Morgunblaðið - 14.09.2002, Side 4

Morgunblaðið - 14.09.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa, Menningar- og fræðslusamband al- þýðu og idan.is (Samtök iðnaðar- ins) hlutu starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar fyr- ir árið 2002 og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fulltrúum verðlaunahafanna verð- launin í húsakynnum Alþýðu- sambands Íslands í gær. Þetta er í þriðja sinn sem starfs- menntaverðlaunin eru veitt en í fyrsta sinn sem afhending verð- launanna fer fram í tengslum við Viku símenntunar. Þau eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskar- andi starf á sviði starfsmenntunar á Íslandi í flokki fyrirtækja og fé- lagasamtaka, flokki skóla og fræðsluaðila og í opnum flokki. Tilgangurinn er að styðja við ný- sköpun og framþróun starfs- menntunar ásamt því að vekja at- hygli á málefninu, en verðlaunin eiga að vera verðlaunahöfum hvatning til áframhaldandi starfa og öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði. Mega nota nýtt verðlaunamerki Nýtt merki starfsmannaverð- launanna var hannað og býðst verðlaunahöfum ársins að nota það til kynningar á útnefningunni næstu þrjú árin, en þeir fengu auk þess sérstaka verðlaunagripi eftir Helga Gíslason. Jón Steindór Valdimarsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði við afhendinguna að hann væri stoltur af verkefninu sem hefði verið verðlaunað og væri upplýsingavefur ætlaður ungu fólki, en idan.is er rekin af Samtökum iðnaðarins í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, nám í námsráðgjöf við HÍ, Morgunblaðið og námsráðgjafa framhaldsskóla. Haukur Harð- arson, formaður stjórnar MFA, sagði að verðlaunin væru mikil hvatning og þakkaði öllum sem höfðu lagt verkefninu lið. Hall- grímur Gíslason, verkefnisstjóri ÚA-skólans, sagði að verðlaunin væru viðurkenning á því sem hefði verið gert á árinu, hvatning til að gera enn betur og áskorun til ann- arra fyrirtækja um að huga að sí- menntun og gera betur en ÚA. Í dómnefnd voru Anna Kristín Halldórsdóttir, Baldur Gíslason, Halldór Frímannsson, Jónína Giss- urardóttir, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, Örn D. Jónsson og Jó- hannes Einarsson, formaður nefndarinnar. Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar Morgunblaðið/Sverrir Að verðlaunaafhendingunni lokinni. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Jón Steindór Valdi- marsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Hallgrímur Gíslason, verkefnisstjóri ÚA-skólans, Haukur Harðarson, formaður stjórnar MFA, og Jóhannes Einarsson, formaður dómnefndar. Hvatning og öðr- um til fyrirmyndar LIÐ lagadeildar bar sigurorð af nemendum í læknadeild í spurn- ingakeppninni Kollgátunni, en úr- slitaviðureignin fór fram í gær á Stúdentadeginum, sem var nú hald- inn í þriðja sinn. Keppnin hefur staðið alla vikuna en allar deildir skólans tóku þátt í henni og var það Logi Bergmann Eiðsson sem spurði keppendur spjörunum úr. Í liði laganema voru Arnar Þór Stefáns- son, Stefán Bogi Sveinsson og Mar- grét Urður Snædal og í liði lækna- nema Eyjólfur Þorkelsson, Gísli Björn Bergmann og Snorri Freyr Donaldsson. Laganemar voru sigursælir í dag en lið þeirra sigraði sömuleiðis HM 2002, eða Happdrættismótið 2002 í knattspyrnu. Þá var auk þess keppt í fjölbragðaglímu, bandí og um tit- ilinn sterkasti stúdentinn. Morgunblaðið/Kristinn Lið laganema sigraði í Kollgátunni SÍÐAN 11. september í fyrra hafa verið tekin rúmlega 11 þúsund vopn af flugfarþegum í Leifsstöð samhliða hertu vopnaeftirliti sem hófst eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjun- um.Vopnafjöldinn samsvarar því að tollverðir hafi lagt hald á 30 vopn á dag. Mest er um skæri og hnífa, sem ekki er leyfilegt að taka með sér í flugvél sem handfarangur, en einnig hafa verið teknir 4 úðabrúsar og eft- irlíkingar af byssum. Bandaríska flugmálastjórnin gerði sýslumannsembættinu á Keflavíkur- flugvelli að framfylgja mjög ströngu vopnaeftirliti í kjölfar árásanna 11. september í fyrra og segir Kári Gunn- laugsson, deildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, að farþegar hafi sýnt aðgerðum tollvarða skilning og þolinmæði. Munirnir sem teknir hafa verið af fólki fylla nú 50 kassa og fara þeir í eyðingu. Haldlögð skæri eru 5.266 og hnífar 3.167. Kári segir þessa hluti af öllum gerðum, bæði stóra og litla hnífa og skærin sömuleiðis. Tollverðir hafa einnig tekið stunguvopn og aðra oddhvassa hluti í þúsundatali. Kári Gunnlaugsson segir farþega ekki smygla vopnum viljandi, heldur virðist fólk gleyma vopnabanninu þegar það pakkar niður og setur þá skæri og aðra bannvöru í hand- farangur sinn fyrir klaufaskap. „Þeir taka þessu ótrúlega vel og biðjast af- sökunar á gleymskunni,“ segir Kári aðspurður hvernig farþegar bregaðst við. „Við höfum reynt að auglýsa bannið og bent fólki á að hafa þessa hluti í farangri sem það tékkar inn í vél, í stað þess að hafa þá í hand- farangrinum, en fólk á eingöngu á hættu að missa þessa hluti ef þeir eru í handfarangri.“ Kári segir ekkert málanna hafa orðið að lögreglumáli. 30 vopn tekin daglega af flugfarþegum GARÐAR Bergendal, bóndi í Hríf- unesi í Skaftártungum, áformar að virkja Hólmsá, sem rennur fyrir framan bæinn, en hann á landið beggja megin árinnar. Garðar ætlar að stífla ána á nokkrum stöðum, en hver stífla mun gefa um 7,5 MW. Þannig telur hann að virkjunin gæti í heild gefið 40 MW, jafnvel meira. Til samanburðar má nefna að Laxár- stöðvarnar í S-Þingeyjarsýslu gefa samanlagt 28 MW. Garðar segir að það eigi eftir að koma í ljós hversu margar stíflurnar verði. Ætlar hann að leggja rafmagns- línu til Kirkjubæjarklausturs og tengja virkjunina þannig raforku- kerfi Landsvirkjunar og selja orkuna. Fyrsta hagkvæmniathugun bendi til þess að um mjög hagkvæm- an virkjunarkost sé að ræða. Garðar segist telja að hann þurfi ekki að fara með virkjunarframkvæmdirnar í mat á umhverfisáhrifum, þar sem hver stífla verði undir 10 MW og landið er í hans eigu. Þó þurfi lagn- ing raflínunnar líklega að fara í slíkt mat. Garðar segir ómögulegt að segja til um hvenær virkjunin gæti verið tilbúin, það fari t.d. mikið eftir því hvort frumvarp til raforkulaga, sem verður lagt fyrir Alþingi að nýju á komandi þingi, verður samþykkt. Ef allt gangi að óskum gætu fram- kvæmdir við fyrstu stífluna þó hafist næsta vetur. Garðar segir að um rennslisvirkj- un sé að ræða og því fari ekkert land undir uppistöðulón, vatni verði ekki safnað fyrir ofan stíflu. Stíflan verði 13 metra há og nýtanleg fallhæð 11 metrar. Gljúfrið sem áin rennur í fyllist af vatni en ekkert umframland fari undir. „Það verða engin um- hverfisspjöll, hér er engu landi sökkt undir vatn. Ég vil ekki skemma land- ið heldur láta náttúruna halda sér sem mest,“ segir Garðar. Ferðaþjón- usta er veitt í Hrífunesi og eru m.a. fljótasiglingar stundaðar á ánni, sem Garðar telur að geti farið vel saman með virkjun árinnar. Ekkert hefur verið ákveðið um fjármögnun framkvæmdarinnar. Er heildarfjárþörf til fyrstu stíflunnar áætluð um 860 milljónir króna og ráðgert að nýtingartími virkjunar- innar yrði ríflega 7.500 stundir. Stífl- an sem áætlað er að reisa fyrst yrði um 100 metra löng. Í arðsemismati sem Íslensk orkuvirkjun hefur gert fyrir landeigendur í Hrífunesi er lagt til að virkjað rennsli verði í hámarki 88 m3/sek. Í flóðum nær rennsli ár- innar á annað hundrað rúmmetra á sekúndu. Virkjun Hólms- ár talin hag- kvæmur kostur Hver stífla gæfi 7,5 MW Ljósmynd/Garðar Bergendal Áætlanir gera ráð fyrir því að fyrsta stíflan, sem verður um 100 metra breið, muni rísa á þessum stað í ánni. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær tvítugan mann í fjög- urra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir á síðasta ári. Ákærði var fundinn sekur um lík- amsárásir gegn sex manns, mönn- um, konum og börnum, auk þess sem hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hindra lög- reglumenn í starfi. Þá var ákærði sakfelldur fyrir um- ferðarlagabrot vegna ölvunarakst- urs og sviptur ökurétti í ár og sekt- aður um 60 þúsund krónur. Var hann einnig dæmdur til að greiða einum brotaþolanna 21.900 krónur í skaða- bætur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hefur bætt ráð sitt og farið í fíkniefnameðferð. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp dóminn. Fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði á fimmtudag bifreið í Hestfirði og fann í henni lít- ilræði af amfetamíni og um 200 sveppi. Grunur hafði vaknað um að ökumaðurinn hefði fíkniefni í fórum sínum og hefði stundað fíkniefnadreifingu á norðan- verðum Vestfjörðum. Maðurinn er um þrítugt og hefur komið við sögu fíkni- efnamála áður. Hann neitaði lögreglu um aðgang að bif- reiðinni þegar hún ætlaði leita í henni og fékk þá lögreglu- stjórinn á Ísafirði leitarheim- ild í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn, sem er búsettur á Ísafirði, var yfirheyrður af lögreglu og sleppt að yfir- heyrslum loknum. Telst málið upplýst. Lögreglan hvetur þá sem hafa minnsta grun um fíkni- efnameðhöndlun að gera lög- reglunni viðvart. Fyllsta trún- aðar og nafnleyndar er gætt. Stöðvaður með am- fetamín og 200 sveppi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.