Morgunblaðið - 14.09.2002, Side 59

Morgunblaðið - 14.09.2002, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 59 DAGBÓK haust- og vetrarlistarnir eru komnir! Fatnaður á alla fjölskylduna og margt margt fleira... Minnum einnig á sérlistana: Heine: Tískufatnaður, húsbúnaður og gjafavara. So bin ich: Smart föt í stærðum 40-58. Apart: Glæsilegur fatnaður fyrir dömur og herra. Chic & Charm: Klassískur dömufatnaður. PS. Company: Nýjasta tíska fyrir ungar konur 13-25. Schöner schenken: Listi fullur af fallegum gjafavörum. Einnig væntanlegur jólalisti. VÖRULISTARNIR SÍMI/FAX 565 9991 WWW.OTTO.IS Fáðu sent ókeypis kynningareintök úr Otto- og Heinelistunum. Alfanámskeið að hefjast! Fleiri námskeið um lífið og trúna www.bibliuskoli.krist.is Biblíuskólinn við Holtaveg, sími 588 8899 Konur og kynferði Helgarnámskeið 26.-29. sept. Átt þú slæmar minningar tengdar kynlífi? Ert þú tilbúin að vinna úr þeim, hleypa gleði inn í skuggana og skapa þína eigin framtíð? Tilfinningalosun og heilun: Líföndun, fyrirlestrar, raddheilun, yoga, hugleiðsla o.fl. Guðrún Arnalds, hómópatía, nudd og líföndun, s. 896 2396/561 0151 Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill s. 861 3174 Íris Sigurðardóttir, blómadropar - heilun, s. 866 2420 isblom@simnet.is Umboðsaðili Valentine ehf. Kremið fyrir konur sem stundum er líkt við viagra Fullnægingar á færibandi www.viacrem.is • sími 862 6602 Viacreme Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur og skynsamur. Þú hefur lag á að nota hæfileika þína þar sem þeir eiga best við. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert í góðu jafnvægi and- lega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Leyfðu rómantík- inni að blómstra í lífi þínu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Leggðu áherslu á það að vernda einkalíf þitt og haltu þig fyrir utan sviðsljósið. Snúðu þér að þeim sem þú getur treyst hafirðu þörf fyrir það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mundu að allt sem þú gerir hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfan þig og oft aðra líka. Hafðu þetta í huga þegar þú gengur fram á vettvangi dagsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er að æra óstöðugan að vera alltaf að semja nýjar og nýjar leikreglur eftir því sem leiknum vindur fram. Þú átt að taka stjórnina í þínar hendur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Öllum er hollt að líta um öxl og orna sér við gamlar minn- ingar um leið og þær sárs- aukafullu hafa verið afgreidd- ar og fljóta hjá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vilji er allt sem þarf og til þess að ná árangri verðið þið að leggja ykkur öll fram hvort sem um stóra hluti er að ræða eða litla. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú óskir einhvers ein- læglega er rangt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að fá hlutina upp í hendurnar. Þú verður að vinna fyrir þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Enginn getur þjónað tveimur herrum svo þér er nauðsyn- legt að gera það upp við þig hvað er mikilvægast og sleppa svo hinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. Farðu vel með það vald sem þér er falið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Raðaðu hlutunum í forgangs- röð og taktu eitt verkefni fyr- ir í einu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hafirðu sært einhvern í orði eða verki skaltu bæta fyrir það á einhvern hátt og muna framvegis að hafa hlutina á hreinu alveg frá upphafi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gættu þess að ofmetnast ekki nú þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi. Njóttu samt lofsins því þú átt það skilið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚTILEGUMAÐURINN Öxlin er sigin, bakið bogið af byrði þungri – tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og sauðaleit um Skuggadal. Þú gengur hljótt og hlustar við; en höndin kreppist fast um stafinn – þú heyrir vatna næturnið og náhljóð kynleg saman vafin. Ég sé þig elta heim í hreysið við hraunið – máni’ að baki skín – þinn eiginn skugga, auðnuleysið, sem eitt hélt tryggð við sporin þín. – Svo fangasnauð var næðingsnótt ei nokkur fyrr, sem tókst að hjara. Þú hlustar aftur..., allt er hljótt, nema’ elfan stynur milli skara. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti 1. Rf3 d5 2. c4 dxc4 3. e3 e6 4. Bxc4 c5 5. b3 Rf6 6. Bb2 Rc6 7. O-O Be7 8. De2 a6 9. a4 b6 10. Hd1 Bb7 11. Rc3 O-O 12. d4 Dc7 13. d5 exd5 14. Rxd5 Rxd5 15. Bxd5 Had8 16. e4 Rb4 17. Bc4 Df4 18. Hxd8 Bxd8 19. He1 Bc7 20. g3 Dg4 21. Be5 Dd7 22. Hd1 De7 23. Bxc7 Dxc7 24. Rg5 b5 25. axb5 axb5 Staðan kom upp á franska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’Isère. Anatoly Vaisser (2581) hafði hvítt gegn Almira Skripc- henko-Lautier (2497). 26. Bxf7+! Hxf7 27. Re6 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Netkeppni taflfélaga á Norðurlöndum fer fram í dag, 14. september. Taflið hefst kl. 11.00 og hægt er að fylgjast með keppninni á ICC skákþjóninum. 3. skák Hreyfilseinvígisins fer fram í dag í Þjóðarbók- hlöðunni SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 14. september, er níræð Rósa Þorsteinsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Hún er að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 14. september, er fimmtug Ást- hildur Bj. Snorradóttir, tal- meinafræðingur, Hlað- hömrum 30, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þor- steinn Sigurjónsson. Þessar ungu stúlkur seldu eigin listaverk og söfnuðu þann- ig fyrir börn á Indlandi 1.435 kr. og afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar. Þær heita Bylgja Kristjánsdóttir, Lísa Margrét Jónsdóttir og Birta Kristjánsdóttir. ÍTALSKA Lavazza-sveitin rúllaði yfir Indónesa í úr- slitaleiknum um Rosenblum- bikarinn og vann leikinn með 90 IMPa mun, 160-70. Und- anúrslitaleikurinn gegn Sví- um var mun jafnari. Spiluð voru 64 spil í fjórum 16 spila lotum. Ítalir unnu fyrstu lot- una reyndar með yfirburð- um, 50-6, en töpuðu forskoti sínu í næstu tveimur lotum og þegar sú fjórða hófst munaði aðeins 1 IMPa á sveitunum. Þá lotu unnu Ítalir með 22ja IMPa mun og leikinn 123 gegn 102. Hér er spil úr annarri lotu, þar sem Fredin og Lindkvist fóru á kostum, en Bocchi og Duboin lentu í illskiljanlegu slysi: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ KG962 ♥ ÁDG7 ♦ -- ♣ÁD32 Vestur Austur ♠ 875 ♠ 1043 ♥ K10982 ♥ 3 ♦ ÁK62 ♦ G109743 ♣5 ♣G98 Suður ♠ ÁD ♥ 654 ♦ D85 ♣K10764 Vestur Norður Austur Suður Versace Fredin Lauria Lindkvist -- 1 lauf * Pass 1 grand 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 7 lauf Pass Pass Pass Fredin og Lindkvist spila sterkt lauf og svarið á einu grandi sýndi 8-13 punkta. Innákoma Versace á hjarta gerði spil Fredins verðmæt- ari, því hann vissi þá að svín- ingin fyrir hjartakóng myndi heppnast. Þegar Lindkvist sýndi síðan fimmlit í laufi snarhækkaði gengi norður- spilanna enn á ný. Fredin tók óbeint undir laufið með stungusögn í tígli og sýndi síðan eyðuna með fimm tígl- um. Lindkvist þurfti þá ekki frekari hvatningu. Þrettán slagir voru auðteknir og 2.140 til Svíanna. Vestur Norður Austur Suður Strömberg Bocchi Nyström Duboin -- 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass PASS Pass Þetta er ótrúleg sería hjá þessu sterkasta pari heims. Hver er skýringin? Hún er ekki gefin í mótsblaðinu, en augljóslega er það álitamál hjá þeim félögum hvort þrjú lauf sé kröfusögn eða ekki. En hvað um það, misskiln- ingurinn kostaði Ítalina 18 IMPa. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 14. september, er fimmtugur Jón Guðbjörn Guðjónsson, veðurathugunarmaður og fréttaritari Morgunblaðs- ins, Litlu-Ávík, Árnes- hreppi, Strandasýslu. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.