Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGrótta/KR skellti Haukum á Ásvöllum/B3 Tveir Skagamenn fara til Bolton/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósent  Gengismunur skýrir afkomubata  Alþjóðavæðing í auglýsingaiðnaði  Sókn í kældum afurðum HLAUP er hafið í Skaftá úr svo- nefndum eystri katli í Vatnajökli, en hlaup kom í ána úr vestari katl- inum fyrr í sumar. Gert er ráð fyrir að hlaupið nái hámarki í byggð seinnipartinn í dag, en vatnamæl- ingamenn urðu að hverfa frá jök- ulröndinni í gær vegna brenni- steinsvetnis í andrúmsloftinu sem komið var upp fyrir hættumörk. Oddur Sigurðsson, jarðfræð- ingur á vatnamælingasviði Orku- stofnunar, sagði að fyrstu merki um hlaupið hefðu komið fram á mælum stofnunarinnar uppi við Langasjó í fyrrakvöld. Hlaupið væri ekki orðið mikið en gert væri ráð fyrir að það næði hámarki í dag og yrði stærra en hlaupið úr vestari katlinum fyrr í sumar, enda væri það reglan að hlaup úr eystri katl- inum væru stærri en hlaup úr vest- ari katlinum. Fer yfir þúsund rúmmetra á sekúndu Hlaupið fyrr í sumar úr vestari katlinum varð 750 rúmmetrar á sekúndu þegar það náði hámarki og er gert ráð fyrir að hlaupið nú fari vel yfir eitt þúsund rúmetra á sekúndu þegar það nær hámarki í morgunsárið uppi við jökulröndina en í byggð seinnipartinn í dag eða undir kvöldið. Skaftárhlaup verða á um það bil tveggja ára fresti. Oddur sagðist ekki eiga von á því að skemmdir yrðu af hlaupinu svo að heitið gæti. Það myndi flæða yfir vegi, en ætti ekki að valda skemmd- um sem til yrði tekið. Oddur sagði að nokkur hætta væri af brennisteinsvetni, einkum uppi við jökulinn og vatnamæl- ingamenn hefðu því farið þaðan í gær í bili. Fólki væri ráðið frá því að fara á þessar slóðir eins og á stæði, en næst jöklinum væri mjög mikið af brennisteinsvetni í loftinu. Reiknað er með að Skaftárhlaup, sem hófst í fyrradag, nái hámarki í dag Vatnamælingamenn hurfu frá jökulröndinni vegna gass Ljósmynd/Jónas Erlendsson Gert er ráð fyrir að Skaftárhlaupið fari vel yfir eitt þúsund rúmmetra á sekúndu þegar það nær hámarki nú í morgunsárið uppi við jökulröndina en í byggð seinnipartinn í dag eða undir kvöldið. Á myndinni virðir Ragn- hildur Jónsdóttir fyrir sér vaxandi flóðið í ánni við brúna að Skaftárdal en myndin var tekin síðdegis í gær. FLUGLEIÐIR hafa sent tilkynningu til allra helstu fjölmiðla í Bandaríkj- unum þar sem fyrirtækið fordæmir hvernig starfsfólki íslensks flugfélags er lýst í þætti um Sopranos-fjölskyld- una sem var frumsýndur um síðustu helgi. Í þættinum munu íslenskar flugfreyjur vera staddar í heldur vafasömum gleðskap með nokkrum af sögupersónum þáttanna. Alls fylgdust um 13,5 milljónir áhorfenda með þættinum um mafíós- ana í New Jersey. Stöðin sem sýnir þættina, kapalsjónvarpið HBO, hlaut þá mesta áhorf í þrjátíu ára sögu sinni og sló jafnvel við rótgrónum þáttum er sýndir eru á opnum stöðvum, þ. á m. fréttaskýringaþættinum 60 mínút- um. Að sögn lesenda mbl.is sem sáu þáttinn kynnast nokkrar sögupersón- ur flugfreyjum sem eru sagðar frá ís- lensku flugfélagi. Flugfreyjurnar klæðast dökkum búningum en bún- ingur flugfreyja hjá Flugleiðum er dökkblár. Í þættinum halda flugfreyj- urnar í vafasaman gleðskap með sögupersónunum og eru á tímabili býsna fáklæddar. Í tilkynningunni frá Flugleiðum er sú lýsing sem birtist á starfsmönnum íslensks flugfélags for- dæmd og sagt að Flugleiðir hljóti að mótmæla efni þáttarins. Flugleiðir hafi ekki vitað af þessu atriði í þætt- inum fyrir frumsýninguna. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að félagið hafi fengið ýmsar ábendingar og fyrir- spurnir vegna málsins. Ýmsir lög- menn í Bandaríkjunum hafi einnig haft samband og boðist til að taka að sér málaferli gegn HBO. Guðjón segir þó ekkert ákveðið um framhald máls- ins af hálfu Flugleiða og hann telur að þetta muni tæplega skaða hagsmuni félagsins. Þetta sé fyrst og fremst heldur leiðinlegt fyrir flugfreyjur fé- lagsins. „Flugfreyjur í vafasömum félagsskap“ Flugleiðir mót- mæla Sopranos- þættinum AXEL Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags Íslands hf., hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. októ- ber nk., en hann hefur gegnt því frá stofnun félagsins árið 1989. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VÍS í gær. Þar segir: „Stjórn Vá- tryggingafélags Íslands hefur í dag fallist á uppsögn forstjórans og mun hann að eigin ósk láta af störfum hjá félaginu í lok þessa árs eftir 14 ára starf sem forstjóri félagsins.“ Stjórnin þakkar Axeli Gíslasyni afar farsæl störf hans í þágu félagsins, hluthafa þess og starfsmanna. Ekki náðist í Axel Gíslason í gær. Axel Gísla- son hættir hjá VÍS FRANSKI tón- listarmaðurinn og píanóleikarinn Jacques Loussier kom til landsins í gær og heldur hann tónleika ásamt tríói sínu í Háskólabíói ann- að kvöld. Louss- ier er heimskunn- ur fyrir túlkun sína á tónlist eftir Bach sem hann blandar jassi og spuna. Fyrsta hljómplata Loussiers, Play Bach Trio, kom út 1959, og hefur selst í 6 milljónum eintaka. Jacques Loussier í Háskólabíói Jacques Loussier Umræddur aðstoðarskólastjóri hafði um nokkurra ára skeið fengið greiðslur fyrir aukastarf, þ.e. að hafa umsjón með staðarneti og tölvubúnaði í þeim skóla sem hann starfar hjá. Fékk hann greidda yf- irvinnu vegna þessara verkefna, nokkrar klukkustundir á viku, en á mun lægri taxta en sem nemur yf- irvinnutaxta skólastjórnenda. Þótti einsýnt að þetta væri ódýrari lausn en að ráða utanaðkomandi aðila til þess að sjá um kerfisstjórnun í skól- anum. Ekki hluti af starfi skólastjórnenda Þegar kjarasamningur kennara, sem gerður var í byrjun árs í fyrra, tók gildi 1. ágúst kom á daginn að Kjaraþróunardeild Reykjavíkur- borgar leit svo á að ekki skyldi greiða skólastjórnendum tímavinnu fyrir stjórnunarstörf enda fælist í kjarasamningi að ekki mætti borga ÁGREININGUR hefur komið upp á milli skólastjórnenda í Reykjavík og borgaryfirvalda um hvernig beri að túlka kjarasamning milli launa- nefndar sveitarfélaganna og kenn- ara. Málið ristir þó jafnframt dýpra þar sem það snýst einnig um vald skólastjóra til þess að ákvarða laun og vinnu starfsmanna sem eru undir þeirra stjórn. Málið tekið fyrir í héraðsdómi í nóvember Í upphafi ársins var þingfest einkamál í héraðsdómi en í því stefn- ir aðstoðarskólastjóri við grunnskóla í Reykjavík borgarstjóra fyrir hönd Reykjavíkurborgar en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur í nóvember. Ágreiningurinn snýst um það hvort Kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar sé til þess bær að leggja skólastjóra línurnar um hvernig hann ákvarði kjör undir- manna sinna. stjórnanda í fullu starfi neina auka- tíma, allt sem hann gerði í skólanum væri hluti af hans verkahring. Aðstoðarskólastjórinn telur á hinn bóginn að þetta aukastarf geti ekki talist hluti af starfi skólastjórnenda og honum beri því ekki að vinna það vegna stöðu sinnar sem aðstoðar- skólastjóri heldur hafi hann um það val. Kjósi skólastjóri að fela honum það hljóti honum að bera greiðsla fyrir það. Þessu var skólastjórinn sammála og innti því fræðslustjóra eftir því hvort hann mætti greiða að- stoðarskólastjóranum yfirvinnu og var það samþykkt. Greiðslur bárust hins vegar ekki og var aðstoðarskólastjórinn síðar kallaður á fund fræðslustjóra og honum tilkynnt að hann mætti ekki gegna því starfi sem skólastjórinn hafði þó falið honum að vinna og vildi að hann ynni. Þessu vildi aðstoðar- skólastjórinn ekki una og höfðaði því mál á hendur Reykjavíkurborg. Aðstoðarskólastjóri stefnir Reykjavíkurborg Óánægja með túlkun á kjarasamningum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.