Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 2

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLandsliðskonurnar setja markið hátt / B4 Fylkismenn eru hungraðri í titilinn / B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hyggjast rifta samningi sínum við Ís- lensku menntasamtökin um rekstur Áslandsskóla og ráða nýjan skóla- stjóra. Að sögn bæjarstjóra liggur fyrir yfirlýsing kennara um að þeir taki til baka uppsagnir sínar taki bæjarfélagið yfir rekstur skólans. Stjórnendur Áslandsskóla ákváðu seint í fyrrakvöld að ganga að öllum kröfum kennara skólans eftir að ell- efu kennarar sögðu upp störfum sín- um fyrr um daginn. Kröfurnar höfðu kennararnir sett fram í bréfi til skólastjóra á þriðjudag en þær vörð- uðu meðal annars vinnuálag og stjórnun skólans. Kennarar sendu svo frá sér yfir- lýsingu í fyrrinótt þar sem sagði að uppsagnirnar yrðu ekki dregnar til baka og í gær bættust tvær upp- sagnir við þær sem fyrir voru. Í ann- arri yfirlýsingu kennaranna frá í gær segja þeir ekki ástæðu til að fjalla um málið frekar í fjölmiðlum, „enda verður deilan ekki leyst þar“, eins og segir í yfirlýsingunni. Stjórn ÍMS mætti ekki til fundar með fræðsluyfirvöldum Stjórn Íslensku menntasamtak- anna var boðuð á fund fræðsluyfir- valda í Hafnarfirði í gær, fyrst um morguninn og svo var honum frestað þar til eftir hádegi en að sögn Magn- úsar Baldurssonar fræðslustjóra mætti enginn fulltrúi hennar á fund- inn. Í framhaldinu var að sögn Magnúsar fundað með fulltrúum for- eldra barna í skólanum og um eft- irmiðdag í gær boðuðu bæjaryfirvöld til fundar í Áslandsskóla með for- eldrum barna í hverfinu. Á fundinum tilkynnti Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þá ákvörðun sína að leggja til að samningum við Íslensku menntasamtökin yrði rift. „Við munum taka yfir ráðningar- samninga kennara en fyrir liggur yf- irlýsing þeirra um að þeir eru allir tilbúnir til að falla frá uppsögn sinni ef bæjarfélagið tekur yfir rekstur skólans. Við munum einnig leggja fram tillögu um ráðningu nýs skóla- stjóra sem mun halda utan um stjórn skólans fram til áramóta og síðan verður sú staða auglýst,“ sagði Lúð- vík í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum. Hann sagði að boðað yrði til auka- fundar í fræðsluráði á mánudag þar sem tillagan yrði til umfjöllunar og í framhaldi af því átti hann von á að hún kæmi til afgreiðslu bæjarstjórn- ar á þriðjudagskvöld. Nýr skóla- stjóri tæki síðan til starfa í skólanum á miðvikudagsmorgun. Lúðvík sagði að rík áhersla yrði lögð á gott samstarf við foreldra, kennara og starfslið skólans og að áfram yrði reynt að starfa eftir þeirri hugmyndafræði sem skólinn hefur byggt á hingað til. „Við höfum lagt áherslu á að tryggja starfsfrið í skól- anum og munum kappkosta að koma með alla þá aðstoð og þjónustu inn í skólann sem þarf til að koma þessum málum í lag.“ Óskuðu eftir tíma til að leysa málið Böðvar Jónsson, formaður stjórn- ar ÍMS, segir ástæðu þess að stjórn- in mætti ekki til fundar með fræðslu- yfirvöldum í Hafnarfirði í gær, vera fyrst og fremst þá að of stuttur tími gafst fyrir stjórnina til að átta sig á staðreyndum málsins. Hún hafi talið að með því að ákveða að ganga að öll- um kröfum kennaranna í gær væri búið að höggva á ákveðinn hnút. „Síðan kom í ljós að þetta dugði ekki til og uppsagnirnar yrðu látnar standa og það kom okkur gersam- lega í opna skjöldu. Þá höfðum við samband við skólaskrifstofuna og sögðum að við teldum illgerlegt að mæta á fund til að ræða þessi mál fyrr en það lægi ljóst fyrir hvers vegna uppsagnirnar væru látnar standa.“ Hann segir að í framhaldinu hafi skólastjórnendur boðað til fundar með kennurum síðar um daginn þar sem reynt yrði að komast til botns í málunum og óskaði stjórn ÍMS eftir því við fræðsluyfirvöld að þeim yrði gefinn tími til að reyna að leysa mál- ið. Í framhaldi af fundi með kenn- urum yrði ekkert því til fyrirstöðu að funda með fræðsluyfirvöldum. Þessu hafi hins vegar verið hafnað. Ekkert hafi síðan orðið af fundi skólastjórn- enda með kennurum. Spurður um framhald málsins af hálfu ÍMS segir Böðvar að samning- ur samtakanna við bæjaryfirvöld verði skoðaður og þá sérstaklega þau ákvæði sem lúta að uppsögn hans. „Það sem gerir þetta nokkuð snúið er að þetta er keyrt áfram af svo miklum hraða að það tekur eitt við af öðru án þess að hægt sé að komast til botns í nokkru.“ Foreldrar harma deilur með tilvísan í hagsmuni barna sinna Að lokinni tilkynningu Lúðvíks á fundinum í gær samþykktu foreldrar ályktun vegna málsins þar sem með- al annars segir: „Foreldrar harma ennfremur það drullukast sem aðilar viðhafa í fjölmiðlum þessa dagana og harma sérstaklega að það skuli gert með tilvísan í hagsmuni barna okkar. Foreldrar barna í Áslandsskóla frá- biðja börnum sínum að deiluaðilar og þeir sem boða pólitískan rétttrúnað um rekstur gunnskóla, á hvaða veg sem vera skal, beiti skóla barnanna okkar til þess að níða skóinn hver af öðrum eða berja sér á brjóst.“ Þá segir að starfsemi skólans hafi frá upphafi mætt miklum mótbyr og verið pólitískt deiluefni. Margir for- eldrar hafi tekið vel í þær nýjungar sem kynntar voru í skólastarfinu en hins vegar hafi foreldrar margítrek- að gert alvarlegar athugasemdir við stjórnskipulag og ábyrgð stjórn- enda. „Það er alls kostar óviðunandi að okkar mati hvernig skólastjórn- endur og forsvarsmenn ÍMS brugð- ust við kalli kennara um úrlausnir en á móti gáfu kennarar skólastjórn- endum óraunhæf tímamörk til þess að svara athugasemdum þeirra.“ Fara foreldrar fram á það við bæj- aryfirvöld að áfram verði byggt á því sem vel hefur tekist í skólahaldinu og að skapaðar verði aðstæður til að vinna að metnaðarfullu og fram- sæknu skólastarfi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ákveða að rifta samningi við rekstraraðila Áslandsskóla Fyrir liggur yfirlýsing kennara um að þeir dragi uppsagnir til baka Morgunblaðið/Golli Það var þungt hljóð í foreldrum á fundi þeirra í gær með bæjarstjóra og í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fundinum eru deiluaðilar gagnrýndir fyrir að hafa ekki borið gæfu til að leysa ágreiningsefni sín. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Hreyfingu. Blaðinu verður dreift á höf- uðborgarsvæð- inu. VÍGÐ voru í gær við hátíðlega athöfn snjó- flóðavarnarmannvirkin í Neskaupstað. Um- hverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir var við- stödd vígsluna og afhjúpaði upplýsinga- og leiðbeiningaskilti um garðinn og upp- takastoðvirkin en sr. Sigurður Rúnar Ragn- arsson blessaði mannvirkin. Þá flutti Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ávarp og Blús-, rokk- og djassklúbburinn á Nesi flutti nokkur lög. Snjóflóðavarnarmannvirkin, sem kostuðu um 600 milljónir króna, og er ætlað að verja byggðina flóðum úr Drangagili, samanstanda af 400 metra löngum og 15 metra háum þver- garði sem ætlað er að stöðva flóð sem á hann falla. Ofar í hlíðinni eru keilur sem eiga að kljúfa snjóflóð og draga úr þeim kraft áður en þau falla á garðinn. Loks eru svokölluð upptakastoðvirki efst í Drangagili sem ætlað er að koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað. Óhætt er að segja að varnarmannvirkin séu mikilfengleg og fellur garðurinn ótrú- lega vel inn í landslagið. Garðurinn og um- hverfi hans eru þegar orðin mikið gróin og er þar nú vinsælt útivistarsvæði. Þá er garð- urinn aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem flykkjast að honum til að skoða hann. Áður en til vígslu kom fór Siv Friðleifs- dóttir með þyrlu upp í Drangaskarð til að skoða upptakastoðvirki sem þar hafa verið reist sl. tvö sumur af frönskum verktökum. Þessi varnarmannvirki eru fyrsti áfanginn í vörnum gegn snjóflóðum fyrir byggð í Nes- kaupstað og áætlað er að fljótlega verði haf- ist handa við að reisa svipuð mannvirki í Tröllagili sem er innan við Drangagil. Snjóflóðavarnarmann- virkin í Neskaupstað vígð Neskaupstað. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Gestir stilltu sér upp á snjóflóðavarnargarðinum við vígsluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.