Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK
52 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Loyal kemur og fer í
dag. Florinda, Arleigh,
Burke, Carr, Porter og
Vædderen koma í dag.
A.V. Humboldt, c. Col-
umbus, Loyal og
Coimbra fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Er-
idan fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Mánu-
daginn 26. ágúst Boccia
kl. 10, Sheena aðstoðar í
vinnustofu kl. 13, fé-
lagsvist kl. 14.
Hæðargarður 31.
Haustferð verður farin
miðvikudaginn 28.
ágúst. Ekið verður til
Þingvalla yfir Lyng-
dalsheiði að Laug-
arvatni. Gullfoss og
Geysir heimsóttir.
Málsverður í Brattholti.
Leiðsögumaður Hólm-
fríður Gísladóttir. Lagt
af stað kl. 10.30.
Bólstaðarhlíð 43. Vetr-
arstarfið hefst mánu-
daginn 2. sept. Upplýs-
ingar í s. 568 5052.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag
morgungangan kl. 10
frá Hraunseli, Rúta frá
Firðinum kl. 9.50. Or-
lofsferð að Höfðabrekku
10.–13. sept. Skráning
og allar upplýsinga eru
gefnar í Hraunseli milli
kl. 13 og 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Sunnudag-
ur: Dansleikur kl. 20
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda, fram-
hald kl. 19 og byrjendur
kl. 20.30. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Ásgarði kl. 10. Línu-
danskennsla Sigvalda
kl. 19.15. Þjórsárdalur,
Veiðivötn, Fjallabaks-
leið nyrðri, 27.–30.
ágúst. Fundur verður
með leiðsögumönnum
mánudaginn 26. ágúst
kl. 16 í Ásgarði,
Glæsibæ. Nokkur sæti
laus vegna forfalla.
Réttarferð í Þverárrétt
15. september. Leið-
sögumaður Sigurður
Kristinsson. Brottför
frá Ásgarði, Glæsibæ,
kl. 12. Skráning hafin á
skrifstofu FEB. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl.
10–12. Skrifstofa félags-
ins er flutt að Faxafeni
12, s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug,
kl. 13 á þriðjudögum og
kl. 10. á föstudögum.
Föstudaginn 30. ágúst
kl. 14.30 fundur hjá
Gerðubergskórnum,
kórstjórnandi Kári
Friðriksson, nýir fé-
lagar velkomnir. Þriðju-
daginn 10. sept hefst
glerskurður, umsjón
Helga Vilmundardóttir.
Allar upplýsingar á
staðnum og í síma
575 7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 10.30.
Mætum öll og reynum
með okkur. Fimmtu-
daginn 29. ágúst verður
ferð á Suðurnesin sunn-
anverð, ekið til Kefla-
víkur, m.a. skoðuð báta-
líkanasýning. Þaðan
farið að Stekkjarkoti,
Fitjum. Hafnirnar
heimsóttar og þar skoð-
að fiskasafnið o.fl. Síðan
að Haugsgjá. Skoðuð
verður og gengið yfir
nýju brúna yfir fleka-
skilin milli Ameríku- og
Evrópuflekanna.
Reykjanesviti heimsótt-
ur og Gunnuhver skoð-
aður. Síðan haldið til
Grindavíkur og Orku-
verið í Svartsengi heim-
sótt þar sem skoðað
verður fræðslusetur
Orkuveitunnar Eld-
borgin (Gjáin). Komið
við í Bláa lóninu og ekið
að Veitingahúsinu Sjáv-
arperlunni í Grindavík –
þar sem snæddur verð-
ur kvöldverður. Lagt af
stað frá Félagsheim-
ilinu Gjábakka kl. 13.15
og frá Félagsheimilinu
Gullsmára kl. 13.30.
Heimkoma áætluð kl.
19–19.30. Skráning sem
fyrst, á lista sem liggja
frammi í Félagsmið-
stöðvunum Gjábakka og
Gullsmára. Frekari
upplýsingar hjá ferða-
nefnd, (Bogi Þórir s.
554 0233 eða Þráinn s.
554 0999).
Vesturgata 7. Tvímenn-
ingur í brids verður á
þriðjudögum í vetur frá
kl. 13–16.30. Stjórn-
endur Bjarni Guð-
mundsson og Guð-
mundur Pálsson (einnig
verður frjáls spila-
mennska). Upplýsingar
og skráning í síma
562 7077. Allir velkomn-
ir
Eldri borgarar Há-
teigskirkju. Fyrirhuguð
er sumarferð, Heið-
mörk-Kaldársel,
fimmtudaginn 29. ágúst,
lagt af stað frá Setrinu
kl. 13. Skráning og upp-
ýsingar í s. 511 5405 eða
511 5400.
Eldri borgarar,
Vestfjarðaferð dagana
28.–31. ágúst, farið frá
Hallgrímskirkju kl. 10,
gist í Flókalundi, á Hót-
el Ísafirði og Reykja-
nesi, heimferð um
Steingrímsfjarðarheiði,
í Hrútafjörð og þaðan
yfir Holtavörðuheiði og
heim. Uppl. og skráning
hjá Dagbjörtu í s.
693 6694, 510 1034 og
561 0408, allir velkomn-
ir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópavogi
laugardagsmorgna.
Krummakaffi kl. 9. Allir
velkomnir
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti,
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir. Mun-
ið gönguna mánu- og
fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3–5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, er opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14–17.
Leið 10 og 110 ganga að
Kattholti.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi: Í
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vest-
mannabraut 23, s. 481-
1826. Á Hellu: Mosfelli,
Þrúðvangi 6, s. 487-
5828. Á Flúðum: hjá
Sólveigu Ólafsdóttur,
Versl. Grund s. 486-
6633. Á Selfossi: í versl-
uninni Írisi, Austurvegi
4, s. 482-1468 og á
sjúkrahúsi Suðurlands
og heilsugæslustöð, Ár-
vegi, s. 482-1300. Í Þor-
lákshöfn: hjá Huldu I.
Guðmundsdóttur,
Oddabraut 20, s. 483-
3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga, fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi. Í
Grindavík: í Bókabúð
Grindavíkur, Vík-
urbraut 62, s. 426-8787.
Í Garði: Íslandspósti,
Garðabraut 69, s. 422-
7000. Í Keflavík: í Bóka-
búð Keflavíkur Penn-
anum, Sólvallagötu 2, s.
421-1102 og hjá Íslands-
pósti, Hafnargötu 89, s.
421-5000. Í Vogum: hjá
Íslandspósti b/t Ásu
Árnadóttur, Tjarn-
argötu 26, s. 424-6500, í
Hafnarfirði: í Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 64, s. 565-1630 og
hjá Pennanum-
Eymundsson, Strand-
götu 31, s. 555-0045.
Í dag er laugardagur 24. ágúst,
236. dagur ársins 2002. Barthóló-
meusmessa. Orð dagsins: Og sólin
rennur upp, og sólin gengur undir
og hraðar sér til samastaðar síns,
þar sem hún rennur upp.
(Préd. 1, 5.)
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er ferðalangur. Hannferðaðist vítt og breitt um land-
ið í sumar, gisti á ófáum tjaldstæðum
og er öllu nær um margbreytileika
hinnar undursamlegu íslensku nátt-
úru. Einn er sá áningarstaður sem
gnæfir þó upp úr í minningunni hvað
fegurð varðar og framúrskarandi að-
stöðu og gestrisni við ferðalanga, en
það er Ásbyrgi í N-Þingeyjarsýslu.
Fyrir það fyrsta þá var þjónustulund
starfsfólksins á hinu himneska og vel
skipulagða tjaldstæði í gljúfraskjól-
inu í sérflokki og leyndi sér ekki
virðingin sem það ber fyrir staðnum
og starfi sínu.
x x x
SKAMMT frá Ásbyrgi er eitt afmögnuðustu náttúruundrum
landsins, Hljóðaklettar, sem gnæfa
upp úr í gróðursældinni við bakka
Jökulsár á Fjöllum. Þar eru ein-
hverjar allra skemmtilegustu
gönguleiðir sem fyrirfinnast fyrir
leikmenn sem lengra komna og til að
fullkomna heimsóknina þangað
stendur á sumrin til boða að ganga
um svæðið í fylgd þjóðgarðsvarða
sem fúsir eru til að deila fróðleik sín-
um með þeim er áhuga hafa. Það
sem meira er þá er leiðsögn þessi al-
gjörlega ókeypis (svo langt sem það
nær því hádegisverðurinn er jú aldr-
ei ókeypis?) Hvar í heiminum annars
staðar stendur slík þjónusta til boða?
VÍKVERJI er sjónskertur. Hanner löngu orðinn þreyttur á að
þurfa að bera gleraugu á nefinu.
Geislameðferð er þó eitthvað sem
heillar ekki í svipinn, er bæði kostn-
aðarsöm og of margar sögur á kreiki
um mislukkaðar aðgerðir. Því verða
linsur að duga um sinn þótt þær séu
langt því frá hin fullkomna lausn á
sjóndeprunni, því Víkverji hefur
sannreynt að linsur eru eins misjafn-
ar og tegundirnar eru margar.
Fyrst voru reyndar fokdýrar
„harðar“ linsur sem endast áttu í ár
með eðlilegri notkun og umhirðu.
Eftir 4 mánuði voru þær hins vegar
farnar að angra augun svo að notk-
unin varð óþolandi og þeim því sturt-
að niður. Þá voru reyndar heldur
ódýrari þriggja mánaða linsur. Þær
reyndust betur, dugðu meira að
segja í heila tvo mánuði, næstum
jafnlengi og árslinsurnar. Undir það
síðasta voru þær þó líka farnar að
angra allverulega en Víkverji
þrjóskaðist náttúrlega alltof lengi
við í ljósi loforða um að linsurnar
ættu að duga a.m.k. mánuði lengur.
Aftur var gömlu brillunum því
tyllt á nefið og þar sátu þær í all-
langan tíma enda Víkverji svo gott
sem búinn að gefa linsur upp á bát-
inn. En að því kom að hann vildi
reyna einu sinni enn og ákvað þá að
prófa dagslinsur, linsur sem einung-
is eiga að duga daglangt eða þar um
bil. Og viti menn, loksins voru réttu
linsurnar fundnar! Loksins gat Vík-
verji verið með linsur án þess að þær
öngruðu hann, því um leið og það fór
að gerast var ekkert einfaldara en að
henda þeim og setja upp aðrar, ekk-
ert bras við að hreinsa þær. Og það
sem meira var þá entust þær mun
lengur en daglangt, því þær fóru
ekki að angra fyrr en eftir 3–4 daga.
x x x
VÍKVERJI hafði notað þessa fínulinsutegund í ár eða svo þegar
umbúðum var breytt, gerðar hand-
hægari, vistvænni og fyrirferðar-
minni. Kom brátt einnig í ljós að lins-
unum hafði verði breytt eitthvað
líka, eðlilega til hins betra, myndu
flestir ætla, en nei, því fer fjarri. Eft-
ir breytingar er sama vörutegundin
orðin lélegri að gæðum en áður.
Linsurnar endast mun skemur, ekki
lengur en daglangt, eins og lagt er
upp með, og ekki nóg með það held-
ur eru þær mun viðkvæmari en áður
og rifna mjög auðveldlega. Hvað get-
ur eiginlega valdið því að vara sé
gerð lélegri en áður? Jú, auðvitað að
fá neytendur til að klára linsu-
skammtinn fyrr. Alltént horfir málið
svo við Víkverja að eldri gerðin hljóti
bara að hafa þótt einum of góð.
Linsuvandinn heldur því enn áfram
og senn munu gleraugun rata enn
eina ferðina upp á nef.
Um týndar kisur
NÝVERIÐ skrifaði kona í
Velvakanda og sagði frá
því að kötturinn hennar
hefði fundist. Mér finnst
frábært að sagt skuli vera
frá því þegar kettirnir finn-
ast. Ég tek undir það sem
annar aðili skrifaði, að fólk
verður að láta gelda kett-
ina sína. Það er hið besta
mál, jafnvel þó það kosti
eitthvað. Það kostar jú líka
að láta lóga kettlingum
sem ekki er hægt að koma
á heimili.
Það er gott að vita af því
þegar týnd dýr finnast og
hvet ég fólk til að láta Vel-
vakanda vita þegar dýrin
koma í leitirnar.
Björg.
Kettir og fleiri kettir
ÞIÐ SEM auglýsið kettina
ykkar, vitið þið hvað verð-
ur um þessa kettlinga?
Rannsóknir á Norðurlönd-
um hafa því miður sýnt að
innan við 10% kettlinga
sem fæðast eiga í vændum
einhverja fullorðinsævi.
Slík könnun hefur ekki ver-
ið gerð hér, en sá gífurlegi
fjöldi af köttum sem eru af-
lífaðir og týnast segir sína
sögu um hvernig ástandið
er hér á landi.
Kettir eru dásamleg
heimilisdýr en þeir eiga
skilið betri umhirðu. Með
aukinni þjónustu dýra-
lækna við heimilisdýr hef-
ur ófrjósemisaðgerðum
fjölgað mikið frá því sem
áður var. Enn er þó allt of
mikið um að kattaeigendur
sinni því ekki. Það sést
best á kettlingaframboð-
inu. Þið berið ábyrgð, þið
sem gefið kettlinga.
Kattakona.
Tapað/fundið
Hermannavesti
NOKKURS konar her-
mannavesti, líklega af ung-
um dreng, fannst á Kirkju-
bæjarklaustri, við
Hæðagerðisvatn í landi
Starfsmannafélags Álvers-
ins, Álfheimar STÍS. Vest-
ið fannst 30. júlí og hefur
líklega týnst vikuna áður.
Eigandi má vitja vestisins í
síma 554 1040 á kvöldin.
Eyrnalokkur týndur
TVÍLITUR gulleyrnalokk-
ur tapaðist um verslunar-
mannahelgina. Hann hefur
að öllum líkindum glatast
við verslun Europris við
Lyngháls, í Árbæjarhverfi
eða í Vesturbænum. Lokk-
urinn er mótaður úr tveim-
ur samföstum hringjum,
annar úr gulli en hinn úr
hvítagulli. Skilvís finnandi
er vinsamlega beðinn að
hafa samband í síma
691 2949 eða 567 3537.
Konan hans Árna
TRÚLOFUNAR- eða gift-
ingarhringur fannst fyrir
nokkru. Hringurinn er
merktur dagsetningunni 9.
3. 1990 og nafni Árna. Sá
sem telur sig eiga hringinn
má hringja í síma 898 8853.
Karlmannsjakki
DÖKKBLÁR karlmanns
mittisjakki tapaðist í
miðbæ Reykjavíkur að-
faranótt 3. ágúst. Í honum
voru Nokia 5210 farsími,
lyklar og veski með skil-
ríkjum. Finnandi vinsam-
lega gefi sig fram í síma
562 1177 eða 551 9007.
Mjög góð fundarlaun í boði.
Bíllinn horfinn
RAUÐUR Nissan Pulsar
(Sunny) bíll, árgerð 1987,
var tekinn ófrjálsri hendi
19. ágúst. Bíllinn var með
skráningarplötu M 845 og
með græna þrykkimynd í
afturrúðu. Eigandinn er
illa staddur án bílsins og
biður þá sem vita hvar bíll-
inn er niður kominn að
hringja í síma 692 9882,
554 6404, 564 1423 eða hafa
samband við lögreglu.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
FALLEGIR og ljúfir 8
vikna gamlir kettlingar
fást gefins. Kassavanir og
heimilislegir, afskaplega
skemmtilegir kettir. Nán-
ari upplýsingar í síma
861 5011 eða 581 1719.
Yndislegar og blíðar
ÞÆR Dimmalimm, Tígru
og Skoppu vantar gott
heimili. Þær eru 10 vikna
kettlingar, yndislega fal-
legar og blíðar. Þær eru
kassavanar og kattþrifnar.
Þeir sem vilja taka þær að
sér hringi í síma 581 4025
eða 860 2270.
Ljónslegir kettlingar
ÞRÍR yndislegir kettlingar
fást gefins. Þeir eru rúm-
lega 9 vikna, kassavanir og
barnavanir. Þeir eru sér-
lega góðir og dagfarsprúðir
kettir og ljónslegir í útliti.
Áhugasamir hringi í síma
565 3422.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 höfuðhlíf, 4 heiðarlegt,
7 erfiðar, 8 sykurlaust, 9
hagnað, 11 pésa, 13 skott,
14 hvarfla, 15 fram-
kvæmt, 17 halarófa, 20
ósoðin, 22 dylur, 23 var-
kár, 24 rödd, 25 kaka.
LÓÐRÉTT:
1 vafasöm, 2 ryskingar, 3
lofa, 4 vel að sér, 5 lán-
leysi, 6 larfa, 10 blauðar,
12 megna, 13 mann, 15
spakar, 16 kindar, 18
ólyfjan, 19 naga, 20 karl-
dýr, 21 mjög góð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 mögulegur, 8 sýgur, 9 illum, 10 afl, 11 mýrar,
13 lerki, 15 fokka, 18 hróks, 21 lúr, 22 grund, 23 afæta,
24 mannalæti.
Lóðrétt: 2 öfgar, 3 urrar, 4 erill, 5 uglur, 6 ýsum, 7 smái,
12 auk, 14 err, 15 fugl, 16 kaupa, 17 aldan, 18 hrafl, 19
ótækt, 20 skap.