Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR ég frétti að Jiang Zemin hygðist heimsækja Ísland leit ekki út fyrir að margir Falun Gong-liðar myndu verða viðstaddir. Ég ákvað því þegar að fara til Íslands. Fannst við yrðum að eiga fulltrúa þar til að Jiang vissi að veröldin fylgdist með honum. Ég var um það bil að flytja úr einni borg í aðra. Allt var á rúi og stúi heima hjá mér. Ég hafði í nógu að snúast, þurfti að biðja flutningafyr- irtæki að pakka saman föggum mín- um, skipuleggja flutningana, kaupa flugmiða ... allt á bara tveimur dög- um. Ég hafði aðeins hálftíma til að pakka niður í töskur áður en ég hélt til Íslands. Á leiðinni út á flugvöll frétti ég að fimm manns hefði verið neitað um vegabréfsáritun og að bréf hefði ver- ið lesið upp fyrir þau; bréf sem sagði að þeir sem hefðu vegabréfsáritun til Kína eða Taívans fengju ekki að koma til Íslands. Ég hugsaði með mér að enn á ný hefði Jiang tekist að beita sömu valdníðslunni utan landa- mæra Kína og innan þeirra. Þetta myndi verða mikil prófraun fyrir Falun Gong-liða því bæði ríkisstjórn Íslands og aðrir myndu heyra af þessu. Ef heimsstyrjöldin síðari stæði yfir og Hitler og hópur gyð- inga hygðist heimsækja sama landið, myndi það land velta fyrir sér í hversu friðsamlegum erindagjörðum gyðingarnir væru eða myndi það ein- blína á blóði drifinn feril Hitlers? Ég hafði ákveðið að vera kominn til Íslands heilli viku áður en Jiang kom þangað til að tryggja að við hefðum tíma til að kynna málstað okkar fyrir íslensku þjóðinni. Við vissum af fenginni reynslu að út- sendarar Jiangs svertu ávallt mann- orð okkar, hvar sem hann færi. Ég á fimm vini sem nú eru í fang- elsi, er haldið í gæsluvarðhaldi eða nauðungarvinnubúðum. Einn vina minna er fær penni og ritstjóri. Hann skrifaði nokkrar já- kvæðar greinar um Falun Gong og birti þær á Netinu. Í upphafi ársins 2001 var hann handtekinn af lögregl- unni á heimili sínu og hefur verið haldið föngnum æ síðan. Eiginkona hans og tvö börn hafa engar tekjur til að framfleyta sér. Hann er svo glaðlyndur maður, talar aldrei um þá erfiðleika sem hann hefur mátt ganga í gegnum, getur alltaf slegið á létta strengi. Annar vinur minn, Sunny, tók þátt í fréttamannafundi í Peking. Allir fjölmiðlar í Kína eru ríkisreknir. Enginn fjölmiðill greinir frá sjónar- miðum þeirra sem eru meðlimir í Falun Gong. Fundurinn sem Sunny tók þátt í var með fulltrúum vest- rænna fjölmiðla. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa hitt þessa fjölmiðlamenn. Búið er að handtaka alla þrjátíu, sem tóku þátt í fundinum. Enn annar vinur, sem heitir Yu, var handtekinn á heimili sínu fyrir að ljósrita Falun Gong-kynningarblöð. Hann var frábær námsmaður, stundaði nám við besta háskólann, Tsinghua-háskóla. Lauk doktors- námi en var neitað um doktorsgráðu sökum þess að hann neitaði að for- dæma starf Falun Gong, sem hann hafði stutt vel og dyggilega. Hann er nú í Tuanhe-vinnubúðunum í útjaðri Peking. Eftir að hann var tekinn fastur var íbúð hans innsigluð. Eig- inkona hans, sem var kasólétt, átti hvergi höfði að halla. Jafnvel þegar hún var gengin átta mánuði á leið laumaðist hún til að fara inn í íbúðina inn um gluggann til að geta sofið. En hún varð að yfirgefa íbúðina eld- snemma á morgnana til að komast undan lögreglunni. Þessar sögur eru bara agnarsmá dæmi um það sem fram fer í Kína. Ég get ekki annað en talað máli vina minna. Ég verð að gera mitt besta til að greina umheiminum frá þessum staðreyndum. Við þörfnumst allrar þeirrar hjálpar, sem við getum feng- ið, til að stöðva þessar ofsóknir. Að mínu mati eru ofsóknir hvergi jafn tíðar eða alvarlegar og í Kína. Þær bitna á hundruðum milljóna Falun Gong-liða, fjölskyldum þeirra og vin- um. Hvergi í þessu risavaxna landi er griðastað að finna. Jiang Zemin ber, öðrum fremur, ábyrgð á þessu. Hann fyrirskipaði ofsóknirnar jafn- vel þó að háttsettir embættismenn, sem með honum starfa, væru þeim andsnúnir. Jiang Zemin óttast rödd okkar. Í hvert sinn sem ég ræði þessi mál op- inberlega í Bandaríkjunum, sem ég hef fullan rétt til að gera sem banda- rískur ríkisborgari, þá heimsækja fulltrúar yfirvalda föður minn heima í Kína. Þeir hlera einnig síma föður míns til að geta tekið upp öll þau samtöl þar sem um mig er rætt. Fað- ir minn er meira en sjötíu ára gamall og heilsulítill, fer varla út fyrir húss- ins dyr. Hvers vegna skyldu þeir beita gamlan mann þrýstingi til að þagga niður í mér? Jiang óttast það mjög að umheimurinn frétti sann- leikann. Þegar ég var á Íslandi í júní spurði fréttamaður mig: hvers vegna vill Jiang Zemin ekki þurfa að líta ykkur augum? Ég sagði: „Hann kann ekki við að vera minntur á þá glæpi sem hann er sekur um.“ DANA CHENG, Chicago, Bandaríkjunum. Heimsókn mín til Íslands í júní Frá Dana Cheng: Morgunblaðið/Jim Smart Falun Gong-liðar á Arnarhóli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.