Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 8

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ fordmondeo Keyrðu og finndu að í Ford Mondeo færðu meira af öllu. Þú upplifir að nýr Mondeo gefur þér miklu meira en þú áttir von á. Komdu og keyrðu. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér. Takmarkað magn. Pantaðu núna. Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.000 kr. Br imborg Reyk jav ík - Br imborg Akureyr i - br imborg. is Keyrðu ... og upplifðu Gagnagrunnurinn mennt.is Frætt um framhaldsnám MENNT, sam-starfsverkefni at-vinnulífs og skóla, hefur sett upp vefsíðuna mennt.is þar sem finna má upplýsingar um náms- framboð á Íslandi fyrir of- an grunnskólastig. Hvað er mennt.is og hverjir standa að baki síð- unni? „Mennt.is er gagna- grunnur sem getur hýst allar upplýsingar um námsframboð á Íslandi fyrir ofan grunnskólastig. Eins og er má finna í gagnagrunninum upplýs- ingar um framboð 80–90 fræðsluaðila um allt land. Þar er jafnt um að ræða framhaldsskóla, sérskóla, háskóla og síðan þá sem bjóða upp á stök námskeið.“ Vefsíðan er þá ekki síður hönn- uð fyrir þá sem komnir eru yfir framhaldsskólastigið og eru jafn- vel að huga að endur- eða sí- menntun? „Vefurinn er hugsaður þannig að hann nái öllu fyrir ofan grunn- skóla. Þar má því finna framhalds- skóla þar sem hægt er að taka bæði stúdentspróf og styttri brautir, sérskóla á borð við Iðn- skólann í Reykjavík og það sem hann býður upp á til sveinsprófs, meistaraprófs, stúdentsprófs og styttri brauta og síðan háskólana, fyrstu gráður þeirra og styttri brautir, sem og allt þar fyrir of- an.“ Hvert er hlutverk vefsíðunnar? Vísar hún bara á tengisíður eða sker hún sig úr að einhverju leyti? „Það eru svo margir sem bjóða upp á nám á Íslandi í dag að ég held að fæstir geri sér grein fyrir þeim fjölda, en samkvæmt lista sem við tókum saman fyrir nokkr- um árum buðu rúmlega 300 aðilar upp á einhvers konar nám fyrir of- an grunnskólastig og í sí- og end- urmenntun. Þegar svo mikið er í boði, getur verið erfitt fyrir not- andann að átta sig á því hvað í boði er og hvað hentar honum best. Við höfum reynt að taka á þessum vanda með því að smíða gagnagrunn þar sem upplýsingar um námsframboð eru settar inn á stöðluðu formi. Þá er hægt að bera námið saman og sjá svart á hvítu hvað verið er að bjóða upp á. Ef við tökum til að mynda dæmi af tungumálanámi þá geta gæðin og kennsluaðferðir verið mjög misjöfn eftir fræðslu- aðilum. Hjá okkur má hins vegar skýrlega sjá hver kennarinn er, hver bakgrunnur hans er, hvað kostar að stunda námið og hvað er innifalið í því verði svo sem náms- gögn og kaffi ef því er að skipta. Eins má fá upplýsingar um hve- nær er hægt að stunda námið og hvort hægt sé að stunda það sem fjarnám, en þessi atriði eru kannski ekki alltaf sýnileg þegar farið er í gegnum blöðin, og aug- lýsingar eða vefsíður skoðaðar. Annað dæmi sem við höfum gjarn- an tekið er að sumir að- ilar stærri og þekktari koma kannski auðveld- legar upp í hugann en þeir smærri þegar fólk velur sér námskeið, þótt annað kunni að henta viðkom- andi betur.“ Eru fordæmi fyrir svipuðum gagnagrunnum erlendis? „Það eru mörg dæmi um svip- aða gagnagrunna erlendis og má nefna www.learndirect.co.uk í Bretlandi, sem dæmi, www.alx.org – sem stendur fyrir American learning exchange í Bandaríkjunum og vidar.dk í Dan- mörku. Grunnurinn er búinn að vera lengi vinnslu hjá okkur – ein fjögur ár, en félagasamtökin Mennt voru sett á fót árið 1998 og hefur helsta stefnumál félagsins frá upphafi verið að koma upp gagnagrunni um námsframboð á Íslandi.“ Hefur ekki verið tímafrekt að safna saman upplýsingum um nám svo margra og ólíkra fræðsluaðila? „Erfiðleikarnir hafa ekki síst falist í því hvað þessi markaður er síbreytilegur. Fræðsluaðilar koma og fara, en í minnstu tilfell- um getur jafnvel verið um nám- skeið í heimahúsum að ræða. Við höfum því þurft að markaðssetja vefinn mjög stíft til fræðsluaðil- anna sjálfra og nota öll tækifæri til að ná til þeirra. Til að mynda vorum við með kynningu fyrir fræðsluaðila og skólafólk á UT- ráðstefnu menntamálaráðuneytis- ins í ár. Til að auðelda frekari vinnu höfum við síðan þann hátt- inn á að fræðsluaðilarnir sjálfir sjá um að ská inn gögn fyrir sitt nám í gagnagrunninn. Þetta hentar bet- ur þar sem markaðurinn er lifandi og síbreytilegur, en skráning og upplýsingasöfnun var gjarnan dýr þáttur hjá erlendu gagnagrunn- unum. Stærsti þátturinn í sam- bandi við þróun grunnsins hefur því verið að þróa skráningakerfið svo það yrði sem einfaldast og hentugast fyrir fræðsluaðilana. Fyrir þá stærri fræðsluaðila sem eru með sinn eiginn gagna- grunn getum við síðan komið á tengingu svo þeir skrá upplýsingarn- ar bara í sinn gagnagrunn eins og áður og svo eru þær speglaðar yfir í gagnagrunn okkar. Til að koma svo í veg fyrir að við sitjum uppi með gamlar og úreltar upplýsing- ar leyfir kerfið ekki birtingu gagna sem eru orðin eldri en sex mánaða. Viðkomandi fræðsluaðili þarf því að skoða upplýsingar sín- ar reglulega til að ganga úr skugga um að þær séu gildar.“ Tryggvi Thayer  Tryggvi Thayer er fæddur 24. maí 1968 í Austin, Texas. Hann lauk stúdentsprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík 1990 og nam heimpeki við Háskóla Ís- lands á árunum 1993–1997. Tryggvi hefur starfað sem verk- efnisstjóri hjá Mennt frá því í byrjun árs 2001. Hann var áður verkefnisstjóri hjá Miðstöð Evr- ópusambandsins um þróun starfsmenntunar á Grikklandi 1998–2001 og verkefnisstjóri hjá Rannsóknarþjónustu Háskóla Ís- lands 1997–1998. Sambýliskona Tryggva er Hlín Gylfadóttir myndlistarkona og eiga þau dótt- urina Ásrúnu. Markaður- inn er síbreytilegur ALÞJÓÐLEGI skákmeistarinn Stefán Kristjánsson í Skák- félaginu Hróknum mætir tékk- neska stórmeistaranum Tomas Oral í Hreyfilseinvíginu 2002, sem verður haldið í Þjóðarbók- hlöðunni og hefst í dag. „Þetta er spennandi verkefni og það verður teflt fyrir áhorf- endur,“ segir Stefán Kristjáns- son, sem er nýkominn frá Sví- þjóð þar sem hann var í sveit Menntaskólans við Hamrahlíð, sem sigraði með yfirburðum á Norðurlandamóti framhalds- skóla. Í fyrradag tefldi hann fjöltefli við grunnskólabörn á Stokkseyri og Eyrarbakka en segir að verkefnið nú sé annars eðlis og mun sterkara en nýliðin átök. „Það er mjög stórt skref á milli, en ég læri eflaust mikið á þessu sex skáka einvígi,“ segir hann og bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hann taki þátt í einvígi við svona sterkan mót- herja. Stefán verður tvítugur í des- ember en hann fékk alþjóðlegan titil á árinu og er með 2.428 skákstig. Tomas Oral verður 25 ára í desem- ber, en hann er með 2.549 Elo-stig. Hann sigraði á Símaskákmótinu í mars sl. og teflir fyrir Hrókinn á Ís- landsmóti skákfélaga í vetur, eins og í vor og vorið 2001. Fyrir um tveimur árum mættust kapparnir í Reykjavíkurskákmótinu og tapaði Stefán eftir tæplega 70 leiki. Hann segist hafa skoðað skákir Tékkans og kynnt sér byrjanir hans til að vera við öllu búinn. Gott tækifæri „Tomas Oral er mjög sterkur skákmaður og fyrirfram búast sjálf- sagt flestir við að hann sigri en ég verð að hafa trú á sjálfum mér, það er mjög jákvætt að fá þetta tækfæri, ég reyni að gera mitt besta og við sjáum til.“ Hrafn Jökulsson, forseti Skákfélagsins Hróksins, segir í blaði félagsins um einvígið að Stefán hafi alla burði til að vera 10. stórmeistari Íslendinga í skák. Aðspurður segir Stefán að það sé markmiðið og hann gefi sér þrjú til fjögur ár til að ná áfanganum. „Hjá mér snýst allt um skákina og ég hef hug á að gera hana að atvinnu minni.“ Taflfélag Hreyfils hefur starfað frá 1954 og var mjög öflugt á tímabili en liður í ein- víginu er að vekja athygli á starfseminni og auka um leið áhuga almennings á skákinni. Skákfélagið Hrókurinn stendur að einvíginu í sam- vinnu við Hreyfilsmenn og seg- ir Hrafn Jökulsson að með Hreyfilseinvíginu 2002 sé verið að heiðra fyrrverandi og núver- andi skákmenn Hreyfils. Einvígið verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni 14. til 19. september. Um helgina hefjast skákirnar kl 12, klukkan 16 mánudag til miðvikudags, en sjötta skákin hefst klukkan 14 á fimmtudag í næstu viku. Sigurvegarinn fær 1.000 dollara í verðlaun en önnur verðlaun nema 500 dollurum. Stefán Kristjánsson og Tomas Oral í Hreyfilseinvíginu „Teflt fyrir áhorfendur“ Stefán Kristjánsson, alþjóðameistari í skák.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.