Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 51

Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 51
ÞÁ eru þeir félagar í Massive Attack loksins með nýtt efni í farvatninu – og það heilar tvær plötur. Það er búið að taka sveitina – sem nú er dú- ett – heil fjögur ár að fylgja Mezzanine eftir og reyndar hefur Robert „3-D“ Del Naja unnið einn og óstuddur að plötunum. Hann er nú að klára hljóðblöndun á fyrri plöt- unni en gert er ráð fyrir að ekki þurfi að bíða lengur en í ár eftir því að sú síðari fylgi í kjölfarið. Del Naja segir frá framvindunni á opinberri heima- Tvær nýjar plötur frá Massive Attack síðu Massive Attack. Þar upp- lýsir hann meðal annars að band- ið muni fara í hljómleikaferðalag á næsta ári, sem hefjast muni í Austurlöndum fjær. „Hljóðlykkjurnar koma frá okkar eigin lögum í þetta skiptið,“ segir hann m.a. „Þegar við vorum að vinna við Mezzanine bjó ég til hljóðlykkjur úr nýbylgjulögum til að komast aðeins frá þessu sálar-reggídæmi. Þessi nýja verður dýpri en Mezzanine að okkar mati.“ Platan nýja, sem enn er nafnlaus, kemur út í haust. Loksins árás MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 51 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára The Sweetest Thing Sexý og Single „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Yfir 25.000 MANNS Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B. i. 14. „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i t l i lif Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45. mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Sýnd kl. 6. með ísl. tali.  Radíó X Yfir 15.000 MANNS 1/2Kvikmyndir.is  HL Mbl www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 og 6. með íslensku tali. Ben affleck Morgan Freeman 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað  SK Radíó X  ÓHT Rás2 „Enginn ætti að missa af þessari,“ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 14. Yfir 25.000 MANNS  Radíó X Yfir 15.000 MANNS 1/2Kvikmyndir.is  HL Mbl Vesturgötu 2 sími 551 8900 Hádegisverðartilboð Kvöldverðarhlaðborð kr. 990 kr. 1.990 frá kl. 11.30-14.30 frá kl. 18-22 BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Harrison Ford var heiðraður sér- staklega á kvikmyndahátíðinni í Deauville í Frakklandi fyrir ævi- starf sitt og fyrir að „eigna sér“ hlutverk hinnar hugsandi hasar- myndahetju. Ford hefur leikið aðal- hlutverkið í nokkrum af vinsælustu kvikmyndum sögunnar, eins og t.d. myndunum um Stjörnustríðið og Indiana Jones, en þegar tekið er mið af tekjum sem myndirnar hans hafa skilað samanlagt í kassann þá stenst honum enginn snúning, hvorki fyrr né síðar. Ford sagði, þegar hann tók við viðurkenningunni, að ferill hans byggðist á einni ákvörðun sem hann tók sem ungur maður í Wisconsin. Þá ákvað hann að kasta upp peningi um hvort hann ætti að reyna fyrir sér í New York eða Hollywood: „Peningurinn valdi New York svo ég ákvað að láta tvö af þremur köst- um ráða. Heppnin hefur verið með mér síðan.“ Harrison Ford er í Deuville til að fylgja eftir kvikmyndinni K-19: The Widowmaker, þar sem hann leikur aðalhlutverkið á móti írska leik- aranum Liam Neeson en Ingvar Sigurðsson fer með aukahlutverk í myndinni. Ford er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Unn- usta Fords, leikkonan Calista Flock- hart, sem lék aðalhlutverkið í sjón- varpsþáttunum um Ally McBeal, er í för með honum í Frakklandi. Frakkar heiðra Ford Harrison Ford fékk forláta verðlaunagrip í lok kvöldstund- arinnar sem haldin var honum til heiðurs í Deauville.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.