Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 27
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 27
ÞAÐ ER ómetanleg reynslafyrir kennara að uppgötv-asnjallar aðferðir viðkennslu, og það er nem-
endum dýrmætt að kennarinn hans
tileinki sér nýja kennsluhætti. Í
ágúst var haldið þriggja daga nám-
skeið á vegum Íslensku menntasam-
takanna í Áslandsskóla. Námskeið
þetta var viðamikið og sóttu það
kennarar og annað áhugafólk um
nám og uppeldi. David G. Lazear,
sem er vinsæll fyrirlesari og tals-
maður fjölgreindarkenninga How-
ard Gardners, var aðalfyrirlesari á
námskeiðinu. Hann hefur stjórnað
þróunarstofnunum, annast þjálfun
kennara í um fimmtán löndum, og
samið sjö bækur sem fjalla um notk-
un fjölgreindarkenninga í skóla-
starfi. Í einum fyrirlestranna sagði
hann umhugsunarverða dæmisögu
af dýrum.
Dæmisaga um skóla
Eitt sinn fyrir langa löngu ákváðu
nokkur dýr að taka sig saman og
drýja einhverja hetjudáð til þess að
mæta áskorun nútímans. Þau voru
sammála um að farsælasta leiðin
væri að stofna skóla.
Dýrin tóku upp virka námskrá
sem samanstóð af hlaupum, flugi,
sundi og klifri. Námskráin tók yfir
allar athafnir dýranna og margskon-
ar líkamlega færni þeirra. Til þess
að auðvelda umsjón með nám-
skránni og gæta fyllsta réttlætis,
þurftu öll dýrin að leggja stund á
allar námsgreinarnar og tóku ávallt
samræmt próf í greinunum.
Öndin var frábær í sundi, meira
að segja betri en sjálfur kennarinn,
en hún náði naumlega fullnægjandi
einkunn í flugi og var afar lélegur
hlaupari. Þar sem hún hljóp of hægt
var hún látin sitja eftir í skólanum,
sleppa sundi og æfa hlaup í staðinn.
Þessu var haldið til streitu þar til
sundfitjaðir fætur hennar voru
orðnir svo sárir að hún átti í erf-
iðleikum með að synda og varð því
aðeins meðalnemandi í sundi í lok
annar. En meðaltal var viðunandi í
skólanum svo engin kippti sér upp
við það nema öndin.
Kanínan var í byrjun skólagöng-
unnar best í hlaupum, en fékk fljót-
lega taugaáfall sökum mikils álags
við að bæta sig í sundi. Kanínur og
sund eiga illa saman.
Íkorninn var frábær í klifri þar til
hann smám saman missti sjálfs-
traustið vegna flugtímanna. Kenn-
arinn vildi nefnilega að hann hæfi
sig á loft frá jörðu í stað þess að
stökkva af trjákrónunum og niður til
jarðar. Hann fékk líka vöðvakrampa
af of mikilli áreynslu. Í einkunn fékk
hann síðan C í klifri og D í hlaupum.
Örninn var vandræðafugl. Reynt
var að aga hann en svo fór að lokum
að hann var agaður til óbóta. Í klif-
urtímum var hann fyrstur allra að
komast efst upp í tréð, en þrjósk-
aðist við að nota sína eigin aðferð til
að komast þangað. Hann neitaði al-
gjörlega að nota þá aðferð sem ætl-
ast var til af skólanum og lenti úti í
kuldanum.
Í lok skólaársins var það svo kam-
elljón sem synti framúrskarandi vel
og gat líka hlaupið, klifrað og flogið
dálítið, sem fékk hæstu meðalein-
kunnina og dúxaði þar með í skól-
anum.
Sléttuúlfarnir neituðu að ganga í
skólann og börðust gegn skattaálög-
um af þeirri ástæðu að stjórnin vildi
ekki bæta greftri og grenjagerð við
námskrána en það fannst þeim
skipta öllu máli. Þeir komu börnum
sínum til náms hjá greifingja og
stofnuðu síðar farsælan skóla í fé-
lagi við múrmeldýr og jarðíkorna.
Uppruni kenningarinnar
Howard Gardner, upphafsmaður
fjölgreindarkenningarinnar, telur
það afar mikilvægt að við viður-
kennum og leggjum rækt við allar
þær greindir sem í manninum búa
og samsetningu þeirra. Hann telur
að þannig munum við eiga meiri
möguleika á að takast á við mörg
þeirra vandamála sem við stöndum
andspænis nú á tímum. Hann ve-
fengir stöðluð greindarpróf og telur
vestræna menningu hafa skilgreint
greind of þröngt.
Gardner setur fram hugmyndir
sínar um að til séu a.m.k. átta
greindir og þar með víkkar hann
sýnina á mannlega möguleika.
Gardner telur að greind snúist um
hæfileika til að leysa þrautir eða
vandamál og láta gott af sér leiða í
samskiptum og samhengi við um-
hverfið. Eins og flestir hafa reynslu
af hefur námskrárgerð skóla að
mestu tekið mið af leikni nemenda í
málgreind og stærðfræðigreind.
Nú hillir ef til vill undir einhverj-
ar breytingar eftir því sem boðskap-
urinn breiðist hraðar út og fleiri og
fleiri viðurkenna að það skipti líka
máli að vera t.d. góð manneskja og
geta átt jákvæð samskipti við aðra.
Að eftirsóknarvert sé að vera bæði
góður og fróður nemandi. Nú er svo
komið að skólar eru almennt farnir
að gera sér grein fyrir mikilvægi
þess að veita nemendum þá þjálfun
sem hentar hverjum og einum best
því nemendur eru afar mismunandi
og læra þar af leiðandi best á mis-
munandi hátt.
Greindirnar átta
Málgreind er sú greind sem vafa-
laust hefur mest vægi í skólum. Hún
er reglulega mæld með t.d. sam-
ræmdum prófum frá því nemendur
ná 9 ára aldri. Málgreindin tekur til
þess að geta tjáð sig með orðum
bæði munnlega og skriflega. Skap-
andi skrif, formleg ræðuhöld, munn-
leg frásögn, ljóðagerð og orðaforði,
rökræður, ritgerðir flokkast undir
málgreindarþáttinn. Skólanám-
skrárnar leggja ávallt ríka áherslu á
þjálfun þessarar greindar. Þeir sem
standa sterkir í málgreindinni gætu
t.d. verið rithöfundar, stjórnmála-
menn, málfræðingar, blaðamenn og
skáld.
Rök- og stærðfræðigreind vegur
þungt í skólanámskránni. Hæfileik-
inn til þess að nota tölur á árangurs-
ríkan hátt og ná að skapa þýðing-
armikið táknkerfi sem yfirlit yfir
mismunandi ferli eða þekkingar-
bálka. Þessi greind felur í sér næmi
fyrir röklegum mynstrum, tengsl-
um, staðhæfingum, ályktun, flokkun
og útreikningum. Stærðfræðingar,
viðskiptafræðingar, endurskoðend-
ur, rökfræðingar, tölvusérfræðingar
og vísindamenn standa hér sterkir
að vígi.
Rýmisgreind felur í sér hæfileik-
ann til að skynja nákvæmlega hið
sjónræna og rúmfræðilega um-
hverfi. Hæfnin til að sjá fyrir sér
hluti og tjá á myndrænan hátt. Þessi
greind getur til um hæfni til að sjá
hluti fyrir sér, tjá hugmyndir á
myndrænan hátt, og geta áttað sig á
rúmfræðilegum kerfum. Í þessum
flokki má búast við að finna leið-
sögumenn, arkitekta, listamenn og
uppfinningamenn.
Tónlistargreind er hæfileikinn til
að skynja og meta eða skapa tónlist.
Þessi greind felur í sér næmni fyrir
takti, tónhæð og laglínu. Einstak-
lingar sem búa yfir tónlistargreind
hafa innsæi og skilning á tónlist og
geta oft bæði spilað eftir nótum og/
eða eftir eyranu.
Líkams- og hreyfigreind getur til
um þá sem búa yfir færni til að nota
allan líkamann til að tjá hugmyndir
og tilfinningar. Sérstök leikni í sam-
hæfingu, jafnvægi, styrk, lipurð,
næmt hreyfi- og stöðuskyn, snerti-
viðbrögð og næmar fínhreyfingar,
einkennir þessa einstaklinga. Dæmi
um þá sem búa yfir greind af þessu
tagi eru leikarar, látbragðsleikarar,
íþróttafólk, handverksmenn, vél-
virkjar og þúsundþjalasmiðirnir
góðkunnu.
Samskiptagreind má segja að sé
hæfileikinn til að skilja tilfinningar
annarra og skilja og greina skap-
gerð fólks. Það er að segja mögu-
leikinn á að vera góður mannþekkj-
ari og bera gott skynbragð á
tilfinningar og innri hvöt annarrar
manneskju. Hæfni til þess að geta
sett sig í spor annarra, meðvitund
um tengsl manna á milli og geta fyr-
irfram gert sér í hugarlund hvernig
manneskja muni bregðast við að
upplifa tilteknar aðstæður. Þeir sem
bera gæfu til þess að eiga góðan
skammt af samskiptagreind eiga yf-
irleitt árangursrík samskipti við
aðra. Að búa yfir samskiptagreind
er öllum nauðsynlegt en sérstaklega
er gerð krafa um samskiptagreind
til þeirra sem vinna að mennta- og
heilbrigðismálum.
Sjálfsþekkingargreind vísar til
þess að þekkja sjálfan sig, kosti sína
og galla, styrk og hæfileika. Sjálfs-
mynd manneskjunnar byggist á
þessari greind. Að þekkja eigið hug-
arástand, skapgerð, langanir og
skilning á því sem er að gerast í
kringum mann. Að eira einn og
finna persónulega þýðingu fyrir
sjálfan sig og eigin hugsanir.
Umhverfisgreind er leikni í að
bera kennsl á og geta flokkað fjölda
tegunda úr plöntu- og dýraríkinu.
Að búa yfir þekkingu á náttúrunni
og umhverfi manneskjunnar s.s.
veðráttu, jarðþekkingu, landslagi,
mynstur náttúrunnar og ræktun
hverskonar. Sérstakt næmi fyrir
umhverfishljóðum, snertingu og
sjón og bragði af náttúrunni sjálfri.
Skemmtilegur lærdómur
En hvernig má nýta þessi greind-
arsvið í kennslu? Þeir eru ófáir sem
halda að því leiðinlegri og kvalafyllri
sem lærdómurinn er, því árangurs-
ríkari hljóti hann að vera. Aftur á
móti eru fleiri og fleiri sem telja lík-
legra, að börn læri best í gegnum
leik og upplifun hvers konar. Nem-
andinn þarf jafnvel ekki að vera
meðvitandi um lærdóminn sem fer
fram.
Lazear mælir með því að kenn-
arar vinni með námsefnið á hverju
greindarsviði fyrir sig, því að þannig
muni eitthvað höfða til allra. Ef
námsefnið höfðar til nemandans og
hann fær tækifæri til þess að læra
námsefnið á því greindarsviði sem
hann er sterkur fyrir, mun árangur
síður láta á sér standa. Nemandi
getur t.a.m. átt í miklum erfiðleikum
með að læra að þylja upp margföld-
unartöfluna en fái hann tækifæri til
þess að rappa hana eða teikna hana
upp á myndrænan máta gæti hann
hæglega lært hana og skilið eðli
hennar. „Við þurfum að læra að
horfa á allt sem barnið er og getur,
en ekki að einblína eingöngu á höfuð
þess. Þannig mun barnið tileinka sér
þekkinguna og hún verða hluti
þess,“ sagði Lazear á námskeiðinu,
og barði sér á brjóst til frekari
áréttingar.
Hann sagði einnig að kennari sem
kenni samkvæmt fjölgreindarstefn-
unni sé frábrugðinn hinum venju-
bundna mál-kennara sem standi fyr-
ir framan bekkinn og skrifi á töfluna
á milli þess sem hann spyr nem-
endur út úr efninu. „Fjölgreindar-
kennarinn skiptir stöðugt um að-
ferðir, frá málaðferðum til
rýmisaðferða til tónlistaraðferða og
tengir greindir á skapandi hátt,“
sagði Lazear.
Hvað mun breytast?
Kennarar og foreldrar þurfa
m.ö.o. að gera sér grein fyrir þeim
fjölmörgu leiðum sem hægt er að
velja og sem byggjast á fleiru en
máluppeldi. Nemendur verða einnig
að fá tækifæri til að nýta alla sína
vitrænu hæfileika við öflun þekking-
ar.
Ef til vill mun skólinn og skóla-
fólk með hjálp fjölgreindarkenning-
arinnar öðlast víðsýnna viðhorf til
náms en lengi hefur tíðkast, nám-
skráin styðja alhliða þroska barns-
ins og námsmat í skólum taka mið af
því. Lazear fullyrðir að ef kennslu-
hættir í anda fjölgreindarkenning-
arinnar verði teknir upp, muni nem-
endur hlakka til að koma í skólann,
kennarar síður kulna í starfi, sam-
vinna nemenda á milli muni aukast
og nemendur verða betur í stakk
búnir til að lifa og starfa á 21. öld-
inni.
Fjölgreindarkennari/Undanfarin ár hafa skólamenn kannað kosti þess að leyfa nemendum að beita hinum ýmsu
hæfileikum til að leysa verkefni. Námskeið voru á vegum Íslensku menntasamtakanna í ágúst í Áslandsskóla, þar
sem fjölgreindarkenningin var í brennidepli. Hér er sagt frá einu þeirra sem David Lazear kenndi á.
Ein stefna
fyrir alla
nemendur
„Við þurfum að sjá hvað barnið
getur, en ekki einblína á höfuðið“
„Öndin fékk lága einkunn í flugi og
var afar lélegur hlaupari“
TENGLAR
..............................................
David Lazear. 1991,1999. Eight
ways of teaching: The Artistry of
Teaching with Multiple Intelligences.
Skylight Professional Development.
David Lazear. 1991,1999. Eight
ways of knowing: teaching with
Multiple Intelligences. Skylight Pro-
fessional Development.
Thomas Armstrong. Íslensk þýðing
Erla Kristjánsdóttir. 2001. Fjöl-
greindir í skólastofunni. Reykjavík.
JPV-útgáfa.
www.ims.is
http://pzweb.harvard.edu/PIs/
HG.htm
Morgunblaðið/Árni Sæberg
David Lazear reyndist stórskemmtilegur kennari og beitti fjölbreyttum aðferðum við kennsluna.
ÍSLENSKU menntasamtökin voru
stofnuð á grundvelli menntastefnu
alþjóðlegu skólasamtakanna „The
Council for Global Education“. Sam-
tökin reka tvo tilraunaskóla í Hafn-
arfirði en þeir eru leikskólinn
Tjarnarás og grunnskólinn Áslands-
skóli. Samtökin voru stofnuð af
Böðvari Jónssyni og dr. Sunita
Gandhi. Í hugmyndafræðinni er
lögð áhersla á að hvetja einstakling-
inn og hámarka þroska hans og
samfélagsins. Skólinn byggir starf
sitt á fjórum meginhugmyndum eða
hornsteinum menntunar en þeir
eru: Sammannleg gildi, hnattrænn
skilningur, að gera allt framúrskar-
andi vel og þjónustu við mannkynið.
Kjörorð skólans er: „Sérhvert barn
ber í sér möguleika til að verða ljós
heimsins.“
Meðal meginreglna menntunar í
skólanum eru:
Skóli sem býður upp á hvetjandi
umhverfi
Skóli sem notar tónlist, líkams
hreyfingu og listgreinar til að
dýpka tilfinningar og fága skap-
gerð
Skóli sem leggur áherslu á náms-
ferlið, ekki aðeins sjálfa
fræðsluna
Skólaumhverfi sem veitir
fræðslu um lönd, menningar-
heildir, trúarbrögð og tungumál
Skóli og heimili sem hafa samráð
og samstarf til gagns fyrir sér-
hvert barn
Íslensku menntasamtökin