Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Halldórs-dóttir fæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1970. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 12. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Halldór Friðrik Olesen vél- fræðingur og kennari við Vélskóla Íslands, f. 8. júlí 1945, sonur Alfreds Kr. Olesen og Helgu K. Halldórs- dóttir Olesen og Guðný Helga Þor- steinsdóttir, f. 17. október 1948, dóttir Þorsteins Þorsteinssonar og Lovísu Þorgilsdóttur. Systkini Helgu eru: Helgi Friðrik, f. 13. júlí 1966, kvæntur Karen Viðarsdótt- ur, þau eiga þrjú börn; Alfreð, f. 1. júní 1974, kvæntur Guðrúnu Gúst- afsdóttur, þau eiga þrjú börn, Lovísa, f. 13. ágúst 1981, unnusti Garðar Guðmundsson. Hinn 28. september 1996 kvæntist Helga Svan Gunnari Guðlaugssyni starfsmanni Íslands- banka, f. 21. ágúst 1961. Foreldrar hans eru Guðlaugur Jóns- son hárgreiðslu- meistari og Bryndís Kristjánsdóttir. Stjúpbörn Helgu og dætur Svans eru Alda, f. 18. janúar 1985, og Tinna, f. 28. apríl 1989. Að loknu skyldunámi í Snæ- landsskóla í Kópa- vogi hóf Helga nám í Verslunarskóla Ís- lands og varð stúd- ent 1990. Helga var starfsmaður Íslandsbanka árin 1990-1995. Haustið 1995 hóf Helga nám við Háskóla Íslands og lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði 1999 en stefndi að því að ljúka námi í fé- lagsráðgjöf árið 2001. Hinn 2. júlí 2000 lenti Helga í alvarlegu slysi og fékk aldrei heilsu eftir það. Helga verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Helga mín. Það er ekkert erfiðara og sárara en að þurfa horfa á þig hverfa á braut frá okkur. Það hefur hvílt skuggi yfir lífi þínu síð- astliðin rúm tvö ár eða frá því að þú lentir í þessu hræðilega slysi sem breytti öllu. En „betra er að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað“ eru orð sem ég geymi í hjarta mínu, því gleðin að rifja upp þann tíma sem við áttum saman er mér svo kær. Ég get ekki gleymt þeim stundum sem við áttum saman þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar enda þótti okkur best að vera nálægt hvort öðru, en við sögðum stundum að „hjörtun okkar slægju í takt“, hvort það var satt veit ég nú ekki! Þetta kannski lýsir því hversu sam- taka við vorum með allt sem við tók- um okkur fyrir hendur en það verð- ur ekki af þér skafið að þú varst hjarta heimilisins því kraftur þinn og lífsgleði heillaði alla upp úr skónum. Ég get bara sagt það að ef allir væru eins og þú þá væri heimurinn betri, það er alveg á hreinu. Ég vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólks líknardeildar Kópa- vogi, Grensásdeildar og Landspítala Fossvogi, sem hefur unnið ómetan- legt starf í þágu Helgu. Eins vil ég þakka ættingjum, vinum og vinnu- veitendum mínum í Íslandsbanka, sem studdu okkur í gegnum þessa erfiðu baráttu, en þó er ekki annað hægt en að nefna það að án pabba og tengdaforeldra minna hefðu hlutirn- ir orðið mun erfiðari. Það er margt sem við áttum eftir að gera saman, Helga mín, sem ekk- ert verður af núna, en mundu að við eigum eftir að hittast aftur seinna og þú ætlar að bíða, „manstu“, því þessu varstu búin að lofa. Ég sakna þín. Þinn eiginmaður Svan. Blessi nú Faðir bros þitt og tár blessuð sé sál þín um aldir og ár öll er nú þjáning þín horfin á braut þú horfin og farin í Frelsarans skaut. Við söknum þín öll samt gleðjumst því yfir að alvaldur Drottinn þig leysti frá pín. Við vitum að eilífu áfram þú lifir og öll eigum eftir að koma til þín. (GK.) Elsku Helga. Eins og kemur fram í ljóðinu hér að ofan, sem ágæt sam- býliskona okkar hér í Hornbjargi orti eftir að þú varst látin, er það okkur á vissan hátt gleði í sorginni, að þú skulir loks hafa fengið hvíld- ina. Nú er öllum þínum þrautum lok- ið eftir erfiða og langa baráttu og þú komin í faðm Frelsarans Jesú Krists. Þú eins og öll okkar barna- börn og barnabarnabörn eruð og verðið alltaf sólargeislarnir í lífi okk- ar. Það er sárt að sjá á eftir þér elsku Helga, sorg okkar og söknuður er mikill, en við huggum okkur við að öll él birtir upp um síðir og ef til vill verður ekki svo langt að bíða gleði- legra endurfunda. Vertu sæl elsku barnið okkar og megi algóður Guð umvefja þig og vernda að eilífu. Okkur sem eftir lif- um biðjum við blessunar og hugg- unar Guðs. Amma og afi. Ég mun aldrei gleyma þeim degi í lok júní, fyrir tveimur árum, þegar ég fékk símtal um að Helga „okkar“ mágkona hefði dottið af hestbaki og slasast mjög alvarlega. Helga var sú yndislegasta og blíðasta mágkona sem maður getur eignast, einnig var hún traustur og frábær vinur. Helgu hitti ég fyrst fyrir 9 árum, þá var hún nýja kærasta bróður míns, aldrei hef ég séð jafn ástfangið par og þá, þannig voru þau alltaf, alltaf svo hamingjusöm, ástfangin og glamp- inn til staðar í augum þeirra þegar þau horfðu á hvort annað. Við vorum búnar að plana svo margt saman, frá því að ég bað þig um að vera viðstadda fæðingu dóttur minnar og til þess dags sem þú lentir í slysinu. Þegar ég var að eiga varstu svo spent eins og þitt eigið barn væri að koma í heiminn. Þú varst svo þakklát fyrir að fá að vera viðstödd og mér þótti svo vænt um að þú varst til staðar fyrir mig, einnig að ég gæti glatt þig svona mikið með því að leyfa þér að fylgjast með. Frá og með þeim degi fann ég að við tengd- umst ennþá meira en við gerðum. Mér þykir sárast að við getum ekki gert hlutina með Birtu Líf eins og við vorum búnar að plana. Ég veit hins vegar að þú fylgist vel með og ég mun sjá til þess að Birta Líf fái að vita allt um þig, minning þín er perla. Elsku Helga, nú ertu komin til betri staðar og þér líður betur en þér hefur liðið og einn daginn hittumst við aftur með gleði í hjarta. Þakka þér fyrir að hafa verið okkur svona hlý og svona góður vinur. Við kveðj- um með eftirfarandi ljóði: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Svan, Alda, Tinna, Guðný, Halldór, Laugi, Dísa og fjölskyldur þeirra, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur og styrki í sorginni. Ástrós, Alexander og Birta Líf. Þú komst í líf mitt eins og útsprungin rós og breiddir frá þér birtu og yl en nóttin þig beygði barnið mitt og engill dauðans þig svæfði. Hjartans þökk fyrir að hafa verið til. Tengdapabbi. Elsku Helga mín, ég á mjög erfitt með að koma þessu frá mér, því þetta er kveðjustundin okkar. Þegar ég sá þig með honum Svan í fyrsta sinn, þá vissi ég að þú værir hans. Það geislaði svo af ykkur og þið vor- uð alltaf svo hamingjusöm. Þú varst við Öldu og Tinnu eins og þær væru dætur þínar. Þær litu svo upp til þín. Brúðkaupsdagurinn ykkar var svo glæsilegur, bæði svo falleg og áttuð allt lífið framundan. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að þurfa að kveðja svona jafn unga og yndislega manneskju eins og þig. Mér verður hugsað til þeirra stunda sem við áttum saman, þetta eru mér svo dýrmætar minningar. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og einn daginn þá hittirðu Svan á ný. Ég sakna þín elsku Helga. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín tengdamamma. Nú ert þú leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar átt þú hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Helga, í hjarta okkar geym- um við minningar um þig, líkt og gullmola umvafinn kærleika sem við berum til þín. Blessuð sé minning þín. Helgi Friðrik og Karen, Alfreð og Guðrún, Lovísa og Garðar. „Nú er einum englinum fleira á himninum.“ Þessi orð, sem fyrir okk- ur hjónin hafa alveg sérstaka merk- ingu, komu okkur í hug þegar hetjan okkar hún Helga hvarf úr þessum heimi, eftir langa og erfiða baráttu í kjölfar slyss, er átti sér stað sunnu- daginn sem Kristnihátíðin stóð yfir á Þingvöllum, hinn 2. júlí árið 2000. Helga var þá í skemmtiferð ásamt skólavinkonum sínum og mökum. Í þeirri ferð féll Helga af hestbaki og komst aldrei til fullrar meðvitundar eftir það. Þetta hörmulega slys átti sér stað aðeins nokkrum vikum fyrir 30. afmælisdag Helgu. Já, Helga var í okkar huga sann- kölluð hetja allt frá barnæsku, en hún greindist með æxli í höfðinu, þá aðeins tíu ára gömul og þurfti að gangast undir erfiða höfuðskurðað- gerð í kjölfar þess. Aðgerðin virtist hafa tekist vel og útlitið var gott, en síðar kom í ljós að um mjög sjald- gæfan höfuðsjúkdóm, æxlamyndun, var að ræða og þurfti Helga, þá ný- orðin tvítug, að gangast undir tvo aðra höfuðskurði, þann síðari í Hannover í Þýskalandi, til að reyna að komast fyrir meinsemdirnar. Það dugði hins vegar ekki til og það var ekki fyrr en eftir sérstaka leysi- geislameðferð í Stokkhólmi að það virtist hafa tekist að stöðva fram- gang sjúkdómsins. Upp úr því tók við ströng og erfið endurhæfing, sem með tímanum skilaði hinum ágæt- asta árangri. Það var aðdáunarvert hvað Helga tók öllum þessum erfiðu aðgerðum og mótlæti með mikilli yf- irvegun og kjarki, því aldrei varð maður var við hræðslu, kvíða eða kjarkleysi, sama hvað á gekk. Það er okkur sérstaklega minnisstætt, að á þriðja degi eftir fyrsta höfuðskurð- inn, er við komum í heimsókn til Helgu á Borgarsjúkrahúsið, að þá lá hún kát og brosandi uppi í rúmi og var að skoða Morgunblaðið. Síðar eftir að Helga var komin heim, sagði Alfreð bróðir hennar, sem er nokkr- um árum yngri, við hana í sínum óvitaskap, að nú yrði hún sköllótt um jólin. Þá svaraði Helga að það væri nú allt í lagi, því það yrðu sko komnir broddar. Á sama hátt tók Helga öll- um sínum áföllum og þrautum síðar á lífsleiðinni með jákvæðni, æðru- leysi og kjarki, svo aðdáun sætti. Eins og að ofan má sjá urðu kafla- skipti í lífi Helgu við hvern áratug sem hún lifði. Maður spyr sjálfan sig um tilgang Skaparans með því að leggja svo erfiðar byrðar á svo ungar herðar og í hvert skipti sem birt hafði upp í lífi Helgu og framtíðin virtist blasa við björt og fögur kom aftur myrkur og svartnætti. Það liggur ef til vill næst við að halda að skýringin hljóti að vera sú, að stærstu byrðarnar séu lagðar á þær herðar sem mestu burðina hafa og skiptir þá ekki máli hvort manneskj- an er ung eða gömul, stór eða lítil, karl eða kona. Við viljum trúa því að Helgu hafi verið ætlað eitthvert mik- ilvægt hlutverk á öðru tilverustigi og að þetta sé aðeins hluti af því þroskaferli eða prófi sem til þarf. Það er alveg öruggt að elsku Helga okkar hefur staðist það próf með mikilli prýði og hefðu fáir getað gert betur. Við hjónin eigum margar góðar minningar um Helgu, sem við mun- um ávallt geyma í hjarta okkar. Ein sú fyrsta er frá sumarbústaðarferð í Borgarfjörðinn, en þá var Helga rétt að verða ársgömul. Þá mátti helst enginn koma nálægt Helgu nema undirritaður þegar kom að því að svæfa hana á daginn úti í vagni eða gera næstum hvað sem var. Þar hafði mikil breyting orðið á, því þeg- ar hún var nýfædd mátti sá hinn sami ekki nálgast hana öðruvísi en að hún færi að hágráta, af einhverri ástæðu eða hræðslu sem enginn kom auga á. Okkur er líka ofarlega í huga hversu dugleg Helga var við nám og störf. Helga var nýorðin stúdent þegar sjúkdómurinn tók sig upp í annað sinn. Eftir að hafa náð sér að mestu eftir þær aðgerðir sem fylgdu í kjölfarið dreif hún sig af miklum dugnaði í nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan námi í uppeldis- og menntunarfræðum og var langt komin með að ljúka þaðan fram- haldsnámi í félagsráðgjöf. Að námi loknu hafði hún það að markmiði að vinna við að aðstoða alvarlega sjúkt fólk. En enginn má sköpum renna og í skemmtiferðinni, daginn örlaga- ríka, voru örlög ráðin. Í öllu sínu námi og starfi stóð Helga sig með miklum sóma og ávann sér vináttu og virðingu kenn- ara og samnemenda, vinnuveitenda og samstarfsfólks, en Helga vann lengst af hjá Íslandsbanka í Reykja- vík á milli þess sem hún var í námi og er okkur kunnugt um að vinnuveit- endur hennar þar hafi verið henni og Svan ákaflega hliðhollir og skiln- ingsríkir í sambandi við veikindin. Helga kynntist eftirlifandi manni sínum, honum Svan, er þau unnu bæði hjá Íslandsbanka. Þau stofn- uðu fallegt heimili og höfðu nýlega fest kaup á nýrri íbúð í Grafarvogi og gert hana úr garði eins og best má vera. Þar réð smekkvísi og natni ungu hjónanna og var heimili þeirra einstaklega hlýlegt og vel úr garði gert. Svan átti tvær ungar dætur frá fyrra hjónabandi, þær Öldu og Tinnu. Milli Helgu og þeirra tókst mikil vinátta og tók Helga miklu ást- fóstri við þær systur og var sú ást bæði gagnkvæm og innileg. Milli Helgu og tengdaföður hennar, Guð- laugs Jónssonar, myndaðist einnig fljótt afar kært og ástríkt vinasam- band sem Helga átti síðar eftir að njóta ríkulega. Í þau rúmlega tvö ár sem liðin eru frá slysinu hefur Helga lengst af leg- ið á Grensásdeild og líknardeild LSH í Kópavogi. Á báðum þessum stöðum hefur Helga notið frábærrar umönnunar starfsfólks sem á miklar þakkir skildar fyrir fórnfúst starf. Það hefur heldur ekki farið framhjá þeim fjölmörgu, sem að málum hafa komið eða fylgst með hvað fjölskylda Helgu og þá sérstaklega eiginmaður, foreldrar, systkini og tengdafaðir hafa veitt henni mikla umhyggju og sýnt henni og hvert öðru mikla ást og alúð. Skyldmenni Helgu, fyrrver- andi skólafélagar og vinir hafa líka verið dugleg við að heimsækja hana og með því sýnt henni ást og um- hyggju. Fyrir allt þetta ber að þakka. Það er komið að leiðarlokum, feg- ursta rósin er fallin. Stuttri jarðvist Helgu Halldórsdóttur er lokið. Við kveðjum þig, elsku stúlkan okkar, og þökkum þér samfylgdina, vináttuna og alla gleðina sem þú hefur veitt okkur öllum. Þú varst og verður okk- ur alla tíð ákaflega mikils virði og við söknum þín af öllu hjarta. Góð- mennska þín, gott viðmót, innileiki og væntumþykja í okkar garð mun okkur aldrei gleymast. Vertu sæl, elsku Helga, og megi Hinn Hæsti Höfuðsmiður Himins og Jarðar taka þig í faðm sinn og geyma þig að ei- lífu. Öllum ástvinum Helgu óskum við Guðs blessunar og huggunar. Mun- um að tíminn læknar öll sár, en minningin lifir. Þórður og Unnur frænka. Með þakklæti og virðingu langar mig að minnast frænku minnar Helgu Halldórsdóttur nokkrum orð- um. Ég þekkti hana vel en við Guðný Helga móðir hennar erum systra- börn, jafnaldra og samrýnd alla tíð eins og systkini. Fyrst sá ég Helgu nokkurra daga gamla á Fæðingarheimilinu við Ei- ríksgötu. Og gegnum árin er ljómi yfir minningunni um Helgu. Hún var eftirlæti allra í fjölskyldunni og ekki að ástæðulausu. Elskulegt barn, jákvæður ung- lingur og ung hrífandi kona – frá fyrstu tíð einstaklega ljúf og jafn- lynd en vissi samt vel hvað hún vildi. Fátíður sjúkdómur herjaði á Helgu frá 10 ára aldri. Það krafðist aðgerða á sjúkrahúsum, fyrst í Nor- egi, svo hér heima og loks í Þýska- landi og Svíþjóð. Helga komst í gegnum það með Guðs hjálp og góðra manna. Í Þýskalandi var það íranskur læknir sem stjórnaði skurðaðgerðinni. Lífsþróttur Helgu var svo mikill að ekki tafðist hún vegna veikinda frá námi, hvorki í grunnskóla, Versl- unarskóla Íslands né Háskóla Ís- lands. Jafnræði var með Helgu og eig- inmanni hennar Svan. Minnisstæð er gifting þeirra í Áskirkju – og fjöl- menn og gleðirík brúðkaupsveisla. Bylta af hestbaki fyrsta sunnudag í júlí sumarið 2000 breytti öllu. Áverkinn og veikleiki vegna áður- nefndra veikinda réðu nú ferðinni. Hlutskipti Helgu var frá þeim degi að liggja meðvitundarlaus til enda- dægurs. Mikið reyndi á alla fjöl- skyldu hennar og vini á þessum langa tíma. Við hjónin og börn okkar sendum öllum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð varð- veita Helgu og blessa minningu hennar. Þorgils Jónasson. Í dag verður til moldar borin vin- kona mín Helga Halldórsdóttir. Kynni mín af Helgu voru því mið- ur ekki löng. Þau hófust hjá tengda- föður hennar, Gulla, þar sem við átt- um margar góðar og ánægjulegar stundir í eldhúsinu. Hennar lífssýn var mjög opin og björt sem ég veit að hefði getað nýst henni vel í starfi, jafn menntuð og hún var. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að fagna árþúsundaskipt- unum með henni og manni hennar Svan. Gleði og gestrisni þeirra hjóna HELGA HALLDÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.