Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 51 ✝ Annie Wintherhalter SchweitzHelgason fæddist í Kaup- mannahöfn 13. janúar 1929. Hún andaðist á Landspítalanum 1. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anker W. Schweitz og Ellen Margrete Schweitz (f. Han- sen), fædd í Skodsborg á Sjálandi, sem er við Eyrarsund. Ellen rak verslun í Skodsborg árum saman. Ellen og Anker slitu samvistir. An- nie átti eina systur, Inger, sem býr á Íslandi, gift Ágústi Gíslasyni. hún nám á hárgreiðslustofu Olgu Hansen í Skodsborg og að loknu námi vann hún á hárgreiðslu- og rakarastofu Pauls Pedersen í Ved- bæk, sem er næsti bær við Skods- borg. Annie kom til Íslands að heimsækja systur sína 1951 og hef- ur verið hér síðan. Annie starf- rækti hárgreiðslustofu á heimili sínu alla tíð þangað til síðustu árin, er heilsu hennar tók að hraka. Útför Annie fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Annie giftist 1955 Þorsteini R. Helgasyni, f. 5. apríl 1925 í Borg- arnesi. Þeirra börn eru: 1) Helgi, kvæntur Mariu B. Wendel, þeirra börn eru Friðrik og Christian. 2) Jakob, kvæntur Erlu Ruth Harð- ardóttur, þeirra börn eru Elvar, Ívar, Alex og Ísold. 3) Þorsteinn, kvæntur Tove Elíasson, þeirra barn er Jakob. Fyrir átti Þorsteinn Lindu Björk. Annie sótti skóla í Nærum, u.þ.b. sjö km frá Skodsborg. 15 ára hóf Mér er efst í huga þegar ég kveð hana vinkonu mína, Annie Schweitz Helgason, þakklæti en einnig sökn- uður. Þakklæti fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á og söknuður yfir því að eiga ekki eftir að heyra rödd hennar í símanum segja „hallo elsk- ling, hvernig hefur þú það?“ eða gamla góða ávarpið: „er det fruen i huset?“ Annie var fædd og uppalin í Dan- mörku en fluttist ung stúlka til Ís- lands og þar voru örlög hennar ráðin þegar hún hitti ungan og glæsilegan mann, Þorstein R. Helgason. Þau voru glæsilegt par. Margt hefur á daga þeirri drifið en ástin og um- hyggjan fyrir hvort öðru og fjöl- skyldunni hafa alla tíð verið rauði þráðurinn í lífi þeirra. Þrjá syni eign- uðust þau, Helga, Jakob og Þorstein, síðan komu tengdadæturnar og barnabörnin sem Annie elskaði um- fram allt annað. Hún var heldur eng- in venjuleg amma. Hún var líka vin- ur þeirra. Ég kynntist Annie í gegnum Karlakórinn Fóstbræður og þó að- allega 14 Fóstbræður, sem Magnús Ingimarsson, eiginmaður minn, stjórnaði og útsetti fyrir og Þor- steinn R. Helgason var forystumað- ur þeirra. Þorsteinn og Magnús höfðu kynnst haustið 1963 þegar 14 Fóstbræður litu dagsins ljós. En vin- átta okkar fjögurra hófst fyrir alvöru þegar við urðum nágrannar á Hjarð- arhaga „på nitten og enogtyve“ eins og Annie sagði. Það var fyrir hennar tilstilli að við Magnús fundum íbúð- ina „på nr. enogtyve“. Margt var brallað á þessum árum, samvera með stórum hópi 14 Fóst- bræðra og þeirra mökum. Leikhús- ferðir, matarboð, sumarbústaðaferð- ir og margt fleira. En árin 17 á Hjarðarhaganum eru samt efst í huga. Þar kynntust fjölskyldurnar, þar var hið daglega líf. Við hátíðlega athöfn á nr. 21 kynntum við meira að segja kettina okkar, þau Jósefínu og Napólen, kölluð Fine og Polli, hvorn fyrir öðr- um. Ekki tókst sú vinátta þeirra í millum sem við vonuðumst til. En við létum það ekki spilla fyrir okkur. Ákváðum að grilla, prufukeyra nýtt kolagrill sem við Magnús vorum búin að festa kaup á. Í gestabókinni frá þessu kvöldi stendur „Takk for mad og rög!“ Næsti kvöldverður var hjá Annie og Steina. Annie taldi það öruggara að sinni! Við létum hins vegar grillið eiga sig eftir þetta og héldum okkur við eldhúsið nágrönn- unum á nr. 19 til mikils léttis. Boðin á nr. 19 voru ógleymanleg öllum sem þau sátu. Ekkert til spar- að í mat og drykk og þau bæði höfð- ingjar og yndislega skemmtileg heim að sækja. Annie og Steini héldu inn á milli „frukostboð på dansk måde“. Þau voru stórkostlega skemmtileg. Hófust með pomp og pragt kl. 13 á laugardegi, en ég ætla ekki að tíunda hér sérstaklega hvenær þeim lauk. Annie var hárgreiðslukona alla sína starfsævi og þekkt sem slík, sér- staklega í Vesturbænum þar sem hún greiddi eldri konum. Fyrir utan að taka kúnna heim, þá hafði hún að- stöðu í Safnaðarheimili Neskirkju og fyrir kom að hún fór út á Grund til aðstoðar þar. Einnig fór hún í heima- hús ef sú sem greiða þurfti átti erfitt með að fara úr húsi. Fyrr á árum, þegar félagar í Karlakórnum Fóstbræðrum fóru að safna fyrir sínu eigin húsnæði, var Annie, ásamt öðrum Fóstbræðra- konum, fremst meðal jafningja í því að styðja við bakið á þeim í fjáröflun til húsnæðisins. Þá sögu alla ætla ég að aðrir, mér kunnugri þeim málum, segi í hennar minningu. En fyrst og fremst var Annie hús- móðir, eiginkona og móðir, enda elskuðu þeir hana allir út af lífinu karlmennirnir hennar fjórir á heim- ilinu. Hún var líka besta vinkona þeirra. Annie var stórbrotinn persónu- leiki. Það gustaði af henni. Afskap- lega hreinskilin og heiðarleg. Sagði sína meiningu vafningalaust. Kom til dyranna eins og hún var klædd. Skammaðist þegar það átti við, en lá ekki á hóli þegar henni fannst ástæða til þess. Ein sú alhressileg- asta manneskja sem ég hef kynnst. Hláturmild og skemmtileg. Hún var með stórt hjarta. Það fór ekki fram hjá neinum sem virkilega þekktu hana. Ég á henni óskaplega mikið að þakka í gegnum öll okkar ár. Hún var sannkallað tryggðatröll og fáir mér óskyldir hafa reynst mér og okkur Magnúsi jafn vel og hún og þau hjón bæði. Ómetanlegur var stuðningur þeirra við okkur hjónin í veikindum Magnúsar og við mig eftir lát hans. Annie barðist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm og varðveitti fram á síðustu stundu húmorinn og tókst að kæta hjúkrunarfólkið sem annaðist hana sem og fleiri. Elsku Þorsteinn minn, Helgi og María, Jakob og Erla, Þorsteinn og Tove og börnin ykkar öll. Þið eigið dýrmætar minningar um yndislega eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. Guð gefi ykkur öllum styrk og Drottinn Guð veiti henni náð sína og blessun. Það var yndislegt að finna ástina sem þið öll báruð til hennar og var svo sannarlega end- urgoldin. Mér persónulega er það mikils virði að hafa verið í nánu sam- bandi við hana og haft tækifæri til þess að þakka henni fyrir allt sem hún var mér. Annie á eina systur hér á landi, Inger, og votta ég henni og hennar fjölskyldu innilega samúð. Vinkona okkar beggja, Rebekka Kristjánsdóttir (Bíbí) sem dvelst er- lendis þessar vikurnar, kveður kæra vinkonu með trega og þakklæti fyrir tryggðina og vináttuna í gegnum öll árin þeirra sem skipta tugum. Hún sendir Þorsteini og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð Annie mína með orðunum sem hún sjálf kvaddi með: „Bless elskling“. Guð gefi þér góða heim- komu, ég veit að það hefur verið tek- ið vel á móti þér. Ingibjörg Björnsdóttir. ANNIE WINTHERHALTER SCHWEITZ HELGASON Kveðja frá Karlakór Akureyrar – Geysi Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Skarð er fyrir skildi. Félagi okk- ar Áskell Egilsson, Keli, er látinn. Komið er að kveðjustund, langri og strangri baráttu við illvígan sjúk- dóm er lokið. Margs er að minnast um sameiginleg áhugamál, sömu markmið og áralangt samstarf. Fátt er mikilvægara í áhuga- mannafélagsskap eins og karlakór en að hafa á að skipa félögum, sem taka þátt í starfinu af lífi og sál, eru kröfuharðir, sanngjarnir og glað- sinna, en öllu þessu hafði Keli á að skipa í ríkum mæli og verður starf hans fyrir kórinn seint fullþakkað. Keli gekk ungur til liðs við Karla- kórinn Geysi og síðar Karlakór Ak- ureyrar – Geysi og hafði sungið í karlakór vel á fjórða áratug er hann ÁSKELL HANNES- SON EGILSSON ✝ Áskell Hannes-son Egilsson fæddist á Grenivík við Eyjafjörð 28. ágúst 1938. Hann lést á Akureyri 1. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Glerár- kirkju á Akureyri 9. september. lést. Hann var einn af virkustu félögunum og áhugi hans og elja í starfinu var alla tíð óbilandi. Hefur hann skilað kórnum ómældu og óeigingjörnu starfi gegnum árin. Hann var söngmaður góður, sat í stjórn og sinnti starfi gjaldkeri um hríð, og lagði ásamt öðrum fram mikla vinnu við nýbyggingu félagsheimilis kórsins sem og önnur störf. Hann var alla tíð boð- inn og búinn til þess að vinna verk í þágu kórsins og til hans var gott að leita. Hann var manna duglegastur við að fá inn nýja félaga og leiddi þá fyrstu skrefin. Keli átti jafnan drjúgan þátt í vekja kátínu og gleði hjá okkur fé- lögunum, enda ætíð hrókur alls fagnaðar þar sem hann fór. Eru þær ófáar stökurnar og tækifær- isvísurnar sem hann hefur kastað fram auk annarra gamanmála. Síð- asta stóra verkefni Kela var þátt- taka hans í sýningum kórsins á revíunni, „Allra meina bót“ þar sem góður húmor hans fékk notið sín og túlkun hans var ógleymanleg. Hann setti sterkan svip á starfið og var einn af máttarstólpum kórsins. Um hann átti svo sannarlega við: „glað- ur og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana“ (Úr Hávamálum). Góður félagi og vinur er genginn. Að leiðarlokum kveðjum við fé- lagarnir í Karlakór Akureyrar – Geysi með virðingu og þökk fyrir samveruna og samstarfið á liðnum árum. Eiginkonu Áskels, Svölu, börnum þeirra og ástvinum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Halldóra Gísladóttir frá Sleggjulæk er fallin frá í hárri elli. Kynni mín af Dóru, eins og hún var kölluð af kunn- ingjum, hófust um 1934 þegar hún kom til starfa á heimili foreldra minna við Laufásveg í Reykjavík. Hún var HALLDÓRA SIGRÍÐ- UR GÍSLADÓTTIR ✝ Halldóra Sigríð-ur Gísladóttir fæddist 27. október 1910 í Bolungarvík. Hún andaðist á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi 30. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reykholtskirkju 9. september. þá kát, ung stúlka, er varð fljótt sem einn af meðlimum fjölskyld- unnar og mikill gleði- gjafi á heimilinu. Eink- um eru mér minnisstæðar þær stundir sem dvalist var í veiðihúsinu við Norð- urá. Þar undi Dóra sér við sumarstörf og tók einnig þátt í leik og ýmsu uppátæki okkar systkinanna. Eftir- minnileg eru ferðalög á hestum um nágrennið þar sem Dóra sat ein- hvern gæðinginn af nágrannabæjun- um og lét gamminn geisa. Þarna var Dóra oft bæði félagi og forsvarsmað- ur okkar. Voru þar á sumrin margar gleðistundir, en einnig alvörutímar. Örlögin höguðu því þannig að Dóra átti eftir að tengjast ævilangt þessum slóðum Borgarfjarðar sem hún raun- verulega kynntist þarna af tilviljun við sumarveru okkar í sveitinni. Hún fluttist að Sleggjulæk eftir dvölina hjá fjölskyldu minni. Þar gerðist hún síðar húsmóðirin á bæn- um, stóð fyrir góðu búi ásamt manni sínum Sigurði Sveinssyni, og þar ól hún upp sín fjögur mannvænlegu börn. Vinskapur hefur alltaf haldist milli fjölskyldna okkar og hefur Friðrik systursonur minn haldið mikilli tryggð við heimilið á Sleggjulæk allt frá því að hann var þar sem unglingur í sumardvöl undir handleiðslu Dóru. Mér er afar kær minningin um Dóru og ég vil fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka fólkinu á Sleggjulæk fyrir einstaka tryggð sem það hefur sýnt okkur í gegnum árin. Sturla Friðriksson. Við fráfall Þórðar afa hafa minningarnar streymt fram í hug- ann. Ég naut þeirrar gæfu í æsku að dvelja löngum á heimili afa og ömmu í Skeiðavogi, í minningunni var aldrei öðruvísi en fullt hús af fólki hvort sem var hvunndags eða á stórhátíðum, afa- börnin að leik og fullorðna fólkið í ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON ✝ Þórður Þórðar-son múrara- meistari fæddist í Gerðum í Garði 16. október 1917. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 2. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 10. september. hrókasamræðum. Ótal ferðir fór ég með afa og ömmu upp í sum- arbústað í Öndverðar- nesi þar sem dvalið var í góðu yfirlæti og þegar farið var norður í land í sveitina til Fanneyjar frænku finnst mér eins og ég hafi alltaf setið í með afa og ömmu. Í bernsku man ég það að ég bar alltaf mikla virðingu fyrir afa og þegar ég eltist og fór að vinna hjá honum fékk ég að kynnast kostum hans enn betur. Afi var duglegur og einkar fylginn sér og keyrði hvert verk áfram af festu og ákveðni en án alls asa, hann var maður orða sinna hvort sem var í vinnunni eða gagnvart fjölskyldunni. Afi var höfuð fjölskyldunnar og til hans var gott að leita. Hann bar umhyggju fyrir sínu fólki og ann- aðist hann aldraða móður sína af stakri natni og seinna Jónu systur sína á sama hátt. Stór harmur er kveðinn að ömmu Gyðu, eftir meira en 60 ár saman skilja leiðir en huggun harmi gegn er að vita að afi bíður örugglega hinumegin til að taka á móti sinni. Elsku amma, ég, Sólveig og börnin vottum þér djúpa samúð. Afi fór sáttur eftir gifturíka ævi með þér. Megi minningin um elskulegan eiginmann verða stoð í sorginni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Takk fyrir allt, afi minn, ég gleymi þér aldrei. Þinn Þórður (Dói). MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting af- mælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.