Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 49 Haust 2002 Str. 36-41 Svart/brúnt 6.490 Str. 36-41 Drapp/svart 6.490 Stir. 36-41 Svart 7.990 Str. 36-41 Svart/brúnt 7.990 Str. 36-41 Brúnt/svart 6.990 Str. 36-41 Brúnt/svart 3.990 Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf, sími 555 4420.  Kæru ættingjar, vinir, vinnufélagar og nágrann- ar fyrr og síðar. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu þakkir fyrir einstakan hlýhug á 90 ára af- mæli mínu 30. ágúst sl. Heimsóknir ykkar, gjaf- ir, skeyti, blóm, símtöl og kort glöddu og yljuðu þennan góða dag. Ég horfi með gleði yfir farinn veg og þakka ykk- ur öllum góða samfylgd á lífsins leið. Guð blessi ykkur öll. Björg Þuríður Guðfinnsdóttir BRAX feel good - ullarbuxur - tweedbuxur - flauelsbuxur - gallabuxur o.fl. o.fl. Buxur fyrir alvöru konur! Þrjár skálmalengdir Stærðir 36-46 LAUGAVEGI 53, s. 551 4884 Í FRÍMERKJAÞÆTTI 29. ágúst sl. var rætt um nýja aðferð Íslands- pósts hf. við stimplun póstsendinga. Verður enn haldið áfram hugleið- ingum mínum, hvert sú aðferð leið- ir, ef svo fer fram sem horfir. Var ég kominn að XII. kafla í Lögum um póstþjónustu, sem Alþingi sam- þykkti í marz sl. Þar segir m. a. þetta: „Á póst- sendingar sem falla undir alþjón- ustu skal setja gjaldmerki sem ber með sér hvert sé gjald fyrir póst- sendinguna.“ Alþjónusta er skýrt á þessa leið: „Póstþjónusta sem landsmenn skulu eiga aðgang að á jafnræðisgrundvelli.“ Síðan er út- skýrt nánar, við hvað sé átt með orðinu gjaldmerki. Það er: „Merki sem er límt eða stimplað á póst- sendingar eða fylgibréf þeirra sem tákn um að greitt hafi verið fyrir viðkomandi póstþjónustu.“ Frí- merki er hins vegar: tegund gjald- merkis fyrir póstþjónustu sem er ávísun á ákveðna þjónustu. Öll frí- merki skulu bera áletrunina „ÍS- LAND“. Fremur er þetta óljóst orðað, því að ekki verður annað séð en önnur gjaldmerki beri einnig nafnið ÍSLAND í stimplum sínum, sbr. myndir, sem fylgt hafa síðustu þáttum mínum. Hér held ég hafi yf- irsézt að taka einnig fram um frí- merkið: „og auk þess verðgildis- tölu“. Nokkur atriði skulu hér rakin, sem ég tel skipta máli fyrir póstnot- endur, en virðast eitthvað misskilin af starfsmönnum Póstsins. Þar seg- ir svo m. a.: „Gjaldmerki getur einnig verið í formi ástimplunar á póstsendingu eða fylgibréf hennar með frímerkingavél notanda eða annarri ástimplun af hálfu rekstr- arleyfishafa. Í stað ástimplunar á póstsendingu má nota ástimplað gjaldmerki. Gjaldmerki önnur en frímerki skulu bera heiti viðkom- andi rekstrarleyfishafa eða númer sem Póst- og fjarskiptastofnun út- hlutar honum.“ (Leturbr. hér.) Þá segir enn fremur í þessari grein: „Allar póstsendingar í alþjón- ustu skulu dagstimplaðar eins fljótt og hagkvæmlega verður við komið eftir móttöku þeirra. Ef notaðar eru frímerkingavélar til ástimplunar burðargjalds má nota þær til að dagstimpla samtímis póstsendingar enda fari dagsetningin saman við afhendingardag póstsendingarinnar til rekstrarleyfishafa. Dagstimpill getur einnig verið hluti gjaldmerkis sem rekstrarleyfishafi setur sam- kvæmt ósk sendanda á póstsend- ingu eftir móttöku.“ Eins og tekið var fram í síðasta þætti, eru þeir safnarar til, sem safna auk frímerkja einnig þeim gjaldmerkjum, sem Póst- og fjar- skiptastofnunin úthlutar fyrirtækj- um og stofnunum og bera hvert sitt númer. Eins og ég minntist þá á, munu margir hafa hætt þessari sér- stöku söfnun. Eftir meðferð Póstsins á þessum gjaldmerkjum fæ ég ekki betur séð en hann sé nú einnig endanlega að ganga að þeirri söfnun dauðri eins og söfnun notaðra frímerkja. Verð- ur þá fátt eftir um „fína drætti“ fyr- ir safnarana. Hver vill eiga þessi áprentuðu og númeruðu gjaldmerki, þegar búið er að stimpla yfir þá, oft með lítt greinanlegum stimpli? Ég held svarið sé einungis eitt: Enginn. Ég læt hér fylgja með nokkur sýn- ishorn til staðfestingar því, sem hér hefur verið sagt um eyðileggingu þessa gjaldmerkis sem safngrips. Ég held mælirinn sé að verða fullur af hálfu Póstsins gagnvart frí- merkjasöfnurum. Mér hefur að vísu verið sagt, að Pósturinn álíti nauðsynlegt í sam- ræmi við hin nýju lög, að greini- legur dagstimpill sjáist á hverri póstsendingu. Vel má það vera rétt skilið. En skoðið þau tvö sýnishorn, sem hér eru birt og komin frá Há- skóla Íslands. (Spjald I.) Efri vél- stimpillinn er hreinn og skýr og eins dagsetning hans. Neðri stimp- illinn hefur aftur á móti fengið hina nýju meðferð og um leið verið eyði- lagður til söfnunar. Og takið nú eft- ir. Þegar grannt er skoðað, er dag- setning Háskólastimpilsins hin sama og á vélstimpli þeim, sem Pósturinn lætur vaða yfir stimpil Háskólans! Háskólinn fullnægði með stimplun sinni þeirri kröfu, sem nýju lögin ákveða um dagsetn- ingu póstsendingar. Þannig var stimplun Póstsins alveg óþörf og meira en það. Hún eyðilagði Há- skólastimpilinn sem safngrip. Ég læt svo fylgja hér með sýnishorn af eyðileggingu vélstimpils Morgun- blaðsins. (Spjald II.) Í þriðja lagi er svo sýnishorn af PP-stimpli. Leyfi nr. 888. Efra sýnishornið er hreint og skýrt, en hið neðra er eyðilagt í meðförum Póstsins. (Spjald III.) Að lokum er eitt enn, sem ég þykist taka eftir. Það er stafsetn- ingin REYKJAVÍK á þeim póst- stimpli, sem er á neðra PP-merk- inu. Ég hef skoðað mörg eintök, sem hafa komið á pósti til mín, og fæ ekki betur séð en þar standi: REVKJAVIK, þ.e.a.s. að legginn vanti niður úr Y, svo að úr verður V. Síðan er I, en ekki Í í Reykjavík. Ég játa, að stimpillinn virðist nokk- uð „loðinn“, svo að þetta er e.t.v. missýning hjá mér. Ég bið starfs- menn Póstsins samt að huga að þessu með sínum augum. Dagur frímerkisins 9. okt. nk. og FRÍMSÝN 2002 Miðvikudaginn 9. okt. verður Dagur frímerkisins haldinn í sam- vinnu milli Félags frímerkjasafnara og Póstsins, svo sem venja hefur verið um fjölmörg ár. Að þessu sinni minnist stjórn F.F. þess, að 45 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Af því tilefni er boðið upp á afmæl- iskaffi laugardaginn 12. október. Þar geta eldri og yngri félagsmenn hitzt og rabbað saman um áhuga- mál sín og minnzt liðinna daga yfir kaffi og meðlæti. F.F. gefur að vanda út sérstaka sýningarörk. Á henni verður mynd af 10 aura frímerki úr seríunni frá 1925. Enn fremur verður gefið út afmælissöfnunarmerki. Verður það selt í örk, en einnig á umslagi með sérstökum afmælisstimpli. Íslandspóstur hf. gefur svo út að vanda örk til þess að minnast þessa dags. Er myndefni hennar nokkuð sérstætt, því að það er sótt inn fyrir borgarmörk Reykjavíkur og nefnist Suðurgata og Keilir. Keilir, sem blasir vel við frá Suðurgötu, kemur skemmtilega fram á miðju 250 kr. frímerkis arkarinnar. Hönnuður arkarinnar er Hlynur Ólafsson, en hún er offsetprentuð hjá The House of Questa í Eng- landi. Þennan sama dag koma svo út tvö frímerki í flokknum Eyjar við Ísland. Vigur í Ísafjarðardjúpi er á 45 kr. merki og Flatey á Breiðafirði á 55 kr. merki. Hönnuðir þessara frímerkja eru Borgar Hjörleifur Árnason og Haukur Snorrason, en þau eru offsetprentuð hjá Ríkis- prentsmiðjunni í Austurríki. Frímerkjasýningin FRÍMSÝN 2002 verður opnuð á Degi frímerk- isins í Síðumúla 17, miðvikudaginn 9. okt., kl. 17 og stendur fram á sunnudag 13. okt. Ekki get ég sagt frá efni hennar, en hún verður vafa- laust fyrst og fremst kynningarsýn- ing, þar sem gestir hennar geta virt fyrir sér, hvernig og hverju má safna, svo að menn hafi ánægju af. Hvet ég því lesendur þessa þáttar til að fjölmenna á FRÍMSÝN 2002. Ný íslenzk frímerkjaskrá. Fyrir skömmu kom út ný íslenzk skrá yfir íslenzk frímerki frá stofnun lýðveld- isins 1944 og til ársloka 2001. Stein- grímur S. Björnsson, varaformaður Félags íslenzkra frímerkjasafnara, hefur tekið skrána saman í sam- vinnu við Kjartan J. Kárason, sem sá um uppsetningu og tölvuvinnslu. Hér hefur verið bætt úr brýnni þörf, enda mun skráin þegar hafa fengið góðar móttökur meðal safn- ara. Er hún fáanleg hjá Frímerkja- sölu Íslandspósts hf. og eins hjá frí- merkjakaupmönnum. Í næsta þætti verður væntanlega sagt eitthvað nánar frá þessu framtaki þeirra fé- laga. Hvert leiðir hin nýja að- ferð Íslandspósts hf. við stimplun póstsendinga? Vélstimpill Háskóla Íslands. Vélstimpill Morgunblaðsins. Áprentaður PP-stimpill, nr. 888. FRÍMERKI Jón Aðalsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.