Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 41

Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 41 rúm fyrir alla þá var tekið á móti öll- um sem vildu koma og það var aldr- ei neitt vandamál eða vesen. Þú víl- aðir þá ekki fyrir þér að fórna þínu eigin rúmi fyrir okkur hin, okkar líð- an var ávallt framar þinni eigin. Þú gerðir alltaf það besta úr öllu og reyndir að finna spaugilegar hliðar á öllu. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta á raunir annarra en kvartaðir aldrei sjálf. Nú þegar við kveðjum sumarið með sól og yl, kveðjum við þig einn- ig amma mín, minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu, minn- ingin um brosmilda kjarnakonu sem aldrei lét bugast. Þín dótturdóttir, Rannveig Hulda Ólafsdóttir. Að elska sína ömmu og segja henni það, að gera það í hljóði eða koma því á blað, sem ég hér með geri í kveðjuskyni til þín. Amma á Stokkseyri, amma sem alltaf átti pönnukökur eða eitthvað gott í lítinn maga. Þú sem alltaf prjónaðir á mig, svo mér yrði alltaf hlýtt. Amma sem alltaf var til í að ganga með mér út á leikvöll og gleðja lítið hjarta. Ég vil þakka þér fyrir dýrmæta tímann sem við áttum saman. Ég geymi minningu þína í hjarta mér og myndina af þér við rúmið mitt. Ég vildi að ég hefði blíða brosið þitt og notalegu hendurnar. Ég vildi að mér hlotnaðist styrkur þinn. Bless elsku amma mín. Þinn Daði Freyr. ✝ Karl HaukurKjartansson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 31. mars 1916. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin María Sigfúsdóttir, f. 2. feb. 1892 í Hvammi í Þistilfirði, d. 10. júlí 1928, og Kjartan Þorgrímsson, f. 4. apr. 1889 í Reykja- vík, d. 2. jan. 1971. Þau María og Kjartan bjuggu í Hvammi og Garðstungu í Þistil- firði og síðast í Tunguseli á Langa- nesi. Börn þeirra sem upp komust auk Hauks voru Aðalbjörg Rósa, f. 10. sept. 1917, d. 29. okt. 1983, Sig- hvatur, f. 14. ág. 1919, d. 26. maí 1980, Þorgrímur, f. 26. sept. 1920, d. 22. ág. 1999, Hermundur, f. 20. nóv. 1924, d. 11. apr. 1986, og Jón Hafliði, f. 29. des. 1926. Tveir drengir dóu á barnsaldri. Hálf- systkini Hauks, börn Kjartans og seinni konu hans Halldóru M. Jóns- Ágústa og Hafsteinn Rúnar. 2) Guðrún Ragnhildur, f. 22. júlí 1947, gift Guðmundi Hólm Sig- urðssyni, f. 7. júní 1945. Dætur þeirra eru a) Vilborg, f. 21. mars 1970, m. Ólafur Ingi Þórðarson, f. 8. maí 1965, synir þeirra Haukur Ingi og Guðmundur Hólm. b) Aðal- björg, f. 13. júlí 1972, m. Baldur Jón Baldursson, f. 8. júní 1972, dætur þeirra Aníta Rut og Ragn- hildur Inga. c) Þórhildur, f. 4. jan. 1980. 3) Arnþór, f. 18. apr. 1954. Haukur ólst upp með foreldrum sínumtil tólf ára aldurs en þá lést móðir hans og heimilið leystist upp. Haukur fór þá í Svalbarð í Þistilfirði en varð síðan vinnumað- ur, m.a. á Syðri-Brekkum og Gunnarsstöðum á Strönd. Með til- komu bílaaldar gerðist Haukur einn fyrsti atvinnubílstjóri í hér- aðinu, fékkst lengi við vörubíla- akstur og hafði sérleyfi til áætl- unarferða milli Þórshafnar og Akureyrar. Hann vann einnig við bílaviðgerðir og kom á fót verk- stæði á Þórshöfn. Um margra ára skeið var hann forstöðumaður bensínafgreiðslu á Þórshöfn. Haukur var formaður stjórnar Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis 1964–1987. Útför Hauks fer fram frá Þórs- hafnarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Jarðsett verður í Svalbarðskirkjugarði. dóttur frá Kringlu í Dölum, eru Sigríður Jóna, f. 21. mars 1939, Halldór Kjartan, f. 8. júlí 1943, og María Ólöf, f. 18. des. 1946. Haukur kvæntist 16. júní 1945 Vilborgu Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði, f. 5. sept. 1913, d. 1. okt. 2001. Hún var dóttir hjónanna Ingiríðar Árnadóttur, f. 23. feb. 1887, d. 29. júní 1971, og Kristjáns Þórarins- sonar, f. 14. maí 1877, d. 4. mars 1942. Haukur og Vil- borg bjuggu á Þórshöfn, lengst í húsi sem þau byggðu og nefndu Borgarfell. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Kristján Ingi, f. 3. nóv. 1945, d. 22. júlí 1990, kvæntur Kristínu Sigurbjörgu Jónsdóttur, f. 14. júlí 1948. Sonur hennar og fóstursonur Kristjáns er Jón Elvar Hafsteinsson, f. 23. ág. 1967, kvæntur Jóhönnu Ósk Eiríksdótt- ur, f. 23. nóv. 1966, og eru börn þeirra Kristín Inga, Aðalheiður Elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Arnþór og Ragnhildur (Hilla). Haukur afi er dáinn, eftir 86 ár í lífsins ólgu sjó kvaddi hann tæpum 11 mánuðum á eftir ömmu. Það koma fram í hugann ótal myndir og minningar: Afi í sjopp- unni, vildi ekki selja tyggjó því það þótti honum ógeðslegt. Við og marg- ir vina okkar minnumst þess að hann gaf okkur iðulega sælgæti þegar við vorum á vappi í kringum sjoppuna í von um eitthvað gott. Afi á Þ-100, keyrandi um þorpið, inn að Fossá og Sætúni á leið sinni á göngu, en þær fór hann að stunda daglega í nánast öllum veðrum eftir að hann hætti að vinna. Afi í stólnum sínum að taka skeyt- in og leggja kapal, sem við og svo barnabarnabörnin lærðum af hon- um. Afi með sínar stóru hendur gat klappað svo hátt að það glumdi í öllu. Afi lét það eftir okkur að hlaupa apríl eftir sama gabbinu aftur og aft- ur. Afi safnaði saman yfir árið öllum þeim krónum er urðu á vegi hans sem fólk gekk framhjá og hirti ekki um að taka upp, þótti honum með ólíkindum hvernig fólk fór með pen- ingana. Svo lét hann sig ekki muna um að stoppa bílinn og hirða þær flöskur sem hann sá á víðavangi. Afi úti á lóð að gefa smáfuglunum, hann sagði að þeir rukkuðu sig ef hann væri ekki nógu duglegur að gefa þeim. Afi tók sinn tíma á jólunum í að borða rjúpurnar og glotti góðlátlega þegar við vorum orðnar verulega óþreyjufullar að taka upp pakkana. Um áramótin fór afi að missa heilsu en bar sig vel og var heima hjá sér þar til tveimur vikum áður en hann lést. Þá fór hann á dvalarheim- ilið Naust og naut þar einstakrar umönnunar. Við heimsóttum hann þangað og hann fór ekki dult með það við okkur að hverju stefndi, hann var tilbúinn og sáttur. En húmorinn var á sínum stað þótt mjög væri af honum dregið, notaði hann orku sína í að lesa dagblöðin og fylgjast með þjóðmálunum. Barnabarnabörnin minnast lang- afa með hlýju og þakklæti, þau tala um að nú séu hann og langamma saman aftur, því trúum við öll. Kaflanum með Villu ömmu og Hauki afa í lífi okkar er lokið, en minningarnar munu fylgja okkur um ókomna tíð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku afi, takk fyrir allt og allt. Vilborg, Aðalbjörg og Þórhildur. Hinn 19. ágúst síðastliðinn lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn Karl Haukur Kjartansson fyrrum bifreiðarstjóri og umboðsmaður OL- ÍS á Þórshöfn um langt skeið. Haukur var maður tuttugustu ald- arinnar, fæddist í byrjun hennar og lifði hana alla. Á ævitíma hans skríð- ur þjóðin út úr moldarkofunum og sest við tölvuna. Hann og hans kyn- slóð lifir mesta breytinga- og bylt- ingartíma sem gengið hafa yfir mannkynið til þessa dags. Haukur fæddist að Hvammi í Þist- ilfirði þar sem foreldrar hans voru í húsmennsku eins og það var kallað. Lífið tók hann snemma ómjúkum tökum. Hann missti móður sína með- an hann var enn á barnsaldri og heimilinu var sundrað. Um skóla- göngu umfram sveitarskólann var ekki að ræða – það þurfti að vinna hörðum höndum. Reyndar mun hug- ur Hauks ekki hafa staðið til bók- náms og fræðagrúsks – hann varð snemma maður athafna fremur en orða. Hann kynnist sem sagt snemma munaðarleysinu og allsleys- inu sem við nútímafólk eigum svo erfitt með að skilja. Ekki er ósenni- legt að hann hafi ungur að árum sett sér það markmið að komast í álnir og láta að sér kveða í samfélagi sínu. Það tókst honum svo sannarlega. Eftir fermingu tóku við ár vinnu- mennsku og fjármennsku og fór snemma orð af dugnaði hans og atorku. En Haukur ætlaði sér ekki að verða vinnumaður alla sína ævi. Nýir tímar voru í vændum og bílaöld að hefjast fyrir alvöru á Íslandi. Þarna var tækifæri fyrir unga og vaska menn sem trúðu á framtíðina, mátt sinn og megin. Haukur gekk bílaöldinni á hönd og varð einn af fyrstu atvinnubílstjórum í Norður- Þingeyjarsýslu. Hann gat sér þar orð fyrir dugnað sinn og harðfylgi. Það var ekki ónýtt að fá bílstjóra sem gat sett 200 lítra olíufat upp á bílpallinn með berum höndunum! Félögum Hauks í bílstjórahópnum þótti hann stundum nokkuð kapp- samur og óvæginn við bíl sinn en þeim þótti vænt um hann og þeir báru virðingu fyrir honum því að hann var foringinn. Þeir kölluðu hann „Gamla“ í sínum hópi. Í því fólst ekki lítilsvirðing eða háð heldur viðurkenning. Segja má að Haukur hafi gerst brautryðjandi í samgöngumálum í héraðinu þegar hann fékk sérleyfi á leiðinni Þórshöfn-Akureyri árið 1948 og hóf vikulegar áætlunarferðir að sumrinu meðan fært var. Um 1950 keypti hann nýjan bíl af Chevrolet- gerð í þessu skyni og lét byggja yfir hann hjá Agli Vilhjálmssyni. Var bif- reið þessi með stærstu og best búnu langferðabifreiðum landsins á þeim tíma. Bifreiðin fékk númerið Þ-100 og það númer hafði Haukur á bif- reiðum sínum æ síðan. Tvennt varð einkum til þess að Haukur hætti sérleyfisakstri. Annað var það að bifreiðum í einkaeign fór fjölgandi og þar með fækkaði far- þegum og hitt að bandaríski herinn hóf framkvæmdir vegna ratsjár- stöðvar á Heiðarfjalli. Við þær fram- kvæmdir var m.a. þörf á duglegum vörubílstjórum og Haukur lét það tækifæri ekki ganga sér úr greipum. Er framkvæmdum á Heiðarfjalli lauk tók að hægjast um og vinna bíl- stjóra að strjálast. Um þær mundir tók Haukur við umboði OLÍS á Þórs- höfn af Ingimari Baldvinssyni og hafði hann það með höndum ásamt rekstri söluskála þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Söluskáli OLÍS stendur niðri á plássi á móti símstöðinni. Þar var Haukur kóngur í ríki sínu og setti sinn svip á þorps- lífið. Haukur varð gæfumaður í einka- lífi sínu. Hann kvæntist Vilborgu Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði og voru þau hjón einkar samrýnd og samhent í heimilisrekstrinum. Þau byggðu sér stórt og vandað einbýlis- hús á tveimur hæðum og nefndu Borgarfell – síðar Vesturvegur 5 á Þórshöfn. Þau leigðu út herbergi og seldu fæði. Var því oft margt um manninn og glatt á hjalla í Borgar- felli. Matartímarnir voru gjarnan notaðir til aflrauna, kappræðna, eft- irherma og sagnalistar svo eitthvað sé nefnt. Ungur átti ég þess kost að taka þátt í þessari skemmtun og vera til fæðis og húsa hjá Hauki og Vil- borgu sumarið sem ég var á sautjánda ári. Ég hafði ákveðið að fara í MA um haustið. Þegar ég ætl- aði að gera upp reikning minn við húsráðendur var mér tjáð að ég skuldaði ekki neitt og að ég skyldi nota aurana mína í skólann. Þessu vinarbragði gleymi ég aldrei. Þau Haukur og Vilborg eignuðust þrjú börn, Kristján, Guðrúnu Ragn- hildi og Arnþór. Það varð þeim þung raun þegar Arnþór lenti í bílslysi ár- ið 1976 og lamaðist. Þá urðu þau að mæta þeim þungu örlögum að Krist- ján lést á besta aldri eftir þungbært veikindastríð. Í sannleika sagt undr- aðist maður þann sálarstyrk og þrek sem þau hjón bæði sýndu í þessu mótlæti. Þau bognuðu en brustu ekki. Í fyrrahaust lést Vilborg eftir skamma legu. Eftir það fannst mér eins og Hauk langaði ekki til að lifa lengur. Missirinn varð honum of- raun. Nú er Haukur Kjartansson allur. Löngu og ströngu lífsstarfi er lokið. Við minnumst hans með söknuði, þökk og virðingu. Við sendum ást- vinum hans innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum þeim guðsblessunar. Óttar Einarsson. KARL HAUKUR KJARTANSSON                                 !"" #   $ %       !    !!" " !#                   !"#$%           !  "       ##  "   $!   " %"  &# "!      &'"(""&') *"+",-, -.!/0%10)2 &            $  %&  '()*+ % ,('          ' (    )    *     + $           ,," *    -  .     (    ' (  / 0   &!'- !" .$ /0  !(!-    &  !!"       ))1")))1# 1 .           2     2 &3   " " 45 6'0,('        !0"7! $ (!  8!!" ( !   8!  !   $0 !"  )01 (! 8!   !  !!" "))1 **#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.