Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 30
HEILSA 30 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Spurning: Mig langar að vita hvort candida-sveppur í meltingarvegi sé sjúkdómur? Hvernig er hægt að átta sig á einkennum hans? Er þetta kannski auglýsingabrella? Með þakklæti, ein vantrúuð. Svar: Candida albicans eða þruskusveppur er algengur svepp- ur sem finnst m.a. í munni flestra einstaklinga. Til eru nokkrir aðrir sveppir sem geta valdið sýkingum en þeir eru mun sjaldgæfari. Can- dida albicans veldur ekki sýkingum nema eitthvað sé að og er þá oftast um að ræða sýkingar í munni, meltingarfærum, leggöngum eða húð. Þruska er sýking af völdum þessa svepps í munni, með hvítum skellum. Ungbörn fá stundum þrusku, einkum ef þau eru látin totta pela í óhófi eða er gefið syk- urvatn. Það sem talið er stuðla að sveppasýkingum hjá fullorðnum er ónæmisbæling vegna sjúkdóms eða lyfja, breiðvirk sýklalyf, getn- aðarvarnatöflur, sykursýki o.fl. Sjúklingar með alnæmi eru með bælt ónæmiskerfi og hjá þeim eru ýmiss konar sýkingar verulegt vandamál, m.a. sveppasýkingar. Lyf sem bæla ónæmiskerfið eru m.a. sterar, lyf sem gefin eru eftir líffæraígræðslu, sum lyf við ill- kynja sjúkdómum og sum lyf við langvinnum erfiðum sjúkdómum eins og t.d. iktsýki (liðagigt). Í þessum sjúkdómum og við notkun þessara lyfja eru ýmiss konar sýk- ingar viðvarandi vandamál, m.a. sveppasýkingar. Einkenni sýk- ingar með candida í húð eru erting og rauð útbrot, í munni hvítar skellur og jafnvel kýli, í melting- arfærum ónot og meltingartrufl- anir og í leggöngum kláði og hvít- leit útferð. Sumir halda því fram að sveppasýking í meltingarfærum heilbrigðra einstaklinga geti valdið eða verið undirrót alls kyns sjúk- dóma en engin trygg vísindaleg rök styðja það. Sjúkdómar og sjúk- dómseinkenni sem reynt hefur ver- ið að tengja sveppasýkingum eru alnæmi, sóri (psoriasis), fyrirtíða- spenna, blæðandi þarmabólga, mænusigg (MS), áfengissýki, sí- þreyta, ofnæmi, legslímuvilla, mí- greni, þreyta, hægðatregða, óþol fyrir snyrtivörum og tóbaksreyk, pirringur, þunglyndi, máttleysi í vöðvum, liðabólga, særindi í hálsi og margt fleira. Engar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem öruggt orsakasamband fannst milli sýk- inga með candida og umræddra sjúkdóma og slíkt samband verður þar að auki að teljast afar ólíklegt. Af einhverjum ástæðum trúa sumir því staðfastlega að sýkingar með candida séu undirrót margra ef ekki flestra sjúkdóma þrátt fyrir það að allar vísindalegar sannanir skorti. Eitt af vandamálunum við þessa kenningu er að flest fólk er með þennan svepp í líkamanum og t.d. fá þrjár konur af hverjum fjór- um sveppasýkingu í leggöng ein- hvern tíman á ævinni. Stuðnings- menn þessarar kenningar hafa gefið út bækur og eru þær til bæði á ensku og íslensku. Lækningin á að vera fólgin í því að taka sveppa- lyf og neyta ekki fæðu sem örvar vöxt sveppanna. Forðast á fæðu- tegundir eins og sykur, ferska ávexti, ávaxtasafa, þurrkaða ávexti, áfengi, ost, edik, brauð og kökur, sojasósur, hnetur, sveppi o.fl. Vandaðar rannsóknir á árangri svona meðferðar eru mjög af skornum skammti og meðan svo er hljóta flestir að efast. Hvað er candida? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Finnst í munni flestra  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. Í íslenskum og erlendum rannsóknum hefur verið vísindalega sannað mik- ilvægi þeirra sem verða vitni að hjarta- stoppi og hefja strax endurlífgunar- aðgerðir. Lifun þeirra einstaklinga sem hafa notið grunnendurlífgunar nær- staddra er marktækt betri en hinna sem hafa orðið að bíða lífgunartilrauna þar til neyðarlið hefur komið á vettvang. Með því að beita hjartahnoði er unnt að halda uppi nokkru blóðflæði til mikilvægra líffæra og vinna þannig gegn skemmdum. Þetta á ekki síst við um heilann sem er hvað viðkvæmastur fyrir súrefnisþurrð. Nærstödd vitni geta bætt horfur þess, sem hefur farið í hjartastopp með tvennum hætti: 1. Kalla strax eftir hjálp – hringja í neyðarnúmerið 112. 2. Beita grunnendurlífgun. Mikilvægi þess að kalla eftir hjálp felst í því að tryggja sem stystan við- bragðstíma neyðarbíla, þannig að unnt sé að beita rafstuði sem fyrst gegn hinni lífshættulegu takttruflun sem valdið hefur því að hjartað hefur hætt að slá. Þar getur hver mínúta skipt sköpum. Með grunnendurlífgun er átt við hjartahnoð og munn við munn öndun. Af ýmsum ástæðum getur verið erfitt að beita munn við munn öndun með áhrifa- ríkum hætti og hefur því í síðustu alþjóðlegum leiðbeiningum um endurlífgun verið lögð þeim mun meiri áhersla á hjartahnoð. Þetta á einkum við um leik- menn og þá sem hafa ekki sérstaka kunnáttu í öndunarhjálp. Rannsóknir benda til þess að jafnvel náist bestur árangur þegar þeir sem verða vitni að hjartastoppi beita hjartahnoði eingöngu að því tilskildu að við- bragðstími neyðarliðs sé stuttur. Endurlífgunarráð landlæknis leggur áherslu á þetta. Verðir þú, lesandi góður, vitni að hjartastoppi mundu þá að HRINGJA OG HNOÐA. Gestur Þorgeirsson yfirlæknir hjartadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Frá landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Hjartastopp – hvað eiga nær- staddir að gera? Mikilvægt að hefja strax endurlífgunaraðgerðir LEVI Strauss gallabuxnaframleið- andinn hefur kynnt til sögunnar nýja tegund af gallabuxum sem sagðar eru vernda gegn geislum sem far- símar senda frá sér, að því er segir á fréttavef BBC. Buxurnar sem kallast Icon S-Fit, hafa vasa sem í er fóður sem sagt er vera andgeislandi. Buxurnar eru væntanlegar á markað í byrjun næsta árs. Levi Strauss neitar því staðfast- lega að verið sé að leika sér að jafnvel óþörfum ótta við- skiptavina heldur aðeins að uppfylla þarfir þeirra. Talsmenn farsímaiðnaðarins full- yrða aftur á móti að ekki sé þörf fyrir slíkar buxur þar sem vísindalegar sannanir skorti um hættuna sem fylgir farsímum. Þeir vara jafnframt við því að vas- ar þessir geti komið í veg fyrir að símarnir virki sem skyldi. Talsmaður Levi Strauss í Evrópu segir fyrirtækið hafa ákveðið að stíga þetta skref þar sem markaðs- rannsóknir hafi leitt í ljós að þeir sem fylgja tískustraumum eru sér að sama skapi meðvitandi um heilsuna. Buxur til varn- ar geislum Morgunblaðið/Ingibjörg Gallabuxur með sérstöku fóðri til varnar geislum úr farsímum eru væntanlegar á markað. KÖRLUM með krabbamein í blöðuhálskirtli sem ákveða að gangast ekki undir skurðaðgerð, en velja þess í stað að meðhöndla einkenni sjúkdómsins á annan máta, farnast jafn vel og þeim sem fara í aðgerð. Það á við að minnska kosti fyrstu sex til sjö árin eftir greiningu. Þetta kemur fram í fréttum Washington Post. Þar segir einnig að hvorug að- ferðanna komi í veg fyrir alvar- legar aukaverkanir, eins og getu- leysi og þvagvandamál, en vandamálin eru mismunandi eftir því hvor aðferðin er valin. Fréttin byggist á niðurstöðum tveggja rannsókna sem kynntar voru nýlega á vegum háskólans í Uppsölum í Svíþjóð. Niðurstöður segja ekki til um hvor aðferðin er betri, en benda á mikilvæg smáatriði sem hjálpa sjúklingum að taka erfiðar ákvarð- arnir um hvor aðferðin muni henta, að sögn Lars Holmberg, sænsks læknis við háskólann í Uppsölum. „Sú ákvörðun verður samt sem áður erfið en nú eru að minnsta kosti meiri líkur á að sjúklingur geti tekið ákvarðanir sem byggja má á sterkari stoðum. Krabbamein í blöðruhálskirtli er ein algengasta tegund krabba- meins en vöxtur þess í líkamanum er oft hægur. Það finnst í um 80% karlmanna á sjötugsaldri þótt dán- arorsök sé önnur. Sumir læknar eru mótfallnir skurðaðgerðum á eldri mönnum, þar sem lækning er ólíklegt og erf- iðleikar algengir. Aðrir eru á önd- verðum meiði. Rannsóknirnar voru gerðar á um 700 karlmönnum á tímabilinu 1989 til 1999. Skurðaðgerð ekki endilega betri kostur Associated Press Önnur meðhöndlun en skurðaðgerð virkar jafnvel gegn blöðruhálskirt- ilskrabbameini hjá karlmönnum. Meðhöndlun blöðruhálskirtilskrabbameins rannsökuð VÍSINDAMENN vinna nú að þróun erfðaprófs sem veitir niðurstöður á hálftíma, að því er segir á BBC fréttavefnum. Strax á næsta ári verður unnt að fara til lyfjafræðings og með sýnishorn af munnvatni á hann að geta greint heilsufarsástand og erfðasamsetningu viðkomandi. Prófið ætti t.d. að geta greint ætt- erni örvera sem valda sýkingum, eða hvort tiltekin lyf muni valda ofnæmi. Í framtíðinni mun slíkt erfðapróf geta sagt til um hvort viðkomandi hafi tiltekið gen sem geri hann mót- tækilegri fyrir brjóstakrabbameini svo dæmi sé tekið eða hvort líkur séu á blóðtappamyndun, segir ennfrem- ur á BBC. Erfðapróf mögulegt á hálftíma COVI Mögulega verða niðurstöður úr erfðaprófi fáanlegar á hálftíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.