Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 49
menn. Hann var árum saman gangnaforingi, „fjallkóngur“ í seinni leitum. Fórst honum það vel úr hendi, enda harðfrískur, athugull og velríðandi. Lengst af búskap sínum í Eystra- Fróðholti var hann fóðureftirlits- maður í hreppnum og lengi síðan. Þau Sigurgeir og Vilborg bjuggu þrjá og hálfan áratug í Eystra-Fróð- holti, lengst af stórbúi með bland- aðan búskap, kýr, sauðfé og hross. Þau komu upp og ræktuðu trjágarð við íbúðarhúsið þannig að það var mikill myndarbragur á öllu í þeirra búskap. Við þessar aðstæður ólst einkasonurinn Guðmundur Óli upp. Hugur hans stóð ekki til búskapar. Hann nam við Kennaraskólann og lauk þaðan prófi. Gerðist kennari fyrst í Reykjavík en síðan flutti hann ásamt fjölskyldu austur að Kirkju- bæjarklaustri og starfar þar við kennslu. Þeim hjónum Ester Önnu og Óla varð tveggja dætra auðið, sem báðar hafa stundað nám við Há- skóla Íslands. Sigurborg Ýr á þriggja ára dóttur, sem fyrr segir. Þau Sigurgeir og Vilborg brugðu búi og fluttu að Hellu 1984 að Borg- arsandi 1. Þar hafa þau búið síðan. En Sigurgeir hefur dvalist um skeið á Hjúkrunarheimilinu Lundi uns hann lést 2. september sl. Fyrst og síðast minnist ég Sigur- geirs frænda míns sem góðs ná- granna. Það var sama, hvort sem um var að ræða smákvabb eða aðstoð þegar mikið lá við. Hann var ætíð til staðar staðfastur og gætinn. Það ber að þakka. Einnig voru tvö af börnum mínum í sveit hjá þeim hjónum í Eystra-Fróðholti. Þau minnast oft þeirrar dvalar með hlýhug og þakk- læti. Sigurgeir hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálunum, var ætíð sjálfstæð- ismaður og fylgdi fram þeirri stefnu af einurð og sannfæringu, við hvern sem við var rætt. Hann hafði lifandi áhuga á straumum samtímans fram á síðustu ár. Heilsteyptur og heill í öllum okkar kynnum. Slíks manns er gott að minnast. Guð blessi bjarta minningu Sigur- geirs Valmundssonar og gefi að “ ljós megi ljóma þar yfir, sem látinn hvílir. Starfsliði og læknum á Hjúkrun- arheimilinu Lundi er hér með þakk- að fyrir hjúkrun og góða umönnun. Eftirlifandi eiginkonu, Vilborgu, og Guðmundi Óla og Ester Önnu og dætrum þeirra er hér vottuð dýpsta samúð, ennfremur systkinum hans og vinum. Hreinn Árnason. „Æi, það var nú eiginlega bara gott,“ hugsaði ég, þegar Bogga sagði mér að Sigurgeir væri dáinn. „Hann sofnaði bara eftir matinn,“ bætti hún við.“ Hann vildi fara þannig, bara sofna. Ég rifjaði upp í huganum þeg- ar ég frétti að hann hefði fengið fyrsta áfallið, bundinn við hjólastól á eftir, gamall bóndi, alltaf að. Í raun- inni fannst mér sorgin meiri þá, þessi sívinnandi maður, hvernig átti hann að fara að því að lifa bundinn í hjólastól. Eina huggunin var sú að ég vissi að það var einstaklega vel um hann hugsað á Lundi. Þar er elju- samt og þolinmótt starfsfólk sem setur ekki fyrir sig smásérvisku í gömlum bónda. Ég var níu ára þegar ég fór fyrst í sveitina til Boggu og Sigurgeirs. Pínulítil níu ára borgarstelpa, dauð- hrædd við allar skepnur, meira að segja Lappa gamla. En það stóð ekki lengi. Ég var gjörsamlega heilluð af þessari veröld. Náttúran, dýrin og samspil þessara tveggja samtvinn- uðu þátta, allt svo framandi en jafn- framt svo spennandi að ég lagði jafn- vel á mig að borða heila kartöflu, tvisvar á dag til að fá að vera í sveit- inni. Sigurgeir hafði nú ekki mikið álit á mér til að byrja með. Ég var nú stelpa, það var nú ekki gott að hans áliti, auk þess sem ég tolldi ekki inni, elti hann út um allt ásamt Bjögga. En ég var morgunhani, fékk prik fyrir það. Og árin liðu og sumrin í Fróðholti urðu fleiri og fleiri. Ég hætti að grenja ofan í koddann yfir því að vera ekki strákur, lærði að vinna og takast á við hlutina, verða þreytt og halda samt áfram uns verki var lok- ið, sigri var náð. Sigurgeir var kröfu- harður húsbóndi, skipulagður, sí- vinnandi og stundum hrjúfur á yfirborðinu. En undir niðri bjó hlýr maður sem okkur krökkunum þótti vænt um þó hann væri stundum að skamma okkur fyrir hin ýmsu axar- sköft. Ef við gripum hann í landhelgi með eitthvað sem við höfðum fengið áminningu fyrir, sló hann á létta strengi og sneri sig út úr öllu saman. Sigurgeir hafði ákaflega gaman af því að syngja og söng oft hástöfum þegar hann var eitthvað að gera og kom því við. Ef við fórum í bíltúr var mikið sungið og okkur fannst oft skondið þegar hann fór ríðandi niður á Mýri að gá til skepna, að hægt var að fylgja hljóðinu um alla Mýri. Að sjálfsögðu tókum við krakkarnir þetta upp eftir honum og stundum minntist Bogga á það þegar mikið var um að vera á vélunum í hey- skapnum að hún hefði heyrt háar söngraddir úr þremur til fjórum átt- um heim í bæ þegar best lét. Á vet- urna var hvert frí notað til að skreppa í sveitina, því meiri ófærð og því verra veður, þeim mun meira gaman. Í jólafríum var gjarnan spil- uð vist fram á nótt, að segja hálfa eða heila og standast, það var toppurinn. Já, mér fannst hræðilegt þegar sýnt var að Sigurgeir yrði bundinn við hjólastól það sem eftir væri. Hann reyndi og reyndi, æfði sig og þjálfaði af sinni alkunnu elju, en allt kom fyrir ekki. Og í réttunum var hann alltaf jafnóánægður yfir því að við skyldum ekki leyfa honum að stíga út úr bílnum. Síðast þegar ég hitti hann bað hann mig samt, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að gleyma nú ekki að fara með sig í rétt- irnar. Nú þegar hann hefur kvatt þetta líf sé ég hann fyrir mér „hinum meg- in“, ríðandi á Þokka gamla með Grá- skjóna í taumi, á leiðinni í réttirnar, syngjandi: „Vertu hjá mér, Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja …“ Stefanía Geirsdóttir. „Maður er nú búinn að skóla hann til.“ Mér eru minnisstæð þessi orð Sigurgeirs Valmundssonar er hann lét falla þegar ég, 15 ára gamall, kom úr sjö daga fjárleitum af Rangár- vallaafrétti og ku hafa staðið mig ágætlega. Nú þegar Sigurgeir er fallinn frá eftir farsælt lífsstarf minnist ég hans sem ötuls bónda er rak gott bú í Eystra-Fróðholti og góðs húsbónda sem átti stóran þátt í að skóla undirritaðan til. Ég varð þeirrar miklu gæfu að- njótandi og er því ævinlega þakklát- ur að hafa dvalið langdvölum hjá þeim sæmdarhjónum Sigurgeiri og Vilborgu Guðjónsdóttur eða Boggu eins og hún er oftast nefnd. Á vorin var fengið leyfi frá skólasundi til að komast í sauðburðinn, helgar-, páska- og jólaleyfi voru einnig nýtt, því að af engu mátti missa. Þegar upp var staðið voru sumrin orðin tíu og áhrifin, upplifunin og reynslan ómæld. Á þessum tíu árum urðu miklar breytingar hjá sveitastráknum sem og í Fróðholti. Ég minnist Sóló elda- vélarinnar sem einnig sá um kynd- ingu hússins og hversu kalt gat orðið á loftinu á morgnana þegar Sólóvélin hafði drepið á sér um nóttina. Bað- staðurinn var áin, torfþökin á gömlu útihúsunum voru leikvöllurinn en L-76 Land Roverinn var nýr sem nú í dag er orðinn hluti leikmyndar vegna aldurs síns. Minningar um lið- inn tíma er verða geymdar um ókom- in ár. Í Fróðholti var stöðugt unnið að uppbyggingu búsins bæði í húsa- og vélakosti sem og allri ræktun. Byggt var við íbúðarhúsið, ný súrheys- hlaða, auk ýmissa endurbóta. Rækt- að land jókst, auk þess sem öll um- gengni um landið varð betri. Markmiðið var að sinna góðum bú- skap og að öllum skepnum liði vel. Sigurgeir hafði sterka tilfinningu fyrir búskapnum. Gætt var að næg- um og góðum heyjum, skjóli, vatni og góðri umhirðu. Mikil snyrti- mennska var viðhöfð, sá listigarður sem Bogga hélt bar þess glöggt vitni. Ákveðnar reglur giltu á ýmsum sviðum. Ef þeim reglum var fylgt ávann maður sér fullkomið traust. Þannig öðlaðist ég skilning á um- gengni við vélar og búnað, menn og skepnur sem og náttúruna. Leik- reglur og reynsla er hafa nýst mér oft á lífsleiðinni. Ég vil með þessum orðum minnast dýrmætrar reynslu af traustum manni er skyldi eftir sig fræ í jörðu, búrækt góða og vaxtarsprota í ung- um sveitastrák. Björgvin Filippusson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 49 ✝ Gísli KonráðGeirsson, bóndi á Kálfsstöðum í Vestur- Landeyjum, fæddist í Gerðum í sömu sveit 13. apríl 1928. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 30. ágúst síð- astliðinn. Gísli var yngsta barn hjónanna Þórönnu Þorsteins- dóttur, f. 1889, d. 1966, og Geirs Gísla- sonar, f. 1888, d. 1965. Systkini Gísla voru: Ágúst, f. 1918, dó að- eins 13 daga gamall, Þorsteinn, f. 1919, dó 18 ára gam- all, Guðrún Ágústa, f. 1921, látin fyrir fáum árum, og Þórunn, f. 1926, búsett í Reykjavík. Gísli kvæntist 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Jónsdóttur frá Kálfsstöðum, f. 8. október 1930. Hún var dóttir hjónanna Gróu Brynjólfsdóttur, f. 1904, d. 1966, og Jóns Einarssonar, f. 1900, d. 1964. Gísli og Lilja eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guð- mundur Þorsteinn, f. 1962, kvæntur Anek Walter frá Sviss. Þau eiga eina dóttur, Lindu Kristínu, f. 1991. 2) Þórunn Anna, f. 1963. 3) Kristrún Hrönn, f. 1965, í sambúð með Hrafni Óskarssyni frá Selfossi. Þau eiga fjögur börn, Þórdísi Lilju, f. 1991, Jóhönnu, f. 1993, Bjarka, f. 1996, og Gísla Hafstein, f. 2000. 4) Jónína Gróa, f. 1966. 5) Gerður Þóra, f. 1968. Útför Gísla fer fram frá Akur- eyjarkirkju í Vestur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Hann pabbi er dáinn.“ Orðin nístu gegnum merg og bein og ótal atvik og myndir komu upp í hugann, þegar Mummi sagði mér þessar fréttir föstudagskvöldið 30. ágúst sl. Tengdafaðir minn hrifinn burt úr þessum heimi á einu augnabliki. Hann fór að sækja kýrnar þetta kvöld, eins og svo oft áður, en í þetta skipti átti hann ekki afturkvæmt. Þó hann væri bæði þreyttur og lúinn eftir langa starfsævi, var hann samt ennþá fullur lífsgleði og lét sér allt fram á síðasta dag aldrei verk úr hendi falla, hvort sem það var að annast um bú- fénaðinn eða dytta að húsum og vél- um. Kynni okkar hófust þegar 1987, þegar ég, sem verðandi tengdadóttir þeirra Lilju og Gísla, var tíður gestur á Kálfsstöðum. Þau tóku mér alltaf opnum örmum og Gísli var alltaf mjög áhugasamur um daglegt líf og siði í heimalandi mínu, spurði mikils og bar gjarnan saman við eigið umhverfi og lífshætti. Eftir að við hjónin fluttum út til Sviss voru kynni mín og Kálfs- staðafjölskyldunnar bundin við strjál- ar heimsóknir og því miður gafst tengdaforeldrum mínum ekki tæki- færi til að koma í heimsókn til okkar, þó oft hafi þau velt þeim möguleika fyrir sér. Vinum okkar og kunningj- um sem komu við á Kálfsstöðum á ferðum sínum um Ísland er gestrisn- in, góðar móttökur og drekkhlaðið kökuborðið í eldhúsinu líka mjög of- arlega í huga, þó ekki væri alltaf mik- ið hægt að ræða saman sökum tungu- málaörðugleika. Minnisstæð er mér líka ferð til Vestmannaeyja sem við hjónin fórum með tengdaforeldrum mínum fyrir allmörgum árum. Þau nutu þess bæði að heimsækja loksins Eyjarnar, sem þau þá voru búin að horfa á yfir sund- ið allt sitt líf. Gísli minntist oft á þessa ferð og sýndi þá gjarnan myndirnar sem hann tók í ferðinni. Sár er einnig söknuður Lindu, dótt- ur okkar, sem náði mjög góðu sam- bandi við afa sinn, þó þau sæjust ekki oft. Hjá afa, ömmu og frænkunum leið henni alltaf eins og heima hjá sér. En núna er kveðjustundin runnin upp. Því miður get ég ekki verið við- stödd útförina en hugur minn er hjá ykkur, kæra fjölskylda. Blessuð sé minning Gísla á Kálfsstöðum. Anek Walter. GÍSLI KONRÁÐ GEIRSSON 8   .     .   ,   3 %,%         3 +   .  *..  4 3" $)"  ' %-) $   3  '/ :  # + -!):    1" '    #'  ' "$$  $ ' "$$    !):  '       '   -# ' "$$  $  !: !  !:  !  !  ! / -   .       + .  ,    3  %,%    %     3 +       !  +     +    B*   9H 3) 4#3/ B" - ') (  " #  J"    #' 1""$$  ' + '   J" "$$  +$  ") $    !): B" #  J" "$$    ' 0 $      #'  " "$$  1"B"  "     J" ) $+$   0 $ ++$ "$$  -!): +$ "$$  1"(   ' +$ "$$   "*3+$ "$$    1"  '    ( !   B" ):   ' "$$  #    '  0 $G   ' / -   .    #    ,   3   %     3 + +    1/1K  )"' 9 0"I 4 / $&   .      &      %3 " ' !    -   #   % '  '    "4  "$$ / 8   .     #  ,  3   %     3 +    !  "  3+   +    @    0.1-  3= !"  0 3)!"#)   / $&   .     " ?  %    $"    ( #  B #' # "$$  1"(  0 $)="$$     - +$  B" ( 4 "$$  '       3$   /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.