Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 39

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 39 Í DAG, laugardaginn 14. október, stendur Félagið Ísland-Palestína í samvinnu við félagasamtök Í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð fyrir sam- norrænu átaki þar sem almenningur er hvattur til að sniðganga ísr- aelskar vörur og þjónustu. Jafn- framt er tilgangur þessa sniðgöngu- dags að þrýsta á að opinberar stofnanir og stjórnvöld á Norður- löndunum hætti að versla við Ísr- aelsríki sem nú hefur í 35 ár her- numið Vesturbakkann og Gazaströndina í trássi við alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóð- anna. Mikilvægt vopn í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afr- íku, og hernámi þess á nágranna- landinu Namibíu, var þrýstingur al- þjóðasamfélagsins. Suður-Afríka var sniðgengin og einangruð á al- þjóðavettvangi, fékk t.a.m. ekki að taka þátt í Ólympíuleikum og var beitt hörðum viðskiptaþvingunum. Andsypurnuhreyfingin með Nelson Mandela í fararbroddi hafði að lok- um betur, aðskilnaðarstefnan var afnumin og Namibía hlaut sjálf- stæði. Ísraelsríki, sem átti góð sam- skipti við stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku og seldi henni m.a. vopn í trássi við samþykktir Sam- einuðu þjóðanna, heldur hins vegar áfram að mismuna borgurum sínum eftir trúarbrögðum og kynþætti. Palestínumenn, sem eru um fimmt- ungur íbúa Ísraels, lifa að stórum hluta undir fátæktarmörkum og sem annars flokks íbúar í sérríki ætluðu Gyðingum. Ísraelski herinn hefur á undanförnum misserum ekki hikað við að skjóta og fangelsa þá ríkisborgara sem ekki játa gyð- ingatrú og hafa vogað sér að mót- mæla landráni, skertu ferðafrelsi og öðru óréttlæti sem þeir eru beittir. En þótt ísraelska útgáfan af suð- ur-afrísku aðskilnaðarstefnunni innan eigin landamæra sé vissulega viðbjóðsleg slær fátt út hernám þeirra á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni. Á meðan ríkisstjórn Ar- iels Sharon heldur áfram að ein- angra, svelta, sprengja og ráðast inn í byggðir Palestínu horfir heims- byggðin aðgerðarlaus á. Hernáms- ríkið heldur áfram að versla við önn- ur ríki heims og taka þátt í alþjóðlegum samskiptum rétt eins og mannréttindi og frelsi palestínsku þjóð- arinnar í eigin heima- landi skipti engu máli. Víða um heim er fólk farið að sniðganga ísr- aelskar vörur til að sýna í verki andstöðu sína við hernám Ísr- aelshers í Palestínu. Í Evrópu hefur snið- gangan þegar haft nokkur áhrif þar sem ísraelskur útflutningur til ýmissa Evrópu- landa, ekki síst til Norðurlanda, hefur minnkað umtalsvert. Ísraelsríki á ekki að vera yfir alþjóðalög og mannrétt- indasáttmála hafið! Stríðsglæpum Ísraels gagnvart Palestínumönnum verður að ljúka! Tök- um okkur til og hætt- um að versla við Ísrael þar til Ísraelsmenn fallast á að fara eftir samþykktum SÞ sem kveða á um að her- náminu í Palestínu ljúki, að sjálfstæði Palestínu verði virt og að palestínskir flótta- menn fái að snúa aftur til heimalands síns. Nánari upplýsingar um sniðgöngudaginn er að finna á heima- síðu Félagsins Ísland- Palestína, www.- palestina.is. Sniðgöngum Ísrael Eldar Ástþórsson Sniðganga Víða um heim er fólk farið að sniðganga ísraelskar vörur, segir Eldar Ástþórsson, til að sýna í verki andstöðu sína við hernám Ísraelshers í Palestínu. Höfundur er háskólanemi og stjórn- armaður í Félaginu Ísland-Palestína. kvæmda, Kolbrún Halldórsdóttir sagði frá ráðstefnu í Jóhannesar- borg. Og ótal fleiri úr ýmsum stéttum eru á leiðinni. Það eru nefnilega ekki bara ís- lenskir menntamenn sem eru að mótmæla á Austurvelli, það er fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum sem þetta mál brennur á. Það var dæmigert þegar nokkrir tóku sig til og útbjuggu mótmælaspjald og leituðu til fyrirtækja til að fá efni, það var einsog menn á þeim bæj- um hefðu verið að bíða eftir að sýna stuðning sinn á einhvern hátt. Mótmælin hafa nú staðið í fjór- tán daga og það telst til tíðinda hér á landi þar sem umræða á það til að blossa upp og hjaðna síðan einsog ekkert hafi í skorist. Stundum er sagt að það þýði ekkert að vernda þessi svæði, Kárahnjúka og Þjórsárver, vegna þess að enginn hafi komið þangað og fólk eigi ekki eftir að ferðast þangað. Á sínum tíma hafði þjóðin ekki séð Gullfoss eða Dettifoss. Og fyrir utan það að stundum veit maður eitthvað. Ég þarf ekki að sjá í mér hjartað til að vilja vernda hjartað. Höfundur er rithöfundur. Mörkinni 3, sími 588 0460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.