Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAGA Ísraels er saga stórkost- legra sigra. Draumsýn Gyðinga um þjóðarheimili hefur orðið að veru- leika. Í landinu helga hefur Ísrael blómstrað sem viðurkennt ríki í meira en hálfa öld. Þar læra börn Gyðinga tungu forfeðra sinna, hebr- esku, sem áður lá í þögn. Áður máttu Gyðingar þola ofsóknir í ríkjum Evr- ópumanna, en njóta nú viðurkenning- ar í hópi þeirra undir traustum merkjum lýðræðisríkis. Eftir fall breska heimsveldisins, sem fóstraði hugsjónir Chaims Weizmann og ann- arra þjóðhetja, hafa valdamestu ríki heims tekið Ísrael opnum örmum og stutt landið á sigurbraut sinni. Gyð- ingar hvarvetna í heiminum vita að í Ísrael eiga þeir sér heimili, þar geta þeir án skilyrða gerst íbúar. Lífsgæði og öryggi Gyðinga í Ísrael eru draumur sem hefur ræst. Við Evrópubúar eigum auðvelt með að gleðjast yfir þeim árangri sem Gyðingar í Ísrael hafa náð, enda kunna sum okkar enn í dag að skammast sín fyrir þá fjandsemi sem þeir urðu ævinlega fyrir í okkar heimshluta. Lítil Íslendingshjörtu kunna jafnvel að slá hraðar þegar við hugsum um litla þjóð, bókaþjóð, sem beit á jaxlinn og barðist fyrir sjálf- stæði sínu og tilvistarrétti. Martröð Palestínumanna Sigrar Ísraels voru þó í sjálfu sér ekki sigrar gegn kúgun á Vesturlönd- um – heldur sigrar í stríði sem var háð við þjóðina sem fyrir bjó í landinu fyrirheitna. Ríki Gyðinga var ekki skírt í blóði helfararinnar eins og oft er látið í veðri vaka, heldur í blóði Pal- estínumanna. Öll Palestína skyldi verða Ísrael, Ísrael var draumur Gyð- inga og Palestínumenn voru ekki Gyðingar. Með blóðsúthellingum var þjóð Palestínumanna fyrst gerð að heimilislausri þjóð og síðan að her- numinni þjóð. Nú þegar herveldið Ísrael hefur smátt og smátt lagt undir sig alla hina fornu Palestínu og hefur ekki frekari stríð að vinna, slær von í hjörtum þeirra sem sáu engan draum en að- eins martröð. Í flóttamannabúðum í Líbanon, í flóttamannabúðum í Sýr- landi, Jórdaníu og á Gaza er þjóð sem hefur þurft að gefa eftir virðingu sína, heimili sín og öryggi, til þess að Ísrael mætti blómstra. Palestínumenn hafa í fimm áratugi greitt skuld Vesturlandabúa við Gyð- inga, þrátt fyrir að vera á engan hátt valdir að óförum þeirra. Áróðursvél Ísraels notfærir sér fjölmiðlatengsl sín á Vesturlöndum til að útmála ör- vilnaðan æskulýð hernumdu svæð- anna sem hernaðarlega ógn. Ísrael notfærir sér fjárstyrki frá Banda- ríkjunum til að halda úti öflugustu vígasveitum Mið-Austurlanda. Ólög- legum landnemabyggð- um, sem reistar eru á rústum heimila sak- lausra fjölskyldna, er haldið úti með sömu fjárstyrkjum – og Pal- estínumenn eru hneppt- ir í varðhald eins og þrælar á eigin landi. Að vakna af draumi Sá tími er kominn að löndin sem stæra sig af virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum opni augu sín fyrir því að einn í hópnum mætir til veislunnar með blóðugar hendur. Sá tími er kominn að framganga Ísr- aels verði stöðvuð. Þrjár milljónir hernuminnar þjóð- ar geta ekki lengur unað við réttinda- leysi, fimm milljónir landflótta þjóðar geta ekki lengur unað við örbirgð, þúsundum örkumla og særðra getur ekki haldið áfram að fjölga. Við sem höfum fagnað velgengni Ísraels getum ekki lengur viðhaldið þögn og aðgerðaleysi gagnvart bar- áttu Palestínumanna. Við getum ekki afsakað grandvaraleysi okkar með því að gleypa við lygum um illan ásetning þeirra sem einungis berjast fyrir lífi sínu. Við getum ekki haldið áfram að láta blekkjast af glansmynd sómaríkis þegar það hefur gert blóði drifinn óþokka að leiðtoga sínum. Það er skylda okkar að krefja Ísrael um hlýðni við alþjóðalög og við þær stofn- anir sem létu á sínum undan kröfu Gyðinga um þjóðarheimili. Nú þurf- um við að vakna af draumnum og binda enda á martröðina. Sniðgöngudagurinn Á sínum tíma vöknuðu Vestur- landabúar upp af draumi um ríki hvítra í Suður-Afríku. Lengi stóðu menn í þeirri trú að í Suður-Afríki lifðu hvítir og svartir í sátt og sam- lyndi, hvítir hefðu sitt lýðræði og ríkisstjórn, en svartir yndu glaðir við sitt á verndarsvæð- um og í úthverfum stór- borganna. En raunin var önnur: Smátt og smátt kom í ljós að hér var um eitt ógeðfelld- asta misrétti síðari ára að ræða. Það tók okkur langan tíma að vakna af drauminum, og enn nokkurn tíma að binda enda á martröðina. En við gerðum það engu að síður. Ekki síst með því að einangra ríkisstjórn Suður-Afríku á alþjóðavettvangi tókst okkur að þrýsta á umbætur í landinu. Og eitt öflugasta tækið var að sniðganga vörur frá Suður-Afríku. Nú er orðið ljóst að misrétti Ísr- aelsstjórnar er sama eðlis og misrétti Suður-Afríkustjórnar og kominn tími til að taka upp sömu aðferð gegn henni. Norræn stuðningsfélög við Palestínu hafa samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld og borgarar eru hvött til að sniðganga vörur og þjónustu frá Ísrael. Sérstakur dagur verður héðan í frá haldinn einu sinni á ári til að minna á sniðgönguna: Norræni snið- göngudagurinn 14. september. Fé- lagið Ísland-Palestína tekur þátt í þessu framtaki fyrir hönd þeirra Ís- lendinga sem vilja binda endi á fram- ferði Ísraels, og heldur upp á Nor- ræna sniðgöngudaginn í dag. Sniðganga fer fram með tvennum hætti: Annars vegar með því að þrýsta á innflytjendur varnings og þjónustu frá Ísrael að sniðganga landið. Félagið Ísland-Palestína hef- ur þegar sent forráðamönnum stærstu innflytjenda á sviði matvæla bréf þar sem þeir eru hvattir til þessa – og minnt á mikilvægt foræmi þess að víða á Norðurlöndum hafa stór innflutningsfyrirtæki tekið að snið- ganga Ísrael. Hins vegar fer snið- ganga fram með því að hinn almenni neytandi hafi augun opinn og snið- gangi þær vörur frá Ísrael sem verða á vegi hans. Gróflega samsettan leið- arvísi um þær vörutegundir sem helst eru fluttar inn frá Ísrael má nú finna á heimasíðu Félagsins, www.palest- ina.is. Með því að sniðganga Ísrael sýnum við að við höfum vaknað upp af draumnum og gerum það sem í okkar valdi stendur til að binda enda á mar- tröðina! Vöknum af draumnum – endum martröðina Viðar Þorsteinsson Sniðganga Með því að sniðganga Ísrael, segir Viðar Þorsteinsson, sýnum við að við höfum vaknað af draumnum. Höfundur er háskólanemi og ritari Félagsins Ísland-Palestína. H vaða menn eru það sem geta veitt svör við stóru spurningunum sem minni spá- menn standa ráðþrota frammi fyrir? Þessir menn eru kallaðir vísir – eða gáfaðir – og heita á út- lendum málum „intellektúalar“ (því miður er ekki til nein við- unandi íslensk þýðing á því orði). Þetta eru mennirnir sem leita sannleikans, og sem aðrir leita til í von um svör. En hvað felur það í sér að vera svona vísdómsmaður? Það eru til (að minnsta kosti) fjórar gerðir vísdómsmanna, sem nefna má eftir megineinkennum. Í fyrsta lagi er það öldungurinn, í öðru lagi spyrillinn, í þriðja lagi háðfuglinn og í fjórða lagi orðabókin. Hver þeirra hefur sína aðferð við að nálgast sann- leikann – og auðvitað eru margir vísdómsmenn einhverskonar blanda af þessum eiginleikum. Vísdómsmaðurinn sem hér er kenndur við orðabók safnar stað- reyndum um heiminn, smáum sem stórum, þungvægum sem léttvægum, og reynir þannig að sanka að sér sem mestu af því sem vitað er með vissu, og líka því sem aðrir menn hafa gegnum tíðina sagt, spaklegt eða óspak- legt. Það er stundum sagt um svona menn að það sé hægt að „fletta upp í þeim“, enda reyna þeir að hafa á reiðum höndum staðreyndir sem svara því sem spurt er um. Viska orðabók- arinnar er lærð, hún er blátt áfram og aðgengileg. En kannski hefur hún þann galla að vera ómarkviss, vegna þess eiginleika, sem að ofan er nefndur, að ná jafnt til léttvægra staðreynda og mikilvægra, drekkja aðalatriðum í smáat- riðum, en segja manni nákvæm- lega ekkert um það hvaða stað- reyndir skipti máli og hverjar ekki. Enda er ekki hægt að segja að það sé staðreynd að eitthvað eitt skipti meira máli en annað – það hvað skiptir máli er breyti- legt frá einum til annars, frá einu samhengi til annars, og orðabók- in verður manni að engu gagni þegar maður þarf að átta sig á því hvað skiptir máli í manns eig- in tilviki, manns eigin samhengi. Spyrillinn, eins og nafnið bend- ir til, spyr sig áfram í áttina að sannleikanum. Vísdómur hans er fólginn í því að geta fundið hina afgerandi spurningu, spurn- inguna sem allt veltur á, spurn- inguna sem er lykillinn að leynd- ardómum lífsins og tilverunnar. Það er að segja, ef svar fæst við henni. Þannig leitast spyrillinn við að skera úr um hvað skipti máli og hvað ekki – hvernig skuli spurt til að leyndardómarnir verði ljósir. Spyrillinn hefur varðveitt með sér þennan barns- lega eiginleika að hætta aldrei að spyrja af hverju. En einmitt í því er kannski fall hans falið. Þegar börnin sem spyrja sífellt af hverju eru sjálf spurð verður oftar en ekki lítið um svör. Þau hafa í rauninni hvorki áhuga á svörunum né hæfileika til að veita þau – og yf- irleitt gera þau ekkert með þau svör sem þau þó fá. Það er góðra gjalda vert að vera spurull, en hinir minni spámenn eru eig- inlega aðallega á höttunum eftir svörum. Endalaust spurningaflóð er þeim lítils virði. Öldungurinn spyr ekki, heldur þvert á móti, hann veitir bara svör. En hann sækir þau ekki í minni sitt, heldur í innblástur. Þetta er maðurinn sem heldur ró sinni á meðan aðrir fjargviðrast, maðurinn sem kveður upp úr með það sem öllu skiptir þegar hinir eru sem þeytispjöld á eftir fánýtum hlutum. Þetta er skáldið sem varpar fram visku sinni í hnitmiðuðum orðum, svo aðrir þagna. Og það er gallinn við öldung- inn. Hann krefst þagnar af hin- um, leyfir ekki spurningar, leyfir ekki gagnrýni. Orð hans eru hin síðustu orð, og öðrum ber ekki að gera annað með þau en fara eftir þeim. Þannig er öldungurinn að því leyti frábrugðinn orðabókinni og spyrlinum að öldungurinn get- ur beinlínis orðið hættulegur og att fylgjendum sínum til óhæfu- verka í nafni hins stóra sann- leika. Háðfuglinn sér í gegnum þetta allt. Viska hans er fólgin í af- hjúpun. Háðfuglinn, eins og nafn- ið bendir til, hefur hin gáfumenn- in að háði og spotti, situr á hliðarlínunni og bendir á hlægi- legar mótsagnir þeirra, tvískinn- ung og tilgangsleysi. Honum er einkar uppsigað við öldunginn, enda eru háðfuglarnir yfirleitt ungir að árum. En samt á háðfuglinn mest sameiginlegt með öldungnum, því að hann getur orðið hættulegur. Ekki vegna þess að hann leyfi enga gagnrýni (þvert á móti), heldur einmitt vegna þess að hann leyfir ekki neitt nema gagn- rýni. Hann skýtur niður allar staðhæfingar, og þess vegna skil- ur hann eftir sig sviðna jörð hvar sem hann fer. Að öllu þessu sögðu, er þá hægt að skera úr um hvert sé nú hið eiginlega gáfumenni? Orða- bókin gæti engu svarað, spyrill- inn teldi það ekki hlutverk sitt að svara, háðfuglinn myndi yppta öxlum og öldungurinn hátíðlega tilnefna sjálfan sig. Það er erfitt að átta sig á því hverjum maður skyldi treysta. Enda eru þessi gáfumenni kannski fyrst og fremst söguleg fyrirbæri – mismunandi birting- armyndir „vísdómsmannsins“ í gegnum aldirnar. Þannig mætti kenna orðabókina við upplýs- inguna, öldunginn við rómantík- ina, spyrilinn við módernismann og háðfuglinn við póstmódern- ismann. Þó má ráða af því sem sagt hefur verið að ofan, að orðabókin og spyrillinn séu að því leyti skárri kostir, að þeir verða aldrei hættulegir. Hættulegir menn, eins og öldungurinn og háðfugl- inn geta orðið, geta varla talist vísdómsmenn. Vísdóms- menn Það eru til fjórar gerðir vísdómsmanna, sem nefna má eftir megineinkennum. Í fyrsta lagi er það öldungurinn, í öðru lagi spyrillinn, í þriðja lagi háðfuglinn og í fjórða lagi orðabókin. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Í ÞRJÁR vikur hafa staðið yfir mót- mæli á Austurvelli í hádeginu til að mót- mæla ótímabærum framkvæmdum við Kárahnjúka svo og Norðlingaölduveitu. Á hverjum degi hafa safnast saman á bilinu 40 til 70 manns og það er ekki alltaf sama fólkið en þar sem 150 nýir félagar hafa látið skrá sig í Náttúru- verndarsamtök Ís- lands á staðnum þennan tíma má gera ráð fyrir að um fjórði hver hafi látið skrá sig. Það þýðir að 600 manns hafa mætt á Aust- urvöll, kannski fleiri. Það eru sem- sagt ekki tuttugu hræður að kyrja þjóðsönginn einsog einhver sjálf- stæðismaður sagði. Eða einsog Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði í leiðara sínum 12. september, að íslensk- ir menntamenn mættu ekki koma saman án þess að bresta í þjóðsönginn og fannst það yfir- máta hallærislegt en ekkert óttast hann og skoðanabræður hans meira en að vera hall- ærislegir. Ég leyfi mér hinsvegar að efast um annað en þeim þyki rímnaflutn- ingur Sigurrósar og Steindórs smart. Við sungum þjóð- sönginn fyrsta daginn á Austur- velli en síðan höfum við sungið ótal ættjarðarlög. Í fyrsta lagi vegna þess að söngur opnar hug og hjarta og bindur fólk sterkum böndum. Í öðru lagi vegna þess að þetta eru falleg lög og ljóð. Og í þriðja lagi felst í því ákveðið grín því á hátíðis- og tyllidögum nota ráðamenn einmitt þessi lög og ljóð til að hamra á valdi sínu. Þá hafa líka ýmsir tekið til máls á Austurvelli: Ásta Arnardóttir sem lýsti ferð til Kárahnjúka, Þor- steinn Siglaugsson hagfræðingur, Einar Ó. Þorleifsson líffræðingur, Helgi Hjörvar borgarfulltrúi, Guð- rún Ásmundsdóttir sem lýsti bar- áttu Sigríðar í Brattholti, Guð- mundur Páll Ólafsson lýsti mótmælum vegna vegafram- Ég þarf ekki að sjá í mér hjartað Elísabet Jökulsdóttir Náttúruvernd Fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum, segir Elísabet Jökulsdóttir, er að mótmæla á Austurvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.