Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 39
✝ Ási Markús Þórð-arson fæddist á
Sléttabóli í Vest-
mannaeyjum 22. júní
1934. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 18. ágúst sl.
Foreldrar hans voru
Þórður Þórðarson
skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, f. 12.1.
1893, d. 1.3. 1942, og
Guðfinna Stefáns-
dóttir, f. 11.10. 1895,
d. 5.5. 1971. Systkini
Ása Markúsar eru:
Sigríður, f. 24.3.
1921, d. 12.1. 1996, Ása Magnea, f.
19.5. 1922, d. 19.12. 1931, Bára, f.
23.2. 1924, d. 12.1. 2001, Eyþór, f.
4.11. 1925, d. 16.10. 1998, og Stef-
anía, f. 20.10. 1930.
Eftirlifandi eiginkona Ása
Markúsar er Aðalheiður Sigfús-
dóttir, f. í Garðbæ á Eyrarbakka
10.6. 1932. Þau gengu í hjónaband
12.9. 1953. Synir þeirra: 1) Þórð-
ur, f. 29.11. 1953, d. 7.9. 1983. 2)
Sigfús, f. 2.8. 1958, d. 7.9. 1983. 3)
Vigfús , f. 17.8. 1961,
maki Elínbjörg Ing-
ólfsdóttir, dóttir
þeirra er Ása Magn-
ea Vigfúsdóttir, f.
19.4. 1987. Þórður
og Sigfús fórust með
mb. Bakkavík ÁR
100, 7. sept. 1983.
Ási Markús gekk í
Barnaskóla Vest-
mannaeyja. Árið
1948 flutti hann til
Eyrarbakka með
móður sinni og
systkinum. Mestan
hluta starfsævinnar
var hann vélstjóri til sjós, lengst
af í eigin útgerð. Eftir að sjó-
mennsku lauk var hann aðstoðar-
maður í eldhúsinu í fangelsinu
Litla-Hrauni, auk eigin verslunar-
rekstrar. Ási Markús var einn af
stofnendum Dvalarheimilisins
Sólvalla á Eyrarbakka og vann öt-
ullega að uppbyggingu þess.
Útför Ása Markúsar verður
gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Ég hafði verið á menningarnótt í
Reykjavík og gisti þar um nóttina.
Pabbi hringdi í mig í hádeginu á
sunnudeginum og sagði mér að afi
væri dáinn. Ég vissi að þú værir
veikur, en hélt samt að þetta myndi
ekki gerast svona snöggt, en svona
er víst lífið.
Ég man eftir því þegar við vorum
að fara í sund saman, þú, amma og
ég. Við skemmtum okkur ágætlega
og eftir sundið fórum við í bakarí og
fengum okkur eitthvað gott. Þegar
ég var yngri fórum við í útilegur út
um allt á sumrin. Ég gleymi ekki
þegar við fórum einu sinni í Þjórs-
árdalinn og ætluðum að labba að
vatninu meðan amma væri að hafa
matinn til, en þegar við vorum að
drífa okkur í matinn rann ég í drullu
og þú sagðir mér að þetta yrði nú
allt í lagi, ég myndi bara skipta um
föt þegar við kæmum til ömmu.
Ég veit að hún amma missir mikið
þegar þú ert farinn, og auðvitað við
öll, eins og ég eina barnabarnið. En
þetta kemur fyrir alla að missa ást-
vin og það er alltaf jafn erfitt. Vinir
mínir og vinkonur hafa verið mér
mikið núna eftir að þú fórst frá okk-
ur eins og allir.
Þú varst mikið fyrir tónlist og
söng og þú varst nú í kirkjukórnum.
Ég hef líka gaman af söng og allri
tónlist og þú hafðir gaman af því
þegar ég lærði á fiðlu. Ég tók þátt í
söngvakeppni og þú og amma komuð
og hlustuðuð á mig æfa mig fyrir
keppnina og þú sagðir mér hvað ég
yrði nú að laga smávegis svo þetta
yrði nú gott hjá mér. Eða þegar ég
var að æfa körfubolta og kom oftast í
mat til ykkar ömmu á eftir, þá skild-
irðu mig aldrei að vilja nú oftast ekki
það sem var í matinn hjá ykkur. Þá
útbjó amma eitthvað handa mér sem
mér fannst gott og svo fengum við
okkur alltaf graut eða ís í eftirmat.
Þegar þið fóruð fyrst til Kanarí
keyptuð þið svo mikið handa mér að
þú sagðir að þið hefðuð þurft að
kaupa aukatösku. Þið keyptuð Adid-
as-föt á mig og ég man þegar ég kom
í leikfimi í nýju fötunum hvað mér
fannst flott að vera í öllu nýju sem
þið gáfuð mér. Ég man að þegar þú
og ég vorum að fara á Selfoss eða
eitthvað saman og þú varst stundum
að tala við sjálfan þig og ég skildi
aldrei hvað þú varst að gera, en ég
skil það núna, því þú sagðir mér það.
En núna líður þér vonandi mjög vel
hjá Guði, þú kannski lítur eftir mér
hérna niðri og athugar hvort ég sé
nokkuð að gera vitleysu.
Guð blessi þig.
Þín
Ása Magnea.
Ási frændi hefur lengi verið fastur
punktur í tilveru okkar fjölskyld-
unnar. Faðir minn varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að alast upp með Ása og
hafa samskipti þeirra verið mikil í
gegnum tíðina, bæði í leik og starfi.
Ási frændi var alveg einstakur
maður. Hann hafði gaman af því að
segja frá og var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom, hann var mikill
framkvæmdamaður og hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum sem
hann var ófeiminn að láta uppi. Það
er ómælt sem hann hefur gert fyrir
okkar litla þorp og hann var þannig
maður að hann lét sér ekki nægja að
tala um hlutina heldur framkvæmdi
þá. Ási hefur því víða markað spor
sín.
Nú hin síðari ár ráku þau hjónin
ferðaþjónustu heima á hlaði hjá sér.
Ási vildi auðvitað að gestunum liði
sem best og þar sem hann talaði lítið
í erlendum málum fékk hann mig
stundum til að vera sér til halds og
trausts. Það var oftast algjör óþarfi
því Ási var einstaklega laginn við að
tjá sig og var oft gaman að fylgjast
með því.
Nú í dag er við kveðjum Ása
hinsta sinni sjáum við á eftir góðum
félaga, vini og frænda sem verður
sárt saknað. Við fjölskyldan vottum
Allý, Vigfúsi og fjölskyldu okkar
dýpstu samúð.
Guðfinna H. Þórsdóttir.
Fimleiki hans í fasi og hugsun var
með slíkum léttleika að í hvert sinn
sem maður hitti hann var ekki hægt
annað en fagna. Það eru mikil hlunn-
indi að eiga slíka menn að samferða-
mönnum. Ási Markús var eldhugi,
driffjöður í hverju sem hann tók sér
fyrir hendur og hvatning samferða-
mönnum sínum til dáða, en þó að það
gæti hvesst hjá honum eins og flest-
um athafnamönnum var glaðlyndi
hans aðalsmerki, tvíræða brosið við
auga og munn. Þessi gróni Eyjapeyi
stóð ríflega undir nafni árin í Eyjum
og á Eyrarbakka markaði hann af-
gerandi spor með persónuleika sín-
um, setti svip og lit á mannlífið og oft
reyndi á þolinmæðina þegar hug-
myndir hans voru langt á undan
framkvæmdum. Hvert samfélag
sem missir mann eins og Ása ber
harm í brjósti, því regnboginn hefur
fölnað.
Allý og Ási voru mjög samrýnd og
það var alltaf eins og þau væru
nýtrúlofuð. Að heimsækja þau var
engin venjuleg heimsókn, það var
veisla. Einu sinni sem oftar var ég á
ferðinni með sameiginlegum vini
okkar Ása, Einari heitnum í Betel.
Við Einar vorum á ferðinni um Suð-
urland og m.a. kom hann við á Litla-
Hrauni til þess að færa föngum þar
páskaegg sem hann hafði fengið gef-
ins í sælgætisgerðinni Mónu. Klukk-
an var að verða þrjú þegar við kom-
um að Litla-Hrauni og Einar hafði á
orði við fangaverðina að hann mætti
ekki vera að því að líta inn vegna
þess að hann væri að fara á áríðandi
fund á Eyrarbakka. Þeir fengu hann
nú til að líta inn og hafa stund með
„strákunum“. Það var ógleymanlegt
þegar Einar í Betel vatt sér inn í
fangelsið og kallaði sinni þrumu-
rödd: „Strákar, allir á dekk.“ Og það
mætti hver einasti. Einar bað, lét
strákana fara með Faðirvorið, mig
spila á gítar undir sálmasöng og
þetta varð hörkugóð stund á „dekk-
inu“. En fyrr en varði var Einar
lagður í’ann á Bakkann og kóssinn
var tekinn beint til Ása Markúss og
Aðalheiðar. Þá náði ég tilkynning-
unni um þennan áríðandi fund, á
borðum hjá Allý voru a.m.k. 17 sort-
ir, ótrúlegt veisluborð og það var
gantast og spjallað og gert gott úr
öllum hlutum.
Þannig var nú andrúmið í Ásgarði
þeirra Ása og Allýar, en ógurleg var
reynsla þeirra og sorg þegar tveir
synir þeirra, Þórður og Sigfús, fór-
ust í innsiglingunni á Eyrarbakka
ungir sjómenn og enginn gat rétt
hjálparhönd. Vigfús, einn bræðr-
anna þriggja í gúmmíbjörgunar-
bátnum, bjargaðist úr þessu hrika-
lega sjóslysi. Það er mikið afrek
fyrir þá sem eftir standa í augliti líð-
andi stundar að lifa slíkt af, en tónn
þessa fólks hefur alltaf verið svo
sterkur og heill, hlaðinn vilja og lífs-
gleði, hlaðinn hlýju og vinarþeli í
garð samborgaranna og það gerir
spegilmynd hversdagsins viðkunn-
anlegri þótt á móti blási.
Ási Markús Þórðarson var mikill
áhugamaður um ferðaþjónustu og
stundaði slíkt í nokkrum mæli af
sinni alkunnu útsjónarsemi. Þau
seldu Ásgarðinn og byggðu upp
Garðbæ með aukaíbúð og íbúð í bíl-
skúr og þar nutu ferðamenn góðrar
gistingar í góðum anda þeirra hjóna.
Þá lét Ási aldeilis að sér kveða í upp-
byggingu og rekstri dvalarheimilis-
ins Sólvalla á Bakkanum og þar eins
og hvarvetna sem Ási kom við sögu
er hans sárt saknað því hlýja hans
og hvatning náði svo mörgum
hjartarótum.
Megi góður Guð styrkja eftirlif-
andi ástvini hans og vinafjöld, megi
okkur auðnast að rækta áfram í hans
anda lífsgleðina sem hann fangaði
svo fimlega.
Árni Johnsen.
Ási Markús vinur okkar hefur
kvatt. Nú er hann floginn til fegurri
landa og það fyrr en hann ætlaði sér.
Það var ekki í eðli hans að gefast
auðveldlega upp fyrir ofurafli þess
sem öllu ræður. Ási Markús vissi
samt mætavel að hverju stefndi en
var ákveðinn í að sigrast á þessum
veikindum rétt eins og öllum hinum.
Ási Markús var einstakur maður.
Það er óhætt að segja að skaparinn
geri örfá eintök af mönnum á borð
við Ása Markús. Við Áslaug teljum
okkur hafa verið einstaklega lánsöm
að hafa fengið að kynnast Ása. Hann
kynnti okkur fyrir samfélaginu á
Eyrarbakka og kenndi okkur að
meta þetta friðsæla fiskiþorp við
suðurströndina. Ekki bara það, hann
sá til þess að við eignuðumst kot á
Bakkanum og festum þar rætur.
Lífshlaup þessa einstaka manns
var litríkt. Fullt af áföllum og erf-
iðleikum. Það voru líka margir
ávinningar og stórir sigrar. Ási var
athafnamaður í orðsins fyllstu merk-
ingu. Hann gat aldrei kyrr setið eða
aðgerðarlaus verið. Hann þurfti
stöðugt að vera að framkvæma eitt-
hvað, ekki bara fyrir sig og sína,
heldur og fyrir allt og alla. Heimili
eldri borgara á Bakkanum er
gleggsta dæmið um það að Ási bar
velferð samferðamanna sinna fyrir
brjósti.
Ási Markús var um margt merki-
legur maður. Hann var uppfullur af
hugmyndum um allt sem þurfti að
framkvæma. Skoðanafastur var Ási
og gaf ekkert eftir ef hann taldi á
hlut sinn gengið. Sótti mál af festu
og sannfæringarkrafti og bar jafnan
sigur úr býtum.
Það voru skemmtilegir og gefandi
tímar að fá sér morgunsopann á
laugardagsmorgnum hjá Ása og Al-
lýju, konu hans, sem var hans stoð
og stytta alla tíð. Ási sagði skemmti-
lega frá lífi sínu, draumum, sigrum
og áföllum. Það var eins og að sitja á
skólabekk að hlusta á meistara Ása
Markús á slíkum stundum.
Mesta áfall í lífi þeirra hjóna var
að horfa upp á tvo syni sína farast í
innsiglingu Eyrarbakkahafnar, en
sá þriðji komst lífs af með yfirnátt-
úrulegum hætti. Maður fær ekki
skilið hvernig þau hjón komust í
gegnum þann sorglega hildarleik.
Ef Ási Markús væri að hefja líf
sitt nú myndi hann hafa gengið
menntaveginn og komist í raðir
þeirra sem fremstir fara í þessu litla
samfélagi okkar. Hann hefði náð
langt á sviði athafna og framfara,
heildinni til heilla.
Í dag drúpum við höfði í sorg, en
erum samtímis þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til þess að kynnast
og njóta samvista með þessum ein-
staka Eyrbekkingi. Með Ása Mark-
úsi er genginn gegnheill Íslending-
ur, sem skilað hefur drjúgu
dagsverki.
Við Áslaug og börnin okkar send-
un Allýju, Vigfúsi og fjölskyldu okk-
ar dýpstu og innilegustu samúðar-
og vinakveðjur og vonum að hinn
hæsti höfuðsmiður veiti þeim styrk
og vernd á sorgarstundu. Blessuð sé
minning Ása Markúsar.
Áslaug og Jón Hákon
í Norðurkoti.
Ási Markús var hugmyndaríkur
og margbreytilegur persónuleiki
sem setti svip á mannlífið á Eyr-
arbakka. Hann var glaðlegur í fasi
og framgöngu, átti auðvelt með að
koma fyrir sig orði, hafði skoðun á
flestu sem gert var í þorpinu og var
létt um að tala við hvern sem var,
bæði háa og lága. Ási varð fyrir
mörgum áföllum í lífinu. Hann missti
ungur föður sinn, glímdi við langvar-
andi heilsuleysi allt frá unglingsár-
um og missti tvo syni sína í blóma
lífsins. Ekkert af þessu lét hann
buga sig en hélt áfram með óbilandi
bjartsýni og viljaþreki.
Ási var fæddur og uppalinn í Vest-
mannaeyjum og þó að hann byggi
lengstan hluta ævinnar á Bakkanum
var hann alltaf Eyjamaður í hjarta
sínu. Ási var í eðli sínu hugmaður,
vildi alltaf vera að láta eitthvað ger-
ast og lét sér detta fjölmargt í hug.
Eftir að hann hafði fengið hugmynd
unni hann sér ekki hvíldar fyrr en
henni hafði verið hrundið í fram-
kvæmd. Hann tók sér margt fyrir
hendur á lífsleiðinni; stundaði sjó-
mennsku, kjötiðn, eldamennsku,
kvikmyndasýningar, verslunar-
rekstur, ferðaþjónustu og standsetti
hús svo eitthvað sé nefnt. Hann
hafði næmt auga fyrir breytingum á
húsum og innréttingum og sýndi í
því hugkvæmni og útsjónarsemi.
Hann staldraði ekki alltaf lengi við,
en skildi við hlutina í betra ástandi
en hann tók við þeim. Það var gaman
að Ása þegar hann náði sér á flug
um margsvísleg framfaramál á Eyr-
arbakka og engum gat dulist að
hann vildi veg þess byggðarlags sem
mestan. Þá gilti einu hvort það var
markaðssetning brimsins eða endur-
bygging Miklagarðs fyrir veitinga-
hús. Stundum hvarflaði samt að
manni að Ási hefði notið sín betur í
stærra samfélagi þar sem olnboga-
rýmið hefði verið meira og athafna-
þránni verið sniðinn stærri stakkur.
Fyrir tuttugu árum hafði Ási
frumkvæði að söfnun undirskrifta til
stuðnings því að komið yrði á fót
dvalarheimili fyrir aldraða í fyrrum
læknisbústað þorpsins á Sólvöllum.
Það var honum hugsjónamál að Eyr-
bekkingar fengju notið ævikvöldsins
í sinni heimabyggð og málið var
brýnt því margir Eyrbekkingar
dvöldu á þeim árum á ýmsum öldr-
unarstofnunum innan og utan hér-
aðs. Ási hafði forystu um að hrinda
þessu máli í framkvæmd og þó að
það mætti töluverðri andstöðu tókst
með samstilltu átaki fjölmargra að
koma dvalarheimilinu á stofn. Marg-
ir af eðliskostum Ása nutu sín vel í
því starfi. Rekstur heimilisins var
Ása æ síðan hjartans mál og hann
vann því allt sem hann mátti og taldi
aldrei neitt eftir sér í þeim efnum.
Ási gaf mikið af sér í starfinu fyrir
Sólvelli en það gaf honum líka mikið.
Hann hefur í sjálfboðastarfi verið í
senn húsvörður og sendiherra þeirr-
ar stofnunar. Ási og Allý voru með
þeim fyrstu sem ég kynntist þegar
ég flutti á Eyrarbakka fyrir tuttugu
árum. Við höfum átt samleið allan
þann tíma og þó að við Ási værum
ekki alltaf sammála skyggði það
aldrei á vináttuna. Það er sjónar-
sviptir að Ása Markúsi.
Inga Lára Baldvinsdóttir.
Hann Ási er allur. Því er raunar
erfitt að trúa, því þrátt fyrir langvar-
andi veikindi lét hann þau aldrei
aftra sér frá því að vinna að þeim
verkefnum sem honum voru hug-
leikin. Eða svo notuð séu hans eigin
orð: „Litli karlinn rís alltaf upp aft-
ur“.
Allt sem Ási tók sér fyrir hendur
gerði hann af fullum krafti og mikilli
einurð. Hann var sífellt að byggja
upp og ekki er grunlaust um að sú
veraldlega uppbygging hafi með-
fram verið andleg uppbygging og
styrking, ekki síst undanfarna tvo
áratugi eða svo. Ási átti líka traustan
samherja þar sem Allý kona hans
var, en hún stóð ávallt sem klettur
við hlið hans í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur.
Ási var félagi í kirkjukór Eyrar-
bakkakirkju sl. 10 ár. Hann stundaði
æfingar vel og söng við velflestar at-
hafnir, þó heldur hafi dregið úr síð-
ustu misseri vegna veikinda hans.
Honum fannst betra að mæta og
vera með þó ekki gæti hann sungið
af sama krafti og áður. Þannig var
Ási, samviskusamur og lét sig helst
ekki vanta. Við kórfélagar söknum
vinar í stað og vitum hvað við höfum
misst. Við þökkum Ása fyrir sam-
veruna á söngloftinu og eigum
örugglega eftir að skotra augunum
að plássinu hans sem nú er autt.
Ekki vitum við hvort til er eitthvert
framhald eða hvort Ási taldi slíkt
vera, en ef svo er þá er ekki víst að
plássið hans á kirkjuloftinu sé jafn
autt og sýnist.
Við sendum Allý, Vigfúsi, Ellu og
Ásu Magneu hugheilar samúðar-
kveðjur og vonum að góður Guð
styrki þau í sorg þeirra.
Kórfélagar í kirkjukór
Eyrarbakkakirkju.
ÁSI MARKÚS
ÞÓRÐARSON
Fleiri minningargreinar um Ása
Markús Þórðarson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.