölmörg efnahags-
kerfi í gangi. Margar útgáfur af
kapítalisma, áætlunarbúskap,
ríkisafskiptakerfi og hagkerfum
sem eru blanda ólíkra kerfa og
falla ekki undir neina eina skil-
greiningu.
Stjórnmálasamskipti og al-
þjóðalög hafa þróast með hlið-
sjón af þessum ólíku kerfum.
Þrátt fyrir það tóku stjórnmál
tuttugustu aldarinnar mið af því
að reyna að sameina heiminn
undir eina stjórn. Lang-
tímamarkmið Sovétríkjanna var
alheimskommúnismi. Allur
heimurinn átti að mynda eitt
sósíalískt hagkerfi sem alls stað-
ar yrði stjórnað út frá sömu for-
sendum.
Með réttu er nú almennt litið á
þessi marxísku áform sem út-
ópíu. En jafnvel þó að svo sé hef-
ur brotthvarf kommúnismans úr
heimsstjórnmálum ekki haft í för
með sér almenna viðurkenningu
á tilvist margbreytilegra stjórn-
kerfa. Með falli kommúnismans
vorum við, svo notuð séu hin
fleygu orð Francis Fukuyama,
komin að „endalokum sögunnar“
þar sem vestrænar ríkisstjórnir
gátu einbeitt sér að því að sam-
eina alþjóðakerfið undir einn
hatt, byggðan á frjálsum mörk-
uðum og lýðræðislegum stjórn-
kerfum. Þessi áform voru hins
vegar síst minna útópísk en þau
marxísku voru á sínum tíma og
flest bendir til að þau verði
skammlífari en Sovétríkin.
Það eru margar ástæður fyrir
því hvers vegna Sovétblokkinn
hvarf. Þvert á það sem almennt
er talið var efnahagsleg óhag-
kvæmni hins vegar ekki ein af
meginástæðunum. Sovétblokk-
inn liðaðist í sundur vegna þess
að hún gat ekki tekist á við þjóð-
ernisólgu í Póllandi og Eystra-
saltsríkjunum og almennt vegna
þess að eitt stjórnmála- og efna-
hagskerfi gat ekki fullnægt þörf-
um jafnólíkra samfélaga og
þjóða.
Marxismi er eins konar efna-
hagsleg nauðhyggja. Hann spáir
því að bilið á milli samfélaga og
þjóða muni minnka eftir því sem
þau nálgast sama stig í efnahags-
legri þróun.
Að mati marxisma hafa þjóð-
ernishyggja og trúarbrögð engin
varanleg pólítísk áhrif. Til
skamms tíma litið má nota þau til
að kynda undir andstöðu við
heimsvaldastefnu. Þegar upp er
staðið hamla þau hins vegar
framrás sósíalismans. Með þetta
að leiðarljósi háði sovéska rík-
isvaldið stöðugt stríð gegn þjóð-
legum og trúarlegum hefðum
þeirra þjóða sem það réð yfir.
Í reynd urðu sovéskir ráða-
menn að grípa til málamiðlana ef
þeir vildu viðhalda völdum sín-
um. Þeir eru ekki margir í þeirra
röðum sem hægt væri að lýsa
sem hörðum hugsjónamönnum.
En þrátt fyrir það má rekja stífni
hins sovéska kerfis til þess að
það byggðist á röngum for-
sendum.
Grundvöllur Sovétkerfisins
var sú marxíska söguskoðun að
það séu örlög allra þjóðfélaga að
taka upp sama efnahagskerfi og
stjórnkerfi. Sovétríkin liðuðust í
sundur vegna þess að ósveigjan-
legar stofnanir gátu ekki komið
til móts við þjóðirnar – Tékka og
Úzbeka, Ungverja og Síb-
eríubúa, Pólverja og Mongóla,
þar sem saga þeirra, aðstæður og
vonir stönguðust á í grundvall-
aratriðum.
Frjálsi alheimsmarkaðurinn,
sem var byggður upp að Sov-
étríkjunum liðnum, er nú einnig
að sundrast af svipuðum ástæð-
um. Rétt eins og marxistar eru
nýfrjálshyggjumenn nauð-
hyggjumenn. Þeir telja að það
séu örlög allra ríkja að taka upp
sama hagkerfið og þar með sömu
pólitísku stofnanirnar. Ekkert
geti komið í veg fyrir að heim-
urinn verði allur einn, frjáls
markaður, en einnig sé hægt að
flýta þeim samruna. Vestrænar
ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir
geti gegnt hlutverki ljósmóður
hinnar nýju heimsskipunar.
Þó að það kunni að hljóma
ósennilega liggur þessi hug-
myndafræði að baki stofnunum á
borð við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn (IMF). Þau vandamál sem
Argentína og Indónesía standa
frammi fyrir eru mjög ólík en í
augum IMF er lausnin sú sama:
bæði ríkin verða að vera frjáls
markaðshagkerfi. Þegar komm-
únisminn leið undir lok var Rúss-
land hervætt ryðbelti en Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn var
sannfærður um að hægt væri að
breyta Rússlandi í vestrænt
markaðshagkerfi. Fegraðri
mynd af engilsaxneskum kapítal-
isma var alls staðar haldið á lofti.
Það þarf vart að koma á
óvart að þessi hugmynda-
fræðilega nálgun að hagstjórn
hefur ekki gengið upp. Indó-
nesía er í rúst á sama tíma og
Argentína er á hraðri leið út úr
fyrsta heiminum. Rússar eru
búnir að snúa baki við nýfrjáls-
hyggjunni og eru farnir að móta
leið er hentar betur sögu þeirra
og aðstæðum.
Þau lönd er hafa staðist hina
efnahagslegu storma síðustu ára
eru lönd á borð við Indland, Kína
og Japan, sem gleyptu ekki líkön
IMF hrá. Vissulega halda hug-
myndafræðingar IMF því fram,
rétt og eins þeir fáu marxistar
sem eftir eru og verja áætl-
unarbúskap, að stefna þeirra hafi
ekki brugðist. Vandamálið er, að
þeirra mati, að henni var ekki
framfylgt til hins ítrasta. Í báð-
um tilvikunum var stefnan reynd
en hún brást með skelfilegum af-
leiðingum fyrir fjölda fólks.
Ástæða þess að hinn alþjóðlegi
frjálsi markaður kann að vera að
leysast upp er ekki þær mann-
legu fórnir sem stefna hans hefur
kallað yfir Argentínu, Indónesíu
og Rússland. Ástæðan er sú að
þessi stefna þjónar ekki lengur
hagsmunum þeirra ríkja er harð-
ast hafa barist fyrir henni. Vegna
þrýstings í kjölfar hrunsins á
hlutabréfamörkuðum hafa
Bandaríkin snúið baki við frí-
verslunarstefnunni og tekið upp
hefðbundnari verndarstefnu.
Þetta kemur ekki á óvart. Banda-
ríkin hafa í gegnum söguna ávallt
reynt að vernda markaði sína
fyrir erlendri samkeppni. Sagan
hefur því enn einu sinni unnið
sigur á hugmyndafræðinni.
Þar sem Bandaríkin hafa
misst áhugann hefur nýfrjáls-
hyggjann misst sinn helsta
stuðningsmann. Stjórn-
málamenn munu vafalaust kinka
kolli þegar hinn frjálsi markaður
berst í tal en í reynd hefur heim-
urinn snúið sér að eldra og var-
anlegra kerfi. Menn eru að fallast
á að í framtíðinni, rétt eins og í
fortíðinni, verði að finna aragrúa
af hagkerfum og stjórnkerfum í
heiminum. Hinn alþjóðlegi frjálsi
markaður er um það bil að taka
sæti við hlið kommúnismans í
safni sögunnar yfir afskrifaðar
útópíur.
Endalok enda-
loka sögunnar
Eftir John Gray
’ Rétt eins og marx-istar eru nýfrjáls-
hyggjumenn nauð-
hyggjumenn. ‘
© The Project Syndicate.
John Gray er prófessor í evrópskri
hugsun við London School of
Economics.
tig og varð
ni formlegu
ennu há-
heimild til
arfs-
ri síðan og
sir skólar
eykjavík og
viðgangi
a á skömm-
Íslands
ndur, tæp-
r rann-
eðal há-
nt hina
að í sam-
r vilja nýta
ólagjöld
erið að
sín í skóla-
ða-
na, þar
smenn og
s og til
sem al-
da um heim
meira mið
ólar geti til
gjast á
um. Oft er
tarfs í lönd-
að menn
ahita.
breytir ekki
einfaldlega
x x x
Nú eru sex ár liðin frá því, að grunnskólinn var fluttur
frá ríkinu til sveitarfélaganna. Í sveitarstjórnakosning-
unum í vor voru skólamál alls staðar ofarlega á dagskrá,
enda er rekstur leikskóla og grunnskóla langviðamesta
verkefni allra sveitarfélaga. Meira en 50% af útgjöldum
borgarsjóðs Reykjavíkur renna til dæmis til þessara
tveggja fyrstu skólastiga.
Sannast hefur, að grunnskólinn batnar við að flytjast
nær foreldrum en áður. Er einkennilegt að verða vitni að
því, hve stjórnendur fræðslumála í Reykjavík undir for-
ystu R-listans eru skammsýnir, þegar rætt er um að
skipta borginni í skólahverfi og þar með styrkja skóla-
starfið með frekari valddreifingu innan borgarmarkanna.
Þegar grunnskólinn var fluttur úr höndum ríkisins
voru þrjú meginverkefni, sem snerta skólastarfið, eftir í
höndum þess: útgáfa námsgagna, mat og eftirlit og nám-
skrárgerð. Nýjar námskrár fyrir leikskóla, grunnskóla
og framhaldsskóla komu til sögunnar 1999. Námsmats-
stofnun sinnir samræmdum prófum en mat og eftirlit er í
höndum menntamálaráðuneytisins. Námsgagnastofnun
annast gerð og útgáfu námsgagna.
Eðlilegt er að stefna að því, að mat og eftirlit verði í
höndum einkaaðila, sem leggi ekki síður mat á störf yf-
irstjórnar skólakerfisins en það, sem fram fer innan skól-
anna sjálfra. Þá er ríkisrekin útgáfa námsbóka að verða
meiri tímaskekkja en áður. Hefur reynst ótrúlega erfitt
að færa námsgagnagerð í hendur einkaaðila, en upplýs-
ingatæknin og rafræn námsgagnagerð hefur rofið rík-
iseinokunina.
x x x
Upplýsingatæknin hefur haft gífurleg áhrif á þróun
kennsluhátta. Hún breytir í senn starfsaðferðum kenn-
ara og nemenda. Komið er til sögunnar nýtt hugtak,
dreifmenntun, til að lýsa blöndu af staðbundnu námi og
fjarnámi.
Í dreifmenntun felst að hefðbundin stundatafla er
brotin upp, nemendur eru ekki endilega á sama stað á
sömu stundu samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi. Á
árinu 2001 mótaði menntamálaráðuneytið stefnu undir
heitinu Forskot til framtíðar, þar sem rammi rafræns
menntakerfis er mótaður og lagður grunnur að svo-
nefndri menntagátt á Netinu (menntagatt.is), sem er far-
vegur fyrir fjölbreytta þjónustu og kemur til móts við
þarfir nemenda, kennara, skóla, foreldra og annarra sem
tengjast menntun. Menntagáttinn byggist á því, að op-
inberir aðilar og einkaaðilar komi sameiginlega að upp-
byggingu á víðtækri þjónustu sem tengist menntun.
Verður spennandi að sjá, hvaða áhrif þessi nýbreytni
hefur á skólastarf í landinu en eins og sést af hinum öra
vexti í fjarnámi, eru íslenskir nemendur fljótir að tileinka
sér upplýsingatæknina til náms. Hún gerir fjarlægðir að
engu innan lands eins og milli landa og nú geta menn
stundað háskólanám hvarvetna á landinu, hafi þeir að-
gang að tölvu eða fjarfundabúnaði.
x x x
Tekist hefur að beina umræðu um íslensk skóla- og
menntamál inn á jákvæðari brautir en áður. Er ekki
nokkur vafi á því, að nýr tónn og bætt kjör kennara ráða
mestu um fjölgun nemenda í Kennaraháskóla Íslands og
fjölgun svonefndra réttindakennara við störf í skólunum.
Miklu skiptir að þróa skólastarf áfram í samræmi við
nýjar kröfur. Námskrárgerð er nú samfellt verkefni á
vegum menntamálaráðuneytisins. Undir stjórn þess er
nú unnið að mótun hugmynda um styttingu náms til
stúdentsprófs og hvernig staðið skuli að samræmdum
prófum í framhaldsskólum lögum samkvæmt.
Velferð nemandans er leiðarljós í skólastarfi. Fyrir þá,
sem helga sig starfinu, hlýtur mesta ögrunin að felast í
því að efla þekkingu þeirra, sem helst þurfa á aðstoð að
halda, um leið og ýtt er undir hæfni afburðanemenda
með verðugum viðfangsefnum. Með því að hafa þetta í
heiðri og rækta gott samstarf við foreldra og for-
ráðamenn nemenda er best staðið að framkvæmd skyn-
samlegrar skólastefnu.
meira . . .
bjorn@centrum.is
jaðrinum og framleiðsluaukning í
tan OPEC (t.d. við Kaspíahaf) getur
il áhrif á verð. Út frá hagsmunum
bíu er líka mikilvægt að halda Vest-
m góðum. Íbúafjöldi landsins hefur
t á tveimur áratugum en þjóðar-
aðið í stað að raungildi. Sádar verða
alda áfram að dæla olíu til Vestur-
r óttast líka nýja orkusparandi
nýja orkugjafa og vilja því ekki flýta
ptöku þeirra meira en nauðsynlegt
n er hins vegar sú að upp úr sjóði í
turlöndum með einhverjum hætti.
rist ef al-Saud fjölskyldan missir
Sádí-Arabíu og við tekur einhvers
erkaveldi? Slíkt er ekki hægt að úti-
gerðist í Íran árið 1979. Það er alls
að slík stjórn myndi eiga nein við-
skipti við Vesturlönd þó svo að þar með væri
skrúfað fyrir útflutningstekjur ríkisins. Allt
eins má gera ráð fyrir að slík stjórn myndi
kveikja í olíulindum vegna þeirra „spillandi
áhrifa“ sem þær hafa haft á Sádí-Arabíu.
Klerkarnir gætu líka farið hina leiðina og
krafist þess að fá 150 dollara á tunnu en ekki
20 dollara. Og hvað ef ráðist verður inn í Írak
og Saddam Hussein grípur til þess örþrifa-
ráðs að beita efnavopnum gegn olíusvæðun-
um í Sádí-Arabíu og Kúveit? Hvað ef Hezbol-
lah eða Al-Qaeda-liðar hefja árásir á
olíubirgðaskip á Hormuz-sundi? Er hægt að
útiloka að endanlega sjóði upp úr á milli Ísr-
aela og Palestínumanna og að þau átök breið-
ist út? Það er hægt að ímynda sér óteljandi
aðstæður sem því miður eru alls ekki óraun-
hæfar, þar sem veruleg röskun yrði á fram-
boði á olíu frá Persaflóa til lengri eða
skemmri tíma. Það gæti gerst á morgun, það
gæti gerst eftir tíu ár.
Niðurstaðan er ávallt sú sama. Það hversu
háð Vesturlönd eru olíu frá Mið-Austurlönd-
um er eitthvert stórkostlegasta öryggis-
vandamál samtímans. Ef skrúfað yrði fyrir
olíuna jafngilti það því að slökkt yrði á hag-
kerfum Vesturlanda. Hvernig ættu Íslend-
ingar til dæmis að sækja sjóinn án olíu?
Ef við gerum ráð fyrir að þau vandamál
sem hrjá Mið-Austurlönd hverfi ekki á einni
nóttu er hægt að draga úr áhættunni með
þrenns konar hætti. Auka framboð á olíu frá
öðrum svæðum, draga úr eftirspurn eftir olíu
og loks er hægt að draga úr næmi hagkerf-
isins fyrir sveiflum á olíuframboði, t.d. með
því að safna upp birgðum af olíu. Nú þegar
miða mörg ríki við að eiga 90 daga birgðir.
Fæst eiga hins vegar svo mikið.
Rýnum aftur í tölurnar og veltum fyrir
okkur möguleikanum á auknu framboði utan
Persaflóasvæðisins. Þar eru tvö svæði sem
skipta mestu máli, Rússland og Kaspíahaf.
Talið er framleiðsla Rússlands geti í framtíð-
inni orðið allt að 10 mtd en hún hefur verið að
ná sér á strik á nýjan leik og fór fyrr á árinu
yfir 7 mtd. Margir horfa vonaraugum á ríkin
við Kaspíahaf. Þar er framleiðslan nú um 1
mtd og gæti orðið 3 mtd ef tekst að leysa þau
fjölmörgu vandamál sem við blasa, t.d. varð-
andi olíuflutninga. Hart hefur verið deilt um
það á Bandaríkjaþingi hvort leyfa eigi olíu-
vinnslu á friðlýstu svæði í Alaska, svokölluðu
ANWR-svæði. Það myndi þó vart skila meiru
en 0,5 mtd á dag. Og svo má auðvitað gæla
við þá hugmynd að Saddam Hussein verði
bolað frá og við völdum í Írak taki stjórn vin-
veitt Vesturlöndum. Ef allt yrði sett á fullt á
olíusvæðum Íraks mætti kannski ná fyrra
framleiðslustigi eða um 6-7 mtd. Það er hægt
að leggja þessar tölur saman á alla hugsan-
lega vegu en niðurstaðan er ávallt sú að ekk-
ert kemur í stað Sádí-Arabíu. Ekki nóg með
að flest olíuvinnslusvæði veraldar að Sádí-
Arabíu undanskilinni eru keyrð á fullum af-
köstum, það getur heldur ekkert ríki dælt
upp olíu með jafnlitlum tilkostnaði. Fram-
leiðslukostnaðurinn í Sádí-Arabíu er um 2
dollarar á tunnu en 12-15 dollarar á nýjum
framleiðslusvæðum. Olía utan Persaflóa mun
líka fara hratt þverrandi eftir 20-25 ár.
Arabaríkin við Persaflóa ættu að geta haldið
áfram framleiðslu út öldina og jafnvel fram á
næstu öld.
Eftir stendur að eina varanlega lausnin er
að draga úr eftirspurn eftir olíu. Það er hægt
að gera með sköttum og álögum. Þegar upp
er staðið verður þetta öryggisvandamál hins
vegar einungis leyst með því að skipta um
orkugjafa. Olíuforðinn er jú takmarkaður
hvort sem er.
ð
AP
isins Aramco fylgist með vinnslu á al-Howta-vinnslusvæðinu.
sts@mbl.is