Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 29 Símenntun og aukin starfsreynsla leiðir til starfsöryggis og hærri launa. Kynntu þér málið: www.raf.is Brautryðjendur á sviði starfs- og símenntunar Við leitumst við að gera félagsmenn að gáfnaljósum. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS P & Ó Lærður veit mikið en reyndur meira. www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 8 1 9 /s ia .i s Angelica Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys: „Síðustu árin hefur dregið úr vinnuþreki mínu. Mér datt því í hug að reyna Angelicu jurtaveig. Fljótlega kom í ljós að með því að nota hana jókst þrek mitt áþreifanlega. Eftir nokkurn tíma komst ég upp á lag með að nota jurtaveigina einkum þegar mikið liggur við að þrek mitt dugi. Slík notkun hefur reynst mér vel.“ Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. að lítil verslun í miðbænum sem sér- hæfir sig í spilum og þess háttar gæti ekki haft þetta spil á boðstólum. Og fleiri slík dæmi voru nefnd. „Ég kom sjálfur að þessu með Gettu betur spilið og get því útskýrt það. Til okkar leituðu aðilar sem vildu gefa út spilið að því tilskildu að við keyptum ákveðið magn á ákveðnu verði. Þarna vorum við að taka áhættu og þessir menn hefðu aldrei farið út í að framleiða spilið ef við hefðum ekki verið með. Við erum stórir á markaðinum og þeir buðu okkur ákveðið upplag á ákveðnu verði en engan skilarétt. Spilið var selt á 5.999 krónur og útgefandinn sagði að hefði það verið gefið út á al- mennum markaði hefði verðið þurft að vera miklu hærra, auk þess sem hann hefði setið uppi með það sem ekki seldist.“ Hversu mikið hefur innflutningur Bónuss aukist á síðustu árum? „Hann hefur tvöfaldast. Við erum í sambandi við aðila úti í heimi sem láta okkur vita þegar tiltekin vara er á hagstæðu verði. Þetta eru við- skiptasambönd sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina.“ Þið fáið vörur ekki á svokölluðu gámaverði nema í einstaka tilvikum. Er ekki möguleiki að mynda inn- kaupasamband við sambærilegar verslanir erlendis til þess að fá enn lægra verð? „Bónus hefur verið að stækka og er loks nú að komast í lágmarks- stærð hvað varðar magninnkaup. Við getum keypt kaffi í heilum gám- um, niðursoðna sveppi, núðlusúpu í bréfi, kex, súkkulaði og fleira. Þess- um vörum á eftir að fjölga enn frekar því með fleiri verslunum eykst bol- magn okkar í innkaupum. Hvað inn- kaupasambandi viðvíkur höfum við um skeið verið í slíku samstarfi í Danmörku þar sem magnið er sífellt að aukast, auk þess sem verið að vinna í fleirum. Verslanir Baugs í Bandaríkjunum eru 500 talsins og þar er verið að vinna að ákveðnu verkefni sem mun nýtast okkur til framtíðar. Orville popp, cocoa puffs og cheerios er nú ódýrara í Bónusi en í verslunum í Bandaríkjunum, þar sem það er framleitt! Sykurverð hef- ur verið eitt hið lægsta í Evrópu í Bónusi, þar sem kílóið kostar 87 krónur, þrátt fyrir að ríkið taki 32 krónur í sykurgjald og leggi á 14% virðisaukaskatt.“ Kaupið þið vörur framhjá Aðföng- um? „Við sjáum sjálfir um innkaupin en Aðföng dreifa vörunni. Í því felst hagræðing fyrir alla. Sumar vörur eru bara seldar í Bónusi, aðrar í öll- um verslunum Baugs.“ Heyrst hefur að álagning í Bónusi sé 50–60%, hvað er hæft í því? „Í einhverjum einstaka tilvikum kann það að vera rétt en hafa skal hugfast að meðalframlegðin hjá okkur er innan við 16%, brúttó. Álagning á landbúnaðarvör- ur er til að mynda mjög lág, 3,5% á mjólk, svo dæmi sé tekið. Við reynum að reka Bónus með gróða, ekki græðgi.“ Hefur umræða um Baug bitnað á Bónusi? Sárnar ykk- ur? „Fólk kemur til okkar út af vöruverðinu, þótt einstaka nei- kvæðar athugasemdir heyrist við starfsfólkið. Maður vinnur 14 tíma á sólarhring í endalausri baráttu við að halda kostnaði niðri. Stjórnunar- kostnaði er haldið í algeru lágmarki en með samstilltu átaki gengur þetta. Við reynum að bjóða eins hag- stætt vöruverð og kostur er, samt er umræða um matvörumarkaðinn nei- kvæð. Það er auðvitað lýjandi, en við reynum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Fyrst viðskipta- vinum hefur fjölgað um 50% hljótum við að gera eitthvað rétt. Við vitum líka að alltaf er hægt að gera betur og að því vinnum við stöðugt. Það sér hver maður að samkeppnin er hörð. Ef engin væri samkeppnin gæti ég bara setið og ruggað mér á parket- inu og verið með fjölda starfsmanna í innkaupum og hinu og þessu. Það hefur ekkert breyst inni á þessari skrifstofu í 13 ár fyrir utan tölvuna og eitt nýtt sjónvarp.“ Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur fer yfir verð hjá samkeppn- isaðilum og lækkar ef þörf krefur áður en Bónus-verslanir eru opnaðar klukkan 12. Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki á fínu verði. E LD AV É LA R • O FN A R • H E LL U B O R Ð • V IF T U R ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 Fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.