Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 41

Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 41
málefnum sem stóðu henni næst. Það fjallaði um börn sem greinst hafa með sjaldgæfan sjúkdóm og foreldra þeirra. Það kom okkur ekki á óvart að Helga fékk eina hæstu einkunn sem um getur fyrir loka- verkefni í félagsvísindadeild. Eftir útskrift hóf Helga störf hjá Miðgarði í Grafarvogi. Þar vann hún með fjöl- skyldum og naut sín vel í því starfi. Í því sambandi var Helgu mjög hug- leikið að vinna með börnum. Hún ræddi oft við okkur að hana langaði að vinna á barnadeildum spítalanna. Hún hafði farið í starfskynningu þangað og heillaðist mjög af því mik- ilvæga og krefjandi starfi sem þar fer fram. Haustið 1999 byrjuðum við allar í félagsráðgjöf við Háskóla Ís- lands. Þar tók við skemmtilegt og krefjandi nám. Helga var áhugasöm, drífandi og greinilegt var að námið átti einstaklega vel við hana. Mikil hópavinna einkenndi námið og hitt- umst við mikið í tengslum við það. Einnig mynduðum við leshóp og hittumst oft á heimili þeirra Helgu og Svans. Þar lærðum við saman og ýmis málefni voru rædd ítarlega. Fé- lagslífið var ofarlega hjá Helgu og vorum við saman í skemmtinefnd fé- lagsráðgjafanema. Við brölluðum ýmislegt þennan vetur. Sérstaklega minnumst við árshátíðar og undir- búnings hennar. Þar nutum við ein- stakra hæfileika Helgu í að gera hlutina skemmtilega á sinn jákvæða hátt. Vinskapur okkar var náinn og töl- uðum við oft um okkur sem ,,órjúf- anlega heild“. Það var því mikið áfall þegar við hófum lokaárið í félagsráð- gjöf án Helgu. Söknuðurinn var mik- ill en vonin um að hún næði bata var sterk. Tímabil tómarúms tók við og erfitt var að sætta sig við að Helga var ekki með okkur. Nú stöndum við frammi fyrir því að Helga okkar hef- ur kvatt eftir langa og erfiða bar- áttu. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í hóp okkar. En við trúum því að það sé tilgangur með að Helga hafi kvatt okkur svona ung. Elsku Helga, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt sam- an. Í okkar huga verðum við ávallt ,,órjúfanleg heild“. Elsku Svan, Alda, Tinna, Guðný, Halldór, Guðlaugur, Helgi, Alfreð, Lovísa og fjölskylda. Missir ykkar er mikill. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Anný, Elín og Auður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég bið algóðan Guð að styrkja fjölskyldu Helgu á þessari sorgar- stund Sigr. Stella Viktorsdóttir. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Sendum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góða súlku lifir í hjört- um okkar allra. Guðjóna, Elsa, Hanna, Jóna og Katrín. Kær vinnufélagi okkar, Helga Halldórsdóttir, er borin til grafar í dag langt um aldur fram, 32 ára. Hún vann við ýmis störf í Miðgarði samhliða félagsráðgjafarnámi. Hún var heilsteypt manneskja og bar mikla virðingu fyrir fólki. Helga var skemmtilegur vinnufélagi og hlátur- mild. Á þessari stundu koma fram í hugann góðar minningar og þá sér- staklega síðasta samverustundin sem við áttum með Helgu og Svan, þar sem gleðin og hamingjan ljómaði af þeim. Hennar er sárt saknað, bæði af vinnufélögum og þjónustuþegum Miðgarðs. Er þú fórst um veginn sungu í trjánum sólskríkjur og þrestir. Er þú fórst um veginn var sumar og angan í grænum lundi. Nú er langt orðið síðan og litlir fuglar hafa flogið út í bláinn. Blöð hafa fölnað fallið af trjánum fokið í vindinn. Dimm nótt og dapurleg drúpir nú yfir blaðlausum greinum skógarins. (Sigríður Einars frá Munaðarnesi.) Við vottum Svan, eiginmanni Helgu, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Vinnufélagar í Miðgarði. Kvöldið er 30. júní árið 2000. Helga og starfsfélagar mínir í Mið- garði hafa gert þennan dag, fertugs- afmæli mitt, ógleymanlegan með uppátækjum sínum og sprelli. Ég faðma Helgu þegar hún fer og horfi á eftir henni og Svan leiðast út í bjarta sumarnóttina. Ástfangin og full af lífsgleði og krafti. Þetta er myndin sem ég geymi af Helgu. Síðar þessa sömu helgi fer Helga á hestbak með vinkonum sínum og lendir í hörmulegu slysi sem hún náði sér aldrei eftir. Dagar og vikur liðu án þess að Helga kæmist til sjálfrar sín og smám saman varð okkur ljóst, vinnufélögunum, hversu langur vegur væri frá því að þessi bjarta og jákvæða stúlka myndi ná heilsu á ný. Það var þungbært að hugsa til eiginmanns hennar og for- eldra sem veittu henni allan þann stuðning sem í mannlegu valdi er í þeirri von að Helga kæmi til baka. Helgu sá ég fyrst þegar Miðgarð- ur og hverfisnefnd Grafarvogs stóðu fyrir kynningu á þjónustu borgar- innar fyrir nýja íbúa í Borga- og Vík- urhverfum í Grafarvogi. Helga var á fundinum sem íbúi í Borgahverfi og kom að máli við mig eftir kynn- inguna. Hún spurði hvort hún mætti koma og kynna sér starfsemina í Miðgarði betur. Á þessum tíma var Helga nemi í félagsráðgjöf við Há- skóla Íslands. Það varð úr að hún kom í heimsókn og fékk í kjölfarið vinnu í Miðgarði með náminu. Fyrst vann hún við almenna heimaþjón- ustu og reyndist mjög vel, alltaf tilbúin að ganga í öll störf. Síðan fengum við hana sem sérstakan stuðningsaðila við börn inni á heim- ilum þar sem erfiðleikar voru og reyndist Helga framúrskarandi í því viðkvæma og vandasama verkefni. Sumarið 2000 var hún þess utan fengin til þess að vinna á skrifstof- unni við að leysa af umsjónarmenn í heimaþjónustu og liðveislu. Þetta sumar var félagslífið í Miðgarði í miklum blóma og tók Helga fullan þátt í því, þennan stutta tíma sem við fengum að hafa hana hjá okkur. Hin árlega óvissuferð þar sem Helga skartaði einum skrautlegasta hatti sem sést hefur á landinu og söng og sveiflaði sér með miklum tilþrifum í karaoke-keppninni. Minningin um Helgu kvöldið góða í Logafoldinni þar sem við mættum með uppá- haldsplöturnar okkar. Þar var spilað allt frá Clydermann yfir í Ramm- stein. Þessi minningabrot munu lifa með okkur öllum. Ég votta eiginmanni Helgu, Svan, mína dýpstu samúð sem og foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum. Ást ykkar og umhyggja snerti okkur öll sem fylgdumst með úr fjarlægð. Blessuð sé minning Helgu Halldórsdóttur. Regína Ásvaldsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 41 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Það er komið að kveðjustund. Farin er frá okkur kær kona. Eiginkona, móðir, amma, langamma, frænka og vinur. Níutíu ár að baki. Löng leið. Undir lokin orðin þreytt. Fyrst þegar ég sá Lóu var ég ellefu ára, hún bauð mér í mat. Sonur hennar, hann Jón, var búinn að eignast kærustu sem átti þrjú börn, tvo unglingsstráka, fjórtán og fimmtán ára, og ellefu ára stelpu, og það var ég. Þannig varð ég þess aðnjótandi að hitta Lóu áður en mamma hitti hana. Kannski var ég óafvitandi send til að brjóta ísinn. Að minnsta kosti fannst mér þetta frábær ferð, fékk meira að segja að fara með Akraborginni til Reykjavíkur. Mér fannst mamma hans Jóns svo fín og glæsileg, að vera að elda fisk- bollur í svona fínum kjól. Eins og hún væri að fara í veislu, og það var ekki sunnudag- ur. Svo þegar tíminn leið varð mér það ljóst að allir dagar hjá Lóu voru sunnudagar. Alltaf í svo fal- legum kjólum, svo fín og sæt. Ég er viss um að í eðli sínu var hún svolítil drottning, það var alltaf eitthvert konunglegt yfirbragð yfir henni. Börnin mín kölluðu hana ömmu Lóu og þótti vænt um hana á allan hátt. Elsa litla á eftir að borða kleinurnar sem amma sendi henni fyrir nokkrum dögum, kannski að þær verði borðaðar í dag, um leið og við kveðjum hana í hinsta sinn. Ég kvaddi Lóu í síðasta sinn þegar hún bauð okkur Emil Herði í mat hinn 18. ágúst síðastliðinn. Þá hélt hún upp á 90 ára afmælið sitt, heima hjá Kollu dóttur sinni. Þá var hún orðin mjög veik og af henni dregið, en það skyldi haldin veisla og það fín veisla. Ég kvaddi hana eins og ég heilsaði henni. Í bæði skiptin bauð hún mér í mat. Og í seinna skiptið, eða 28 árum seinna, orðin veik og þreytt. Samt bar hún höfuðið hátt, tignarleg og stórglæsileg. Búin að kaupa fallegan kjól með öllu tilheyrandi. Fyrir afmælið sitt bauð hún mér að koma til sín því hún vildi sýna mér afmælisfötin sín. Var svo dugleg, vissi hvað var framundan. Hún var ákveðin í að kveðja okkur með glæsibrag. Hún á alla mína virðingu. Og Halli hennar virðulegur við hlið hennar. Það var hreinn unaður að sjá og ÓLAFÍA THORLACIUS ✝ Ólafía Thorlac-ius fæddist á Brimnesi í Vest- mannaeyjum 18. ágúst 1912. Hún lést á heimili sínu 9. sept- ember síðastliðinn. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Haraldur Thorlac- ius, f. 9. júní 1909. Útför Ólafíu var gerð 18. september, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. fylgjast með þessum hjónum. Hvílíkur kærleikur og gagn- kvæm virðing. Þau elskuðu hvort annað svo heitt að það var unun að fylgjast með þeim. Halli stendur eftir einn og horfir á eftir yndislegri, tryggri konu sinni fara. Núna er hún komin í hina dýrðlegu sælu og líður vel. Búin að hitta skapara sinn, umvafin hlýju og birtu. Hún þarf ekki að líða meira. Það var komið nóg. Stundaglasið orðið tómt. Ég veit að hún vissi hvað myndi taka við. Og það gefur þeim sem eftir sitja styrk í sorginni. Guð gefi Halla allan þann styrk sem hann þarf á að halda. Jón, Kolla, Þórir og fjölskyldur ykkar. Megi guð vera með ykkur. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh 3:16.) Kveðja. Jóhanna Sigrún Jónsdóttir (Hanna Rúna). Fallega rósin okkar hefur lagt saman blöðin sín, en opnar aftur krónu sína á móti eilífðarljósinu á æðra tilverustigi. Þar sem áður gengnir ástvinir og nánir ættingar breiða út faðminn og bjóða hana velkomna. Elskuleg tengdamamma mín, Lóa eins og hún var ávallt kölluð, hefur lokið jarðvist sinni. Í janúar síðastliðnum tjáði læknir henni að sá sjúkdómur sem hana hrjáði, væri óviðráðanlegur og ekkert hægt að gera. Og var henni sagt að hún myndi kannski lifa í 4–6 mán. Hún þráði að ná 90 ára afmæli sínu hinn 18. ágúst síðasliðinn. Og auðvitað náði hún því þessi góða kona. Þarna fannst mér tengda- mamma vera eins og þegar ég kynntist henni eða fyrir um það bil 30 árum. Alltaf jafnákveðin og hafði sitt í gegn. Við eigum svo ótal margar minningar með þeim, henni og tengdapabba. Þessum minningum er ekki hægt að gleyma. Lóa var mikil pjattrófa lagði mikið upp úr að vera glæsi- lega til fara. Hún elskaði liti skæra, og lit- skrúðug blóm, og bar heimili henn- ar þess merki að þarna bjó smekk- manneskja fram í fingurgóma. Þegar ég kynntist syni hennar var ég fráskilin og átti þrjú börn. Einnig bjó móðir mín á heimilinu. Ég get ímyndað mér að þetta hafi þeim ekki fundist ákjósanlegasti kosturinn. En þau sýndu mikinn skilning og kærleika, og tóku þess- ari stórfjölskyldu mjög vel. Mín barnabörn hafa aldrei litið á Lóu og Halla öðruvísi en ömmu og afa. Hún var orðin 90 ára og átti góða ævi. Fyrir um það bil 70 árum hitt- ir þú eftirlifandi eiginmann þinn, Harald Thorlacíus, eða Halla eins og hann er alltaf kallaður. Þau voru ung og ásfangin og framtíðin blasti við þeim. Halli stundaði sjó- inn og hún var heimavinnandi hús- móðir með áhyggjur af honum, því þetta var á stríðsárunum. Árin liðu og þau eignuðust þrjú börn, Þau eru: Þórir búsettur í Noregi ásamt konu sinni Þóreyju, Kolbrún býr í Reykjavík gift Karli Lúðvík sem nú er látinn, og yngstur er eig- inmaður minn Þorleifur Jón. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru orðin mörg. Lóa var sérstak- lega félagslynd og skemmtileg kona, húmorinn ekki langt undan. Hafði skemmtilegan frásagnar- hæfileika, og átti það til að skreyta sögurnar svona rétt til að gera hlutina meira spennandi. Ákveðin, stjórnsöm og vissi nákvæmlega hvað sneri í rétta átt. Ef henni lík- aði ekki eitthvað þá lét hún í sér heyra. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fylgt henni síðasta spölin. Við vorum hjá henni, Jón, Kolla og Halli. Við sátum við rúmið hennar þegar hún dró andann í síðasta sinn. Það var kveikt á kertum í herberginu, og þegar þau voru að deyja út þá lauk hennar lífi. Mér fannst þetta mjög táknrænt, því jú hún elskaði ljósið og birtuna. Síðan í janúar þá hafa þau Lóa og Halli alltaf á kvöldin beðið sam- an bæn sem var þeim svo hug- leikin. Mig langar að endingu í þessari grein að skrifa hana hér á blaðið, en hún er svona: Kæri Jes- ús! Ég játa að þú ert frelsari minn. Ég gef þér hjarta mitt. Vilt þú hreinsa mig af allri synd. Þvoðu mig í blóði þínu, gefðu mér líf í þér. Fylltu mig af heilögum anda. Ég þrái að lifa með þér dag frá degi. Ég þakka þér að ég er nú þitt barn. Í Jesú nafni, amen. Elsku Halli, missir þinn er mest- ur. Ég bið Guð að vera með þér, og gefa þér allan þann styrk sem þú þarft á að halda. Söknuðurinn er mikill. Guð blessi ykkur Þórir, Kolla, Jón og fjölskyldur. Elsku Lóa, takk fyrir allt sem þú hefur verið mér og minni fjöl- skyldu. Sérstaklega langar mig að þakka heimahlynningu krabba- meinssjúkra. Þar er valið fólk í hverju rúmi. Og án þeirra hefði Lóa ekki getað kvatt þetta líf heima hjá sér, en það var henni mjög mikið í mun. Mætti Guð blessa ykkur ríkulega. Kveðja, Elsa Jóhanna Gísladóttir. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                              !  "#$   #  #  #  %     &   #$  '(  ! ))( %  $        !" !# $# %&'# %!#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.