Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLUGLEIÐIR og Iceland Natur- ally, sem er samræmt kynningar- átak samgönguráðuneytisins og íslenskra fyrirtækja, hafa tekið upp samstarf um að sett verði myndskreytt landkynningarspjöld á þotur Flugleiða. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Flugleiða, verða kynning- arspjöldin sett utan á allar vélar Flugleiða við farþegainngang vél- anna. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, og Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra, virða kynn- ingarspjöldin fyrir sér þegar gengið var frá samkomulaginu í gær. FJÓRAR kærur voru komnar inn á borð til umhverfisráðherra í gær vegna úrskurðar Skipulagsstofnun- ar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu en kærufrestur rann þá út. Von var á fleiri kærum sem póstlagðar höfðu verið í gær. Umhverfisráðherra hefur nú átta vikur til að fella sinn úrskurð en sem kunnugt er hefur Siv Friðleifsdóttir lýst sig vanhæfa til þess vegna fyrri ummæla sinna um Þjórsárver. Úr- skurðarvald verður væntanlega í höndum Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra sem framsóknar- menn hafa lagt til að verði settur um- hverfisráðherra til að fjalla um málið. Það er forsætisráðherra sem skipar seturáðherra hverju sinni. Í umhverfisráðuneytinu fékkst það staðfest síðdegis í gær að kærur hefðu borist frá Náttúruvernd rík- isins, Áhugahópi um verndun Þjórs- árvera, Landvernd og Umhverfis- samtökum Íslands og lögmaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði tilkynnt kæru, sem greint hefur ver- ið frá í Morgunblaðinu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var einnig von á kærum frá Náttúruverndarsam- tökum Íslands, Fuglaverndarfélagi Íslands og jafnvel einhverjum ein- staklingum. Endanlegur fjöldi kæra kemur í ljós í dag eða á morgun. Landvernd sendi í gær tilkynn- ingu um að samtökin ætluðu að kæra úrskurðinn. Í kærunni eru Þjórsár- ver sögð einstætt vistkerfi á heims- vísu og þar sé eitt helsta varpland heiðagæsar í heiminum. Bent er á að hluti Þjórsárvera njóti verndar sem friðland samkvæmt íslenskum lög- um og séu alþjóðlegt verndarsvæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum um verndun votlendis. „Stjórn Landverndar tekur undir þau niðurstöðuorð Skipulagsstofn- unar að ekki megi ganga á friðlýst svæði nema brýnir almannahags- munir séu fyrir hendi. Að mati stjórnar Landverndar hafa ekki ver- ið lögð fram nein gögn sem benda til þess að Norðlingaölduveitur varði brýna almannahagsmuni,“ segir m.a. í kæru Landverndar. Mætti eins leyfa virkjun Gullfoss Umhverfisverndarsamtök Íslands leggja til að tillögum Landsvirkjun- ar um lón í 575 m y.s. verði hafnað og einnig tillögu Skipulagsstofnunar um lónshæð upp á 578 m y.s. Í kæru samtakanna, sem undirrituð er af formanni þeirra, Steingrími Her- mannssyni, fv. forsætisráðherra seg- ir að fyrir henni megi færa mörg og veigamikil rök. Meðal annars þau að niðurstaða skipulagsstjóra gangi þvert á allan rökstuðning Skipulags- stofnunar, hann sé byggður á mati á hagkvæmni sem samtökin telja ekki vera í verkahring skipulagsstjóra. „Með þeim rökum mætti eins leyfa til dæmis virkjun Gullfoss og Detti- foss. Vekja má athygli á því að að- gengilegir eru ýmsir aðrir hag- kvæmir kostir, til dæmis Skaftár- veita og jarðhiti víða um land,“ segir í kærunni. Umhverfisverndarsam- tök Íslands telja að verði Norðlinga- ölduveita leyfð, muni það verka sem reiðarslag. Áhugahópur um verndun Þjórsár- vera krefst þess að úrskurði Skipu- lagsstofnunar verði hnekkt og hann felldur úr gildi. Fyrir kröfu hópsins eru lögð fram þrenn rök. Í fyrsta lagi er bent á ósamræmi milli umfjöllun- ar og niðurstöðu Skipulagsstofnun- ar, þ.e. að framkvæmdirnar valdi umtalsverðum og óafturkræfum áhrifum á fjölmarga náttúruþætti, t.d. gróðurfar, fuglalíf, landslag og vatnafar, en séu samt heimilaðar. Í öðru lagi er bent á að lón í 578 m y.s. hafi ekki verið lagt fram sem kostur til umhverfismats, því hafi almenn- ingur ekki getað kynnt sér þá fram- kvæmd og gert athugasemdir. Í þriðja lagi telur hópurinn að boðaðar mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar hafi ekki verið metnar og kynntar nægilega í matsskýrslu. Umhverfisráðherra þarf að fjalla um úrskurð vegna Norðlingaölduveitu Fjórar kærur komnar í gær og von á fleiri SJÓKVÍAELDI á laxi hefst í Beru- firði í næsta mánuði. Starfsmenn og forráðamenn fyrirtækisins Salar Is- landica eru þessa dagana að koma sér fyrir í skrifstofuhúsnæði í gamla apótekinu á Djúpavogi en undirbún- ingur fyrir þessu eldi hefur staðið yf- ir undanfarin ár. Salar Islandica hef- ur um nokkurt skeið haft öll tilskilin leyfi stjórnvalda til starfseminnar á Berufirði og Djúpavogi en fyrirtækið hefur einnig sótt um leyfi fyrir sams- konar eldisstöð í Fáskrúðsfirði. Hollustuvernd gaf Salar Islandica starfsleyfi í ársbyrjun 2001 fyrir framleiðslu á allt að átta þúsund tonnum af eldislaxi á ári í Berufirði. Einar Örn Gunnarsson, sem er með- al eigenda Salar Islandica ásamt tveimur bræðrum sínum, segir að ákveðið hafi verið að fara rólegar af stað en áætlunin var í fyrstu. Það sé fyrst og fremst tilkomið vegna tak- markaðs framboðs á seiðum í land- inu. Búið er að tilkynna veiðimála- stjóra um að formleg starfsemi sé hafin en embætti hans gaf rekstr- arleyfið út. Von er á eldiskvíum frá Noregi og í eina þeirra fara tæplega 50 þúsund laxaseiði í næsta mánuði. Seiðin koma frá Stofnfiski hf. Fyrir næsta ár hafa um 400 þúsund seiði verið pöntuð til eldis í Berufirði. Slátrun á eldislaxi, um 250-300 tonnum, getur hafist eftir tvö ár og segir Einar Örn að til að byrja með verði sú aðstaða nýtt sem fyrir er á Austfjörðum til slátrunar. Salar Islandica hafði feng- ið leyfi Djúpavogshrepps fyrir lóð undir nýtt laxasláturhús við höfnina en að sögn Einars Arnar hefjast þær framkvæmdir ekki strax. Áætlanir miðist við að taka það sláturhús í notkun á árunum 2005 eða 2006. Vegna starfseminnar í Berufirði hafa tvær fjölskyldur fiskeldisfræð- inga flust frá Noregi á Djúpavog, bæði íslenskar og norskar. Einar Örn segir að fleiri starfsmenn verði ekki ráðnir í vetur en það muni áreiðanlega gerast á næsta ári. Starfsmenn Salar Islandica að koma sér fyrir á Djúpavogi Sjókvíaeldi hefst í Berufirði í næsta mánuði LÖGREGLAN á Akranesi rannsakar nú tildrög bruna í geymsluskúr við hlið leikskóla við Háholt á Akranesi. Talið er að kveikt hafi verið í skúrnum sem stóð í björtu báli þegar slökkvilið kom á vettvang. Tals- vert eignatjón varð í brunanum og eyðilagðist allt sem í skúrn- um var auk hans sjálfs, en í honum voru verkfæri og annað sem tilheyrði leikskólanum. Klæðning á nærliggjandi húsi skemmdist einnig. Grunur um íkveikju í leikskólaskúr Í NETÚTGÁFU The Boston Globe í vikunni er greint frá því að fornleifafræðingar frá Kali- forníuháskóla (UCLA) gætu hafa fundið íslenskt heimili Snorra Þorfinnssonar, sem margir sagnfræðingar telja fyrsta manninn af evrópskum ættum sem hafi fæðst í Amer- íku. Hópurinn frá UCLA hóf rannsóknir við Glaumbæ í Skagafirði sumarið 2001 og tel- ur sig hafa fundið langhús frá því fyrir 1100 í jörðu við bæinn. Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga kemur fram að rannsóknarhópurinn hafi fund- ið byggingaleifar, er hann var að rannsaka jarðlög umhverfis Glaumbæ, í leit að heimildum um áhrif landnáms á landslag- ið. Rannsóknir á byggingaleif- unum héldu áfram í sumar, en að sögn Guðmundur Ólafsson fornleifafræðings er of snemmt að segja til um það hvort um- ræddar minjar séu húsakynni Snorra Þorfinnssonar. Hann staðfestir að húsarústirnar séu frá tíundu og elleftu öld, en seg- ir að enn hafi aðeins örfá pró- sent af húsunum verið rannsök- uð. Í Íslendingasögum er sagt frá því að Guðríður Þorbjarn- ardóttir, Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Snorri sonur þeirrra hafi búið í Glaumbæ á 11. öld. Guðríður og Þorfinnur könnuðu Vínland, sem Leifur Eiríksson, fyrrverandi mágur Guðríðar, fann árið 1000 en þar í landi er Guðríður sögð hafa al- ið son sinn. Vegna ófriðar við innfædda dvöldu þau hins veg- ar ekki lengi á Vínlandi og fóru til Íslands. Sagt er í Grænlend- ingasögu að Guðríður og Þor- finnur hafi keypt Glaumbæ á Langholti á öðrum tug 11. aldar og sest þar að. Snorri hafi síðan tekið við búsforráðum eftir föð- ur sinn. Rannsóknarhópurinn frá UCLA, sem skipaður er kenn- urum og nemendum í fornleifa- fræði, mannfræði og jarðeðlis- fræði, hefur unnið að rann- sóknum á Íslandi sl. tvö sumur, en rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við Byggðasafnið í Glaumbæ, Þjóðminjasafnið og Hólarannsóknina. Er bústað- ur Snorra Þorfinns- sonar fundinn? Morgunblaðið/Sverrir Landkynningar- spjöld prýða vélar Flugleiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.