Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 56
ÞEIR voru staddir í lítilli, loftlausri kompu. Gít- arar, trommur, hljóðkerfi og hljóðnemar lágu tvist og bast um herbergið og vart varð þverfót- að fyrir snúrum og tengjum. Fjórmenningarnir í Leaves voru að æfa sig, eða kannski öllu held- ur stilla saman strengi, fyrir væntanlega út- gáfutónleika sína, sem fram fara í kvöld á NASA. „Við erum að fara að hitta einhvern Kana sem væntanlegur er til landsins seinna í dag,“ er blaðamanni tjáð. „Hann mun hugs- anlega taka upp ný lög með okkur, lög sem yrðu þá á sérstakri útgáfu af Breathe sem kemur út í byrjun næsta árs á Bandaríkjamarkaði.“ Það fyrsta sem maður greinir í fasi þessara hæglátu drengja er að þeir eru greinilega ekk- ert að kippa sér sérstaklega upp við slíka at- burðarás, eru með fæturna kirfilega fasta á jörðinni, hugsa um sína tónlist og láta öðrum, utanaðkomandi aðilum, eftir að blása þá upp og mása. Og sannarlega hefur erlenda pressan ver- ið iðin við blásturinn síðan fyrsta lag sveit- arinnar, „Breathe“, kom snemma árs, og þá sér- staklega sú breska sem hefur sýnt Leaves drjúgan áhuga. Tónlistartímaritið Q birti t.a.m. viðtal við sveitina undir þeim formerkjum að hún væri ein þeirra sem gefa ætti gaum, enda ekki nema von því gagnrýnandi blaðsins gaf ný- útkominni plötu sveitarinnar Breathe 4 stjörnur í einkunn af 5 mögulegum, sem er framúrskar- andi einkunn fyrir fyrstu plötu. Drengjunum fjórum hefur síðan hvarvetna verið tekið opnum örmum þar sem þeir hafa leikið á tónlistar- hátíðum eða á tónleikum með sveitum á borð við Doves, The Corals og Supergrass. Gallagher og Martin meðal tónleikagesta Hlutirnir hafa þannig gengið ótrúlega hratt fyrir sig, fyrstu stórtónleikarnir fyrir ári – hálfu ári eftir að sveitin var stofnuð – útgáfusamn- ingur við erlend fyrirtæki innsiglaður í kjölfar þeirra, tónleikaferðir vítt og breitt um heiminn, óvenjuþroskuð og heilsteypt fyrsta plata og sí- stækkandi hópur fylgjenda sem telur m.a. nokkrar vel kunnar stjörnur á borð við Chris Martin söngvara Coldplay og Noel Gallagher Oasis-forstjóra. En hvernig hefur árið við- burðaríka lagst í drengina, hefur það uppfyllt vonir og væntingar? „Við vorum að tala um það einmitt í gær að það sé allt búið að gerast sem við vonuðum að myndi gerast,“ segir Bjarni Grímsson trommari og sá síðhærðasti í bandinu, „fá samning, gefa út plötu, spila á Glastonbury…það hefur allt gengið upp.“ – Er það ekkert hættulegt? „Nei, nei. Nú getum við bara sett okkur ný markmið,“ segir Hallur Már Hallsson bassa- leikari sallarólegur. – Hafið þið tekið einhverjum breytingum á þessu mikla ári? „Ekki tónlistarlega, nei,“ segir tónlistarstjór- inn Arnar Guðjónsson. „Það er engin meirihátt- ar stefnubreyting í gangi, engin hugleiðsluplata á næsta leiti. Við höldum okkar stefnu sem við settum okkur í upphafi, að búa til góða tónlist sem er okkur að skapi.“ – Hvað hefur komið ykkur mest á óvart eftir að hafa kynnst þessum bransa úti í heimi af eig- in raun? „Kannski hvað hann er lítill,“ svarar Bjarni. „Fyrir leit hann út fyrir að vera risastór og ein- hvern veginn óviðráðanlegur en eftir að hafa komist inn þá er hann alls ekkert svo stór. Þetta er í raun lítill hópur þar sem samgangur er mik- ill og tiltölulega auðvelt að hafa sig í frammi. Það sýnir sig t.d. á þeim sveitum sem við höfum verið að túra með, þetta eru þær sveitir sem við kunnum hvað best að meta af því sem er að ger- ast í tónlistinni í dag og við erum að spila með þeim!“ Alltaf hægt að kvarta – Er eitthvað sem hefur valdið vonbrigðum? „Eiginlega ekki, nema kannski það að alltof margar af þeim sveitum sem við sáum á tónlist- arhátíðunum, sveitir sem mann hafði alltaf lang- að til að sjá, voru síðan hundlélegar eftir allt saman,“ segir Arnar Ólafsson gítarleikari. „Svo eru rúturnar búnar að vera ömurlegar.“ „Það er náttúrlega hægt að kvarta yfir öllu,“ bætir nafni hans G. inn í, „enda er það sérfag okkar Íslendinga. Maður kvartaði þegar maður vann einhverja skítasumarvinnu hér heima og svo núna þarna úti, í hljómsveit, á tónleikaferð, að láta drauminn rætast. Auðvitað er þetta sældarlíf og ekkert annað.“ Það vakti athygli á sínum tíma hversu örugg sveitin var og fullmótuð þegar hún steig í fyrsta sinn á svið. Drengirnir eru sammála um að tvennt hafi þar ráðið mestu um, Arnar G. söngv- ari, gítarleikari og aðallagasmiður, hafi verið búinn að vinna það mikla undirbúningsvinnu, semja góð lög og útsetja þau í þaula og einnig hafi sveitarmenn náð að spila sig vel saman á stuttum tíma vegna vinskaparins sem var til staðar fyrir. „Svo spillir ekki fyrir að við höfum sömu markmið og hlustum á áþekka tónlist,“ segir Arnar Ó. og bætir við að nafni hans hafi alltaf verið með það nákvæmlega á hreinu hvað hann vilji og geti, og sama máli gegni um hina í bandinu. „Það er gott að þekkja sín takmörk.“ Skítamórall eða Sigur Rós? Platan Breathe inniheldur 11 lög sem Arnar G. samdi, eins og áður sagði, flest áður en sveit- in varð til og hafði meira að segja tekið upp og útsett að hluta. Platan var tekin upp að mestu í Thule-hljóðverinu en einnig í hljóðveri í Oxford sem er í eigu umboðsskrifstofu Radiohead. Sveitarmenn stjórnuðu sjálfir upptökum ásamt awayTEAM svokölluðu en hinn annálaði Steve Osborne hljóðblandaði. Einar sex vikur fóru allt í allt í upptökurnar, tiltölulega lítill tími, sem drengirnir þakka góðri undirbúningsvinnu Arn- ars G. Platan hefur almennt fengið góðar viðtökur en drengirnir eru þó á því að þær hafi verið síðri hjá íslenskum gangrýnendum en kollegum þeirra ytra. „Það er eins og sumir hér heima eigi í einhverju basli með að staðsetja okkur,“ segir Arnar G. „Enda hefur það ekki gerst áður að hljómsveit hafi komist eitthvað áleiðis ytra sem leikur eins tónlist og við, svona „main- stream“ rokk. Það er eins og það megi bara bera á borð eitthvað sem aldrei hefur heyrst áð- ur, eitthvað einstakt og algjörlega frumlegt. En við höfum aldrei gefið okkur út fyrir að vera þannig sveit. Það virðist menn einhvern veginn eiga erfitt með að höndla.“ – Að íslenskar sveitir verði að gera upp við sig hvort þær vilji vera ballsveit eins og Skíta- mórall eða framsækin sveit eins og Sigur Rós? „Já, það mun greinilega taka einhvern tíma fyrir fólk hér heima að kaupa það að hægt sé að búa til aðgengilegt íslenskt rokk sem fellur í kramið víðar en hér heima,“ segir Hallur. – Getur verið að það sé sumpartinn að koma ykkur í koll hér heima hversu vel ykkur hefur gengið erlendis og því gerðar meiri kröfur? „Já, að sumu leyti, en við kvörtum ekki því al- menningur hefur tekið okkur mjög vel og plötu- salan verið fín,“ segir Arnar Ó. – Þið vitið að það er hlutverk okkar heima- manna að halda ykkur niðri á jörðinni,“ áréttar blaðamaður á léttum nótum, og Laufin jánka til samþykkis. Þeir drengir segjast enga hugmynd hafa haft fyrirfram hverjar viðtökurnar við plötunni yrðu. „Við áttum þó engan veginn von á að þær yrðu svona góðar hér heima, miklu betri en við bjuggumst við,“ segir Arnar G. „Á þeim tón- leikum, sem við höfum haldið, höfum við fengið hreint ótrúlega hlýjar móttökur, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið við höfum verið að trana okkur fram,“ bætir Arnar Ó við. – Þá út af meikgrýlunni ógurlegu sem Íslend- ingar halda svo upp á? „Já, það er ekkert verra en að vera búinn að meika’ða,“ segir Bjarni með tilþrifum. Hvað um Coldplay? – Hvað um allar samlíkingarnar við aðrar hljómsveitir á borð við Coldplay, Radiohead og Mansun? „Þær eru bara fyndnar,“ segir Arnar G., „því margt af þessu höfum við aldrei hlustað á. Ég held ég hafi heyrt eitt lag með Mansun til dæm- is og samlíking við Coldplay er fín, þótt ég skilji hana reyndar ekki alveg. En flest þessara laga urðu þó til áður en Coldplay sló í gegn.“ – Eru nýju lögin, sem samin voru eftir út- komu plötunnar eitthvað frábrugðin að ykkur finnst? „Lögin á plötunni voru nær öll samin áður en hljómsveitin varð til,“ segir Arnar G. „Það er því skiljanlega nokkuð meiri hljómsveitarbragur yf- ir nýju lögunum, enda eru lögin nú útsett á æf- ingum en ekki af mér einum.“ Framundan hjá Leaves er frekara tónleika- hald, eftir að upptökum lýkur fyrir bandarísku Breathe. Í október og nóvember stendur fyrir dyrum stíft tónleikahald í Evrópu og að því loknu tekur restin af heiminum við. Bandaríkin í upphafi næsta árs og síðan Asía. Þessi stífa dag- skrá leggst mætavel í Laufin og þeir segjast hvergi bangnir við álagið yfirvofandi, þykir bara leitt að geta ekki snúið sér fyrr að því að taka upp nýtt efni. En svona er bara bransinn í dag. Það mátti greina mjög mikla spennu meðal bandsins vegna útgáfutónleikanna á NASA í kvöld sem hefjast kl. 21. Um upphitun sér harm- ónikkuleikarinn bráðefnilegi Matthías Kormáks- son. Miðaverð er kr. 2000 og miðafjöldi takmark- aður mjög. „Við vitum í raun ekkert hvað við ætlum að gera, ætli við tökum þó ekki plötuna í heild sinni, og hlökkum mjög til að gera það,“ segir Bjarni trommari. Svona er andinn í band- inu Leaves einmitt nákvæmlega. Þeir eru ekkert að stressa sig alltof mikið yfir hlutunum, ætla bara að njóta þess að vera í hljómsveit og fá að spila fyrir fólk. Svo fer bara sem fer. Morgunblaðið/Golli Leaves í íslensku öngstræti: Arnar G., Hallur H., Bjarni G. og Arnar Ó. Íslenska rokksveitin Leaves hefur hlotið verðskuldaða at- hygli bæði heima og heiman fyrir nýútkomna plötu sína Breathe. Í kvöld heldur sveitin útgáfutónleika og af því tilefni leit Skarphéðinn Guðmunds- son inn á æfingu. Svo fer sem fer Leaves heldur útgáfutónleika á NASA í kvöld í tilefni af útkomu fyrstu breiðskífu sinnar, Breathe skarpi@mbl.is 56 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára.  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 6. Ísl tal.  SK Radíó X Sýnd kl. 5.45 og 10.15. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. -Kvikmynd eftir- Baltasar Kormák Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV  Rás 2 Sýnd kl. 5.40, og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 10.30. Enskur texti. B.i. 16. Sýnd kl. 5.45, og 10.20. B. i. 12.  MBL 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HI.Mbl SK.RadioX HK DV Kvikmyndir.com Gætir þú drepið besta vin þinn? Hér kemur ein vinsælasta, athyglisverðasta, magnaðasta og umtalaðasta kvikmynd Japana. Sýnd kl. 5 og 7. Vit 426 Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 432 Sýnd kl. 9. Vit 427 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Líf þitt mun aldrei verða eins!  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is „Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.“ „Frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna.“ „Stitcher ekkert venjulegt Disneykrútt!“ ÞÞ Fréttablaðið  MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.