Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 52
„EINS OG eðlilegt er hefur verið
töluvert stress í gangi. Nú er allt að
smella saman í alveg hreint frá-
bæra sýningu með leikaraúrvali úr
öllum fimm framhaldsskólunum,“
segir Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson, nemandi í Verslunarskól-
anum og fjármálastjóri leiksýning-
arinnar Fullkomið brúðkaup, og
telur upp sinn eigin skóla, Mennta-
skólann við Hamrahlíð, Mennta-
skólann í Reykjavík, Kvennaskól-
ann og Menntaskólann við Sund.
Þessi sameiginlega leiksýning
framhaldsskólanna fimm verður
frumsýnd í Loftkastalnum kl. 20 nk.
laugardag.
Þorvaldur Davíð rifjar upp að
talsverður undirbúningur hafi ver-
ið að sýningunni. „Hugmyndin kom
fyrst upp snemma í vor. Við byrj-
uðum fjögur úr jafnmörgum skól-
um að velta því fyrir okkur hvernig
væri að efna til samstarfs á milli
skólanna um eina stóra sýningu ein-
hvern tímann í maí. Eftir nokkrar
vangaveltur ákváðum við síðan að
láta hendur standa fram úr ermum
og sóttum um styrk fyrir sýning-
unni til Reykjavíkurborgar. Styrk-
inn fengum við og héldum því gal-
vösk áfram. Leikarar voru valdir úr
leikfélögum skólanna fimm því að
einn hafði bæst í hópinn og æfingar
hófust í júní. Við æfðum og tókum
að okkur nokkur verkefni fyrir
Reykjavíkurborg í júní og júlí, t.d.
17. júní, áður en við fórum í sum-
arfrí í ágúst. Nú erum við aftur
komin á fullt og ætlum að frumsýna
Fullkomið brúðkaup í Loftkastal-
anum á laugardaginn.“
Bakland í framhaldsskólunum
Þorvaldur segir að mesta vinnan
hvíli á herðum 11 manna hóps. Þar
fyrir utan hafi Leikfélagið Þrándur
gott bakland í öllum framhaldsskól-
unum fimm. Ótalinn fjöldi fram-
haldsskólanema komi því að und-
irbúningnum. „Sýningin sjálf er
ekki aðeins fyrir framhalds-
skólanema. Þó að sérstaklega verði
selt inn á sýningarnar í næstu viku í
framhaldsskólunum eru allir vel-
komnir á þær sýningar eins og aðr-
ar sýningar,“ segir Þorvaldur og
tekur fram að leiksýningin ætti að
höfða til allra aldurshópa. „Sýn-
ingin fjallar um verðandi brúðguma
sem vaknar upp daginn eftir stegg-
japartíið í herbergi sem hann þekk-
ir ekki og við hliðina á konu sem
hann þekkir ekki. Söguþráðurinn
gengur reyndar út á makalausan
misskilning með tilheyrendi gleði
og kátínu. Ekki má heldur gleyma
tónlistinni því að fjörug tónlist og
söngur er stór hluti af sýningunni.“
Fullkomið brúkaup er eftir Robin
Hawdon og í þýðingu Arnar Árna-
sonar. Leikstjóri er Magnús Geir
Þórðarsson og leikmyndahönnuður
er Frosti Friðriksson. Almennt
miðaverð á sýninguna er 1.500 kr.
og er boðið upp á sérstakan hóp-
afslátt.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fullkomið brúðkaup? Kannski ekki alveg.
Allt að smella
saman í Loft-
kastalanum
Fimm framhaldsskólar setja upp leiksýningu
TENGLAR
.....................................................
www.fullkomidbrudkaup.mis.is
52 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 3.55, 5, 7 og 9. Íslenskt tal. Vit 429
Líf þitt mun
aldrei verða eins!
Mel Gibson og Joaquin Phoenix í
magnaðri spennumynd eftir M. Night
Shyamalan, höfund og leikstjóra Sixth
Sense.
Það er einn í hverri
fjölskyldu!
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
Sýnd kl. 5.45, 8, 9.15 og 10.20. B.i. 12. Vit 427
EIGHT LEGGED FREAKS
Kvikmyndir.com
DV
1/2
SK.RadioX
SCOOBY- DOO
Sýnd kl. 4 og 6 Vit 398
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
27 þúsund áhorfendur
Sýnd kl. 6.
Líf þitt mun
aldrei verða eins!
Sjáið myndina í frábæru
nýju hljóðkerfi Háskólabíós
ÓHT Rás2
SK Radíó X
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12.
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
Roger Ebert
SG. DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV Mbl
Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum
sem fjallar um íslenskan mann, Jón Gnarr,
sem verður ástfangin af Kínverskri stúlku. Frá
sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
SK.RadioX
DV
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 10.15. Enskt tal.