Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN ASNI í lest nokkurra annarra dýra af því kyni með kaffibauna- poka á leið um götur Lundúna til kauphallarinnar í gær. Markmiðið var að mótmæla lágu verði sem framleiðendur fá fyrir vöruna. Al- þjóðasamtök kaffiframleiðenda fögnuðu í gær framtaki mann- úðarsamtakanna Oxfam sem hafa skipulagt baráttu fyrir hærra kaffiverði. Að sögn BBC er heimsmarkaðsverð á kaffi nú hið lægsta í um 30 ár og varar Oxfam við því að milljónir manna í þriðja heiminum, er eiga allt sitt undir kaffibaunasölu, muni hrekjast út í sára fátækt. Víetnamar, sem eru næststærsta kaffiframleiðsluþjóð- in á eftir Brasilíumönnum, fá nú innan við fjórðung af verðinu sem fékkst fyrir sex árum. AP Lágu kaffiverði mótmælt SÖGULEGAR friðarviðræður milli fulltrúa stjórnvalda á Sri Lanka og aðskilnaðarhreyfingar tamíla, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta Sri Lanka, fara vel af stað. Tilkynnti Anton Balasingham, fulltrúi tamíl- tígranna svokölluðu, í gær að að- skilnaðarsinnarnir væru tilbúnir til að falla frá kröfu sinni um sjálfstætt ríki tamíla. Þykir þessi yfirlýsing vekja vonir um að leiða megi til lykta eina blóð- ugustu borgarastyrjöld seinni tíma, en talið er að um 60 þúsund manns hafi fallið í átökum stríðandi fylk- inga, sem hófust 1982. Á þriðjudag komust fulltrúar deil- enda að samkomulagi um fundar- daga en ákveðið hefur verið að þrjár næstu lotur friðarviðræðnanna skuli haldnar á tímabilinu nóvember til janúar. Viðræðurnar sem nú standa yfir, og haldnar eru í Taílandi, komust á koppinn fyrir tilstilli Norðmanna. Vopnahlé hefur nú staðið frá því í janúar. Söguleg- ar friðar- viðræður                    !  "     "   ! #   $  "                 %             ! "  #$ % &'("") "*+,- .) /0 10* 12   # $ !   3 45 673 ! 1 1  +,- 4,3 ! 1 .1 1 0 /81      $,3! 1 1 8  49: ! 1   0():  0    0  )$ 8$0   )  * ; 2<=)$ .0( 1    4    #$ ! 13 ) "32  $   2 >  $/: -* $: 4 $ / $0  0* 1 **>   **  1. !* 111: *).  )" :    $    $  ? ? &' ()*( (+&,)-'& .& /0*1)1       %@8 # 8 ' 234 @8  254 58  34 1(  34 !  674 8  894   %58 ' 64 "#  :       !" # ÞAÐ kann að vera að rómverska skáldið Óvíd hafi hitt naglann á höfuðið er hann sagði „rident stol- idi verba latina“ – aðeins flón hlæja að latneskri tungu. Nú er nefnilega svo komið, eftir að hafa átt undir högg að sækja öldum saman og jafnvel marg- sinnis verið lýst dauð, er latína nú að vissu leyti að vinna sér aftur sess sem lifandi tungumál. Til vitnis um þessa þróun er skóli nokkur í fjalllendinu í nágrenni Rómaborgar, þar sem heyra má t.a.m. kvæðabálka Hórasar sungna af innlifun á frummálinu. Fyrir 30 manna hópi latínu- manna, sem þarna eru saman komnir, fer séra Reginald Foster, latínufræðingur og munkur úr Karmelítareglunni, ættaður frá Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Það er séra Reg- inald, sem er prófessor við Gregor- íska háskólann í Páfagarði, sem stýrir söngnum af ákveðni, gefandi fyrirmæli á ensku og latínu á víxl. Það er hann sem átti frumkvæðið að því að gera tilraun með að kenna latínu sem lifandi tungumál. Á hverju sumri stýrir hann átta vikna námskeiði fyrir lengra komna latínuáhugamenn í hlíð- unum við Róm, þar sem Hóras átti hús og var söngsamkoman, sem hér var nefnd, þáttur í námskeiðs- haldinu. Ekkert stagl „Mér líka ekki hefðbundnar að- ferðir, utanbókarlærdómur og stagl, að umgangast tungumálið eins og dauðan frosk eða eitthvað álíka,“ segir séra Reginald. Þeir sem nema hjá honum læra m.a. að lesa upphátt áður óséðan texta, skilning á töluðu máli og samræð- ur á latínu. Meðal annarra skóla sem beita svipuðum aðferðum eru háskólinn í Loeven í Belgíu, menntaskóli í Campania-héraði á Ítalíu og Notre- Dame-háskóli og Háskólinn í Ken- tucky í Bandaríkjunum. Töluð latína náði hámarks- útbreiðslu á annarri öld eftir Krist, er rómverska heimsveldið náði frá Englandi til Persíu. Eftir fall Rómaveldis þróuðust ný tungumál á grunni hennar og ruddu henni hvarvetna burt nema úr stétt kirkj- unnar manna og háskólum. Þótt latínan hafi í gegnum ald- anna rás átt sér griðastað innan veggja rómversk-kaþólsku kirkj- unnar brast líka á þeim vettvangi eitt síðasta vígið á Öðru kirkju- þinginu 1962-1965, þar sem ákveð- ið var að kaþólskum prestum skyldi almennt heimilt að messa á þjóðtungu sóknarbarna sinna í stað latínu. Latínan lifnar við Róm. Associated Press. AP Séra Reginald Foster við boga Settimio Severos í Róm. ’ Aðeins flón hlæjaað latneskri tungu. ‘ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) birti í gær tillögur sem vonir eru bundnar við að dugi til að binda enda á deilu sambands- ins við stjórn- völd í Moskvu um það hvernig tryggja má ferðafrelsi íbúa Kaliníngrad-hér- aðs til og frá rússneska móð- urlandinu, eftir að héraðið „lokast inni“ í ESB. Það mun gerast er Litháen og Pólland fá aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórnin leggur til að íbúar héraðsins, sem eru ná- lægt því ein milljón, fái sérstök skilríki sem veiti þeim heimild til að ferðast í gegn um Litháen og Pólland án þess að þurfa að sækja um vegabréfsáritun. Þar sem landamæri Litháens og Póllands verða ytri landamæri ESB eftir inngöngu þeirra í sambandið – sem vonazt er til að verði að veru- leika á árinu 2004 – gildir annars að óbreyttu sú grundvallarregla að allir þegnar annarra ríkja, sem ekki hafa samninga um að mega ferðast áritunarlaust innan „Schengen-svæðisins“ svokallaða, verði að sækja um slíka áritun til að mega fara um litháískt eða pólskt landsvæði. Rússar ekki fyllilega ánægðir Dmitry Rogozin, sérskipaður fulltrúi Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta í viðræðum við ESB um Kaliníngrad, sagðist eftir að hafa kynnt sér tillögurnar lítillega ekki vera ánægður. „Enn ber all- mikið í milli,“ hafði rússneska Int- erfax-fréttastofan eftir honum. Rogozin hafði þó áður fagnað því að framkvæmdastjórnin skyldi leggja tillögurnar fram. Síðar lýsti hann sig ósáttan við að þær fælu í sér að aðrir þegnar Rússlands, sem ekki ættu heimili í Kalinín- grad-héraðinu, yrðu eftir sem áður að sækja um áritun til að mega ferðast í gegn um Litháen eða Pól- land til héraðsins. „Afstaða okkar er óbreytt,“ sagði hann. „Rússland er reiðubúið að semja og sýna ýtr- asta sveigjanleika, en það eru tak- mörk fyrir því hve langt við erum tilbúnir að ganga til að ná mála- miðlun. (...) Hvað sem gerist mun- um við halda fast við þá kröfu að borgarar rússneska sambandsrík- isins megi ferðast frjálst til og frá öllum landshornum Rússlands.“ Hóta að sniðganga fund Rússar hafa hótað að mæta ekki á áformaðan samráðsfund Rúss- lands og ESB í Kaupmannahöfn í nóvember ef ekki verður fyrir þann tíma búið að finna lausn á deilunni. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagðist á blaðamannafundi í Brussel trúa því að tillögurnar myndu reynast grundvöllur að samkomulagi. Antanas Valionis, utanríkisráð- herra Litháens, sagði að land sitt myndi fara fram á tryggingar fyrir því að lausnin, sem fundin verði á ferðafrelsi Rússa til og frá Kal- iníngrad, spilli ekki fyrir mögu- leikum Litháens að gerast aðili að Schengen-vegabréfasamstarfinu. Prodi sagði „Kaliníngrad-ferða- skilríkin“ ekki myndu hafa nein áhrif á Schengen-aðild landsins. Ráðamönnum ESB hefur ekki þótt koma til greina að hver sá sem hafi rússneskt vegabréf geti ferðast nær eftirlitslaust um ESB- landsvæði (í Litháen og Póllandi) – eins og Rússar krefjast – þar sem þar með væru allar gáttir opnaðar fyrir smygli á fólki og ýmsu því öðru sem óæskilegt þykir að kom- izt inn fyrir ytri landamæri sam- bandsins. Kaliníngrad-hérað var fram til ársins 1945 norðausturhluti Aust- ur-Prússlands, austasta héraðs Þýzkalands, en þýzkir íbúar þess voru ýmist drepnir eða flæmdir á brott og það var innlimað í Sov- étríkin eftir stríðið. Allt fram til hruns Sovétríkjanna fyrir áratug var héraðið lokað hernaðarsvæði í kring um flotastöð Rauða hersins í Kaliníngrad, sem áður hét Königs- berg. Efnahagsástandið í héraðinu er nú mjög bágborið. Evrópusambandið og Rússland Lausn í sjón- máli í Kalin- íngrad-deilu? Brussel. AFP. Romano Prodi JANET Reno, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, viðurkenndi í fyrradag ósigur sinn í forkosningum demókrata á Flórída. Reno, sem var framan af kosningaslagnum talin viss um sigur, lýsti yfir fullum stuðningi við Bill McBride, sem segja má að hafi sigrað á síðustu metr- unum. Fékk hann 5.000 at- kvæði umfram Reno en alls tóku 1,5 millj. manna þátt í for- kosningunum. McBride, 57 ára lögfræðing- ur og fyrrverandi landgönguliði í hernum, var lítt kunnur fyrir fáum mánuðum en nú fær hann það erfiða verkefni að glíma við forsetabróðurinn, Jeb Bush, í ríkisstjórakosningum 5. nóv- ember næstkomandi. Reno ját- ar ósigur Miami. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.