Morgunblaðið - 14.09.2002, Side 34

Morgunblaðið - 14.09.2002, Side 34
34 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H VAÐ er safn? Spurningin vaknaði í um- ræðum á Höfn í Hornafirði í vikunni, þegar Farskóli safnmanna kom þar saman og skipst var á skoðunum um, hvernig væri að starfa undir nýjum safnalögum. Lögin voru samþykkt í maí 2001 og tóku þegar gildi. Var það mat fundarmanna, að fengur væri að lögunum og þau stuðluðu að nauðsynlegu samstarfi á hinu þrígreinda safnasviði, sem best er lýst með höfuðsöfnunum þremur; Þjóðminjasafni Ís- lands, Listasafni Íslands og Náttúruminjasafni Ís- lands. Undir forystu Margrétar Hallgrímsdóttur þjóð- minjavarðar er unnið að stefnumótunarvinnu, sem snertir safnastarf í landinu öllu. Hefur verið efnt til funda í öllum landshlutum nú í sumar til að fá sjón- armið sem flestra í því skyni að leggja þau til grund- vallar stefnunni. Þjóðminjasafnið hefur mesta reynslu höfuðsafnanna í samvinnu og forystu á landsvísu. Listasafnið mun í haust stíga markvissari skref en áður á þessari braut. Náttúrminjasafnið er í lausu lofti, en á grundvelli safnalaganna á að setja sérstaka löggjöf um safnið. Þegar fagmenn fjalla um viðfangsefni sitt á safna- sviðinu, er nauðsynlegt að skilgreina orðið „safn“, en í daglegu máli nær það yfir sýningu, setur og safn. Nauðsynlegt er að greina á milli þessara þátta, til dæmis þegar hugað er að úthlutun úr Safnasjóði, sem varð til með nýju safnalögunum. Sýningar og setur falla ekki undir þau. Á það var bent, að það gæfi til dæmis ranga mynd að tala um Sögusafn (Saga Museum) í Perlunni á Öskjuhlíð. Þarna væri sýning en ekki safn. Að baki safna býr fræðastarf og rannsóknir, sem er annars konar en hjá setrum eða þegar efnt er til sýninga. Í þessu efni verður að gera skýrar kröfur. Þannig mætti auðvelda þeim, sem eru að skoða sýningar víðsvegar um landið, að átta sig á gæðum þeirra með samræmdum merkingum, sem gæfu vottun til kynna. x x x Við afgreiðslu fjárlaga undanfarin ár haf ir tekið meiri breytingum í meðförum Alþin einmitt þeir, sem snerta stuðning við söfn, sýningar víðsvegar um land. Hafa þessir lið að um tugi ef ekki hundruð prósenta á mill ræðna um fjárlagafrumvarpið, Þessi áhugi alþingismanna endurspeglar annars gildi starfs að safna- og menningarm fyrir atvinnulíf í einstökum byggðalögum. S heyrist sagt, að þetta séu síðustu fjárlagali sem einstakir þingmenn geti með ráðstöfun skattfé almennings reist sér minnisvarða. N það við um menningarmál, sem áður gilti u eða vegamál, áður en farið var að vinna sam áætlunum um þau og þingmenn eignuðu sé arspotta eða hafnargarð með því að koma f kvæmdunum á fjárlög. Eitt af markmiðum safnalaganna er að tr að gerðar séu skýrar faglegar kröfur við rá á opinberu fé til safna. Í stað þess að tekis styrki til einstakra safna, setra eða sýninga laganefnd Alþingis, innan þingflokka eða í um sé samþykkt að setja ákveðna fjárhæð asjóð, enda sé henni skipt til umsækjenda grundvelli reglna, sem Alþingi setur. Á þetta reyndi á Alþingi í fyrsta sinn á g safnalaganna síðastliðið haust. Þá varð nok streita á milli þess sjónarmiðs að setja fé í asjóðinn og gamla viðhorfsins, að þingmenn velja á milli einstakra verkefna og ákveða s þeirra. Þótt alþingismenn samþykki lög um asjóð, bannar þeim enginn að ráðstafa fé sj samskonar verkefna og falla undir sjóðinn. verra, ef gerðar eru aðrar og strangari fag kröfur til þeirra, sem fá fé úr safnasjóðnum hinna, sem fá fé milliliðalaust frá Alþingi, s ekki sé minnst á það, ef einstakir styrkir e hærri beint frá þinginu en úr sjóðnum. VETTVANGUR Safn, setur, sýning Eftir Björn Bjarnason S ADDAM Hussein, forseti Íraks, hefur nú opinberlega tekið við því hlutverki af Osama bin Lad- en að vera helsti óvinur Banda- ríkjanna. Ekkert hefur heyrst til bin Laden frá því í átökunum um Tora Bora-fjallasvæðið í Afganistan í desember á síðasta ári. Enginn veit hvort hann er lífs eða liðinn, en með hverjum mánuðinum sem líður, án þess að nein lífsmerki berist frá bin Laden, aukast líkurnar á því að hann hafi fallið í loftárásunum á hellana í Tora Bora. Saddam Hussein er hins vegar sprelllif- andi og virðist reiðubúinn að bjóða heims- byggðinni birginn eina ferðina enn. Hann hefur gert það að meginmarkmiði stjórnar sinnar í á annan áratug að halda úti viða- miklum áætlunum um þróun og fram- leiðslu gereyðingarvopna. Það starf hófst löngu fyrir Persaflóastríðið en hefur síðan verið haldið áfram í trássi við fjölmargar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Þetta hefur sogað til sín gífurlega fjármuni úr íraska hagkerfinu og er meg- inástæða þess að Bandaríkjastjórn beinir sjónum sínum að honum með þessum hætti. Segja má að Saddam hafi átt í nær stanslausum átökum, frá því að hann komst til valda árið 1979. Á árunum 1980– 1988 átti hann í stríði við Írana og árið 1990 réðst hann inn í nágrannaríkið Kúv- eit. Hann hefur einnig á einhverjum tíma- punkti átt í útistöðum við önnur nágranna- ríki sín, Sýrland, Jórdaníu, Tyrkland og Sádi-Arabíu, þótt ekki hafi komið til átaka. Gífurlegum herafla var safnað saman við Persaflóa til að frelsa Kúveit. Eftir linnu- lausar loftárásir hófst landhernaður, sem stóð í einungis hundrað klukkustundir áð- ur en Íraksher bað um vopnahlé. Þó að það hefði hæglega verið hægt í stöðunni að halda áfram til Bagdad ákváðu bandalags- ríkin að herafli þeirra myndi nema staðar. Umboðið frá Sameinuðu þjóðunum náði einungis til þess að hrekja Íraksher frá Kúveit. Ósigur Íraka var hvort sem er al- gjör og flestir töldu öruggt að Saddam yrði steypt af stóli innan skamms. Talið var að hægt yrði að hólfa Saddam af með vopna- eftirliti og viðskiptaþvingunum. Allt frá lokum Persaflóastríðsins hefur verið reynt að koma böndum á tilraunir Saddams Husseins til að koma sér upp ger- eyðingavopnabúri. Írakar féllust á að veita vopnaeftirlitsmönnum óheftan aðgang og að öll gereyðingarvopn yrðu upprætt. Sömuleiðis var Írökum meinað að eiga og smíða eldflaugar er væru langdrægari en 150 kílómetrar. Vitað var, löngu fyrir Persaflóastríðið, að Írakar hefðu slík vopn undir höndum. Írak- ar beittu efnavopnum óspart í hernaðinum gegn Írönum og talið var öruggt að Írakar hefðu búið til lífefnavopn og væru að þróa kjarnorkuvopn. Að Persaflóastríðinu loknu kom í ljóst að Írakar voru mun nær því marki en talið hafði verið. Lykilatriði í því sambandi var framleiðsla á kjarnkleyfum efnum er Á árun litsmenn legar ran að ranns voru þrjá þróa leiði er einung var verið leiðslu, en til kjarno þróa kve hafði veri Þá viðu framleitt 150 tonn taugagasi Vopnin hans S Eftir Steingrím Sigurgeirsson Saddam Hussein, forseti Íraks, hefur gert það að meg fallist á það árið 1991 að hætta þróun slíkra vop SÞ OG ÍRAK George W. Bush Bandaríkjafor-seti hefur með ræðu sinni áallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag komið til móts við athugasemdir þess efnis að Bandaríkin eigi ekki að hefja herferð gegn Írak upp á eigin spýtur án stuðnings öryggisráðsins. Með ræð- unni varpaði hann boltanum inn á vettvang Sameinuðu þjóðanna þótt hann útilokaði ekki, að Bandaríkin myndu grípa til eigin ráða, ef ekki næðist samstaða um aðgerðir innan SÞ. Bandaríkjaforseti rakti í ræðunni hvernig Írakar hafa allt frá lokum Persaflóastríðsins árið 1991 snið- gengið hverja ályktun öryggisráðsins á fætur annarri og þar með rofið þau heit er lágu að baki vopnahléssam- komulaginu. Hann sagði að ef Írakar kæmust yfir kjarnkleyf efni gætu þeir smíðað sér kjarnavopn innan eins árs. „Sagan, rökin og staðreyndir málsins leiða til einnar niðurstöðu: Einræð- isstjórn Saddams Husseins er alvar- leg og vaxandi ógn,“ sagði Banda- ríkjaforseti. Þrátt fyrir ræðu Bandaríkjaforseta skortir enn á að Bandaríkjamenn og Bretar leggi fram þær upplýsingar, sem þeir segja að réttlæti innrás í Írak og sem þeir hafa lofað. Þeir hafa heldur ekki upplýst hvaða áform þeir hafa um framtíðarstjórn í Írak ef af verður en óneitanlega hafa afskipti Vesturlanda af málefnum Mið-Aust- urlanda ekki verið vel heppnuð á und- anförnum áratugum og raunar meiri- hluta 20. aldarinnar. Sameinuðu þjóðirnar standa engu að síður frammi fyrir vandasömu verkefni. Þær verða að finna leið til að tryggja að Íraksstjórn standi loks við þau fyrirheit sem gefin voru árið 1991, það er að Írak hætti allri þróun gereyðingarvopna og tortími þeim búnaði og vopnum sem þegar hafa verið smíðuð. Jacques Chirac Frakklandsforseti lagði fyrr í vikunni til að farin yrði leið er byggðist á tveimur stoðum. Í fyrsta lagi yrði samþykkt ályktun á vegum öryggisráðsins þar sem þess yrði krafist að eftirlitsmönnum yrði hleypt inn í Írak þegar í stað og störf þeirra yrðu ekki háð neinum hömlum eða skilyrðum. Chirac sagði að setja yrði ströng tímamörk og nefndi þrjár vikur í því sambandi. Ef Saddam myndi ekki fallast á þetta skilyrði, eða reyndi með einhverjum hætti að hindra störf eftirlitsmanna, yrði að leggja aðra ályktun fyrir ráðið er heimilaði valdbeitingu til að ná fram markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er mikilvægt að það takist að leysa þetta mál með farsælum hætti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Til- raunir Saddams til að koma sér upp kjarnorkuvopnum eru ógn við stöð- ugleika í Mið-Austurlöndum og hugs- anlega heimsfriðinn. Það væri hættu- legt fordæmi ef honum tækist ætlunarverk sitt þrátt fyrir fjölmarg- ar yfirlýsingar öryggisráðsins. Mál sem þessi verður hins vegar að leysa með breiðri samstöðu innan alþjóða- samfélagsins. Ella er hætta á að önn- ur ríki telji sig í framtíðinni eiga rétt á að ráðast inn í nágrannaríki undir því yfirskini að af þeim geti stafað ógn og má sjá þess merki nú þegar í afstöðu Rússa til Georgíu. Á næstu vikum mun reyna á jafnt Bandaríkin sem bandamenn þeirra. George W. Bush verður að sýna að honum er alvara er hann segist vilja alþjóðlega lausn á málinu. Þau ríki, sem hafa krafist þess að málið verði leyst á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, verða jafnframt að sýna og tryggja að Sameinuðu þjóðirnar hafi burði til að leiða málið til lykta. SÍMENNTUN, ÓÞRJÓTANDI AUÐLIND Vaxandi áhersla hefur verið lögð áfullorðinsfræðslu á undanförnum árum og sú vika símenntunar sem nú stendur yfir er liður í þeirri þróun. Vika símenntunar er nú haldin í þriðja sinn hér á landi og er til hennar efnt á vegum menntamálaráðuneytisins, að þessu sinni undir yfirskriftinni „Sí- menntun í atvinnulífinu, hver er stað- an? – hvert stefnir?“. Framkvæmd verkefnisins er á vegum Menntar – samstarfsvettvangs atvinnulífs og skóla – í samvinnu við símenntunar- miðstöðvar um land allt, en í fyrradag var efnt til málþings á Hótel Lofleiðum af þessu tilefni. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sagði í ávarpi sínu á þinginu að menntamálaráðu- neytið myndi standa fyrir því að safna kerfisbundið upplýsingum um sí- menntun til að öðlast sýn yfir hversu viðamikil hún væri og hvers eðlis. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, flutti erindi þar sem hann vék að þætti stjórnvalda í þessum málaflokki og benti á að þótt hann hefði hingað til verið hvetjandi hafi stjórnvöld ekki tekið á sig sérstaka ábyrgð í mótun fullorðinsfræðslu. Þær hugmyndir sem Jón Torfi velti upp varðandi þátt ríkisins í að „sinna því sem þarf að sinna, en aðrir sinna ekki“, eru áhugaverðar. Hann álítur óþarft að búa til símenntunarkerfi en ríkið gæti engu að síður átt þátt í skipulegu átaki við að laða þá sem minnsta menntun hafa til að leita sér þekkingar með markvissum hætti. Alan Tuckett, for- stöðumaður Niace-stofnunarinnar í Bretlandi, sem m.a. sinnir rannsókn- um á símenntun fullorðinna, sagði að tvöfalt meiri líkur væru á að þeir sem eru nettengdir leggi stund á símennt- un en aðrir. Sú staðreynd ætti að vera þeim sem vinna á sviði símenntunar á Íslandi hvatning þar sem tölvueign hér er mjög almenn og margir tengdir Netinu. Hann vakti einnig athygli á þeim aukna sveigjanleika sem fram kemur í atvinnulífinu, þar sem sí- menntun er farin að skila árangri með þeim hætti að launþegarnir verða ekki eins fastir í viðjum atvinnugreinanna. Í þeirri margbrotnu og síbreytilegu samfélagsmynd sem fólk stendur frammi fyrir í nútímanum skiptir slík- ur sveigjanleiki oft sköpum. Í raun er það markmið sem liggur að baki átaks á sviði símenntunar hvatn- ing til allra þeirra sem vilja bæta við þekkingu sína og verða hæfari starfs- kraftar. Í símenntun eru jafnframt fólgin óþrjótandi tækifæri til að efla einstaklinginn, auka sjálfstraust hans og frumkvæði sem óneitanlega hlýtur að skila sér með jákvæðum hætti inn í samfélagið sem sú auðlind er flest ann- að veltur á í atvinnulífinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.