Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 26

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ verður nýtt þing og sveitarstjórnir í Svíþjóð á morgun og skoðanakannanir gefa til kynna að mjótt verði á mununum milli fylking- anna tveggja, annars vegar jafnaðarmanna og tveggja stuðningsflokka þeirra og hins vegar fjögurra borgaralegra flokka. Eru þetta veru- leg umskipti á skömmum tíma en jafnaðar- menn undir forystu Görans Persson forsætis- ráðherra hafa undanfarna mánuði staðið vel í könnunum og verið spáð vel yfir 40 % fylgi. Í könnun sem Dagens Nyheter birti í gær fékk flokkurinn 36,1%, enn minna en 1998 er hlut- fallið var 36,4%. Hægrimenn sem nefnast Hóf- sami einingarflokkurinn (Moderaterna) og eru stærstir borgaraflokkanna, fá einnig slæma út- reið, er spáð 17,9% en fengu síðast 22,9%. Mestu umskiptin eru hjá Þjóðarflokknum sem fékk 4,7% fyrir fjórum árum en er nú spáð 14,6%. Vígstaða jafnaðarmanna ætti að vera ágæt. Efnahagurinn er að flestu leyti blómlegur, staða ríkisfjármála góð, fjárlagahallinn horf- inn. Og þótt hægrimenn vilji lækka skatta, einkavæða meira í samfélagsþjónustunni og gefa foreldrum kost á meira vali í menntamál- um með svonefndu ávísanakerfi að bandarískri fyrirmynd eru grunnhugmyndir velferðar- stefnunnar almennt ekki dregnar í efa. Sam- komulag er um það milli helstu flokka að fresta deilunum um það hvort Svíar eigi að taka upp evruna. Vegna klofnings í eigin flokki í evru- málunum vill Persson bíða fram yfir kosningar með að boða til þjóðaratkvæðis um málið en hann er sammála hægrimönnum Bo Lund- grens sem vilja taka upp evruna. Allbreið samstaða er um að styðja baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum þótt jafnaðarmenn gagnrýni áformin um stríð gegn Írak. Ágreiningsefnin í sænskum stjórnmálum eru því ekki líkleg til að koma af stað hörðum slag en það sem hefur hrist nokkuð upp í kosn- ingabaráttunni er málefni sem Svíum þykir viðkvæmara en flest annað: innflytjendur og réttindi þeirra. Hefðbundnir flokkar hafa ávallt gætt þess að segja aldrei neitt um inn- flytjendamál sem gæti talist brot á svonefndri „pólitískri rétthugsun“ þótt margir stjórn- málamenn hafi gert sér grein fyrir að undir niðri væri spenna. Traustur efnahagur Hagvöxtur hefur verið þokkalegur og at- vinnuleysi er samkvæmt opinberum tölum að- eins 4,3%. En nokkuð hefur þó syrt í álinn að undanförnu vegna erfiðleika hátæknifyrir- tækja, verð á hlutabréfum fjarskiptarisans LM Ericsson hefur hríðfallið. Jafnaðarmenn reyna sem fyrr að höfða til þess að þeir séu kjölfestan í ótryggum heimi, boða öryggi og festu. „Eina öryggið felst í því að einhver sé til staðar og sjái um ykkur þegar þið eruð orðin gömul eða veik,“ sagði Persson nýlega á kosningafundi. Hann benti á að hlutabréfaeign í frjálsum líf- eyrissjóðum gæti skyndilega gufað upp og því yrði að halda vörð um opinbera tryggingakerf- ið. Hægrimenn vilja einkavæða og lækka skatta en hefur gengið illa að sannfæra kjósendur um að kjör þeirra muni ekki versna fyrir vikið. Og aðrir borgaraflokkar, Þjóðarflokkurinn, Mið- flokkurinn og Kristilegir vilja yfirleitt sem minnst hrófla við kerfinu. Flokkur jafnaðarmanna hefur í 70 ár verið áhrifamestur í Svíþjóð og oftast farið með stjórnartaumana. Hann beið hins vegar mikinn ósigur er kosið var 1998 en hélt völdum með að- stoð græningja og Vinstriflokksins, arftaka gamla kommúnistaflokksins, í flestum málum. Græningjar hafa látið í veðri vaka að þeir muni gera kröfur um ráðherraembætti fyrir stuðn- ing á þingi en Persson hefur vísað þeim hug- myndum harkalega á bug. Eru stjórnmála- skýrendur nú á því að hann muni hafa sigur í því reiptogi ef hann heldur þingmeirihlutanum. Samkvæmt síðustu spám eru Græningjar alveg á mörkunum með að koma að manni; tilskilið lágmark er að fá 5% fylgi á landsvísu. Innflytjendur og fordómar Þjóðarflokkurinn hefur árum saman barist fyrir auknu umburðarlyndi í garð innflytjenda og frelsi einstaklinga en vill nú endurvekja lög frá áttunda áratugnum um að innflytjendur skuli standast próf í sænsku til að öðlast rík- isborgararétt – og fær skammir fyrir að gefa misrétti og kynþáttafordómum undir fótinn. Um 12% af nær níu milljónum íbúa Svíþjóðar eru aðfluttir, stór hluti þessa fólks er frá ger- ólíkum menningarsvæðum og öðrum heimsálf- um, hlutfall innflytjenda er mun hærra en í Danmörku. Múslímar í landinu eru nú taldir vera um 200.000. En ekki hefur komið upp öfl- ugur flokkur sem höfðar til ótta Svía við fram- andi fólk eða tortryggni í garð innflytjenda, eins og gerst hefur í Danmörku og Noregi. Hversu útbreiddir eru fordómar gagnvart útlendingum í Svíþjóð? Fyrir skömmu sendi sænska sjónvarpið nokkra starfsmenn sína út af örkinni og ræddu þeir við 17 frambjóðendur helstu flokka, jafnt í þing- og sveitarstjórna- kosningunum. Myndavélin var falin, sjónvarps- mennirnir sigldu undir fölsku flaggi, gáfu í skyn að þeir væru sjálfir eindregnir andstæð- ingar innflytjenda. Í ljós kom að sumir fram- bjóðendanna sögðu allt annað en flíkað er út á við. Einn af liðsmönnum hægrimanna sagði t.d. að munurinn á „apa og blökkumanni“ væri að hinn fyrrnefndi notaði afturfæturna þegar hann borðaði banana! Einn jafnaðarmaðurinn lét í ljós augljósa andúð á múslímum og lýsti andstöðu við að hleypa „slíku fólki“ inn í landið. Sumir þessara frambjóðenda hafa nú verið þvingaðir til að draga sig í hlé á síðustu stundu. Leiðtoga Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, er hrósað fyrir að þora að tala af hreinskilni um mál sem brenni á almenningi en pólitíkusar hunsi. Leijonborg brást illur við þegar Persson brigslaði Þjóðarflokknum um andúð á innflytj- endum og líkti honum við Danska þjóðarflokk- inn. Benti Leijonborg meðal annars á að hann vildi að fleiri innflytjendum yrði leyft að koma til Svíþjóðar sem væri nauðsynlegt til að tryggja nægilegt vinnuafl. Síðustu daga hefur Persson sagt að svo geti farið að Svíar tryggi sér eins og Þjóðverjar rétt til sjö ára aðlögunar gagnvart rétti allra íbúa aðildarríkja Evrópu- sambandsins til að vinna hvar sem er í sam- bandinu. Nokkur ótti er meðal Svía við að aragrúi fátækra Austur-Evrópumanna frá væntanlegum nýjum aðildarlöndum muni flykkjast til landsins. Innflytjendamál eru skyndilega komin úr felum í Svíþjóð. Ekki er þó hægt að fullyrða að Svíar séu almennt haldnir miklum fordómum í garð framandi þjóða og andúð á innflytjendum. En ljóst er að trú þeirra á að þjóðin sé að mestu laus við slíkar kenndir hefur beðið hnekki. Spáð spennandi kosn- ingakvöldi í Svíþjóð Innflytjendamál og kynþáttafordómar skyndilega orðin mikilvæg deiluefni í sænskum stjórnmálum Reuters Forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, kaus utan kjörstaðar í Stokkhólmi í gær. ’ Samkomulag er um þaðmilli helstu flokka að fresta deilunum um það hvort Svíar eigi að taka upp evruna. ‘ JONATHAN Stagnetto er sannur Gíbraltarbúi. Mjög breskur, af blönduðum, evrópskum uppruna og ákaflega stoltur af því hversu einstök í heiminum heimalenda hans er. Líkt og margir íbúar Gí- braltar, sem eru um 30 þúsund, er Stagnetto algerlega andvígur því að nokkuð verði látið eftir kröfum Spánverja um yfirráð í þessari bresku nýlendu. Hann óttast að þrátt fyrir andstöðu íbúanna muni breska stjórnin freistast til að losa sig við Gíbraltar til að auka bresk áhrif í Evrópusambandinu. Þessi ótti jókst til muna í júlí þegar Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, sagði að Bretar væru til í að deila yfirráðum á Gíbraltar með Spánverjum. „Að vera Gíbraltarbúi er að vera bresk- ur,“ sagði Stagnetto, sem er 37 ára og rekur lítið fyrirtæki. „Best væri að við þyrftum ekki að breyta neinu. En það er ekki notalegt að hanga í skyrtulafinu á einhverjum sem ekkert vill með mann hafa.“ Ekki er ljóst hvort Bretar vilja í raun og veru losa sig við Gíbraltar eða bara láta í veðri vaka að þeir séu að ræða málið í alvöru við Spánverja. Straw sagði m.a. í júlí að samkomulag myndi koma Gíbraltar til góða með því að binda enda á óvissuna um framtíð lend- unnar og bæta samskiptin við Spánverja. Vilja bæta samskiptin „Deilan kemur sér líka illa fyrir Breta vegna þess að við erum að reyna að bæta samskiptin við Spán- verja í því augnamiði að þróa Evr- ópusambandið í þá átt sem okkur hugnast,“ sagði Straw. Eitt af því sem hægt væri að gera til að bæta samskiptin, sagði Straw, væri að gera flugsamgöngur öruggari, ódýrari og tafaminni. Sögulega séð hafa samskipti Frakka og Þjóðverja oft verið talin skipta mestu um þróun Evrópu- sambandsins. Margir fréttaskýr- endur segja nú að Bretar og Spán- verjar séu að reyna að mynda með sér svipuð tengsl til þess að koma í höfn umbótum sem þeim hugnist. En samkvæmt þeim tillögum sem Bretar hafa hingað til lagt fram er erfitt að ímynda sér hvernig Gíbr- altar geti í raun orðið að spænsku yfirráðasvæði. Straw lagði á það áherslu við þingið að samkomulag um sameiginleg yfirráð yrði að vera varanlegt, en ekki áfangi á leið til fullra, spænskra yfirráða, og að íbúar Gíbraltar yrðu að leggja blessun sína yfir slíkt sam- komulag í atkvæðagreiðslu. En Spánverjar hafa sagt að þeir muni aldrei láta af kröfum sínum um full yfirráð. Gíbraltar var her- tekið af sameiginlegum flota Hol- lendinga og Breta 1704 og Spán- verjar létu Bretum hana eftir með samkomulagi sem gert var níu ár- um síðar. Í samkomulaginu var kveðið á um að ef Bretar yrðu á brott frá lendunni ættu Spánverjar „forgangskröfu“ um yfirráð þar. Hefur þetta ákvæði verið notað til að hafna þeim möguleika að Gíbr- altar verði sjálfstætt ríki, eins og margar aðrar fyrrverandi breskar nýlendur eru orðnar. „Óvinsamlegir nágrannar“ Þótt efnahagslífið á Gíbraltar hafi áður fyrr byggst að mestu á herstöðinni sem þar er hefur lend- an breyst í alþjóðlega fjármála- miðstöð og ferðamannaparadís. Þeir eru mjög fáir sem telja að íbú- arnir myndu greiða atkvæði með samningi sem gæfi Spánverjum svo mikið sem hluta yfirráðanna. Stag- netto kallaði Spánverja „hina óvin- samlegu nágranna okkar“. Straw viðurkenndi sjálfur að því færi fjarri að samkomulag væri í höfn. En á einu ári hefðu samn- ingaviðræður skilað það miklum árangri að „við erum nú nær því en nokkru sinni fyrr að sigrast á 300 ára erfiðri sögu“. Eitt umdeildasta málefnið er krafa Breta um að vera áfram með herstöð á Gíbraltar, við sundið sem liggur á milli Atlants- hafsins og Miðjarðarhafsins. Þaðan geta Bretar teygt sig mun lengra en ella í átt til Miðausturlanda, Afr- íku og Suður-Asíu. Gíbraltar „er 1.000 mílum nær hugsanlegum átakasvæðum en suðurströnd Bretlands,“ sagði Chris Pugh, fjölmiðlafulltrúi her- stöðvarinnar í Gíbraltar. „Þetta er stökkpallur fyrir okkur, ef þörf krefur, fyrir aðgerðir. Við stjórn- um líka umtalsverðri upplýs- ingasöfnun héðan. Við það verk- efni kemur sér vel að sitja við flöskuháls.“ Umræðurnar um sameiginleg yf- irráð hafa orðið til þess að kalt vatn rennur milli skinns og hör- unds á mörgum Gíbraltarbúum. Peter McKay, 16 ára, sagði: „Okk- ur er sama hvort við erum bresk eða sjálfstæð, en við viljum ekki vera spænsk.“ „Að vera Gíbraltarbúi er að vera breskur“ Reuters Gíbraltarbúi lýsir sig stoltan af því að vera breskur á þjóðhátíðardegi Gíbraltar sl. þriðjudag. Þá var efnt til mótmælafundar gegn viðræðum Breta og Spánverja um framtíð nýlendunnar. Gíbraltar. Los Angeles Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.