Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á aukafundi bæjarstjórn- ar í gærkvöldi að rifta samningi Ís- lensku menntasamtakanna og bæjar- ins um rekstur Áslandsskóla. Samþykkt var að rifta samningnum með sex atkvæðum samfylkingar- manna gegn fimm atkvæðum sjálf- stæðismanna. Jafnframt var sam- þykkt að ráða Erlu Guðjónsdóttur, matsfulltrúa á Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar og fyrrverandi skólastjóra, til að sinna tímabundið stjórn skól- ans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og ítrek- uðu jafnframt bókun sína á bæjar- ráðsfundi frá deginum áður þar sem mótmælt er harðlega „því gerræði sem felst í samþykkt tillögu um fyr- irvaralausa riftun samnings við Ís- lensku menntasamtökin og er þá sér- staklega haft í huga að riftunin á sér ekki nokkra stoð í samningi aðila eða almennum réttarreglum.“ Í bókun- inni segir jafnframt m.a. að fulltrúar D-lista hyggist leita eftir lögmæti þeirrar ákvörðunar. ÍMS hafa svarað 1 af 27 fyrir- spurnum fræðslustjóra Í bókun Samfylkingar frá í gær segir að krafan um að Hafnarfjarð- arbær taki yfir rekstur Áslandsskóla styðjist einkum við þær röksemdir að Íslensku menntasamtökin hafi ítrek- að og með stórfelldum hætti vanefnt samning við Hafnarfjarðarbæ. For- sendur samningsins séu brostnar og uppnám og óvissa sé í skólastarfinu. „Þann 2. september 2002 ritaði fræðslustjóri samtökunum bréf og krafði samtökin um svör við 27 spurningum er vörðuðu skólastarfið og skyldur samtakanna skv. samn- ingi aðila. Samkvæmt 5. kafla samn- ings aðila lýtur framkvæmd samn- ingsins eftirliti skólayfirvalda í Hafnarfirði með sama hætti og gerist við aðra grunnskóla bæjarins. Ís- lensku menntasamtökin ses. hafa enn ekki orðið við þeirri kröfu fræðslu- stjóra um svör við fyrrgreindum spurningum er varða skólastarfið í Áslandsskóla, að undanskildu að sl. mánudag barst svar við 1 atriði af þeim 27 sem óskað hefur verið svara við. Þá hafa forsvarsmenn Íslensku menntasamtakanna ses. í tvígang hunsað boð skólayfirvalda um að mæta á fund í því skyni að ræða framhald skólastarfs og til að svara þeim spurningum er fyrir samtökin voru lagðar.“ Í bókuninni segir að með þessu hafi Íslensku menntasamtökin með stórfelldum hætti og ítrekað vanefnt skyldur sínar skv. fyrrgreindum samningi. Samkvæmt ákvæðum 9. kafla samnings aðila sé því bænum rétt og skylt að yfirtaka rekstur Ás- landsskóla og leysa ÍMS undan samningi við bæinn. Þá er í bókuninni á það bent að ÍMS hafi ekki enn skil- að til skólayfirvalda skýrslu yfir skólastarf á síðasta ári en skv. samn- ingi bar ÍMS að skila henni í lok síð- asta skólaárs. Markmiðum grunnskólalaga ekki náð með óbreyttum rekstri Í bókun Samfylkingar segir enn- fremur að eftir viðræður fulltrúa bæjarins við kennara, skólastjórn- endur og fulltrúa foreldra og nem- enda við skólann sé ljóst að skólastarf sé nú í uppnámi og mikil óvissa sé um framtíð skólans. Ljóst sé, að mati fulltrúa bæjarins, að miklir sam- starfsörðugleikar séu á milli kenn- ara, skólastjórnenda og stjórnenda ÍMS og hafi það m.a. leitt til þess að 13 kennarar og leiðbeinendur hafi sagt upp störfum sínum við skólann. „Vegna þessa er allt skólastarf í mikilli hættu og telja bæjaryfirvöld að ekki verði við slíkt ástand unað, enda geti óbreytt ástand haft mjög alvarleg áhrif á skólastarf og hags- muni þeirra fjölda barna er sækja skólann.“ Segir að lokum að bæjaryfirvöld telji með vísan til ofangreinds að for- sendur fyrir samningi við Íslensku menntasamtökin séu brostnar enda hafi það verið augljós forsenda af hálfu bæjarins við samningsgerð að ÍMS gæti sinnt því verkefni sem samningurinn kvæði á um og að frið- ur ríkti um starf skólans. Markmið- um grunnskólalaga verði hins vegar ekki náð með óbreyttum rekstri skól- ans að mati bæjaryfirvalda, að því er segir í bókun meirihlutans. Foreldrar munu ræða við stjórnendur skólans fyrst Hópur foreldra hlýddi á umræður um málið í bæjarstjórn í gær og var viðstaddur afgreiðslu fundarins. María Gylfadóttir, formaður for- eldraráðs Áslandsskóla, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að foreldraráð sæti sömum megin við borðið og stjórnendur skólans og að eðlilegt væri að foreldrar myndu, í samstarfi við stjórnendur, byrja á að marka sameiginlega sýn á skólastarfið áður en foreldrarnir tjáðu sig frekar um málið. Í Morgunblaðinu í gær var birt ályktun foreldraráðs Hafnarfjarðar þar sem harmað er að ekki hafi tekist að leysa ágreiningsmál í Áslands- skóla og styður foreldraráðið álykt- anir foreldra barna í Áslandsskóla frá 13. september sl. og að áfram verði byggt á því sem vel hafi tekist til með í skólahaldinu. Í því felst, samkvæmt ályktuninni, að áfram verði skapaðar aðstæður til að vinna að metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi. Tilboð borist um að bærinn yfirtaki allar skuldir ÍMS Samkvæmt tillögu fræðsluráðs sem samþykkt var í bæjarstjórn mun bærinn nú þegar yfirtaka rekstur Ás- landsskóla sem ÍMS hafa haft með höndum. Fram kom á fundinum að óskað yrði eftir fundi, líklega strax í dag, með forsvarsmönnum samtak- anna þar sem farið verður yfir með hvaða hætti bærinn yfirtaki eignir samtakanna og gengið yrði frá sam- komulagi um uppgjör við ÍMS. Fram kom í máli Lúðvíks Geirssonar bæj- arstjóra að viðræður milli lögmanns ÍMS og fulltrúa skólaskrifstofu og bæjaryfirvalda væru hafnar. Þá taldi bæjarstjóri rétt að upplýsa að tilboð hefði komið fram af hálfu ÍMS um að bærinn yfirtæki allar skuldir skólans upp á tugi milljóna króna. „Það er rétt að þetta sé upplýst hér. Vegna þess að fjárhagslegur grundvöllur og staða samtakanna um að framfylgja þessum rekstri er síður en svo glæsileg,“ sagði Lúðvík. Sagð- ist bæjarstjóri ekki telja rétt að ganga frá slíku samkomulagi heldur yrði reynt að ganga frá uppgjöri með eðlilegum hætti. Sakar meirihlutann um „vald- níðslu“ við afgreiðslu málsins Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks, minnti á að mennta- málaráðuneytið hefði á sínum tíma veitt skólanum starfsleyfi til þriggja ára í tilraunaskyni en að einungis eitt ár væri nú liðið af þeim tíma. Hann ítrekaði að bæjarfulltrúar minnihlutans litu svo á að það hefði átt að vera unnt að finna leið til að sætta ólík sjónarmið í málinu áður en til þess kæmi að rifta samningnum. Sagði hann að meirihlutinn færi fram með „valdníðslu“ í afgreiðslu á þessu máli og að D-listi hefði aldrei sam- þykkt að málið hefði gengið fram með þessum hætti væru þeir í meiri- hluta. Þá benti hann á að samkvæmt lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðildarskipti að fyrirtækjum væri ekki hægt að víkja skólastjóra ÍMS úr starfi nema með sérstökum samn- ingi þar um. Þá bæri sveitarfélaginu að virða áfram sömu launakjör og giltu fyrir breytingar þar til kjara- samningur rynni út eða annar kjara- samningur öðlaðist gildi eða kæmi til framkvæmda. Magnús benti ennfremur á að með einhliða riftun samningsins gæti bærinn átt á hættu að bera kostnað vegna skaðabóta sem ÍMS kynni að fara fram á. Menntastefna skólans helst óbreytt Hafrún Dóra Júlíusdóttir, bæjar- stjórnarfulltrúi Samfylkingar og for- maður fræðsluráðs, ítrekaði að ekki væri verið að deila um rekstrarform eða stefnu skólans í menntamálum heldur fyrst og fremst vanhæfi stjórnenda hans. Sagði hún að menntastefna skólans myndi haldast óbreytt eftir að bærinn tæki við rekstri hans. Valgerður Sigurðardóttir, bæjar- stjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði að deilur sem staðið hefðu yfir að undanförnu um málefni Áslands- skóla hlytu að trufla kennslu og al- mennt líf barna í skólanum. Benti hún á að í stefnuskrá Samfylkingar- innar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor hefði beinlínis staðið að rekstri skólans yrði komið í hendur bæjar- ins. Bæjarstjóri mótmælti þessu og sagði að það hefði alla tíð verið yf- irlýst stefna flokksins að rekstur grunnskóla væri alfarið í höndum bæjarins. Áskilja sér rétt til að skjóta málinu til æðri stjórnvalda Gissur Guðmundsson, D-lista, beindi þeirri fyrirspurn til meirihlut- ans hvort til stæði að lækka laun kennara með yfirtökunni og auka vinnuskyldu. Í svari bæjarstjóra kom fram að bæjarfélagið myndi taka yfir starfssamninga en það yrði sam- komulagsatriði á síðari stigum hvort einhverjar breytingar yrðu gerðar þar að lútandi. Magnús Gunnarsson las einnig upp á fundinum bréf sem símsent var til fræðsluráðs og dagsett var 14. september sl. Greint var frá efni bréfsins í Morg- unblaðinu fyrr í vikunni en þar mót- mæla ÍMS harðlega tillögu fræðslu- ráðs og segja að hún eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Segir þar meðal annars að tillaga um riftun samningsins sé freklegt samnings- brot af hálfu bæjarins og að samtökin áskilji sér rétt til að bera slíka máls- meðferð undir æðri stjórnvöld. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fjallar um samning við ÍMS um rekstur Áslandsskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var tekur bærinn yfir rekstur Áslandsskóla sem Íslensku menntasamtökin höfðu áður með höndum. Samningi við Íslensku menntasamtökin rift SAMKVÆMT Gallup-könnun sem gerð var fyrir Íslensku mennta- samtökin (ÍMS) telja rúmlega 60% foreldra barna við Áslandsskóla að bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefði átt að gefa ÍMS meiri tíma til að leysa deilur innahúss en tæplega 40% voru því ósammála. Um 62% foreldra barna í Áslandsskóla töldu að betra hefði verið að kanna vilja foreldra og nemenda skólans fyrst, en ríflega 36% að betra hefði verið að breyta stjórn skólans strax. Könnunin var gerð dagana 15.– 16. september, eftir að núverandi deilur komust í hámæli. Í frétta- tilkynningu frá ÍMS segir að könn- unin hafi farið þannig fram að hringt var í 187 foreldra og for- ráðamenn barna í skólanum. 122 svöruðu spurningum og af þeim áttu rúmlega 36% fleiri en eitt barn í skólanum. Svarhlutfallið var 75%. Yfir 89% þeirra foreldra sem svör- uðu könnuninni töldu barn sitt hafa verið ánægt í Áslandsskóla. Ánægja með kennsluna Tæplega 69% sögðu að það hefði verið ánægt með kennsluna. 71% foreldra var ánægt með andrúms- loftið í skólanum og um 74% kváðst almennt ánægð með skólann fyrir barnið. Af þeim rúmlega 52% foreldra sem tóku afstöðu til spurning- arinnar töldu tæplega 60% að nýjum stjórnendum myndi takast vel að út- færa stefnu skólans. Í fréttatilkynn- ingunni kemur fram að mikill mun- ur sé á svörum þeirra foreldra sem voru ekki með börn í Áslandsskóla í fyrra og þeirra sem voru með börn í skólanum í fyrra, þannig að 77% þeirra fyrrnefndu telja að nýjum stjórnendum muni takast vel að út- færa stefnuna en aðeins 50% for- eldra barna sem voru í skólunum í fyrra töldu voru á þeirri skoðun. Gallup-könnun um viðhorf foreldra barna í Áslandsskóla 60% telja að ÍMS hefðu átt að fá meiri tíma BÖÐVAR Jónsson, formaður stjórnar Íslensku menntasam- takanna, vill fyrir hönd ÍMS koma því á framfæri að í við- ræðum bæjaryfirvalda og ÍMS um yfirtöku bæjarins á rekstri skólans hafi verið rætt um að bærinn yfirtæki leigusamninga á tækjum og tólum skólans. Þá hafi bæjaryfirvöld boðið ÍMS skaðabætur vegna riftunar samningsins en sú fjárhæð hafi ekki verið nálægt því sem vænst hafi verið. Hann segir rangt að ÍMS hafi gert bænum boð um að yfirtaka skuldir sam- takanna upp á tugi milljóna króna eins og fram kom í máli bæjarstjóra í gærkvöldi. Þá vill stjórn ÍMS taka það fram að ÍMS hafi ekki getað mætt á boðaðan fund fræðslu- stjóra 13. september sl. þar sem of stuttur fyrirvari hafi verið á fundarboðun. Skóla- stjórnendur hafi jafnframt reynt að ná sáttum með starfs- fólki þann dag og óskað hafi verið eftir því við fræðslustjóra að skólastjórnendum yrði gef- inn tími til að leysa þau mál. Stjórn ÍMS Boð um yfirtöku á skuldum ekki lagt fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.