Morgunblaðið - 05.09.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 05.09.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins ætla að leggja fram til- lögu um lækkun fasteignaskatts á aldraða og öryrkja á fundi borgar- stjórnar í dag sem kemur þá saman í fyrsta sinn að loknum sumarleyfum. Með því að hækka tekjuviðmiðunina um 50% er talið að þessi tillaga þýði um 230–250 milljóna króna lækkun gjalda hjá þessum hópi á næsta ári og kemur hún fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Á blaðamannafundi, sem borgar- stjórnarflokkur sjálfstæðismanna hélt í Ráðhúsinu í gær, kom fram að flokkurinn myndi leggja mesta áherslu á þrjú mál í borgarstjórn á næstunni, til samræmis við stefnu- skrána sem kynnt hefði verið fyrir síðustu kosningar. Auk lækkunar fasteignaskatts vilja sjálfstæðismenn að borginni verði skipt upp í skólahverfi og að þjónustusamningur verði gerður við ríkið um löggæslu í borginni. Tillög- ur þessa efnis ætla sjálfstæðismenn að leggja fram á næstu vikum í borg- arstjórn. Samþykkt verði að efla samstarf skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda með því að skipta borginni í skólahverfi. Í því skyni verði hafinn undirbúningur að því að skipa 4–5 skólaráð með fulltrú- um þessara aðila í stað fræðslu- og leikskólaráðs. Í löggæslumálum vilja sjálfstæðis- menn gera ráðstafanir til að tryggja öryggi borgaranna og gera lögregl- una sýnilegri, m.a. með þjónustu- samningi við ríkið. Sett verði á lagg- irnar miðborgardeild í samvinnu við lögregluyfirvöld, félagasamtök og hagsmunaaðila og löggæsla í út- hverfum borgarinnar verði efld. Fram kom í máli Björns Bjarnason- ar, oddvita sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, á blaðamannafundinum að með betri samvinnu og skipulagi lög- reglu- og borgaryfirvalda hefði t.d. mátt koma í veg fyrir það ástand sem skapaðist á síðustu menningarnótt í Reykjavík. Slíka stórviðburði mætti undirbúa betur. Mikilvægt að fá þessi mál rædd Hvað fasteignaskattinn varðar er lagt til að við gerð fjárhagsáætlunar verði miðað við að hækka tekjuvið- mið vegna niðurfellingar fasteigna- skatta um 50% á íbúðarhúsnæði 67 ára og eldri og öryrkja, sem þeir eiga og búa í. Jafnframt er lagt til að hol- ræsagjald verði lækkað um 25% árið 2003 sem fyrsta áfanga í að fella það niður á kjörtímabilinu. Björn Bjarnason sagði tillögurnar til samræmis við þá stefnu sem kynnt hefði verið fyrir síðustu kosningar. Mikilvægt væri að leggja þessi mál fram og fá þau rædd í borgarstjórn, ekki síst hvað varðaði tillögu um lækkun fasteignaskatts á eldri borg- ara og öryrkja. Í greinargerð með tillögunni um fasteignaskattinn segir m.a. að það hafi komið fram hjá forráðamönnum eldri borgara að þeir teldu það for- gangsverkefni að lækka fasteigna- skatta til að auðvelda þeim að njóta efri áranna sem best í eigin húsnæði. Fyrir kosningarnar hefði Sjálfstæð- isflokkurinn lagt til að tekjuviðmið vegna lækkunar eða niðurfellingar fasteignaskatta á eldri borgara og öryrkja hækkaði um 50%. Þannig myndi þeim fjölga verulega sem greiddu engan fasteignaskatt og hol- ræsagjald eða fá 80% eða 50% nið- urfellingu á þessum sköttum. Á fundi með blaðamönnum sögðust borgar- fulltrúarnir hafa fyrir kosningarnar saknað viðbragða við þessum tillög- um frá talsmönnum eldri borgara, einkum þeim Benedikt Davíðssyni og Ólafi Ólafssyni. Milljarður í málefni aldraðra Í greinargerðinni segir ennfremur að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að einum milljarði króna verði varið í málefni aldraðra, eða 250 milljónum á ári næstu fjögur árin, til að mæta brýnni þörf eldri borgara í borginni fyrir hjúkrunarrými. Fram kom í máli Björns Bjarnasonar að um væri að ræða hátt í 300 manns sem væru í þessari þörf. Þá segir í greinargerðinni að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að heimaþjónusta við aldraða verði stór- bætt, m.a. með því að taka af skarið um sameiningu félagslegrar heima- þjónustu og þess þáttar hennar sem sinnt er af heilsugæslunni. Borgarfulltrúarnir lögðu einnig fram yfirlit á fundinum í gær yfir breytingar á eignarskatti sem ríkið legði á og þróun á tekjuskatti ríkis og útsvars Reykjavíkurborgar. Þar seg- ir m.a. að ríkið muni lækka eignar- skatta en í borginni hafi ekki verið sýnd nein viðleitni í þá átt að lækka álögur á eigur borgarbúa. Sama gildi um þróun tekjuskatts ríkisins annars vegar og útsvars Reykjavíkurborgar hins vegar. Á sama tíma og ríkið hafi verið að lækka skatta á landsmenn hafi Reykjavíkurborg hækkað útsvar sitt, samanber meðfylgjandi kort sem lagt var fram á fundinum. Borg- in hækkaði útsvar sitt um 0,71% árið 2001 og var hlutfallið 12,70% vegna tekna þess árs sem er hámarkshlut- fall sveitarfélaga. Útsvar vegna tekna á árinu 2002 á eftir að ákveða þegar fjárhagsáætlun verður lögð fram í vetur. Borgarfulltrúarnir bentu á að tekjuskattur einstaklinga hefði lækkað um 0,33% 1. janúar sl. Hlutdeild ríkissjóðs í staðgreiðslunni hefði þannig farið úr 26,08% árið 2001 í 25,75% fyrir þetta ár og hefði aldrei verið lægra frá því að stað- greiðsla var tekin upp fyrir 14 árum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með tillögu á borgarstjórnarfundi í dag Leggja til lækkun fasteigna- skatta á aldraða og öryrkja                                        !"    Morgunblaðið/Jim Smart Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu áherslumál sín í gær vegna fyrsta fundar borgarstjórnar í dag að loknum sumarleyfum. Frá hægri eru það Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. KRISTJÁN Leósson varði fyrr á þessu ári doktorsritgerð í raf- magnsverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Doktorsverkefnið var að mestu unnið við COM-rann- sóknarstofnunina, sem sérhæfir sig í rannsóknum á ýmsum hlið- um ljósleiðarasamskiptatækni. Titill ritgerðarinnar er „Optical properties of localized excitons in semiconductor nanostruct- ures“, og fjallar hún um ljóseig- inleika skammtapunkta í hálf- leiðurum. Aðalleiðbeinandi verkefn- isins var dr. Jørn M. Hvam, prófessor, en aðrir leiðbein- endur voru dr. Wolfgang Langbein, sem nú starfar við eðlisfræðideild háskólans í Dortmund, og Dr. John Erland Østergaard, nú verkefnisstjóri hjá NKT Re- search and Innovation í Dan- mörku. Andmælendur við vörn- ina voru dr. Claus Klingshirn, prófessor við háskólann í Karls- ruhe, dr. Arne Nylandsted Larsen, lektor við háskólann í Árósum, og dr. Antti-Pekka Jauho, rannsóknaprófessor við Mikroelektronik Center, DTU. Verkefnið var styrkt af DTU og veitti skólinn Kristjáni verðlaun úr minningarsjóði Peter Gorm- Petersen við útskriftina. Rannsóknir á ljós- og rafeig- inleikum skammtapunkta hafa færst verulega í aukana á und- anförnum árum. Skammta- punkta má meðal annars nota sem ljósgjafa í hálfleið- araleysum, t.d. fyrir ljósleið- aranet, og hugsanlega sem byggingareiningar fyrir svo- kallaðar skammtatölvur. Rit- gerð Kristjáns fjallar um ljós- eiginleika örveinda í skammtapunktum og víxlverk- un þeirra við umhverfið. Rann- sóknirnar leiddu m.a. í ljós að ákveðnar tegundir skammta- punkta sýna meiri samfösun (e. coherence) en áður var talið við hitastig nálægt alkuli. Slík sam- fösun er t.d. mikilvæg í ákveðnum tegundum ljósmagn- ara og er nauðsynleg til að hægt sé að nota skammtapunkta í skammtatölvum. Við hærri hitastig tapast þessi samfösun vegna sterkrar víxlverkunar örveinda og hljóðeinda (varma- titrings) í hálfleiðaranum. Lægri samfösun eykur afl skammtapunktaleysa og gerir þá samkeppnishæfa við aðrar tegundir hálfleiðaraleysa á ýmsum notkunarsviðum. Kristján Leósson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990 og BS- prófi í eðlisverkfræði, ásamt BA-prófi í heimspeki, frá Queen’s University í Kanada árið 1994. Kristján lagði stund á meistaranám í eðlisfræði við Háskóla Íslands 1994–1996 og starfaði að því loknu sem sér- fræðingur við Raunvís- indastofnun Háskólans 1996– 1997 og síðan við Mikroelektr- onik Center, DTU, frá 1997–1998. Kristján er með- stofnandi þróunarfyrirtækisins Micro Managed Photons A/S í Danmörku og hefur starfað þar síðan í nóvember 2001. Foreldrar Kristjáns eru Leó Kristjánsson jarðeðlisfræð- ingur og Elín Ólafsdóttir lækn- ir. Kristján er kvæntur Hildi- gunni Sverrisdóttur, nema í arkitektúr, og eiga þau eina dóttur, Nönnu. Þau eru búsett á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Doktor í rafmagns- verkfræði Kristján Leósson HÁLFT annað þúsund fjárskipta- lömb verður flutt í haust á milli varn- arhólfa frá ósýktum svæðum til tíu bæja, sem þurft hafa að lóga fé sínu vegna riðuveiki og til tveggja bæja í viðbót vegna sérstakra aðstæðna. Fimm fjárskiptabæjanna eru í Vest- ur-Húnavatnssýslu, þrír í Austur- Húnavatnssýslu, einn í Eyjafirði og einn í Árnessýslu. Lömbin eru flutt frá Öræfum og Strandasýslu norðan Bitru, Snæfellsnesi, Þistilfirði og Suð- ursveit. Þá verða um 300 lambhrútar fluttir frá sömu svæðum til kynbóta á 125 bæjum á varnarsvæðum vegna með- mæla viðkomandi sauðfjárræktar- ráðunauta, þar sem óráðlegt er að versla með lífhrúta vegna riðuveiki eða vegna þess að kynbótastörf tak- markast af einhverjum ástæðum, s.s. þeim að sauðfjársæðingar nýtast ekki, að því er fram kemur í frétt frá Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni. Fram kemur að í ómerktu eða hálf- merktu fé og óskráðu séu kynbæturn- ar lítils virði. Þeir sem fá leyfi til að flytja lambhrúta til kynbóta og nota þau leyfi hafi um leið skuldbundið sig til að hafa allt fé sitt merkt og skráð. Þá kemur fram að fé sem leyft sé að flytja megi ekki selja öðrum og því miður hafi þurft að synja nokkrum mönnum um flutningsleyfi vegna ófullnægjandi aðstæðna. Auk þessa hafi verið leyft af verndarsjónarmið- um að flytja nokkur lömb af forustu- kyni til fjögurra staða í öðrum varn- arhólfum. „Þegar fé er flutt á milli varnar- hólfa er alltaf viss smithætta til stað- ar. Slíkt leyfi er því ekki auðvelt að fá. Allar kindur, sem seldar verða og fluttar milli varnarhólfa, skal sprauta tvisvar sinnum fyrir flutning með langvirku sníkjudýralyfi. Líða skal vika til 10 dagar milli þess sem sprautað er. Lyfið er varasamt og ekki þykir rétt að aðrir en dýralæknar sprauti féð. Nauðsynlegt er því að þeir sem vilja kaupa fé samræmi komur sínar til að velja fé sem þeir ætla að kaupa og taki tillit til þess að seljendurnir hafa talsverða fyrirhöfn og kostnað af tvísprautuninni áður en féð er flutt. Þeir sem flytja skulu hafa flutnings- tækin hrein og sótthreinsa í samráði við héraðsdýralækni milli varnar- hólfa,“ segir ennfremur. Ósýkt fé flutt á milli varnarhólfa í haust Fjórir ljósastaurar eyðilögðust í óveðrinu Tjónið um ein milljón króna TALIÐ er að tjónið sem varð er fjór- ir ljósastaurar lögðust á hliðina við Glerárgötu á Akureyri í óveðrinu á sunnudag, nemi að minnsta kosti einni milljón króna. Að sögn Franz Árnasonar, framkvæmdastjóra Norðurorku, eru staurarnir ónýtir, auk þess sem skipta þarf um kapal á því svæði sem staurarnir stóðu á. Staurarnir sem eyðilögðust voru prýddir stórum hátíðarborðum og tóku því á sig meiri vind en ella með fyrrgreindum afleiðingum. Borðarn- ir voru settir upp í tilefni hátíðahalda vegna 140 ára afmælis Akureyrar- bæjar. Afmælishaldið varð því held- ur dýrara en ráð var fyrir gert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.