Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 23
ríkjunum, nema við ferns konar veið- ar við Alaska. Þingið hefur bannað notkun slíks kvótakerfis, en við erum að vinna að því að fá því banni hnekkt. Við teljum að kvótakerfi eins og á Íslandi sé afskaplega mikilvægt til þess að stjórna fiskveiðum, enda hafa Íslendingar sýnt hve miklu það getur skilað. Við höfum notað sóknardaga í tölu- verðum mæli, en teljum kvótakerfi betri leið til að ná árangri í fiskveiði- stjórnuninni. Við þurfum að minnka flotann en í Bandaríkjunum eru eng- ir opinberir styrkir til sjávarútvegs- ins. Þess vegna gæti kvótakerfi kom- ið sér vel á þann hátt að sjávarútvegurinn sjálfur myndi þá kaupa þá út, sem vilja hætta, eins og er á Íslandi.“ Stöndum á krossgötum Hvernig gengur uppbygging fiski- stofnanna? „Við stöndum á krossgötum á viss- an hátt í fiskveiðistjórnuninni. Upp- bygging ofveiddra fiskistofna hefur reynzt sjávarútveginum erfið. Mikið er um málsóknir og skaðabótakröfur á hendur yfirvalda vegna ýmissa reglugerða sem settar hafa verið til að byggja upp fiskistofna og skerða um leið athafnafrelsi sjómanna. Rétt- arkerfið leikur því orðið nokkurt hlutverk í fiskveiðistjórnun. Niður- staða dómara getur til dæmis verið á þann veg að við verðum að ljúka upp- byggingu tiltekins stofns fyrir ágúst 2003. Þarna erum við í töluverðum vanda því það er ljóst að stjórnvöld í „ÉG tel íslenzka fiskveiðistjórnunar- kerfið mjög gott og tel að slíkt kerfi myndi henta vel við fiskveiðistjórnun í Bandaríkjunum. Vandi okkar er umframveiðigeta fiskiskipaflotans og við þurfum að sníða veiðigetuna að veiðiþoli fiskistofnanna. Þegar of mörg skip eltast við of fáa fiska tapa allir á veiðunum, samkeppnin verður of mikil og hætta á því að verr verði farið með auðlindina en ella. Við verðum að draga úr veiðigetunni og til að geta það þurfum við kerfi eins og íslenzka kvótakerfið,“ segir Will- iam T. Hogarth, aðstoðarfram- kvæmdastjóri NOAA Fisheries í Bandaríkjunum, í samtali við Morg- unblaðið. 2.400 starfsmenn NOAA, sem er stofnun sem fer með málefni sjávar og loftslags í Bandaríkjunum, ber meðal annars ábyrgð á fiskveiðistjórnun í landhelgi Bandaríkjanna utan þriggja mílna. Á fjárlögum þessa árs hefur sjávarút- vegsdeildin yfir að ráða um 68 millj- örðum íslenzkra króna. Starfsmenn eru yfir 2.400 á fimm svæðum. Stofn- unin rekur 5 vísindastöðvar og 12 rannsóknastofur í 15 ríkjum, en höf- uðstöðvarnar eru Silver Springs í Maryland. „Ríkin sjálf stjórna veiðunum út að þriggja mílna lögsögu hvert fyrir sig. Við berum svo ábyrgð á veiðistjórn- un, eftirliti, rannsóknum og í raun nánast öllu, sem við kemur fiskveið- unum og sjávarspendýrum þar fyrir utan. Sjávarútvegurinn er Bandaríkjun- um mikilvægur, þó ekki eins og á Ís- landi. Við teljum að sportveiðar í Bandaríkjunum skili um 25 milljörð- um dollara, 2.200 milljörðum króna, inn í þjóðarframleiðsluna, en sjávar- útvegurinn um 27 milljörðum, 2.350 milljörðum króna. Sjómenn eru um 170.000, skip og bátar eru um 123.000 og sportveiðimenn eru um 17 millj- ónir,“ segir Hogarth. Spornað gegn ofveiði Hvernig er staðið að ákvörðun um leyfilegan heildarafla? „Fiskveiðistjórnunin byggist að grunni til á lögum frá 1976 kennd við Magnuson-Stevens. Lögunum var fyrst ætlað að auka hlut Bandaríkj- anna sjálfra í veiðum innan lögsögu þeirra, en mikið var um veiðar út- lendinga innan lögsögunnar. Þær eru nú að heita má úr sögunni. Þessum lögum var svo breytt 1996 vegna þess að þrátt fyrir að útlendingarnir færu, varð reyndin sú að ofveiði var um- talsverð. Samkvæmt þeirri breyt- ingu var okkur gert að byggja fiski- stofnana upp að nýju innan 10 ára auk þess sem ýmsum veiðum voru settar ýmsar þrengri skorður en áð- ur. Í Bandaríkjunum eru sérstök svæðisbundin fiskveiðiráð, alls átta. Þessi ráð leggja tillögur sínar um leyfilegan heildarafla og fyrirkomu- lag veiðanna fyrir okkur. Ráðin bera ábyrgð á þessum tillögum en síðan tökum við við, komum þeim í fram- kvæmd og fylgjum þeim eftir. Það koma því margir að þessum ákvörð- unum, sem eru teknar á lýðræðisleg- an hátt. Undir okkur heyrir 81 fiskistofn sem hefur verið ofveiddur og verið er að endurreisa og því verður að vera lokið innan tilskilins tíma. Ofveiddir stofnar voru um 90 fyrir ári svo okk- ur hefur aðeins miðað í rétta átt.“ Hefur þú verið að kynna þér ís- lenzkan sjávarútveg hér? Framseljanlegir kvótar bannaðir „Já. Mér þykir mjög mikið koma til fiskveiðistjórnunar á Íslandi sem byggist á réttindavörzlu, úthlutun framseljanlegra veiðiheimilda á skip. Við höfum ekki slíkt kerfi í Banda- Bandaríkjunum eiga að stjórna fisk- veiðunum, ekki réttarkerfið. Uppbygging fiskistofnanna er á góðum rekspöl, en þar er þorskstofn- inn við austurströndina aðalvanda- málið. Einn þáttur þess er sá að regl- ur okkur um veiðarnar hvetja til brottkasts, þar sem sjómenn mega aðeins koma að landi með þorsk inn- an ákveðinna stærðarmarka. Sá fisk- ur sem fellur utan þeirra fer í sjóinn aftur og veldur því að fiskveiðidauði verður of hár og upplýsingar um hann ekki réttar. Við höfum þurft að taka erfiðar ákvarðanir og verðum að vinna með alþjóðasamfélaginu, verðum að líta á útbreiðslu fiskistofna og hvort þeir eru sameiginlegir með okkur og öðr- um þjóðum. Það eru breytingar framundan og ég hef kynnzt mörgu merkilegu hér á Íslandi. Við getum til dæmis tekið dæmið um rafrænu afladagbókina, sem er hugmynd, sem myndi nýtast mjög vel í Bandaríkjunum. Það er ljóst að Íslendingar og Bandaríkja- menn geta og ættu að vinna vel sam- an að stjórnun fiskveiða.“ Hvalveiðar umdeildar Hvaða skoðun hefur þú á hvalveið- um? „Hvalveiðar eru sérstaklega um- deildar. Mér er ljóst að Íslendingar og margar fleiri þjóðir vilja stunda hvalveiðar. Afstaða margra í Banda- ríkjunum til hvalveiða byggist að miklu leyti á tilfinningum og málið er snúið. Við styðjum aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu og þurfum að finna leið fyrir þjóðirnar til að finna lausn á deilunum um hvalveiðar. Það hefur verið bent á það á Íslandi að ætli menn að nýta auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti, verði að gera það frá báðum endum, bæði neðar- lega í lífkeðjunni og ofarlega. Ég hef ekki komið mikið að þessum málum en það er ljóst að finna verður lausn á þeim,“ segir William T. Hogarth. William T. Hogarth, aðstoðarfor- stjóri NOAA, telur að kvótakerfi að fyrirmynd þess íslenzka geti orðið til þess að bæta fiskveiði- stjórnun við Bandaríkin. Í viðtali Hjartar Gíslasonar við Hogarth kemur meðal annars fram að 81 fiskistofn innan lögsögu Banda- ríkjanna er ofveiddur. William T. Hogart Kvótakerfið myndi henta okkur vel VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.