Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 57 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Nýjar vörur daglega Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 gud.run@mmedia.is Andartak í erli dagsins Tími til að vera, hlaða batteríin, styrkja líkamann, auka sveigjanleikann og úthaldið og létta á hjartanu. Mán. og mið. kl. 17.30 á Háaleitisbraut 11. Hefst 9. sept. Jóga - hreyfing - líföndun - hugleiðsla Haustdagskrá BR Spilamennska Bridsfélags Reykjavíkur byrjar þriðjudaginn 17. september. Haustdagskráin er hefð- bundin og tekur mið af síðustu tveimur árum. Spilað verður í hús- næði BSÍ, Síðumúla 37 og spila- mennska byrjar klukkan 19.30. Tek- ið verður við skráningu í tölvupósti allt að klukkutíma fyrir spila- mennsku á tölvupóstfangið keppnis- stjori@bridgefelag.is Haustdag- skráin verður sem hér segir: 17. sept., 24. sept., 1. okt. Þriggja kvölda hausttvímenning- ur. Hefð er komin fyrir því að byrja spilaárið á þessari keppni. Spilaform er Monrad barómeter og fjöldi spila fer eftir þáttöku. 8. okt., 15. okt., 22. okt. Board A Match sveitakeppni. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi keppni er spiluð. BR-félagar hafa hægt og rólega farið að kunna við þessa erfiðu og oft vanmetnu keppni. 29. okt., 5. nóv., 12. nóv. Cavendish-tvímenningur. Sama spilasnið og á Kauphallarmótinu sál- uga. Spilaform verður barómeter nema að þátttaka verði það góð að spilað verði með Monrad fyrirkomu- laginu. 19. nóv., 26. nóv., 3. des. Hraðsveitakeppni. Ein vinsælasta keppni BR á haustin. Skipt verður í riðla eftir árangri og hefur verið mikil keppni um að detta ekki niður um riðil. Þegar heim er komið er hægt að skoða butlerinn á www.bridgefelag.is 17. des. Jólasveinatvímenningur. Eins kvölds tvímenningur með jólakon- fekts- og rauðvíns-verðlaunum. Allir sem mæta með jólasveinahúfur eiga möguleika á jóla-rauðvínsflösku. Lokamót ársins verður Minning- armót Harðar Þórðarsonar, jólamót BR og SPRON á milli jóla og nýárs. Spilamennska byrjar klukkan 17.00. Spilaðar verða 11 umferðir, 4 spil í hverri umferð. Fyrirkomulag er Monrad-barómeter. Spilastaður verður auglýstur síðar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils Þrettán pör mættu til leiks í upp- hitunartvímenningnum hjá bílstjór- unum sl. mánudagskvöld. Óskar Sig- urðsson og Sigurður Steingrímsson sigruðu nokkuð örugglega með 44 yfir meðalskor. Daníel Halldórsson og Ragnar Björnsson voru með 36, Róbert Geirsson og Björn Árnason með 26 og Ómar Óskarsson og Skúli Sigurðsson með 16. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Bridsfélag Hafnarfjarðar Spilamennska hefst mánudaginn 16. september kl.19.30 í nýjum og glæsilegum sal að Flatahrauni 3. All- ir spilarar, eldri, yngri, byrjendur og lengra komnir eru velkomnir. Áhersla verður lögð á að taka vel á móti þeim er telja sig óvana keppn- isbrids svo það er ástæðulaust að ótt- ast. Fyrstu tvö kvöldin verður upphit- unar-tvímenningur, þá er alveg kjör- ið tækifæri fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að spila, komið og athugið hvernig ykkur líkar. Í athugun er að spila á erlendri grund þegar líður að vori. Félagið mun eftir megni styrkja þá er spila að staðaldri í vetur. Það verður gaman að sjá ykkur sem allra flest, sem allra oftast í vet- ur. Í stjórn Bridgefélagsins: Erla Sigurjónsdóttir s. 565.3050 Njáll Sigurðsson s. 565.5796 / 699.1364 Atli Hjartarson s. 555.1921 / 570.7326 Júlíana Gísladóttir s. 568.2788 / 861.2791 Guðni Ingvarsson s. 555.3580 / 697.4997 Í vetur verður spilað í nýjum, glæsilegum sal að Flatahrauni 3. Keppnisstjóri: Björgvin Már Krist- insson.Yfirleitt verða forgefin spil. Að venju er spilað á mánudagskvöld- um kl.19.30, mætið tímanlega. 16. sept. Tvímenningur, upphitun. 23. sept. Tvímenningur, frekari upp- hitun 30. sept. Barometer tvímenningur 7. okt. Barometer tvímenningur 14. okt. Barometer tvímenningur 21. okt. Hraðsveitakeppni 28. okt. Hraðsveitakeppni 4. nóv. Hraðsveitakeppni 11. nóv. Mitchell tvímenningur 18. nóv. Mitchell tvímenningur 25. nóv. Mitchell tvímenningur 2. des. Aðalsveitakeppni 9. des Aðalsveitakeppni 16. des. Jólasveinagleðimót. 27. des. Jólamót félagsins og Sparisj. Hafnarfjarðar Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tíu borðum að Gullsmára 13 mánudaginn 9. september. Meðal- skor var 168. Beztum árangri náðu: NS Dóra Friðleifsdóttir – Guðjón Ottósson 222 Viðar Jónsson – Sigurþór Halldórsson 192 Karl Gunnarsson – Ernst Backman 179 AV Þorgerður Sigurgeirsd – Stefán Friðb. 219 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 206 Ingólfur Viktorss. – Jón Páll Ingibergss. 185 Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á ellefu borðum að Gullsmára 13 fimmtudaginn 12. september sl. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 283 Sigurjón H. Sigurj. – Gunnar Hjálmarss. 254 Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 242 AV Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 270 Kristján Guðm. – Sigurður Jóhannss. 252 Sigurður Pállsson – Einar Karlsson 237 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Úrslit í sumarbrids Úrslit fimmtudagsins 5. sept. Mitchell, 22 pör, M=216 NS Hallgrímur Hallgr. – Guðm. Baldurss. 276 Óli Björn Gunnarss. – Guðm. Grétarss. 257 Ísak Örn Sigurðss. – Daníel Már Sig. 248 AV Páll Valdimarsson – Eiríkur Jónsson 264 Erla Sigurjónsdóttir – María Haraldsd. 240 Alda Guðnad. – Kristján B. Snorrason 235 Úrslit föstudagsins 6. september, Mitchell, 18 pör, M=216. NS Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 251 Jens Jensson – Jón Steinar Ingólfsson 241 Baldur Bjartmarss. – Sævin Bjarnason 233 AV Gísli Steingrímss. – Sveinn R. Þorvaldss. 272 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 255 Hermann Friðrikss. – Hlynur Angant. 245 Mánudagurinn 9. sept., Howell, M=108 Soffía Daníelsd. – Óli Björn Gunnarsson 127 Gróa Guðnad. – Baldur Bjartmarsson 121 Hrund Einarsd. – Dröfn Guðmundsd. 118 Arngunnur Jónsd. – Harpa F. Ingólfsd. 113 Þriðjudagurinn 10. september, Howell, M=210 Sigurður Steingr. – Hermann Friðrikss. 241 Sigfús Þórðarson – Guðni Ingvarsson 238 Erla Sigurjónsd. – María Haraldsdóttir 233 Halldóra Magnúsd. – Þórir Sigursteinss. 228 Sævin Bjarnas. – Guðmundur Baldurss. 226 Allar nauðsynlegar upplýsingar um Sumarbrids 2002, lokastöðu spilakvölda, bronsstigastöðu og fleira má finna á heimasíðu Brids- sambands Íslands, www.bridge.is og á síðu 326 í textavarpi sjónvarpsins. GEGNUM áratugina, allt frá upp- hafi beinna samgangna til Brjáns- lækjar frá Stykkishólmi, norður yf- ir Breiðafjörð, hefur sýnt sig að ef skynsamlegt mat er lagt á þátt ör- yggis íbúa norðan fjarðar til mögu- leika á samgöngum suður er þetta sú leið sem alltaf stendur upp úr í möguleikum hvers tíma. Með ólík- indum er því andstaða einstakra manna hér vestra við þróun ferju- siglinga til og frá Vestfjörðum, um Breiðafjörð. Þær „embættismanna-upphróp- anir“ sem maður verður vitni að eru óvandaðar. Þar ræður vissulega ekki rökhyggja ferðinni. Ég persónulega hef verið með á hendi umferð hér í gegn allt frá því farið var að ferja bíla yfir fjörðinn, 1966 (og reyndar löngu áður), og hef því allra manna besta yfirsýn yfir þróun þessara mála, til viðbótar svo verið virkur þátttakandi um allt er varðar ferðamál sem félagslegan þátt, frá stofnun þeirra samtaka þessa svæðis. Þáttur siglinga norð- ur yfir Breiðafjörð hefur frá upp- hafi beinna fólksflutninga (ferða- fólks) hér yfir verið óumdeilanlega snarasti þátturinn í uppbyggingu þess sem atvinnu beggja vegna fjarðar. Það er því með ólíkindum að menn, sem telja sig ómissandi í umfjöllun um þessi mál, loki svo gersamlega augunum fyrir stað- reyndum málsins og berjist á móti þróun í ferjusiglingum. Samgöngur landleiðina hafa stór- batnað á undanförnum árum og vissulega er það eðlileg þróun að bæta vegi jafnt þótt siglt sé yfir Breiðafjörð. Ofstækið á móti ferjunni gengur á köflum alveg út í forheimsku, það heyrist í þeim herbúðum að ferjan sé dragbítur á vegagerðina. Hvaða málflutningur er slíkt? Það sýnir að mínum dómi ódulda lítilsvirðingu á skoðunum þeirra sem halda fram rökum í þessu máli. Fagna ber vissulega þeirri umræðu sem nú er, um stærri og hraðskreiðari ferju á fjörðinn. Vonandi verður því fylgt eftir af ráðherra samgöngumála, persónulega vona ég að hann sjái í gegnum orðhengilshátt þeirra sem ófrægja og fara rangt með stað- reyndir í öryggi því sem við, al- menningur þessa svæðis, höfum af Breiðafjarðarferju Ég er alls ekki andstæðingur lagningu vegar innfyrir Breiðafjörð, og vanmet á engan hátt kosti hans okkur til handa. En heilsárstrygg- ing fyrir okkur í samgöngum verð- ur hann ALDREI. Daglegir möguleikar á mokstri á vetrardegi, – er ekki aðeins of mikil bjartsýni þar á ferð? Sá eini veg- arkafli á vestari hluta leiðarinnar austur í Þorskafjörð, þ.e. Vattar- fjörður, fullkláraður undir bundið slitlag, lokaðist nú raunar af snjó, áður en gránaði á jörð hér í sveit á síðastliðnu hausti. Óþarft er að rifja upp þau vand- kvæði sem urðu þá á að opna hér austur úr. En vissulega sýnist barnalegt að halda fram þeirri firru að dagleg þjónusta á vegi innfyrir Breiða- fjörð, sem við höfum með Breiða- fjarðarferjunni, sé mál sem er í augsýn nú. Það þarf engan Sólon Íslandus til að reikna út yfirburði ferjudæm- isins á vetrardegi, bæði hvað varðar kostnað, og ekki síður ferðaöryggi íbúa svæðisins hér að norðanverðu. Það sér hver meðalgreindur maður að fjarlægðir milli byggðra bóla á leiðinni austur Barðastrandarsýslu eru slíkar, að öryggis hlýtur að verða verulega vant á vetrardegi, ef vetrarfar er á annað borð. Ekki má láta glepjast um of af snjóléttum vetrum undangenginna ára. Því hlýtur niðurstaðan að verða sú að langmests öryggis er gætt með þró- un ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Barnaleg ummæli eins og slík að mannréttindabrot sé að fólk ráði ekki sínum brottfarartíma og þá ferðatíma, vegna ferju í stað vegar, hljóta að falla um sjálf sig, ef örygg- issjónarmiðs er gætt. Ég treysti á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að láta óábyrg orð úrtölumanna ferjusiglinga dæma sig sjálf ómerk. RAGNAR GUÐMUNDSSON, Brjánslæk, 451 Patreksfjörður. Samgöngur innan norðvesturkjördæmis Frá Ragnari Guðmundssyni: Morgunblaðið/jt Flóabáturinn Baldur sér um að halda Flatey í sambandi við landið. HÚSNÆÐISEKLA hefur hundelt íslenzka vinnuþræla allt frá kreppu- árunum, og sjaldan verið verri en á árunum eftir stríð, þegar fólk bjó í innréttuðum heyhlöðum við Suður- landsbraut, eða kamars- og vatns- lausum 25m² hjöllum í Blesugróf, Sel- ási eða Camp Knox, einu af braggahverfunum þar sem margir íbúanna kræktu sér í berkla, astma eða aðra ævarandi sjúkdóma, hvort sem um var að kenna texinu, sem braggarnir voru innréttaðir með, eða asbestinu, sem ekki er minnst á í end- ursýndri heimildarmynd í ríkissjón- varpinu nýverið. Allt er þetta liðin tíð nema í dag þarf láglaunamaðurinn, með allt á hreinu, sem ekki hefur ráð á að greiða húsaleigu, sem slær hátt upp í mánaðarlaunin hans, að festa kaup á húsnæði með óendanlegan skuldahala í eftirdragi. Lífeyrissjóðs- lán. Þau lækka nefnilega ekki þegar borgað er af þeim, heldur hækka. Þetta vita þeir sem hafa 20 ára reynslu. Þá vil ég víkja orðum að bygginganefnd, sem reyndar eru búnar að vera nokkrar í gegnum tíð- ina. Til að mynda undra ég mig á hvers vegna ekki má breyta iðnaðar- húsnæði í íbúðir þegar stórir gluggar og lofthæð er fyrir hendi. Ræður fólk því ekki sjálft hvernig það innréttar sína eign, eða er það líka bundið af sömu forheimskandi kvöðunum og þeir íbúðareigendur sem loksins núna fá að selja húsnæði sitt á frjálsum markaði? Það vekur margar spurningar hvað er sam- þykkt og hvað ekki, af hverju má stundum byrgja fyrir útsýni fólks í lágum byggingum með háum fyrir framan það, eða vegna hvers stund- um þarf að standa uppi á stól til að sjá Esjuna gegnum þakglugga. T.d. bjó ég á 5. hæð í blokk í nokkur ár. Hún var með þakgluggum, líkt og fleiri fjölbýlishús í kring og eru enn þann dag í dag. Í íbúðinni við hliðina á mér bjó þjóðsagnasafnarinn Einar Guð- mundsson. Hann var með annan handlegginn lamaðan svo hann átti óhægra um vik að stíga upp á stól til að kíkja út um gluggaboruna. Það voru til teikningar af kvistgluggum á þetta fimm hæða hús eftir samþykkt- an arkitekt. Byggingarnefnd neitaði breytingu á þeim forsendum, að þá myndu fleiri búa í þessum íbúðum. Margir voru með 2–3 börn svo varla var á bætandi. Í öðru lagi myndi breytingin hækka blokkina. Hækkar hús virkilega mjög mikið ef settir eru á það lóðréttir kvistgluggar? Er ekki andleg vellíðan fólks meira virði? Síð- ar bjó ég m.a. í öðru húsnæði mið- svæðis í borginni. Þar var eitt klósett í gluggalausum klefa undir stiga á fyrstu hæð til afnota fyrir eigendur fjögurra íbúða, neðri og efri hæð. Með láni frá borginni lét ég skotra niður handlaug, klósetti og baðkeri í minni íbúð, sem vitaskuld var ekki vel séð af bygginganefnd, því þessi bráð- nauðsynlega hreinlætisaðstaða fyrir konu og börn átti að minnka göngu- rými íbúðarinnar, sem reyndar var ekki heldur nema 40m². Ekki veit ég hvort klósettklefinn gluggalausi und- ir stiganum var reiknaður inn í fast- eigna- eða fermetrafjölda íbúðarinn- ar á sínum tíma. Eins og hvert annað þurrkloft, kjallarageymsla eða útiskúr ku tíðk- ast í dag hjá þeim „sérfræðingum“ sem sjá um útreikningana í fasteigna- sölu og fasteignamati. Já. Maður veltir stundum vöngum yfir því hvað er samþykkt og hvað ekki þegar rölt er um Reykjavík. GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Gamlar og nýjar syndir bygginganefnda Frá Guðrúnu Jacobsen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.