Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 27

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 27 JANET Reno, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, virðist hafa beðið lægri hlut í forkosn- ingum demó- krata í Flór- ída. Þegar talin höfðu verið 97,8% atkvæða hafði keppinautur hennar, Bill McBride, fengið 45% þeirra og Reno 43,3%. Búist var við því í gær, að endanleg úrslit yrðu tilkynnt þá um kvöldið. Alls konar vandræði komu upp í kosningunum í 14 af 65 sýslum ríkisins og var Reno í gær að velta því fyrir sér hvort hún ætti að kæra kosningarnar. Sigurvegarinn mun takast á við Jeb Bush, núverandi ríkis- stjóra og bróður George W. Bush. Skemmst er að minnast klúðursins í forsetakosningun- um í Flórída fyrir tveimur ár- um en síðan hafa kosningakerf- ið og talningarvélar verið endurnýjuð fyrir 2,9 milljarða ísl. kr. Spenna í Makedóníu RÁÐIST var á makedónskan herflokk skammt frá landa- mærunum við Kosovo í gær. Kom það fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Make- dóníu, sem sagði, að árásar- mennirnir hefðu verið einkenn- isklæddir og hörfað yfir til Kosovo þegar stjórnarher- mennirnir svöruðu skothríð- inni. Þingkosningar eru í Makedóníu á morgun og mikil spenna vegna þeirra. Mannrán í Moskvu FORSTJÓRI Lukoil, stærsta olíufélagsins í Rússlandi, bauð í gær um 80 millj. ísl. kr. fyrir upplýsingar um Sergei Kuk- ura, fjármálastjóra fyrirtækis- ins, en vopnaðir og grímu- klæddir menn rændu honum í Moskvu á fimmtudag. For- stjórinn, Vagít Alekperov, seg- ir í yfirlýsingu, að ránið á Kuk- ura hafi verið mikið áfall fyrir starfsmenn fyrirtækisins enda muni ekkert verða sparað til að koma mannræningjunum á bak við lás og slá. Handtökur á Flórída LÖGREGLAN á Flórída í Bandaríkjunum handtók í gær þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa ráðgert sprengju- árás. Lokaði hún jafnframt 130 km löngum kafla fjölfarinnar hraðbrautar meðan bílar þeirra voru rannsakaðir. Það var frammistöðustúlka í Georgíu, sem skýrði lögreglunni frá því, að mennirnir, sem eru arabísk- ir í útliti, hefðu sagt, að Banda- ríkjamenn fengju brátt annað harmsefni en 11. september. Skráði hún hjá sér bílnúmerin og lýsingu á bílunum og voru þeir síðan stöðvaðir í Flórída. Sjónvarpsstöð á Flórída sagði í gær, að ekkert sprengiefni hefði fundist í bílunum en aftur á móti kveikibúnaður. STUTT Reno beið ósigur í Flórída Janet Reno VÍSINDAMENN við háskóla í Perth í Ástralíu hafa ekki getað fundið skýringu á því að ilm- andi tár streyma úr augum Maríulíkneskis sem keypt var í Taílandi fyrir átta árum. Þúsundir kaþólikka hafa flykkst til kirkjunnar þar sem styttan er varðveitt en hún er í úthverfi borg- arinnar Perth. Patty Powell, sem er 47 ára gömul og einlæg- ur kaþólikki, keypti á sínum tíma styttuna sem er úr trefjagleri, fyrir sem svarar rúmlega 7.000 krónum. Hún tók síðar eftir því að tár er virtust úr olíu og báru rósailm, voru farin að streyma úr augum hennar. Gerðist þetta í fyrsta sinn á hátíð heilags Jósefs, síðan aftur um páskana og sl. mánuð hafa tárin streymt stöðugt. Trúaðir hafa fyllst von og þakklæti, sjúkir hafa flykkst í kirkjuna og að sögn séra Finbarr Walsh, prests við kirkjuna, var hel- sjúkur prestur smurður með tárum úr líknesk- inu á miðvikudaginn. „Tveim stundum síðar gat hann setið uppi í rúminu og leið ágætlega,“ segir séra Walsh. En aðrir eru fullir grunsemda og telja að svik séu í tafli. Walsh fékk leyfi eigandans til að láta sérfræðinga rannsaka Maríustyttuna. Rob Hart, sérfræðingur í röntgen-tækni við Curtin-háskóla, sagðist ekki geta fundið nein merki um holrúm eða vökva inni í styttunni en sagðist hafa fundið merki um einhvers konar þéttleika við fætur hennar. Doug Clarke, efnafræðingur við Murdoch- háskóla, kannaði sýni úr tárunum og sagði fréttamönnum að hann teldi að einhver hefði verið „mjög brögðóttur“ en hann fyndi ekkert sem benti til að styttan hefði ekki grátið. Tárin væru úr jurtaolíu, sennilega ólífuolíu sem blönduð væri rósaolíu. Hægt væri að gera rannsókn til að ganga úr skugga um það hvort olía væri inni í styttunni. Hins vegar væru starfsmenn háskólans of önnum kafnir í vikunni til að geta gert rannsóknina. Séra Walsh segir að Powell hafi ákveðið að leyfa ekki fleiri rannsóknir á styttunni. „Hún er sátt vegna þess að rannsóknirnar hafa sannað að styttan er ekki fölsun,“ sagði hann. Maríulíkneski grætur í Perth Vísindamönnum hefur ekki tekist að finna skýringu á fyrirbærinu Perth. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.