Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sturlaug Re-bekka Rut Jó- hannesdóttir Anu- foro fæddist í Stykkishólmi 30. september 1956. Hún lést á Landspítalan- um 2. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann- es Guðjónsson versl- unarmaður, f. 11.11. 1896, d. 8.2. 1994, og Guðlaug Ósk Guð- mundsdóttir húsmóð- ir, f. 24.2. 1913, d. 15.11. 1996. Rebekka var yngst fimm barna þeirra hjóna en áður átti Jóhannes dótturina Ás- dísi sem nú er látin. Elst alsystkina var Hólmfríður, lést á 3. ári, síðan Guðmundur Sigurður Sturla, lést á 17. ári, þá Sigurborg Þóra, búsett í Englandi, og loks Karvel Hólm, bú- settur í Stykkishólmi. Rebekka ólst ritari hjá norska sendiráðinu. Rebekka og Godson eiga þrjú börn: Obinna Sturla Chijioke, nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, f. í Lagos 4. ágúst 1980, Adaku Ósk Ukachi, læknanemi við Háskóla Ís- lands, f. í Lagos 17. júní 1982, og yngstur er Onyemauchechukwu Óðinn Chukwuemeka, nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, f. í Lagos 28. júní 1986. Í ágúst 1999 fluttist Rebekka heim til Íslands með fjölskyldu sína og settist að á æskuheimili sínu í Stykkishólmi og bjó þar í eitt ár og starfaði sem sjúkraliði við St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi. Í ágúst 2000 flutti fjölskyld- an til Reykjavíkur þar sem þau keyptu sér íbúð og Rebekka hóf störf sem sjúkraliði á Droplaugar- stöðum. Rebekka verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. upp í foreldrahúsum í Stykkishólmi. Hún lauk landsprófi frá Barna- og unglinga- skólanum í Stykkis- hólmi 1973 og stundaði nám við Menntaskól- ann við Tjörnina 1973– 1974. Haustið 1974 réðist hún sem heimil- ishjálp á heimili í Eng- landi. Hún hóf þar nám í hjúkrun og útskrifað- ist sem hjúkrunar- kona. Í Englandi kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Godson Uwawukonye Onyemauc- hechukwu Anuforo, en hann var þá við nám í endurskoðun og við- skiptafræðum. Þau giftust 1. nóv- ember 1978 í Englandi og fluttust svo fljótlega til Nígeríu og þar starfaði hún við hjúkrun. Síðustu 5 árin sem hún bjó í Nígeríu var hún Bekka, eins og hún var ávallt köll- uð í Nígeríu, kom inn í Anuforo-fjöl- skylduna af heilum hug og hreinu hjarta. Hún kom til Nígeríu á tíma þegar ég var að búa mig undir að yf- irgefa landið og halda til Bandaríkj- anna. Hún hvatti mig óspart til þess að stunda læknanám og jafnvel áður en hún giftist Godson bróður mínum var sú hvatning ómetanleg. Án tillits til litarhafts gekk Bekka af heilum hug inn í Anuforo-fjölskylduna og var fullkomlega viðurkennd sem ein af fjölskyldunni. Það gleður mig að hún var Anuforo til dauðadags og að ekkert fái því breytt. Hún náði aldrei að hitta foreldra mína en nú veit ég að foreldrar mínir, Nathaniel og Mabel Ukachi Anuforo, munu bjóða hana hjartanlega velkomna til sín. Bekka var afskaplega dugleg og naut virðingar og vinsemdar allra sem til hennar þekktu. Tengsl henn- ar og tryggð við Anuforo-fjölskyld- una höfðu áhrif á marga útlendinga í Nígeríu. Ég þori að fullyrða að gift- ing hennar og bróður míns hafi haft áhrif og verið fyrirmynd öðrum hvít- um konum sem voru ástfangnar af nígerískum mönnum. Bróðir minn elskaði hana af öllu hjarta. Margir nígerískir menn tóku sér hjónaband þeirra til fyrirmyndar og var mikið rætt um það í Lagos. Bekka vann á mörgum sjúkrahús- um í Lagos og átti þátt í að bjarga fjölda mannslífa í Nígeríu. Hennar verður sárt saknað af öllum en þó mest af gömlu konunum í Amatta- þorpinu. Um hver jól heimsótti hún þorpið þar sem loftslagið var svo gott að stundum vildi hún helst ekki snúa til baka til Lagos. Gömlu konunum þótti óskaplega vænt um hana. Allir meðlimir Anuforo-fjölskyld- unnar í Bandaríkjunum munu sakna Rebekku. Enginn getur komið í hennar stað. Við munum ætíð biðja fyrir sál hennar. Ferð hennar nú er ferð sem við þurfum öll að fara ein- hvern tímann. Bekka hóf ekki þessa ferð og hún mun heldur ekki ljúka henni ein. Hvíl í friði, Bekka, og megi Guð vera með þér. John Anuforo, New York. Ég trúi því vart að ég sé að skrifa þessi kveðjuorð til elskulegrar mág- konu minnar heitinnar, Rebekku Anuforo. Getur þetta verið satt? Hér í dag, horfin á morgun. Hennar tími var ekki kominn. Nei, ekki kominn. Faðir hennar lifði til níræðisaldurs og móðir hennar varð 86 ára gömul. Hvers vegna nú? Hvers vegna? En hver er ég lítilmáttug að draga í efa vilja Guðs. Guð minn, þú ert skapari alls sem er, þess sjáanlega sem og þess ósýnilega, dauða jafnt sem lífs, og þú einn veist best. Megi vilji þinn, faðir, vera gjörður í lífi okkar, í Jesú nafni, amen. En ég mun sakna Re- bekku svo sárt. Bekka, eins og við kölluðum hana svo hlýlega, gekk inn í fjölskyldu okkar með opnum og víðsýnum huga sem snerti okkur öll, unga sem aldna, og gerði okkur hliðholl henni frá upp- hafi. Hún varð órjúfanlegur hluti Anuforo-fjölskyldunnar í Ikeduru- héraðinu, Imo-fylki, Nígeríu. Jafnvel þótt hún væri hvít á hörund aðlag- aðist hún einkar fljótt nígerísku sam- félagi, sérstaklega vina- og fjöl- skylduhópi eiginmanns síns. Hún var virkur meðlimur í fjölda kvennasam- taka í Nígeríu. Bekka var ung og fal- leg, umhyggjusöm, ástrík, skynsöm, skilningsrík, umburðarlynd, þolin- móð og friðelskandi. Hún var trú og trygg manni sínum og fjölskyldu til dauðadags. Við bjuggum með henni í Nígeríu í 21 ár án þess að nokkurn skugga bæri á. Það segir allt um það hve indæl Rebekka var. Bekka var hin fullkomna afríska kona í hvítri húð. Hún var hógvær og jarðbundin. Bekka gat eldað nær alla afríska rétti sem maður gat hugsað sér: okro-, cocoyam-, melónu- og draw- súpu, til að nefna bara nokkra dýr- indisrétti hennar. Hún ræktaði land eins og allar afrískar konur. Þegar hún uppskar kassavarætur bjó hún ætíð til „kassava-foo-foo“ fyrir fjöl- skyldumeðlimina auk þess sem hún bjó til lostætis „yam-foo-foo“. Hún var framúrskarandi kokkur. Ég mun sakna dýrindis sunnudagsmáltíða hennar og evrópskra rétta hennar einnig, eins og t.d. eplabökunnar og ostakökunnar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig sunnudagar og jólin verða án Bekku. Við munum öll sakna hláturs hennar, kímnigáfu og góðvildar. Góður Guð, sendu þinn heilaga anda til að hugga okkur öll, sérstaklega eftirlifandi eiginmann Godson Anuforo og börn þeirra Ob- inna, Ada og Onyema. Gef okkur öll- um hugrekki og styrk til að geta af- borið þennan missi. Bekka var meira en mágkona mín. Hún var alltaf tilbúin til að hlusta á vandamál mín og gefa mér góð ráð. Hún var skynsöm og rökrétt í nálgun sinni á viðfangsefnum og hafði svör við hverri spurningu og lausn á hverjum vanda. Ég mun sakna þessa sárt í lífi mínu héreftir að geta ekki leitað til hennar. Eins og öll okkar gat Bekka misst stjórn á skapi sínu, en þegar það gerðist lét hún aldrei reiði sína líta ljós næsta dags. Hún var alltaf snögg til að biðjast forláts ef hún móðgaði eða særði einhvern. En góðvild hennar náði ekki bara til okkar í Anuforo-fjölskyldunni. Ljúf- mennska Bekku náði til allra þeirra sem í kringum hana voru, eins og t.d. til samstarfsmanna hennar í norska sendiráðinu í Nígeríu, þar sem hún gerði fjölmörgu fólki greiða og hjálp- aði mörgum að fá vinnu. Samskipti hennar við samstarfsfélaga voru ein- stök. Jafnvel þótt Bekka vinni þar ekki lengur sýna allir starfsmenn sendiráðsins samstundis greiðvikni og hjálpsemi þegar fólk er kynnt sem skyldmenni hennar. Það eru slík spor sem Bekka skilur eftir sig hér á jörð- inni: spor ástar og samhljóms. Góðir eiginleikar hennar eru of margir til að telja upp. Ég bið þess einfaldlega að Guð líti á Rebekku á himnum eins og við fjölskyldumeðlimir hennar gerðum hér á jörðu, og taki henni fagnandi í konungsdæmi sínu. Eiginmaður minn og ég höfðum hlakkað til að bjóðu Bekku og fjöl- skyldunni til New York í sumar, og við höfðum vonast til að heimsækja þau á Íslandi næsta sumar. En krabbamein tók völdin og heilsa Bekku versnaði stöðugt. Draumar okkar gátu ekki ræst. Adieu Bekka! Adieu vinkona mín! Adieu mágkona! Megi blíð og við- kvæm sála þín njóta hvíldar hjá Drottni, amen. Augu mín eru full af tárum, ég get ekki skrifað meir. Guð veri með þér þar til við hittumst á ný og þurfum aldrei aftur að kveðjast. Þín mágkona, Gift Nkechi Ndukwu, New York. Í dag kveðjum við hinstu kveðju okkar ástkæru frænku, sem lést langt um aldur fram. Elsku Rebekka, við þökkum þér samfylgdina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hjartans samúðarkveðjur sendum við Godson, Obinna, Ósk, Óðni, Sig- urborgu, Karvel, Guffí, Kjartani og öðrum aðstandendum. Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Vilborg og Ingibjörg. Andlát Rebekku Anuforo, eigin- konu forseta okkar, Hr. Godson, var mikið áfall fyrir okkur í Félagi Níg- eríumanna á Íslandi. Hún fæddist 30. september 1956 í heimabæ sínum, Stykkishólmi. Hún giftist eiginmanni sínum í nóvember 1978. Ásamt þremur börnum sínum fluttu þau hjónin til Nígeríu eftir að hún lauk hjúkrunarfræði í London. Fjölskyldan flutti að lokum til Ís- lands 1999. Frú Anuforo var mjög virt af afr- ísku fólki á Íslandi, hún var ein af stofnendum Félags Nígeríumanna á Íslandi. Hugmyndir hennar og góður styrkur hennar til þess að sjá Níger- íumenn á Íslandi undir einu þaki varð til þess að stofnað var Félag Níger- íumanna á Íslandi, sem mun halda hennar skoðunum og markmiðum. Frú Anuforo var móðir okkar allra og hafði sýnt okkur gott fordæmi af afrískum siðum fram á síðasta dag sinn á þessari jörð. Hún hélt fyrir okkur Nígeríu- menn, og aðra gesti, veislu á síðasta þjóðhátíðardegi okkar og vorum við í sameiningu að ákveða og hlakka til að halda ennþá flottari veislu á næsta þjóðhátíðardegi okkar, þangað til kaldur veruleikinn tók hana frá okk- ur. Það er okkur þó huggun að þú sért með Drottni í dýrð hans og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Við biðjum fyrir því að Drottinn al- máttugur veiti fjölskyldu hennar von og styrk til að lifa við þennan óbæt- anlega missi. Megir þú hvíla í fullkomnum friði, okkar kæra Rebekka! Félag Nígeríumanna á Íslandi. Það er erfitt að horfa á eftir samferðafólki gegnum lífið tekið burtu í blóma lífsins frá eiginmanni og börnum og maður sér ekki til- ganginn. Rebekku hef ég þekkt frá því að ég var smástrákur og minnist ég heim- sókna með foreldrum mínum til hennar og fjölskyldu í Hólminn og eins er hún kom með Laugu frænku á Grettisgötuna. Ég kynntist henni fyrst fyrir al- vöru þegar hún kom í bæinn til að fara í menntaskóla og leigði sér her- bergi úti í bæ, en kom alltaf í heim- sókn um helgar í Hjaltabakkann. Þá var iðulega glatt á hjalla því Rebekka hafði ætíð í farteskinu nýjar hljóm- plötur sem við hlustuðum heilmikið á og hún var líka óþreytandi að spila við okkur, litlu frændurna. Eftir þennan tíma í menntaskól- anum lágu leiðir okkar ekki oft sam- an, enda bjó hún lengi erlendis, bæði í Englandi og lengst af í Nígeríu, en í þau fáu skipti sem hún kom til Ís- lands með fjölskyldu sína hittumst við alltaf á heimili móður minnar. Rebekka var ekki stórorð kona og hafði góða nærveru svo gott var að umgangast hana. Eftir að hún flutti heim með fjöl- skylduna voru samverustundirnar ekki margar en ánægjulegar.Við Anna Sigga þökkum Rebekku sam- fylgdina og sendum fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum algóðan Guð að leiða ykkur og hugga í ykkar miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Geir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég bið algóðan Guð að styrkja fjöl- skyldu hennar og ættingja á þessari sorgar- og saknaðarstund. Þín vinkona Sigríður Haraldsdóttir. STURLAUG REBEKKA RUT JÓHANNESDÓTTIR ANUFORO Ég var lítil stelpa í heimsókn hjá ömmu og afa á Sólvallagötunni, eins og svo oft á þeim árum, þegar einhver þreif upp útidyrahurðina, skundaði inn á bað og stillti sér upp fyrir framan spegilinn. Hver var nú þetta eiginlega? Stuttu seinna barst ómur af söng út um skráargatið, og tón- arnir flóðu út um allt hús. Falleg söngröddin renndi gegnum óperu- aríur, hverja á fætur annarri. Ó, þetta er bara hann Maggi frændi, að æfa sig fyrir frumsýningu. Hann fór með aðalhlutverkið í flestum óperu- uppfærslum á þessum tíma og hon- ✝ Magnús Jónssonóperusöngvari fæddist í Reykjavík 31. maí 1928. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut mánudaginn 26. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 6. september. um fannst gott að renna yfir aríurnar í friði á æskuheimilinu rétt fyrir frumsýningu. Tenórinn þandi rödd- ina og tónarnir fylltu út í öll skot í húsinu, íbúunum til mestu ánægju. Á þessum ár- um voru ferðirnar í Gamla bíó ófáar með mömmu, ömmu og afa til að sjá og hlusta á Magga frænda og það var alltaf jafn gaman. Það var ekki amalegt fyrir litla stelpu að eiga svona frænda. Magnús eignaðist tvö börn, Svaf- ar og Sigrúnu (Boggu), með Guð- rúnu eiginkonu sinni. Við Bogga höfum alltaf verið mjög nánar og er- um bestu vinkonur. Ég var því oft á heimili þeirra í æsku og minning- arnar eru margar. Eitt sinn var ég með Boggu og Svafari í ævintýra- ferð á fleka á tjörninni úti á Sel- tjarnarnesi. Áður en við vissum af var flekinn kominn út á miðja tjörn og litlu frænkurnar voru skelfingu lostnar. Þá voru nú góð ráð dýr. Birtist ekki Maggi frændi á bakk- anum á hárréttu augnabliki. Óð út í miðja tjörn og bar okkur í land í fanginu og ævintýrinu lauk vel. Mörgum árum seinna þegar ég gifti mig báðum við að sjálfsögðu Magga að syngja og það gerði hann fyrir okkur með glæsibrag. Brúð- hjónin og kirkjugestir fengu gæsa- húð af hrifningu þegar fallegur og kraftmikill söngurinn fyllti kirkjuna. Nýlega leiddi Magnús sína eigin dóttur inn kirkjugólfið og ég veit að fyrir Boggu frænku mína er það ómetanlegt að hafa haft sinn elsku pabba hjá sér á þeirri stundu svo stuttu áður en yfir lauk og mikið held ég nú að Maggi frændi hafi ver- ið ánægður og stoltur. Magnús var alveg yndislegur maður, ákveðnar manneskjur gera heiminn betri og hann var sannar- lega í þeim flokki. Elsku Guðrún, Bogga og Svafar, hugurinn er hjá ykkur núna þegar við kveðjum Magga. Á þessari stundu eru minn- ingarnar sárar en brátt munu þær tilfinningar víkja fyrir hjartahlýj- andi endurminningum. Elsku Maggi það var frábært að þekkja þig, við munum sakna þín. Agnes Garðarsdóttir, frænka í Seattle. MAGNÚS JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.