Morgunblaðið - 05.09.2002, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 29
ta ekki
hanna
g fleira.
sér er
Ísrael,
eyttum
vera
í her-
eð öðr-
ar eru í
beitt
uverk-
seinni
um.
ki her-
undir
yfirráð
7 réðu
og
yfir
kkan-
Gaza.
rf deil-
irráðin
leiðin
gengur
Evr-
man við
er um
ða. Ísl-
jafnvel
ingar í
ð þeir
verðið
væðum
tta. En
þess að
damál-
trygg-
árásum
sstjórn
þess að
semja
– En deilan við Palestínumenn
snýst ekki eingöngu um hryðju-
verk. Landnemarnir, sem Sharon
styður, vilja klófesta Vesturbakk-
ann eða hluta af honum og segja
gyðinga eiga sögulegan rétt á hon-
um. Margir Ísraelar segjast vilja
innlima svæðið.
„Það er rétt að við gerum okkar
kröfur og einnig Palestínumenn.
Eina leiðin til að leysa deiluna er að
semja. En jafnvel þótt við létum
megnið af svæðinu af hendi höfum
við eftir sem áður söguleg tengsl
við það. Þeim sögulegu tengslum
má ekki rugla saman við raunveru-
legar, pólitískar kröfur okkar sem
við munum setja fram í samninga-
viðræðum. Við buðum þeim á sínum
tíma að fá 97% af öllu svæðinu og
buðum skipt yfirráð í Jerúsalem.
Sögulegu tengslin hindruðu okkur
ekki í að gera þeim tilboð en þá
töldum við að gagnaðilinn væri
reiðubúinn að semja, sem ekki er
reyndin núna.“
– Vildi Likud-maðurinn Sharon
nokkuð fórna landnemabyggðun-
um árið 2000? Hvorum eigum við að
trúa, Sharon sem segist núna vilja
semja eða hinum sem margoft hef-
ur sagt að hann muni aldrei sam-
þykkja að landnemabyggðir verði
lagðar niður?
„Hvort eigum við að trúa Arafat
þegar hann segir að milljón „písl-
arvotta“ muni ráðast á Jerúsalem
eða Arafat þegar hann harmar að
sjálfsmorðingjar skuli hafa drepið
Ísraela?
Sharon er í forystu fyrir ríkis-
stjórn. Þegar hann tók við völdum
2001 gerði hann samkomulag við
Verkamannaflokkinn um að allir
samningar sem þegar hefðu verið
gerðir myndu verða virtir, einnig
Óslóarsamkomulagið. Margir segja
að Sharon vilji efla landnema-
byggðirnar en hann var eini Likud-
ráðamaðurinn sem lagðist gegn því
á þingi flokksins að hugmyndinni
um sjálfstætt Palestínuríki yrði
hafnað. Hann vissi að í samningum
verða menn að hafa svigrúm.“
Vannæring og úrbætur
– Sagt hefur verið frá vaxandi
vannæringu meðal palestínskra
barna. Stjórn Arafats ræður af aug-
ljósum ástæðum ekki við ástandið.
Hver er ábyrgð Ísraela?
„Við teljum ekki að það sé okkur
í hag að kjör Palestínumanna séu
svona slæm, öðru nær, og ástandið
veldur okkur miklum áhyggjum.
Hermennirnir sem sendir eru til
Gaza og annarra svæða koma aftur
heim og segja frá því sem þeir sáu
og þeir eru ósáttir. Við verðum að
gæta öryggis okkar en samtímis
verðum við að gefa Palestínumönn-
um einhverja von um betra líf,
fyrsta skrefið er að bæta efnahags-
ástandið.
Stjórnvöld í Ísrael hafa þegar
gripið til ýmissa ráðstafana sem
hafa að markmiði að bæta stöðu
mála. Ég tek fram að um einhliða
aðgerðir er að ræða, ekki samninga
við Palestínustjórn heldur okkar
eigið frumkvæði. Ákveðnar ráðstaf-
anir voru kynntar í liðinni viku. Nú
geta allt að 10.000 Palestínumenn
fengið leyfi til að vinna í Ísrael en
við vonum að við getum hækkað töl-
una í 20.000. Við gerum okkur vonir
um að opnuð verði sérstök iðnsvæði
á Gaza og í Austur-Jerúsalem, síðar
einnig í Jenin og Tulkarm ef að-
stæður leyfa. Við höfum gert auð-
veldara fyrir ýmis frjáls félagasam-
tök að hjálpa Palestínumönnum
með því að auka ferðafrelsi liðs-
manna samtakanna.
Sjómenn á Gaza mega nú fara
lengra frá landi til veiða, allt að 12
sjómílum, en þeir kvörtuðu undan
því að þeir fengju lítið á svæðinu
sem þeir máttu nýta. Og loks höfum
við látið Palestínumenn hafa 10% af
skattfé sem við höfum haldið eftir
síðustu árin. Nýr fjármálaráðherra
Palestínustjórnar segist ætla að
taka til í sínum ranni og bað okkur
að gefa sér tækifæri en spilling hef-
ur verið mikið vandamál hjá þeim.
Merki um hana sjást vel í Gaza-
borg, sumir lifa þar hátt.
Sumt af því sem við höfum gert
eða ætlum að gera rekst á öryggis-
hagsmuni okkar og því er málið
mjög vandasamt. Því lengur sem
kyrrð ríkir þeim mun víðtækari
geta aðgerðirnar orðið,“ segir
Liora Herzl, sendiherra Ísraels.
r
ir í
enn
a
eir
ir
arsson
ir að
egar
“
Í NIÐURSTÖÐUM nýrrarkönnunar jafnréttisráðs ognefndar um efnahagsleg völdkvenna, sem skipuð er af for-
sætisráðherra, kemur fram að dag-
vinnulaun kvenna eru 70% af launum
karla. Könnunin tekur til launamun-
ar karla og kvenna á almennum
vinnumarkaði og hjá sveitarfélögun-
um.
Föst dagvinnulaun karla í gagna-
safni kjararannsóknarnefndar voru
179 þúsund kónur að jafnaði í febrúar
2001 en laun kvenna 124 þúsund að
því er fram kemur í niðurstöðum
könnunarinnar. Tvo þriðju til þrjá
fjórðu þess sem munar á milli má
skýra með ólíkum starfsvettvangi,
starfi, menntun og ráðningarfyrir-
komulagi kynjanna. Það sem eftir
stendur, 7,5–11% launamunur, má
samkvæmt könnuninni skýra með
hjónabandi, barneignum og öðru sem
hefur önnur áhrif á laun karla en
kvenna.
Elín Líndal, formaður jafnréttis-
ráðs, Sigurður Jóhannesson, fulltrúi
Samtaka atvinnulífsins í jafnréttis-
ráði, Þórhallur Vilhjálmsson, fulltrúi
fjármálaráðuneytisins og Þórveig
Þormóðsdóttir, fulltrúi BSRB í jafn-
réttisráði, Ingólfur V. Gíslason, sér-
fræðingur jafnréttisráðs, og Stefanía
Óskarsdóttir, formaður nefndar um
efnahagsleg völd kvenna, kynntu í
gær niðurstöður könnunarinnar og
sátu jafnframt fyrir svörum.
Skortir upplýsingar um starfs-
aldur og menntun
Að sögn Sigurðar Jóhannessonar
hjá Samtökum atvinnulífsins voru
gögn úr þjóðskrá um fjölskylduað-
stæður lesin saman við tölur kjara-
rannsóknarnefndar um kaup og kjör.
Nýttar voru upplýsingar frá u.þ.b.
16.500 manns sem starfa á 104 vinnu-
stöðum á almennum vinnumarkaði
og hjá sveitarfélögunum, að undan-
skildum bönkum, ríki og Reykjavík-
urborg. Úrtakið nær alls til um 7.000
karla og 9.500 kvenna og var úr-
vinnsla gagna í höndum Samtaka at-
vinnulífsins.
Að sögn Sigurðar var miðað við
föst dagvinulaun en til þeirra teljast
bónusgreiðslur, matarpeningar,
verkfærapeningar o.s.frv. að undan-
skildum yfirvinnugreiðslum. Þá voru
hlutastörf metin til jafns við heils-
dagsstörf.
Sigurður bendir á að tekið sé tillit
til þess í könnuninni hvort fólk sé í
sambúð eða ekki og hvort fólk sé með
börn á framfæri. Sérstaklega er til-
greint hvort fólk sé með börn 7 ára
eða yngri. Þá kemur fram hvort
starfsfólk hafi stundað iðnnám, hvort
það sé í hlutastarfi eða fullu starfi,
hvort það fái „pakkalaun“, þ.e. dag-
laun með fastri yfirvinnugreiðslu,
hver sé starfsaldur viðkomandi í til-
teknu fyrirtæki, aldur, staðsetning,
starf, atvinnugrein, o.s.frv.
Í gagnasafn kjararannsóknar-
nefndar skorti hins vegar upplýsing-
ar um samanlagðan starfsaldur á
vinnumarkaðnum og menntun, aðra
en iðnmenntun og menntun þeirra
sem bera lögverndað starfsheiti og
starfa sem slíkir, að sögn Sigurðar.
„Það hefur komið fram í öðrum
könnunum að samanlagður starfsald-
ur kvenna er oft minni en karla á
sama aldri,“ segir Sigurður.
Laun karla í hjónabandi hækk-
uðu meira en laun kvenna
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar kemur fram að ef konur
fengju greitt eins og karlar í sama
fyrirtæki, í sama starfi með sömu
menntun, stæði 21% launamunur eft-
ir af rúmlega 30% launamun sem
skýrist af mismunandi aðstæðum
karla og kvenna, þ.e. mismunandi
vinnustað, mismunandi menntun,
starfi o.s.frv.
Fengju karlar sömu laun og konur
í sömu stöðu stæði 24% launamunur
eftir.
Þá kemur fram að 13–14% launa-
munarins má rekja til þess að konur
starfa hjá öðrum fyrirtækjum en
karlar. Aðrir þættir sem kunna að
skýra launamun að hluta eru sam-
kvæmt könnuninni að fáar konur eru
iðnlærðar, að sögn Sigurðar, þær eru
fremur í láglaunastörfum, síður á
„pakkalaunum“ eða í vaktavinnu, síð-
ur verkstjórar og fremur í hluta-
starfi.
Sjö og hálft til 11% prósent launa-
munar milli kynja er samkvæmt nið-
urstöðunum sagt að stafi af því að að-
stæður hafa önnur áhrif á laun karla
en kvenna. Sigurður nefnir að ríflega
helming þess munar megi að líkind-
um rekja til þess að hjúskapur og
barneignir hafa önnur áhrif á laun
karla en kvenna.
„Þegar við skoðuðum laun karla og
kvenna sitt í hvoru lagi virðist sem
laun karla aukist um 4–5% prósent
við það að vera í sambúð eða ganga í
hjónaband. Laun kvenna eru hins
vegar svo til óbreytt hvort sem þær
eru í sambúð eða ekki,“ segir hann.
Séu börn yngri en 7 ára á heimilinu
hækka laun kvenna um 1% en laun
karla um 3–4%. Sigurður bendir á að
áhrif sambúðar og barneigna á launa-
mun gætu að hluta legið í því að kon-
ur sinna heimili og börnum meira en
karlar. Þær taki lengra barneigna-
leyfi og hverfi oftar af vinnumarkaði
vegna barneigna. Þá kunni hjóna-
band eða sambúð kvenna að gefa vís-
bendingu um að starfsreynsla þeirra
á vinnumarkaði sé að jafnaði minni
en karla á sama aldri þó að um það
verði ekki fullyrt út frá gögnunum.
Hann nefnir að lokum að niður-
stöður könnunarinnar nú séu ekki
ósvipaðar og birtust í könnun sem
jafnréttisráð lét gera árið 1995.
Ekki óvinnandi vegur að leið-
rétta kynbundinn launamun
Að sögn Elínar Líndal, formanns
jafnréttisráðs, lítur jafnréttisráð ekki
á það sem óvinnandi veg að hægt sé
að leiðrétta kynbundinn launamun.
„Ég vil minna á tvo jafnréttisráðs-
viðurkenningarhafa, Reykjavíkur-
borg og Verslunarfélag Reykjavíkur,
sem hafa unnið með markvissum
hætti að því að minnka þennan mun
og hafa náð sýnilegum árangri,“ seg-
ir Elín.
Hún segir það von jafnréttisráðs
að könnunin verði hvatning til at-
vinnurekenda um að vinna markvisst
að leiðréttingu á kynbundnum launa-
mun.
Stefanía Óskarsdóttir, formaður
nefndar um efnahagsleg völd kvenna,
segist vonast til þess að sá mikli áróð-
ur sem rekinn hefur verið fyrir því að
heimilisfeður taki virkari þátt í upp-
eldi barna og heimilisstörfum, auk
breytinga á fæðingarorflofi, bætt
dagvistun á leikskólum og heilsdags-
skóli, muni leiða til þess að konur og
karlar hafi svipað svigrúm á vinnu-
markaði.
„Það er spurning hversu langan
tíma þetta tekur en það er mjög mik-
ilvægt að fyrirtæki og stjórnvöld séu
meðvituð um að útrýma kynbundn-
um launamun,“ segir Stefanía Ósk-
arsdóttir.
Niðurstöður könnunar jafnréttisráðs og nefndar um efnahagsleg völd kvenna
Dagvinnulaun kvenna
70% af launum karla
Jafnréttisráð og nefnd um efnahagsleg völd
kvenna kynntu í gær niðurstöður nýrrar
könnunar um launamun karla og kvenna.
Samkvæmt henni hafa hjónabönd og barn-
eignir önnur áhrif á laun karla en kvenna.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Jóhannesson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í jafnréttisráði,
kynnir niðurstöður könnunarinnar. Við hlið hans eru Elín Líndal, for-
maður jafnréttisráðs, Stefanía Óskarsdóttir, formaður nefndar um
efnahagsleg völd kvenna, Þórhallur Vilhjálmsson, fulltrúi fjármála-
ráðuneytisins í jafnréttisráði, og Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur.
HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrrverandi alþing-
ismaður, segist gera sér vonir um að fundur Sam-
einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun komi þróun-
inni í umhverfismálum aftur á rétta braut. Það hafi
ekki verið staðið við veigamikla þætti Ríó-yfirlýs-
ingarinnar og stjórnmálamenn séu vonandi með
fundinum í Jóhannesarborg að sjá að sér og bregð-
ast við.
Hjörleifur er fulltrúi NAUST á fundinum í Jó-
hannesarborg, en fjölmargir fulltrúar frjálsra fé-
lagasamtaka sækja fundinn. Hann sótti einnig um-
hverfisráðstefnuna í Ríó 1992 og fund Sameinuðu
þjóðanna um umhverfismál sem haldinn var í
Stokkhólmi 1972.
„Ég tel að niðurstaða fundarins í Jóhannesar-
borg sé ekki óvænt. Mér fannst það liggja alveg í
spilunum áður en fundurinn hófst að hér yrðu ekki
neinar stökkbreytingar til hins betra eins og hefði
auðvitað þurft að gerast. Þetta er þungur vagn sem
verið er að draga og menn verða að meta stöðuna í
ljósi þess sem hefur verið að gerast á undanförnum
áratugum og alveg sérstaklega frá því að Ríó-ráð-
stefnan var haldin 1992. Ríó setti markmið nokkuð
hátt og mótaði leikreglur sem menn hafa verið að
vísa til og reyna að halda í. Þær voru mjög jákvæðar
þó að það væru ekki allir ánægðir þegar þeirri ráð-
stefnu lauk. Hún skilaði auðvitað ekki því sem þeir
sem lengst vildu ganga í umhverfismálum hefðu
óskuðu. Bandaríkin voru á þeirri ráðstefnu í hlut-
verki dragbítsins, þó ekki eins áberandi og núna.
Síðan gerist það á þeim 10 árum sem eru liðin frá
Ríó að það hefur hægt mikið á ferðinni miðað við
það sem var ákveðið á fundinum. Framkvæmda-
áætlunin, Dagskrá 21, lenti fljótlega út af spori. Það
var ekki staðið við fjárhagsleg framlög til þróun-
armála og fleira gekk ekki eftir. Loftslagsmálin
gengu hægar fyrir sig en stefnt var að þótt þar hafi
þó orðið ávinningur.“
Hjörleifur sagði að hnattvæðingin hefði heldur
ekki skilað þeim ávinningi sem fátækustu ríki heims
hefðu þurft á að halda. Hann sagði það sitt mat að
hún hefði aukið gjána milli ríku og fátæku þjóðanna.
„Á þessum fundi eru menn að reyna að koma sér
aftur inn á brautina sem mörkuð var í Ríó og það tel
ég jákvætt. Hinn kosturinn hefði verið að ekki hefði
náðst saman um neitt í Jóhannesarborg og það
hefði verið skelfilegt. Í ljósi þess tel ég að þessi ráð-
stefna sé betur haldin en ekki og ég tel að hún skapi
ákveðna viðspyrnu og ákveðna von. Mér finnst það
liggja í lofti að leiðtogar þjóða og stjórnmálamenn
séu að átta sig á því að þeir geta ekki leyft sér að
endurtaka svona svik sem hér hafa gerst. Menn
verða að taka til heima hjá sér og einnig í þessu
stóra alþjóðlega samhengi,“ sagði Hjörleifur.
Hjörleifur sagði að eitt af vandamálunum væri að
stjórnmálamenn væru of uppteknir af því að hugsa
til skamms tíma og þeir væru of bundnir af hinni
pólitísku stöðu heima fyrir. Það yrði hins vegar að
gera þá kröfu til stjórnmálamanna og kjósenda að
þeir horfðu til langs tíma.
Það yrði heldur ekki hægt að taka á fátæktar-
vandanum nema að íbúar í ríku löndunum legðu
verulega af mörkum.
Hjörleifur Guttormsson um fund Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg
Verið er að reyna að kom-
ast aftur inn á rétta braut
Jóhannesarborg. Morgunblaðið.