Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 1

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 1
215. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. SEPTEMBER 2002 UTANRÍKISRÁÐHERRAR rík- janna fimm sem eiga fast sæti í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að tregða Íraka til að hlíta álykt- unum öryggisráðsins væri „alvarlegt mál og að Írak yrði að breyta afstöðu sinni“. Fyrr um daginn hafði George W. Bush Bandaríkjaforseti sagst „af- ar efins“ um að Saddam Hussein, for- seti Íraks, myndi kjósa að afstýra hernaðarárás Bandaríkjanna á Írak með því að verða við kröfum sem Bush gerði á fimmtudag, þegar hann ávarpaði allsherjarþing SÞ. Ummæli Bush komu á sama tíma og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, byrjaði fundahöld með fulltrúum Rússlands, Frakk- lands, Bretlands og Kína, sem eins og Bandaríkin eiga fast sæti í öryggis- ráði SÞ. Er meiningin að öryggisráðið semji nýja ályktun, þar sem kveðið yrði á um að Írakar eyðileggi gereyð- ingarvopn sín. Fram kom í máli Jacks Straws, ut- anríkisráðherra Bretlands, að aflokn- um fundinum að skilningur væri á því að setja þyrfti skýr tímamörk í nýrri ályktun öryggisráðsins en Bush hafði fyrr um daginn sagt að slík tímamörk yrðu að gera ráð fyrir því að Írakar yrðu við kröfum um afvopnun „innan fárra daga eða vikna, ekki mánaða eða ára“. Bush fékk síðan óvæntan stuðning í gærkvöld en þá sagði rússneski utan- ríkisráðherrann, Ígor Ívanov, að rík- isstjórn Íraks bæri sjálf ábyrgð á af- leiðingunum ef hún neitaði að sýna öryggisráðinu samstarfsvilja. Verð á hráolíu hækkaði nokkuð á mörkuðum í gær eftir að stjórnvöld í Írak höfðu farið hörðum orðum um ræðuna, sem Bush flutti í vistarver- um SÞ á fimmtudag. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Íraks, hafnaði alfarið þeim skil- yrðum sem Bush setti Írökum og sagði hann að vandinn yrði ekki leyst- ur með því að vopnaeftirlitsmönnum SÞ yrði leyft að koma aftur til Íraks. Írakar hefðu slæma reynslu af starfi vopnaeftirlitsins. Sagði Aziz að ræða Bush, þar sem varað var við því að hernaðarárás væri óhjákvæmileg ef SÞ tækist ekki að fá Íraka til að af- vopnast, hefði verið full af „lygum og rógburði“. Þá sagði Aziz að Írakar myndu kenna Bandaríkjamönnum lexíu ef þeir gerðu árás á landið. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði þessi viðbrögð Íraka hins vegar augsýnilega merkja að þeir hefðu „eitthvað að fela“. Ræða Bush í fyrradag hlaut nokk- uð jákvæð viðbrögð hjá stjórnvöldum Evrópuríkja og sumra arabaríkja. Var því vel tekið að Bandaríkjastjórn hefði loks ákveðið að vinna að úrlausn Íraksdeilunnar á vettvangi SÞ. Rúss- nesk, kínversk og japönsk stjórnvöld þrýstu þó áfram á Bandaríkjamenn að hugsa sig minnst tvisvar um áður en þeir efndu til stríðs í Mið-Austur- löndum. Bush „afar efins“ um að Írakar sjái að sér Reuters Íraskur maður kemur til bænagjörðar ásamt syni sínum í einni af moskum Bagdad í gær. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann muni taka til sinna ráða ef Írakar verða ekki við kröfum um afvopnun.  Hvetja/25 New York, Bagdad, Moskvu. AFP, AP. Ígor Ívanov segir Írak verða að taka afleiðingunum sýni það ekki samstarfsvilja EF marka má nýjar skoðanakann- anir í Þýskalandi hefur Gerhard Schröder, kanslari og leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins (SPD), náð þriggja prósentustiga forskoti á helsta keppinaut sinn, Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna, CDU og CSU. Virðist sem ákvörðun Schröders um að lýsa yfir algerri andstöðu sinni við hugs- anlega árás Bandaríkjanna á Írak hafi gengið vel í þýskan almenning. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi um næstu helgi. Schröd- er hefur átt undir högg að sækja fram að þessu en í tveimur skoð- anakönnunum, sem birtar voru í gær, kom fram að hann hefði nú skotist fram úr Stoiber. Schröder þótti m.a. standa sig betur í sjón- varpskappræðum um síðustu helgi. SPD hefur nú 40% fylgi meðal kjósenda en kosningabandalag CSU og CDU 37%, skv. könnun ZDF- sjónvarpsstöðvarinnar. Skoðana- könnun dagblaðsins Die Welt sýndi svipaða niðurstöðu. Frjálsir demó- kratar, sem Stoiber vill fá í stjórn með sér, fá 7,5% en Græningjar, sem sitja í stjórn með SPD, fá 7%. Þeir Schröder og Stoiber mættust í síðasta skipti fyrir kosningarnar í gær en þá fór fram umræða á þýska þinginu um fjárlög ársins 2003. Sagði Stoiber að Schröder hefði mis- tekist hrapallega að vinna á atvinnu- leysisvandamálinu en um 4 milljónir Þjóðverja eru nú án atvinnu, um það bil jafnmargir og þegar Schröder komst til valda fyrir fjórum árum. Sakar Schröder um að ala á stríðsótta meðal Þjóðverja Sakaði Stoiber kanslarann um að reyna að fela slaka frammistöðu sína í atvinnu- og efnahagsmálum með því að ala á stríðsótta fólks og sagði ennfremur að með því að lýsa sig mótfallinn árás á Írak hefði Schröd- er einangrað Þýskaland á alþjóða- vettvangi. Schröder sagði Stoiber hins vegar ekki hæfan í embætti kanslara. „Þú vilt verða kanslari en þú ræður eng- an veginn við verkefnið,“ sagði hann. Schröder nú með 3% forystu á Stoiber Berlín. AFP. Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Joschka Fischer utanríkisráðherra (t.v.) fylgjast með Edmund Stoiber í gær. VLADÍMÍR Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki vel við að vera spurður um það hvernig hann greiddi fyrir við- gerðir, sem hann þurfti nýverið að láta gera á glæsilegu sumarhúsi sem hann á í vesturhluta landsins. Það fékk fréttamaður einkarek- innar sjónvarpsstöðvar að reyna í vikunni er Meciar brást illur við og sló fréttamanninn bylmingshögg í öxlina. Viðgerðirnar á sumarhúsi Meci- ars, sem kostuðu um 600 milljónir ísl. kr., komust í hámæli fyrr á árinu en Meciar var þá yfirheyrður af skattayfirvöldum í landinu vegna málsins. Mun Luboslav Choluj, fréttamað- ur hjá JOJ-sjónvarpsstöðinni, hafa spurt Meciar tvívegis um málið í vikunni en fékk engin svör heldur lét Meciar hann hafa það óþvegið. Segir Choluj að Meciar hafi sagt við sig í kjölfarið: „Ef þú spyrð mig að þessu einu sinni enn, þá kýli ég þig þannig að þú gleymir því ekki.“ Zaneta Pittnerova, sem er tals- maður stjórnmálaflokks Meciars, HZDS, sagði Meciar einungis hafa slegið frá sér í sjálfsvörn – eftir að Choluj hafði sparkað í forsætisráð- herrann fyrrverandi. Sagði Pittn- erova fréttaflutning af atvikinu til marks um fjandskap fjölmiðla í garð Meciars sem vonast til að setj- ast aftur í forsætisráðherrastól að loknum þingkosningum, sem fara fram í Slóvakíu um næstu helgi. Meciar hefur sagt að hann hafi fengið lán hjá þýskum vini sínum, viðskiptajöfrinum Peter Ziegler, fyrir viðgerðunum á sumarhúsinu. Illa við ágenga frétta- menn Bratislava. AFP. BANDARÍKJAMENN hafa hand- samað Ramzi Binalshibh, sem sterk- lega er grunaður um að hafa leikið veigamikið hlutverk við undirbúning hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunn- ar sögðu að Bin- alshibh hefði ver- ið handsamaður í Pakistan og að hann væri nú í haldi í Þýska- landi. Í viðtali við sjónvarpsstöðina al-Jazeera í vik- unni hreykti Binalshibh sér af því að hafa tekið virkan þátt í skipulagn- ingu árásanna, sem kostuðu 3.000 manns lífið. Hefur hann sagst vera aðgerðastjóri al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna. Talið er að hann hafi ætlað að vera í hópi flugræningj- anna en hann mun hafa lent í vand- ræðum með vegabréfsáritun til Bandaríkjanna þegar til kom. Bin- alshibh er talinn hafa verið meðleigj- andi Mohameds Atta, meints höfuð- paurs flugræningjanna. Höfuðpaur handtekinn Washington. AFP. Binalshibh

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.