Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 26
SÖNGLEIKURINN Með fullri reisn eftir Terence McNally og David Yazbek verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu 26. desember. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd, Full Monty, frá 1997 í leikstjórn Peters Cattaneos, en myndin naut gríð- arlegra vinsælda; var tilnefnd til fjölda verðlauna víða um heim og vann til margra, meðal annars einna Óskarsverðlauna. Leikstjóri söng- leiksins í Þjóðleikhúsinu verður Bret- inn Kenn Oldfield, sem hefur sett upp meira en tíu söngleiki á Íslandi á síðustu fimmtán árum, og er farinn að bjóða góðan dag á íslensku. Blaða- maður sest með honum út á bekk í haustblíðunni við Þjóðleikhúsið. „Við erum búin að vera í þrjá daga með áheyrnarpróf fyrir leikara,“ seg- ir Kenn. „Þetta hefur verið svolítið flókið og púsluspil að koma þessu saman, því sumir leikaranna eru auð- vitað í öðrum verkefnum líka og koma kannski ekki til greina þess vegna. Sumir leikaranna hafa komið og sagt að þá dauðlangi í ákveðin hlutverk í verkinu, og ég hef hugsað með mér: Já, þessi er alveg kjörinn í hlutverkið; en það er ekki hægt að segja já, fyrr en búið er að heyra leik- arana syngja og sjá hvernig þeir koma út sem heild á sviðinu. Hóp- urinn verður að vera vel samstæður. Þetta getur líka verið erfitt af öðrum ástæðum. Ein persóna verksins er blökkumaður, en það er hreint ekki hlaupið að því að finna svartan, fimm- tugan leikara sem talar íslensku,“ segir Kenn Oldfield kíminn og bætir því við að í því tilfelli hafi þurft að sníða handritið að íslenskum að- stæðum. Aðlagað íslenskum veruleika „En þetta verður góð sýning. Verkið fjallar um mannsandann, og það að þegar manneskjunni finnst hún ekki geta sokkið dýpra, þá finnur hún leiðir út úr erfiðleikum sínum. Í þessu tilfelli eru það þessir atvinnu- lausu náungar – algjörlega að- framkomnir í vonleysi sínu, sem ákveða að setja saman nektardans- atriði. Ég var að tala við Vytautas Narbutas sem sér um sviðsmynd og búninga í uppfærslunni, ásamt Fil- ippíu Elísdóttur konu sinni. Hann spurði mig hvort ég hefði tekið eftir því þegar ég las handritið, að það er ekki ein einasta slæm manneskja í verkinu. Það er nefnilega svo oft í söngleikjum að þar er eitthvað afl sem er svo vont. En í þessu verki eru allir góðir – stundum svolítið ágengir – en engin vond manneskja. Þetta gefur verkinu strax svo viðfelldið yf- irbragð. Tónlistin er líka stór- skemmtileg. Þetta er ekki hefð- bundin Broadway-söngleikjatónlist; – meira í átt við sjöunda og áttunda áratuginn, og fellur afskaplega vel að verkinu.“ Kenn Oldfield segir að reynt verði að aðlaga ýmislegt í söngleiknum ís- lenskum veruleika. Þegar hann var sýndur í London voru leikararnir látnir vera með hreim frá Sheffield í Norður-Englandi, sem er frekar hrjúfur og talsmáti fólks í grófara lagi. Þetta segir hann Breta þekkja vel. „En í New York hafði Sheffield auðvitað enga sérstaka merkingu fyrir áheyrendur. Þar var verkið lát- ið gerast í Buffalo sem er norðarlega og vestast í New York-ríki. Í New York-borg grínast fólk mikið með Buffalo og þegar spurt er hvar sú borg sé, segja þeir: „Uptown, and then left,“ – í norðurbæinn og svo til vinstri!“ segir Kenn hlæjandi. En hvernig verður þetta hér, hvar eru okkar Sheffield og Buffalo? „Við að- lögum þetta svolítið Íslandi, en sviðið verður ekkert sérstakt bæjarfélag. Við ætlum að búa til samfélag sem er bara íslenskt og gæti verið hvar sem er hér á landi. Það er reyndar til- tölulega lítið atvinnuleysi hér á landi, en ég er viss um að fólk hér getur sett sig inn í kringumstæðurnar, sér- staklega þar sem ég leyfi leikurunum líka að koma með eitt og annað inn í verkið sem er dæmigert fyrir Íslend- inga. Mitt hlutverk er ekki að setja það upp nákvæmlega eins og það var í upprunalegri gerð í mínum menn- ingarheimi – við verðum að gera þetta þannig að verkið höfði til ís- lenskra leikhúsgesta. En kjarninn felst auðvitað í körl- unum í verkinu. Þarna sjáum við raunveruleikann uppmálaðan. Þetta eru svo ósköp venjulegir menn, flest- ir svo langt frá ímynd nektardansara sem hugsast getur. Þetta eru menn sem hafa alls kyns komplexa yfir kroppnum á sér – of feitir, of horaðir, of langir, of litlir og alls ekki nógu sexí. Verkið fjallar kannski öðru fremur um vonina, hvatninguna og hugrekkið til að halda áfram, þegar allt virðist komið í óefni.“ Kenn Old- field er orðinn nokkuð heimavanur á Íslandi. Hann segir gott að koma hingað og sér finnist hann alltaf svo velkominn. „Í London er and- rúmsloftið miklu kaldara – harður bissness. Fólk mætir, vinnur sitt verk, þiggur launin og fer heim. Hér, eins og svo víða í öðrum löndum, finn ég miklu meiri hlýju og upplifi gleði og þakklæti fólks fyrir að vera í þess- ari skemmtilegu og skapandi vinnu.“ Karl Ágúst Úlfsson þýddi söng- leikinn, tónlistarstjóri verður Jóhann G. Jóhannsson, Vytautas Narbutas sér um sviðsmynd og Filippía Elís- dóttir um búninga. Það er fríður flokkur sem fer með hlutverk karlanna sex: Rúnar Freyr Gíslason, Ólafur Darri Ólafsson, sem kemur nú til liðs við Þjóðleikhúsið úr Borgarleikhúsinu; Atli Rafn Sigurð- arson, Baldur Trausti Hreinsson, Jó- hann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Með stærstu kven- hlutverkin fara þær Edda Heiðrún Backman og Brynhildur Guðjóns- dóttir. Enn er ekki allt upp talið, því auk þeirra leika í verkinu Halldóra Björnsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Edda Arnljótsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans í vor; og fleiri, en alls eru um 17 hlut- verk í söngleiknum Með fullri reisn. Sem fyrr segir verður hann frum- sýndur annan dag jóla. Kenn Oldfield leikstýrir söngleiknum Með fullri reisn í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Þorkell Kenn Oldfield leikstjóri. „Verkið snýst um vonina“ LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Árni Sigurðsson opnar einkasýningu í galerie Aline Vidal í París í dag. Þar sýnir hann ný mál- verk til 9. nóvember. Galerie Aline Vidal hefur verið umboðsaðili Sig- urðar Árna um árabil og verða verk hans kynnt á vegum gallerís- ins á myndlistarstefnunni FIAC í París um miðjan október. FIAC-myndlistarstefnan er hald- in árlega og er einn stærsti kynn- ingarvettvangur fyrir myndlist í Evrópu. Stefnan fer fram dagana 24. til 28. október og eru þar kynnt- ir um 900 myndlistarmenn frá 43 löndum. Galerie Aline Vidal hefur tekið reglulega þátt í kaupstefn- unni og er Sigurður Árni einn af tveimur myndlistarmönnum sem kynntir verða sérstaklega á vegum gallerísins í ár. Þetta er stór mynd- listarmessa, talin ein sú helsta í Evrópu ásamt kaupstefnunni í Köln. Þar kynna um 170 gallerí myndlist og hefur yngri og óhefð- bundnari myndlistarmönnum verið að fjölga þar síðustu ár. Sigurður Árni mun jafnframt taka þátt í stórri samsýningu í Par- ís sem verður opnuð 15. október. Sigurður Árni sýnir í París Verk sem Sigurður Árni sýnir í Galerie Aline Vidal: Án titils, 2001. Á LEIÐ til Vesturheims er yfirskrift TÍBRÁR- tónleika þeirra Ingveld- ar Ýrar Jónsdóttur messósóprans og Guð- ríðar St. Sigurðardóttur píanóleikara sem hefjast kl. 20 í Salnum í kvöld. Ingveldur og Guðríður eru á förum til Kanada nú í lok september og eru þessir tónleikar haldnir af því tilefni. Þær munu ferðast um Íslend- ingabyggðir í Kanada og halda tónleika með fjöl- breyttri dagskrá kanad- ískra, íslenskra og evrópskra laga í öllum helstu borgum vestanhafs auk Minneapolis í Bandaríkjunum. „Við ákváðum að skella okkur á eina tón- leika í Salnum áður en við legðum af stað, og verður efnisskráin með svip- uðu sniði og í ferðinni, ef frá eru talin íslensku lögin, en við flytjum mun meira af þeim á tónleikunum sem við höldum úti. Þar verðum við með tals- vert af sígildum sönglagaperlum og þjóðlögum en hér flytjum við aðallega íslensk verk samin á tveimur síðustu áratugum, þ.e. Yfirlýsing Hjálmars H. Ragnassonar, Prinsessan á baun- inni eftir John Speight, Lágnætti eft- ir Sigursvein Kristinsson, Litli þröst- ur eftir Jón Ásgeirsson, Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Það kom söngfugl að sunnan eftir Atla Heimi,“ segir Ingveldur. Efnisskrá kvöldsins er að sögn þeirra Ingveldar og Guðríðar mjög fjölbreytt, enda hafi hún líkt og ferðin gefur tilefni til, skírskotanir til kan- adískrar, norrænnar og franskrar tónlistar. „Það eru eiginlega ferðalög í öllum lögunum. Við munum byrja á því að flytja lög eftir kanadíska tón- skáldið Jean Coulthard sem samin eru við ljóð Haida indíána. Þetta eru mjög sérstök lög og impressjónísk og er textinn mjög myndrænn. Guðríður kynntist þessu tónskáldi eftir að verk hennar voru flutt af kanadískri söng- konu er hélt tónleika í Salnum fyrir rúmu ári. Við fengum síðan send þó- nokkur verk eftir kanadísk tónskáld og völdum nokkur til að hafa á efnis- skránni.“ Guðríður segir norræna sönglaga- hefð einnig vera ofarlega á baugi í tónleikadagskránni. „Við munum flytja ljóðaflokkinn Haugtussa eftir Grieg, sem sunginn er á „gammel- norsk“, og er textinn því mjög líkur íslensku. Eftir Sibelius flytjum við síðan Svarta rosor, Den första kyssen og Säf, säf, susa. Að lokum flytjum við blöndu af frönskum kabarettlögum,“ segir Guðríður. Tónleikaferðalag þeirra Ingveldar og Guðríðar til Kanada er ein viða- mesta heimsókn íslenskra listamanna til Kanada sem efnt er til á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi. Þær munu halda um tíu tón- leika, flytja fyrirlestur við Manitoba- háskóla og sjá um sérstaka kynn- ingardagskrá á íslenskri tónlist fyrir nemendur á leikskóla- og grunnskóla- aldri í mörgum borganna sem heim- sóttar verða. „Við hlökkum mjög mik- ið til að ferðast um Kanada.Við höfum t.d. þegar fengið óskir um flutning á íslenskum þjóðlögum og söngperlum sem fólk þekkir greinilega vel,“ segir Guðríður að lokum. Í upphafi ferðar til Vesturheims Ingveldur Ýr og Guðríður St. Sigurðardóttir staldra við í Salnum í kvöld áður en þær halda í umfangsmikla tónleikaför til Kanada. Grunnskóli Ísafjarðar Möguleik- húsið sýnir barnaleikritið Prumpu- hólinn eftir Þorvald Þorsteinsson kl. 17. Hulda er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Hún og Halli bróðir hennar eru að kynnast þessu nýja umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur úti um allt, meira að segja köngulló! Í feluleik þeirra systkina, verður Hulda rammvillt og hefur ekki grænan grun um hvernig hún kemst aftur heim. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Eggerz, leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur, tónlist- in er eftir Guðna Franzson og leik- endur eru þau Bjarni Ingvarsson og Margrét Kaaber. Prumpuhóllinn tekur 50 mínútur í flutningi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is TVÆR sýningar fimm lista- manna verða opnaðar í Kringl- unni í dag kl. 19 og er það liður í þemadögunum Upplifun – Hönnun, lífsstíll, tíska og munu verkin standa á mismun- andi stöðum í Kringlunni. Annars vegar er skúlptúr- sýning Gerðar Gunnarsdóttur, Guðrúnar Øyahals, Ingu Elín- ar Kristinsdóttur og Sörens S. Larsen og hins vegar sýning Péturs Gauts Svavarssonar á nýjum olíumálverkum. Það er Gallerí Fold í Kringl- unni sem stendur að sýning- unni sem stendur til 29. sept- ember. Verkin eru öll til sölu. Skúlptúr- ar og olíuverk á þema- dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.