Morgunblaðið - 24.08.2002, Side 36

Morgunblaðið - 24.08.2002, Side 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMSJÓNARMANNIhafa borist bæði bréf ítölvupósti og góðarkveðjur og ábendingar eftir þátt hans fyrir mánuði. Krist- ján Kristjánsson hjá Vegagerðinni sendi tölvupóst vegna orðanotk- unarinnar einbreið brú. Hann er ekki sáttur við hana og bendir á leiðir til úrbóta og segir meðal annars svo: (Feitletranir eru um- sjónarmanns.) – – – „Í þætti þínum um íslenskt mál á laugardaginn var, þ.e. 27. júlí s.l., lýstir þú andstöðu þinni eða óánægju með orðið einbreiður. Undir þetta tek ég heilshugar. Orðið einbreiður, einkum sem lýs- ing á breidd vega og brúa, er í raun merkingarlaust a.m.k. hvað varðar breidd slíkra mannvirkja. Að lýsa breiddinni með orðum eins og mjór eða þröngur nær heldur ekki að lýsa því, sem orðið þyrfti að lýsa. Sama gildir um hættulegur. Bæði þröngur og hættulegur verða röng lýsingarorð þegar ákveðinni breidd er náð. Orðið einbreiður, um brýr eða vegi, er notað um þess konar mannvirki, sem eru einnar akrein- ar breið. Tveggja akreina vegur eða brú ætti samkvæmt því að vera tvíbreið og fjögurra akreina brú að vera fjórbreið og mætti þannig áfram telja. Hvarflað hefur að mér að mynda lýsingarorð af nafnorðinu rein og gæti því brú verið einrein, tvírein o.s.frv. eða einreind, tvíreind o.s.frv. Karlkynsorðið yrði þá einreinn eða einreindur (vegur). Þannig mundi orðið lýsa breidd mannvirk- isins með tilliti til umferðarör- yggis. Hugmyndinni er hér með komið á framfæri.“ Umsjón- armaður þakkar Kristjáni gott bréf og leggur enn til að ein- breiðum brúm verði útrýmt. – – – Grímur Gíslason á Blönduósi er ekki sammála umsjónarmanni um orðið einbreiður. Vegna þessa hef- ur hann sent þættinum bréf og óskar birtingar á því. Þar segir Grímur meðal annars: „Tvö orð í umræddum þætti „fara í taugarnar“ á þáttarhöfundi. Eru það orðin einbreiður og hundaklyfberi. Orðnotkunin einbreið brú pirrar höfundinn og vill hann heldur segja þröng brú eða hættuleg brú. Þetta er bókstaflega furðuleg túlk- un hjá manni sem telur sig þess umkominn að ræða um málfar á fræðilegum grunni. Það vill nú svo til að í fréttum Ríkisútvarpsins í dag (10. ágúst) var sagt að gera ætti tilgreinda einbreiða brú tvíbreiða og hafa auk þess göngustíg meðfram akbraut- inni. Fréttin var ljós og lýsti í fáum orðum hvað gera á til úrbóta á brúnni. Er átt við tvær sam- liggjandi ak- reinar er geri kleift að tvö ökutæki fari samtímis um brúna, hvort sem er úr sömu stefnu eða gagnstæðri, auk göngustígsins. Þáttarhöf- undur vill nota lýsingarorðin mjór eða þröngur sem er ákaflega ófull- komin lýsing á því sem við er átt og vissulega getur verið marg- breytilegt frá stað til staðar … Er þá komið að 0 krónunum og 0% vöxtunum. Í því tilfelli er undirrit- aður sammála þáttarhöfundi að nota beri eðlilegt mál, gjaldfrítt og vaxtalaust. Það hljóti hver maður að skilja, en orðflúr og orðamælgi getur auðveldlega valdið misskiln- ingi. Með þökk fyrir birtinguna.“ Ljóst er að sitt sýnist hverjum um orðið einbreiður og er það ekki nema eðlilegt. Í síðasta þætti voru tekin nokkur dæmi um orðið úr Orðabók Háskólans og áttu þau öll við vefnað. Að yfirfæra orðið á þröngar brýr er einfaldlega eðlileg viðleitni til að lýsa brúm sem eru aðeins ein akrein. Kannski er það skásta orðið, en ekki endilega það besta og breytir í engu pirringi umsjónarmanns. Grímur hefur hins vegar ekki lesið umfjöllun umsjónarmanns um orðið hundaklyfberi nógu vel, fyrst hann telur það pirra umsjón- armann, því sú umfjöllun hefst á orðunum: „Á öðru orði hefur um- sjónarmaður dálæti. Það er hundaklyfberi.“ Umsjónarmaður þakkar Grími bréfið og gleðst yfir því að þættir hans skuli skapa um- ræðu um íslenskt mál. Þættinum hafa borist fleiri bréf og verður fjallað um efni þeirra síðar. Umsjónarmanni brá heldur er hann fylgdist með fréttum á Rík- issjónvarpinu og Stöð 2 að kvöldi hins 19. þessa mánaðar. Þar var sagt frá þeim fáheyrða atburði að fílar í dýragarði hefðu eignast unga. Það er líklega flestum ljóst að fílar eignast ekki unga. Það gera hins vegar fýlar. Fílar eign- ast kálfa, enda tölum við um fílskú og fílstarf. Fílar verpa hvorki eggjum né unga þeim út. Það gerir hins vegar sá bjargfugl, sem á ís- lensku nefnist fýll. Í báðum þess- um tilfellum var um sömu frétt að ræða og ekki veit umsjónarmaður hvað afkvæmið var nefnt á ensku, hvort það var calf eða einfaldlega baby. Það breytir ekki því að í ís- lensku, sem umsjónarmaður lærði og var alinn upp við, er ungi nær eingöngu notað yfir afkvæmi fugla. Það er reyndar spurningin hvort þarna sé kominn nýr alvöru Dúmbó og þá mætti hugsanlega réttlæta að kalla afkvæmið unga í ljósi væntanlegra flughæfileika þess. Dæmi af þessu tagi og svipuðu eru því miður ansi algeng og skemmst að minnast selsunga í frétt Morgunblaðsins. Vonandi lendum við ekki á þeirri flatneskju að kalla afkvæmi allra dýra börn eins og okkar eigin. Í sögunni Jungle Book kallar foringi úlfanna drenginn Mowgli mannshvolp. Það er kannski eðlilegt að í öllum flýtinum verði fólki á, en þessi dæmi sýna vel að varðstaðan um íslenskuna er nauðsyn. – – – „Í alþjóðaflugi drógu Flugleiðir úr framboði um 17,6% mælt í framboðnum sætiskílómetrum. Eftirspurn mæld í seldum far- þegakílómetrum minnkaði um 19,7%.“ Þessar setningar gat að líta í frétt frá Flugleiðum í vikunni um afkomu félagsins á fyrri helmingi ársins. Sjálfsagt er þarna um ein- hverjar alþjóðlegar mælieiningar að ræða, sérsniðnar að flugrekstri, en er ekki hægt að orða þetta bet- ur? Er ekki nóg að segja að Flug- leiðir hafi dregið úr framboði og að farþegum hafi fækkað? Það er líklega flestum ljóst að fílar eignast ekki unga hjgi@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason Samfylkingunni hef- ur ekki alltaf verið strokið með hárunum þann tíma sem hún hefur starfað. Þvert á móti hefur hún mætt meiri gagnrýni en flestir aðrir stjórn- málaflokkar og til hennar hafa verið gerðar meiri kröfur. Sennilega er það eðli- legt, alla vega er það mitt mat að sú krafa sé vegna framtíðar- sýnar okkar um stóran virkan jafnaðarmanna- flokk og hlutverk hans í íslenskri pólitík. Það þarf að vera töggur í liðinu þegar stokkað er upp með þeim hætti sem jafnaðarmenn hafa gert og hafist var handa um fyrir síðustu kosningar. Ekki ólíkt því að losa um gróðurinn í þremur beðum og planta honum síðan saman í einu litskrúðugu beði. Það á ekki að koma á óvart þó rætur á einhverj- um gróðri þoli ekki hnjaskið eða að einstaka planta þvælist yfir í annað beð. Það sem skiptir mestu er að nýja beðið verði eins og lagt var upp með, að þar verði blómstrandi breiða þar sem ólíkar gerðir og litir skapa samhæfða heildar- mynd. Þannig var verkefni okkar jafnað- armanna og það hefur tekist. Þrátt fyrir hrakspár hefur Samfylkingin styrkt stöðu sína. Þetta kom vel í ljós í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor því sam- anlagt fylgi á lands- vísu þar sem Samfylkingin bauð ein fram var yfir 30%. Frá því í kosningunum hef- ur Samfylkingin feng- ið aukið fylgi í skoðanakönnunum og það hefur verið liðsmönnum hennar nær og fjær lyftistöng að finna að flokkurinn er um það bil kominn með kjörfylgi sitt. Þetta er mikil breyting og jákvæð. Það hef- ur svo oft gleymst í umfjöllun um Samfylkinguna að grasrót hennar var sterk eins og fjöldi sveitar- stjórnarmanna hennar ber skýran vott um. Nú hefur Samfylkingin ákveðið að strax á haustmánuðum fari fram forval vegna röðunar á lista fyrir næstu alþingiskosningar og að list- ar verði tilbúnir fyrir nóvemberlok. Eftirsóknarvert er að saman fari í forystusveit jafnræði kynja, reynsla og þekking, ferskleiki og ný viðhorf sem saman skapa þá breidd sem öflugum stjórnmálaflokki er nauð- synleg. Það er mikils virði að fá til liðs nýtt fólk sem vill taka þátt í störfum Samfylkingarinnar og vinnan framundan gefur okkur til- efni til að hvetja fólk til þátttöku. Ennfremur að taka þátt í forvalinu og bjóða sig fram í framvarðar- sveitirnar. Við höfum verið að byggja upp og munum halda því áfram á komandi vikum. Veganestið er gott og full ástæða til bjartsýni á að áhugasamt fólk um stjórnmál og þjóðfélagsþróun vilji koma og fylla raðir okkar. Því Samfylkingin er stöðugt að styrkja stöðu sína. Samfylkingin stöðugt styrkari Rannveig Guðmundsdóttir Stjórnmál Eftirsóknarvert er, segir Rannveig Guðmundsdóttir, að saman fari í forystusveit jafnræði kynja, reynsla og þekking, ferskleiki og ný viðhorf. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Sjúklingaskattar þessarar ríkisstjórnar vegna lyfja- og sér- fræðilæknisþjónustu hafa hækkað útrúlega mikið, enda er þessi kostnaður að sliga mörg heimilin. Ríkis- stjórnin hefur líka haft lag á því að flækja þessi mál með margslungnu kerfi, þannig að það er orð- inn hreinn frumskóg- ur. Það hefur leitt til þess að fólk á orðið í miklum erfiðleikum með að þekkja rétt sinn. Margt vekur at- hygli þegar þróun þessara mála er brotin til mergjar á sl. 3–4 árum og skoðaður er hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði og sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Mörg dæmi eru um að þeir sem minnst hafa milli handanna leiti sér ekki lækn- isþjónustu og leysi ekki út lyfin sín vegna mikils kostnaðar. Kostnaður nær fjórfaldast Í apríl árið 1999 greiddu sjúk- lingar 1.400 kr. auk 40% af kostn- aði við komu til sérfræðinga og á göngu- og slysadeildir eða bráða- móttöku sjúkrahúsa en þó aldrei meira en 5 þúsund krónur að há- marki. Nú er lágmarksgreiðsla fyr- ir þessa þjónustu 1.600 kr. auk 40% kostnaðar en hámarksgreiðsla sjúklinga getur farið í 18.000 kr. Hámarkgreiðslur fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega, börn 0–18 ára og atvinnulausa, hafa hækkað úr 5.000 krónur fyrir hverja komu í 18.000 krónur. Þannig er algengt að há- markskostnaður fyrir hverja komu hafi nær fjórfaldast hjá fjölda heimila á þremur árum. Gildir þá einu hvort greiðslur eru með eða án afsláttarkorta. Forsendur fyrir útgáfu afsláttarkorta er að há- marksgreiðsla læknisþjónustu fyrir einstakling hafi farið yfir 18.000 kr á árinu en var á árinu 1999 12.000 krónur. Athyglisvert er að atvinnu- lausir sem ásamt elli- og örorkulíf- eyrisþegum njóta lægra lágmarks- gjalds en aðrir, fá ekki afslátt af þessari þjónustu fyrir en heildar- greiðslur á almanaksári eru komn- ar í 18.000, en þakið hjá lífeyr- isþegum hefur hækkað úr 3.000 krónum í 4.500 krónur frá árinu 1999. Þeir sem hafa fengið afslátt- arkort greiða eftir það lægra gjald fyrir hverja komu. Kostnaður við röntgen- greiningu átjánfaldast Gífurlegar hækkanir hafa orðið á hlut sjúklinga í röntgenþjónustu á sl. þremur árum eða frá árinu 1999. Þannig var kostnaður við röntgengreiningu fyrir almenna sjúklinga 1.000 krónur á árinu 1999. Nú er lágmarkskostnaður 1.500 kr. auk 40% af kostnaði við þjónustuna, þó að hámarki 18.000 kr. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar, börn 0–18 ára auk atvinnulausra greiddu 300 kr. fyrir hverja rönt- gengreiningu á árinu 1999. Nú er lágmarksgreiðsla 500 kr. auk 13.33% af heildarkostnaði, þó að hámarki fyrir hverja greiningu 18.000 kr. Þannig hefur hámarks- kostnaður fjölda fólks vegna rönt- gengreiningar átjánfaldast á þrem- ur árum. Lyfjakostnaður mörgum ofviða Nú er svo komið að margir þeirra sem minnst bera úr býtum geta ekki leyst út lyfin sín. Öldr- uðum og öryrkjum er þessi kostn- aður oft um megn og dæmi eru um að lífeyrisþegar greiði um 80–100 þúsund krónur í lyfjakostnað úr eigin vasa á hverju ári. Ríkisstjórn sem snuðað hefur þennan hóp um 7 þúsund krónur á hverjum mán- uði í langan tíma vegna þess að lífeyrir hefur ekki fylgt launa- vísitölu ætti að skammast sín. Lítum nánar á þróun lyfja- verðs á sl. 4 árum eða frá janúar 1998 til jan- úar 2002. Nánast er sama hvort verð- lagsþróun á þessu tímabili er mæld á mælikvarða neyslu- vísitölu sem hækkað hefur um 21.4% á þessum árum eða svokallaðrar lyfjavísitölu sem hækkað hefur um 20.4% á sama tímabili. Það þýðir að heildarafsláttur apótekanna í lyfjaverði vegur mjög lítið í heild- arlyfjakostnaði. Á sambærilegu verðlagi (neyslu- vísitala janúar 2002) hefur lág- markskostnaður B-merktra lyfja eins og t.d. astma-, exems- og hjartalyfja hækkað um 55% frá janúar 1998 til janúar 2002 eða á fjórum árum. Hámarkskostnaður þessara lyfja hefur hækkað um 64% og getur orðið 3.400 kr. fyrir hvert lyf. Þó lágmarksgreiðslur elli- og örorkulífeyrisþega sé þrisv- ar sinnum lægri en annarra í þessu lyfjum, þá hefur raunhækkun elli- og örorkulífeyrisþega fyrir þessi sömu lyf á sl. þremur árum orðið um 64% (verðlag janúar 2002). Skýringin á því er sú að áður greiddu lífeyrisþegar ákveðið lág- marksgjald að viðbættum 15% af heildarkostnaði lyfja, þó ekki meira en rúmar 600 kr. af kostnaði á verðlagi 2002. Þetta hlutfall hef- ur nú hækkað úr 15% í 50%. Það þýðir líka að hámarksgreiðsla þeirra hefur hækkað um 72% frá 1. janúar 1998 og er nú 1.050 kr. á hvert lyf í þessum flokki. Raunhækkun á lágmarkskostn- aði (verðlag janúar 2002) fyrir E- merkt lyf sem eru lyf eins og t.d. gigtar-, maga-, hormóna- og ýmis verkjalyf hafa hækkað um 55% frá 1998, en hámark þeirra hefur hækkað um 22% og getur hlutur sjúklings í þessum lyfjum orðið 4.950 kr. Hlutur sjúklinga í þess- um lyfjum getur orðið 80% af lyfjakostnaðinum. Lágmarks- greiðslur elli- og örorkulífeyris- þega hafa sömuleiðis á sl. fjórum árum hækkað um 65% á sambæri- legu verðlagi, en hámarksgreiðslur þeirra hafa hækkað á tímabilinu um 25% og er nú 1.375 kr. á hvert lyf. Ríkisstjórnin farið offari Þessar upplýsingar um þróun á lyfja- og sérfræðikostnaði á sl. 4 árum staðfestir ótvírætt að rík- isstjórnin hefur farið offari í gjald- töku af sjúklingum. Kostnaður sjúklinga sem ítrekað þurfa að leita til sérfræðinga eða í röntgen- greiningar og stöðugt þurfa á að halda margskonar lyfjum er gíf- urlegur og getur skipt tugum þús- unda króna á mánuði. Þetta er ekkert annað en atlaga að jöfnum aðgangi fólks að heilbrigðistkerf- inu. Það verður að stöðva. Sjúklingar borga og borga Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Lyfjaverð Þróun á lyfja- og sér- fræðikostnaði á sl. 4 ár- um staðfestir ótvírætt, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, að ríkisstjórn- in hefur farið offari í gjaldtöku af sjúklingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.